Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islensk erfðagreining tekur í notkun 100 milljóna kr. tækjabúnað Greiddu fyrir búnaðinn með sérfræðiaðstoð Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Pálrnadóttir heilbrigðisráðherra gangsetti nýjan tækja- búnað Islenskrar erfðagreiningar sem Kári Stefánsson forsljóri segir að sé gífurleg viðbót við tækni fyrirtækisins. ÍSLENSK erfðagreining tók í gær í notkun nýjan tækja- og hugbúnað til genarannsókn frá bandaríska fyrir- tækinu Affymetrix sem kostar sam- tals um eina og hálfa milljón dollara, eða á annað hundrað milljónir króna. ÍE fékk tækjabúnaðinn, sem er sagð- ur byltingarkenndur á sviði krabba- meinsrannsókna, sem greiðslu fyrir að hafa fundið og leiðrétt alvarlega skekkju í öðrum búnaði frá fyrirtæk- inu sem það fékk fyrr á árinu. Ingi- björg Pálmadóttfr heilbrigðisráð- herra gangsetti tækjabúnaðinn í gær. „Vísindamenn á rannsóknarstofu okkar voru að setja saman annað tæki frá fyrirtækinu sem við ætluð- um að kaupa, en fundu mjög stóran galla í því,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. „Þeir leystu þennan vanda og fengu í staðinn þetta nýja tæki. Það er mjög langur afgreiðslu- frestur á þeim, en við fengum það langt á undan af þessari ástæðu.“ Kái-i segir að starfsmenn ÍE hafi lagt töluverð vinnu í leysa vandann, en ekki síst hafi Affymetrix verið að greiða fyrir hugvitið sem þurfti til þess. Margfalt meiri afköst við rannsóknir Nýi búnaðurinn mun einkum nýt- ast við rannsóknir á krabbameini og gerir ÍE kleift að líta á vandann frá nýju sjónarhomi. Kári segir að tæknin, sem Affymetrix nefnir GeneChip, feli í sér að í venjulegri tveggja daga tilraun sé með nýja tækjabúnaðinum hægt að gi-eina tjáningu 40 þúsund gena, margfalt flefri heldur en með hefðbundnun að- ferðum. „I erfðamengi manna eru um hundrað þúsund erfðavísar, eða gen,“ segir Kári. „Um helmingur þeirra er aðeins tjáður í miðtauga- kerfi, í heila og mænu. Hinn helm- ingurinn er tjáður í mismunandi frumum líkamans. Þegar leitað er að mismun á venjulegri frumu og krabbameinsfrumu er ein aðferðin að líta á mismunandi tjáningu ým- issa erfðavísa og nota hana til að komast í átt að þeim grundvall- argalla sem veldur krabbameini. Þetta er meiriháttar framfór við rannsóknir á krabbameini því mikið af því sem að gerist hefur ekki átt sér stað í erfðaefninu sem flyst milli kynslóða heldur bara í erfðaefninu sem er í frumunni sem slíkri.“ Útvikkun á rannsóknarramma en ekki stefnubreyting ÍE hefur ekki áður beint sjónum sínum að tjáningu erfðavísa. Kári segir að kaupin á tækjabúnaðinum feli í sér gífurlega viðbót við þá tækni sem fyrir var hjá fyrirtækinu, en þau þýði ekki stefnubreytingu heldur útvíkkun á rannsóknarramm- anum. ,Aðrir sjúkdómar sem við höfum verið að rannsaka hvað mest eru sjúkdómar sem eiga rætur sínar í breytingum sem eiga sér stað í erfðamengi kynfrumnanna og flytj- ast frá kynslóð til kynslóðar. Þegar farið er út í að rannsaka sjúkdóma sem byggjast meir á stökkbreyting- um sem eiga sér stað í frumum lík- amans, ekki kynfrumum, þarf helst að vera hægt að líta á tjáninguna. Klassískur sjúkdómur af þeirri gerð er krabbamein. Þetta er kannski ekki alger