Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Formaður Ferðamálaráðs við undirskrift samstarfssamnings við Háskólann á Akureyri Arðsemi í ferða- þjónustu of lítil SAMSTARFSSAMNINGUR mUli Háskólans _ á Akureyri og Ferða- málaráðs Islands um samstarf á sviði kennslu og rannsókna á sviði ferðamála var undirritaður í háskól- anum í vikunni. Það voiti Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Tómas Ingi Olrieh, alþingismaður og for- maður Ferðamálaráðs, sem skrifuðu nöfn sín á samninginn. Tómas Ingi sagði við þetta tæki- færi að samningurinn væri vonandi vísir að vaxandi samstarfí þessara aðila. Hann sagði að af ýmsum ástæðum þyrfti að efla hér á landi rannsóknir í ferðaþjónustu og ferða- mennsku. Það hafí ekki gengið nógu hi'att og sé ekki í neinum tengslum við þróun atvinnugreinarinnar. Tómas Ingi sagði að arðsemin í ferðaþjónustunni væri of lítil miðað við þá fjárfestingu sem hefur verið látin í þessa mikilvægu atvinnu- grein. Þessu þurfi að breyta. Hann sagði að á þeim átta árum sem hefðu farið í að undirbúa sérstakt átak í rannsóknar- og þróunarmál- um ferðaþjónustunnar, hafi enginn lýst yfír virkilegum áhuga á því að efla rannsóknir í ferðaþjónustunni, utan Háskólinn á Akureyri. „Þess vegna er þessi samningur staðfesting á því að Ferðamálaráð Islands vill koma til móts og nýta sér þann vilja sem er innan þessar- ar stofnunar til þess að nýta betur og styrkja rannsóknir og þróunar- starf í ferðaþjónustu," sagði Tómas Ingi. Mesti vaxtarbroddurinn Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, sagðist fagna mjög þessu sam- komulagi enda væri ferðaþjónusta einn mesti vaxtarbroddurinn í ís- lensku atvinnulífí. Hins vegar hafí málefnum þessarar mikilvægu at- vinnugreinar verið lítið sinnt af há- skólum og rannsóknarstofnunum fram til þessa. „Með þessu sam- komulagi hefur verið brotið blað í uppbyggingu kennslu og rannsókna á ferðamálasviði á háskólastigi hér á landi,“ sagði Þorsteinn. Auk þess sem aðilar samstarfs- samningsins efna til formlegs sam- starfs til að ýta undir og styrkja rannsóknir, þróunarstarf og náms- framboð á sviði ferðamennsku og ferðaþjónustu, munu þeir starfa saman að rekstri gagnamiðstöðvar um rannsóknir í ferðamálum, þar sem fram fari úrvinnsla kannana og tölfræðilegi’a upplýsinga um ferða- mál til að nota í rannsóknum og þróunarstarfí. Ferðamálaráð leggur til kennara Þá mun Ferðamálaráð byggja upp sérfræðiþekkingu á Akureyrar- skrifstofu sína til að efla rannsóknir í ferðamálum og veita ráðgjöf þeim sem stunda rannsóknir og vinna að þróunarverkefnum á sviði ferða- þjónustu. Ferðamálaráð mun jafn- framt efla kennslu í ferðamálum við HA með því að leggja til kennara með sérþekkingu á fræðasviðum ferðamála. Háskólinn skuldbindur sig að leggja sérstaka áherslu á rannsóknir á sviði ferðamennsku og ferðaþjónustu innan Rannsóknar- stofnunar skólans. Auk þess sem skólinn skuldbindur sig til að beita sér sérstaklega íyrir því að efla rannsóknarstarfsemi sem nýst geti ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Lóðir í Giljahverfí ganga út BYGGINGANEFND Akureyr- ar úthlutaði í vikunni SJS verk- tökum tveimur lóðum í Gilja- hverfi, undir 8 hæða fjölbýlis- hús, annars vegar við Tröllagil og hins vegar við Drekagil. Þessar lóðir eru úr 1. áfanga Giljahverfís og því komnar nokkuð til ára sinna en hafa nú loks gengið út. Akureyrarbær auglýsti nýlega lausar til umsóknar 6 íbúðar- húsalóðir í 3. áfanga Giljahverfis samkvæmt breyttu skipulagi. Á hveiri lóð geta verið hvort sem er tveggja til þriggja hæða fjöl- býlishús eða einnar til tveggja hæða rað- eða parhús eða blanda þessara húsagerða. Fjöldi íbúða á hverri lóð er þó bundinn. Fjórir byggingaaðilar sóttu um að fá að byggja á þessu svæði og var hverjum þeirra