forsenda þess að hægt sé að líta á erfðafræði krabbameins en eykur að minnsta kosti mikið líkurn- ar á því að ná árangri." Kári segir að ekki sé þörf á því að ráða nýtt fólk vegna þessara rann- sókna. „Það er fólk að vinna hjá okk- ur sem hefur mjög mikla reynslu í því að líta á tjáningu gena, að vísu ekki með svo nútímalegum búnaði. Nú getum farið að beina kröftum þessa fólks inn á brautir sem það þekkir betur, nýta betur fyrri þjálf- un ákveðins hóps af fólki sem er búið að vinna hjá okkur í ákveðinn tíma.“ Þrír þjóðar- 1 leiðtogar höfðu viðdvöl hér k ÞRÍR þjóðarleiðtogar hafa á undan- förnum dögum haft viðdvöl hér á landi á leið sinni á leiðtogafund Atl- f antshafsbandalagsins í Washington, þar á meðal Vaclav Havel, forseti Tékklands, sem hitti hér að máli Olaf Ragnar Grímsson, forseta Islands. Havel og Mikulas Dzurinda, for- sætisráðherra Slóvakíu, voru hér báðir á ferðinni sumardaginn fyi’sta. Hin síðarnefndi átti aðeins um klukkustundarviðdvöl, en Havel gaf » sér tíma til að fara í Bláa lónið ásamt eiginkonu sinni, og hitti Ólaf Ragnar Grímsson að máli yfír hádegisverði í Eldborg í Svartsengi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá forsetaembættinu ræddu þefr Havei og Ólafur Ragnar almennt um al- þjóðamál en einkum atburði í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu og hvernig takast mætti að binda enda á hörm- ungar íbúa þar. Einnig fjölluðu forsetaimfr um va- l æntanlegan leiðtogafund Atlants- hafsbandalagsins í Washington, aðild Tékklands að bandalaginu og ákvarðanir um stækkun þess. Ólafur Ragnar sagði Havel frá við- ræðum sínum við forseta Lettlands, Guntis Ulmanis, sem hér dvaldi í vik- unni og rakti stuðning íslendinga við óskir Eystrasaltsríkjanna um að fá fulla aðild að framtíðarskipan örygg- ismála í Evrópu. Suleyman Demirel, forseti Tyi'k- lands, kom við hér á landi sl. þriðju- dag en hafði aðeins skamma viðdvöl og hitti enga ráðamenn að máli, sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu. UVS semur við Ríkisspítala um vísindasamstarf Hafa útvegað um 200 milljónir kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg MENNTAMALARAÐHERRA ásamt stjórn Bókmenntakynningarsjóðs. Frá vinstri: Björn Bjarnason, Hávar Sigurjónsson, Elísa Björg Þor- steinsdóttir og Jónína Michaelsdóttir. Bókmenntakynningarsj óður Opnun skrifstofunnar stór áfangi Erfðarannsóknarfyrirtækið Urð- ur, Verðandi, Skuld (UVS) hefur gert rammasamning við Ríkisspítala um vísindasamstarf á líftæknisviði. Fyrirtækið einbeitfr sér að krabba- meinsrannsóknum en það hefur gert sambærilegan samning við Krabba- meinsfélag Islands. UVS er alfarið í eigu Islendinga og íslenskra fjár- festa. Snorri Þorgeirsson, lækna- framkvæmdastjóri UVS, segir að tekist hafi að útvega verulegt fjár- magn til verkefnanna. „Við byrjum með rúmlega 200 milljónfr og fljót- lega verður fjármagnið komið upp í 500 milljónir,“ segir iiann aðspurður. Meðal eignaraðila UVS eru Ný- sköpunarsjóður, Þróunarfélag Is- lands, Burðarás og Uppspretta, sem er sjóður í eigu Kaupþings. Nokkur verkefni í burðarliðnum Samningurinn við Ríkisspítala heimilar UVS að gera samninga við iækna og einstakar deildir spítalans um kostnaðarþátttöku