út- hlutað einni lóð. Hyrna fékk lóð við Skessugil, Eyco við Skottugil, Fjölnir við Skuggagil og Snæbjörn Sigurðsson við Skriðugil. Þá fékk Sprettur end- urveitta lóð við Skessugil. Lítill áhugi fyrir einbýlishúsalóðum Akureyrarbær auglýsti einnig lausar til umsóknar rúmlega 50 einbýlishúsalóðir í Síðuhverfi, Teigahverfí á Eyrarlandsholti og Giljahverfí. Aðeins var sótt um lóðirnar fjórar sem til boða voru í Teigahverfi og hefur þeim verið úthlutað. Enn eru því lausar ein- ar 10 lóðir í Síðuhverfí og tæp- lega 40 lóðir í Giljahverfi. Mjög góð aðsókn í leikhúsið METAÐSÓKN var hjá Leikfélagi Akureyi-ar um síðustu helgi. Á helg- inni, frá fímmtudegi til mánudags, voru 10 leiksýningar í Samkomu- húsinu og var uppselt á þær flestar. Alls komu yfír 1.700 manns í leik- húsið á þessar sýningar. Tvær sýningar voru á uppfærslu LA á „Systrum í syndinni" og aðrar tvær sýningar á „Kabarett" í upp- færslu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri. Þá voru sex sýningar á barna- og fjölskylduleikritinu „Ávaxtakörfunni“ sem er gestasýn- ing frá leikhópnum Draumasmiðj- unni í Reykjavík. Uppselt var á all- ar sýningarnar á „Ávaxtakörfunni" og verða þrjá aukasýningar sunnu- daginn 2. maí. Á „Kabarett“ eru áætlaðar 10 sýningar. „Systur í syndinni" haí'a gengið vel, að baki eru 14 sýningar en þeim fer nú fækkandi og er áætlað að sýningum Ijúki fyrir miðjan maí. I kjölfarið verður í Samkomuhúsinu konsertuppfærsla Tónlistarskólans á Akureyri á „Brúðkaupi Fígarós". Áætlaðar eru 10 sýningar og þá verða spennandi gestasýningar að sunnan bæði í maí og júní. Jarðhæð Sparisjóðs Húna- þings og Stranda endurbætt Hvammstanga - Sparisjóður Húnaþings og Stranda hefur opn- að endurbætta jarðhæðina í Sparisjóðshúsinu á Hvamms- tanga, en þar er m.a. afgreiðsla sjóðsins. Oll aðstaða starfsfólks og viðskiptavina er nú stórbætt. Framkvæmdir hafa staðið yfír frá áramótum, en að sögn Páls Sig- urðssonar sparisjóðsstjóra liefur starfsemi sjóðsins ekki raskast af þeim sökum. Páll segir liúsnæði sjóðsins hafa verið nánast óbreytt frá opnun hans 1972, en þá flutti sjóðurinn í húsið nýbyggt. Hönnun var unnin af Snorra Haukssyni, arkitekt í Reykjavík, en framkvæmdir allar af heima- mönnum. Trésmiðjan Tveir smið- ir sf. unnu tréverk og höfðu yfir- umsjón með verkinu, afgreiðslu- borð og sérsmíðuð skilrúm eru frá Stíganda hf. á Blönduósi, Ólaf- ur Stefánsson annaðist röralagn- ir, Skjanni sf. raflagnir og tölvu- lagnir og Vilhelm V. Guðbjartsson málun. Einnig er nú tekið í notkun nýtt tölvutengt afgreiðslukerfi í af- greiðslum sjóðsins á Hvamms- tanga og á Borðeyri. Gísli Jafets- son, forstöðumaður Fræðslumið- stöðvar sparisjóðanna, sagði bún- aðinn sérhannaðan hjá Tölvumið- stöðinni fyrir sparisjóðina og nú væru allir sparisjóðir landsins með sarna afgreiðslubúnað. Tölvubúnaðurinn er frá Opnum kerfum hf., en kerfinu er þjónað af Einari J. Skúlasyni hf. Af- greiðsluseðlar falla nánast niður og viðskiptamaðurinn staðfestir Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson PÁLL Signrðsson sparisjóðssljóri og Kristín Magnúsdóttir aðstoðar- sparisjóðssljóri. FRÁ afgreiðslusal Sparisjóðsins. viðskiptin með áritun á þar til gerðann skjá. Með þessum sam- ræmda búnaði opnast enn mögu- leikar á aukinni þjónustu spari- sjóðanna við viðskiptavini sína, bæði í bankaviðskiptum og einnig á öðrum sviðum. I tilefni tímamótanna bauð Sparisjóðurinn viðskiptavinum sfnum upp á kaffi og vöfflur, sem bakaðar voru í afgreiðslusalnum, en tertuborð á Borðeyri. , i Umræður á opnum fundi í sveitarfélaginu Borgarfjarðarsveit Breytingar í póstdreifíngu Reykholti - Talsverðar umræður augum á framhaldið. Sveitarstjóri ing gildi í sumar löngu áður en sér- urðu um framtíð póstdreifíngar og ferðir áætlunarbíla