UVS í rann- sóknum á þeirra vegum. Gert er ráð fyrir að UVS greiði kostnað af rann- sóknarvinnu á tilteknum deildum Ríkisspítala og er markmiðið að efla stórlega það rannsóknarstarf sem fram fer á spítalanum. Að sögn Magnúsar Péturssonar, forstjóra sjúkrahúsanna í Reykjavík, eru nú þegar til skoðunar 3-5 samningar um einstök verkefni og reikna má með að fleiri samningar verði gerðir á næstu vikum. Aðspurður hvaða fjárupphæðir væri um að tefla í þessu samstarfi sagði Magnús það vera nokkra tugi milljóna króna á næstu tveimur árum. Snorri Þorgeirsson sagði að myndaðir yrðu samstarfshópar með einstökum læknum. Undirbúningur þess væri þegar hafinn um ýmsar rannsóknir. „Við höfum nú fengið leyfi stjórna spítalans og Ki-abba- meinsfélagsins til að mynda sam- vinnuhópa með læknum um ákveðin verkefni," sagði hann. Aðspurður sagði Snon’i að fyrfrhugaður mið- lægur gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði ætti ekki að hafa áhrif á þær rannsóknir sem UVS hefur í undir- búningi í samstarfi við lækna. Hann tók fram að UVS myndi ekki setja upp miðlægan gagnagrunn með heil- brigðisupplýsingum. Hliðstæður samningi sem gerður var við IE Að sögn Magnúsar er samningur- inn við UVS hliðstæður samningi sem gerður var við íslenska erfða- greiningu. Hann sagði að samkomu- lagið myndi efla þá rannsóknarstarf- semi sem fyrir væri og styrkti Ríkis- spítala sem háskólasjúkrahús. Magnús sagði að samskipti sjúkra- húsanna og einkaaðila færu vaxandi á ýmsum sviðum og því væri nauð- synlegt að huga vel að hvernig halda ætti á þessum samskiptum, s.s. varð- andi réttarstöðu starfsmanna, fjár- mál og ábyrgð hvors aðila um sig. Á DEGI bókarinnar í gær heimsótti Björn Bjamason menntamálaráð- herra Bókmenntakynningarsjóð í nýjum húsakynnum sjóðsins á Hall- veigarstöðum við Túngötu. Ski-ifstofa sjóðsins var nýlega opn- uð fyrir tilstilli menntamálaráðuneyt- isins en sjóðurinn hefur frá stofnun árið 1982 verið án húsnæðis og að sögn formanns sjóðsins, Jónínu Michaelsdóttur, hefur aðstöðuleysið staðið starfseminni nokkuð fyrfr þrif- \ um. „Það er stór áfangi að Bók- menntakynningarsjóður skuli hafa fengið eigið húsnæði til afnota, þótt ennþá sé starfsemin mjög einföld í sniðum," segir Jónína. Hlutverk Bók- menntakynningarsjóðs er að veita styrki til þýðinga á erlend tungumál á íslenskum nýrri tíma fagurbók- menntum og standa að kynningu á ís- lenskum bókmenntum erlendis. Að sögn Jónínu Michaelsdóttur hefur þörfin fyrfr starfsemi Bókmennta- kynningarsjóðs verið að aukast hröð- um skrefum og því nauðsynlegt að bregðast við henni. „Sjóðnum berast fjölmörg erindi varðandi íslenskar bókmenntir erlendis og opnun skrif- stofunnar er mjög mikilvægt skref því hingað geta m.a. leitað þýðendur íslenski'a bókmennta og væntanlegir útgefendur þeirra eftir upplýsingum um íslenska höfunda og verk þeirra," segir Jónína. Skrifstofa Bókmennta- kynningarsjóðs á Hallveigarstöðum er opin frá kl. 10-12 þriðjudaga til fóstudaga. Góð hreyfing og skeinintun fyrir böm og foreldra. 8 vikna námskeið í Ræktinni, Suðurströnd 4 Uppl. og skráning í síma 551 4949. Guðrún Gestsdóttir, sjúkraþjálfari. RíKIÍN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.