á opnum fund- um sem haldnir voru í Borgarfjarð- arsveit um helgina, en útlit er fyrir að flokkun á pósti verði flutt úr Reykholti niður í Borgarnes og eru menn uggandi um hvaða afleiðingar það muni hafa. Á fundunum veltu menn fyrir sér hvort starfsemi Is- landspósts í Reykholti eigi eftir að dragast saman og hvort það gæti haft neikvæð, keðjuverkandi áhrif í atvinnumálum. Eftir sameiningu sveitarfélaga á sl. ári var ákveðið að halda opna fundi á tveimur stöðum þegar mörkuð stefna væri komin í starf- semina. Þórunn Gestsdóttir sveit- arstjóri ásamt oddvita, Ríkharði Brynjólfssyni, voru frummælendur á fundinum og kom þar fram að þróunarvinna undanfarið ár í ný- sameinuðu sveitarfélagi hafí gengið vel og sveitarstjórn líti björtum Leikskólabörn í snjóþotuferð Seyðisfirði - Hefð er orðin fyrir snjóþotuferð leikskólabarna á Seyðisfirði. Ein slík ferð var farin í veðurblíðunni á sunnudaginn var eftir núkinn óveðurskafla dag- anna á undan. Haldið var upp í skíðasvæðið í Stafdal í Seyðisfirði sem er vinsæll útivistarstaðnr Austfirðinga yfir vetrartímann. Þar var meira en nægur snjór og gátu börnin rennt sér á snjóþotum og „rassabossum“ (þoturössum) og fylgst með hetjudáðum þeirra sem eldri eru. Svo sem sæmir í öllum góðum ferðalögum fengu menn sér nesti milli afreka. hefur aðsetur í sama húsi og Is- landspóstur. í samtali við Morgun- blaðið segir hún að pósthúsið sé e.k. miðstöð í þessu póstumdæmi, þar sé pósturinn flokkaður og sett- ur í hólf, og þó svo pósthúsið veiti ekki fulla bankaþjónustu er þetta samt eini bankinn í Borgarfjarðar- sveit. Fólk hittist á pósthúsinu og þar er veitt afbragðs þjónusta, seg- ir Þórunn. Þess má geta að þetta pósthús fékk sérstaka viðurkenn- ingu 1997 fyrir þjónustu og kunn- áttu í starfi. Sæmundur Sigmundsson í Borg- arnesi, hefur sérleyfí á ferðum í sveitina og hefur hann einnig haft samning um ferðir með póst á póst- húsið í Reykholti, en þetta hefur gert það mögulegt að halda úti áætlunarferðum sex daga vikunn- ar, þrátt fyrir fáa farþega. Honum hefur verið sagt upp samningnum um póstflutning og tekur sú breyt- Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson leyfístímabilið rennur út. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að það sé ekki raunhæft að reka áætl- unarferðir í Reykholt, án póstsins, nema með styrk af einhverju tagi. Samningur er einnig að renna út við landpóst, búsettan í sveitinni, sem flytur póst í sveitirnar frá Reykholti þrisvar í viku til þeirra sem ekki hafa pósthóif. Haft var samband við Hörð Jóns- son hjá íslandspósti, sem segir að hvað varði þjónustu eigi þetta ekki að hafa nein áhrif. Fólk mun áfram geta sótt póst á pósthúsið í Reyk- holti fímm daga vikunnar og þeir sem búa fjær fá áfram póstinn keyrðan til sín þrisvar í viku að jafnaði. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að hagræða með því að flokka allan póst á einum stað, í Borgarnesi, og sameina póst- ferðir í Reykholt og sveitirnar í kring þrjá daga í viku, auk ferðar í Reykholt hina tvo dagana. Ekki er fastákveðið hvernig fyrirkomulagið verður varðandi starfsmannahald, hvort einhver samdráttur verður þar, en stöðugildi í pósthúsinu í Reykholti eru nú 1,3. Þetta verður skoðað á haustmánuðum, segir Hörður. Ekki eru nein áform um að fjölga póstferðum enn frekar að svo stöddu. Við í sveitarstjórn ieggjum áherslu á aukin umsvif þar sem við erum að byggja upp nýtt samfélag í nýju sveitarfélagi, með miklar væntingar til framtíðarinnar, segir Þórunn. Því teljum við það sjáif- sagða kröfu að allir íbúar svæðisins fái póst sinn og dagblöð fimm daga vikunnar og sömuleiðis að gerður verði bankasamningur við einhverja bankastofnun, en fordæmi eru fyrir slíku á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.