Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 ARNISÆDAL GEIRSSON + Árni Sædal Geirsson fædd- ist á Akranesi 22. mars 1948. Hann lést á heimili sínu 11. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Andrea Krist- ín Kristmundsdótt- ir, f. 13. okt. 1908 á Blönduósi, d. 25. nóv. 1992, og Geir Jónsson vélstjóri, f. 8. apríl 1906 í Reykjavík, _ d. 12. júlí 1979. Árni var yngstur hálfsystk- ina frá móður þeirra: Dadda Sigríður Árnadóttir, f. 14. sept. 1931; Kristmundur Ólafur Árnason, f. 6. sept. 1932; Hall- dóra Sigrún Árnadóttir, f. 17. apríl 1936, d. 22. ágúst 1979. Hálfbróðir Árna frá föður er Sveinn Helgi Geirsson, f. 17. apríl 1962. Hinn 28. febrúar 1970 kvænt- ist Árni Jónu Sigurlínu Pálma- dóttur frá Flateyri, f. 19. mars 1949. Árni og Jóna eignuðust þijú börn. Þau eru: 1) Pálmi Ólafur, f. 2. júlí 1968, rafeinda- virki. Sambýliskona hans er Berglind Sveinsdóttir, f. 20. apríl 1963. Börn þeirra eru Jóna Sigurlína, f. 26. maí 1993, og Sveinn Jóhann, f. 10. október 1997. Börn Berg- lindar eru Kristrún Sif Gunnarsdóttir, f. 2. febrúar 1983, og Arent Pétur Egg- ertsson, f. 28. febrú- ar 1987. 2) Sigrún María, f. 26. febrúar 1971, starfsmaður leikskólans Eyra- skjóls á ísafirði. 3) Andri Geir, f. 23. júní 1978, nemi. Sambýliskona hans er Sólveig Kristín Guðnadóttir, f. 2. júlí 1979. Arni ólst upp á Akranesi hjá móður sinni til 14 ára aldurs, fór þá á fraktskip hjá Samband- inu og var þar þangað til hann hóf störf hjá Pósti og síma hinn 1. júní 1964 og starfaði þar sem símsmiður og verkstjóri til árs- ins 1994. f desember 1994 hóf Árni starf sem flokksstjóri í þjónustudeild hjá Póls rafeinda- vörum og vann þar þangað til hann lést. Hann gegndi ýmsum stjórnunar- og trúnaðarstörfum fyrir Isafjarðarbæ, svo og var félagi í Kiwanisklúbbnum Bás- um á fsafírði frá 1976 til dánar- dægurs. Utför Árna fer fram frá ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir, góða tíð yfir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga indælar minningar hjarta okkar ber. (PÓT) Demanturinn fellur og brotnar, umhverfíð breytist og geislar frá ljósbroti varpa ekki lengur geislum sínum um allt. Allt verður litlaust. Þú ert farinn í ferðalagið langa og fórst í skyndi. Einhvern veginn fínnst okkur eins og þú komir aftur eins og úr mörgum þeim ferðum sem þú fórst þegar við vorum lítil. Svo viðfórull maður sem þú varst kynnt- ist þú mörgum í þínum ferðum og er varla sá bær, borg eða staður þar sem ekki einhver þekkir þig og þakkar Guði fyrir að hafa kynnst þér, því lífsgleði og orka geislaði frá þér til allra. Þú varst mikill leiðtogi og virðingu fékkst þú að launum alls staðar. Hjá þér var hægt að leita ráða og hjálpar hverjum og hvenær sem var. Þú varst mikil félagsvera og fékkst orku út úr félagsstarfi. All- ir era jafnir og hjálpa þeim sem þurfa, var þitt aðalsmerki, og að vera svo ungur og nýjungagjarn ásamt því að vera góður leiðtogi. Eins og það hefði mátt halda að þú hafii' ver- ið afi frá fyrstu tíð, þar sem þú skemmtir þér svo vel og hafðir gam- an af að leika við barnabömin. Eins var með okkur börnin, tengdabömin eða hvern þann sem í návist þinni var. Því þú varðveittir svo vel barnið í þér og gast svo auðveldlega verið glaður og verið alvörugefinn í þeim hlutverkum sem þurfti. Við munum líma saman brotin með kærleika og láta lífsljós lýsa á demantinn sem þú ert, svo ljósbrot litadýrðar þinnar lýsi upp umhverfið. Með kærleiksþökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Guð blessi þig pabbi, afi, tengdapabbi. Börn, barnabörn og tengdadætur. Okkur langar með féinum orðum að kveðja góðan vin okkar, hann Ama Sædal Geirsson, í hinsta sinn. Það er ekki auðvelt að hripa niður minningarorð um svo góðan vin og mætan mann sem hverfur frá okkur svo snögglega og er það ægi sárt ekki síst fyrir þær sakir að Árni er á besta aldri er hann fellur frá. Þrátt fyrir að orðin hér séu fátæk- leg þá stöndum við eftir æði rík af fjölda minninga um ljúfar og skemmtilegar stundir. Hjörtu okkar eru full þakklætis fyrir alla þá sam- veru sem við nutum bæði í leik og starfi og víst er að þær stundir munu seint gleymast. Við óskum þess að góður Guð geymi þig, elsku Árni, cg veiti sömu- leiðis ættingjum og vinum styrk í sorg sinni. Elsku Jóna, Pálmi, Sig- rún og Andri Geir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Halldór, Steingerður og fjölskylda. Tempus fugit - tíminn líður. Eftir því sem árunum fjölgai’ vh’ðist hann líða hraðar og hraðar. Félagar, sam- starfsmenn og vinir hverfa yfir móð- una miklu. Sumir langt fyrh- aldur fram. Enn einn þeirra er nú horfinn sjónum. Ami Sædal Geirsson, sam- starfsmaður úr starfi jafnaðarmanna á Vestfjörðum. Baráttufélagi úr margri kosningabaráttu, nýtekinn við ábyrgðarmiklu og annasömu starfi kosningastjóra Samfylkingar- innar á Vestfjörðum. Um hádegisbil- ið sunnudaginn 11. apríl sl. andaðist Ami Sædal á heimili sínu á Isafirði aðeins 51 árs að aldri. Andlátið bar að með skjótum hætti. Þennan sama morgun kom Árni heim með flugi frá Reykjavík hress og kátur eftir að hafa setið glæsilega kosningahátíð Samfylking- aifnnar í Háskólabíói í Reykjavík og samkomu frambjóðenda og kosn- ingastjóra þá um kvöldið. Þar var hann bæði kátur og glaður eins og hann átti vanda til og hlakkaði mikið til þess að takast á við sitt vanda- sama starf. Við hittumst að máli bæði fyrir og eftir kosningahátíðina og ekki var á honum að finna eða heyra að hann kenndi sér þá nokk- urs meins, enda heilsuhraustur. Þvert á móti var hann logandi af áhuga, hafði á hraðbergi tillögur um hvað þyrfti að gera, við hverja þyrfti að tala og hvaða einstaklinga úr for- ystusveit Samfylkingarinnar þyrfti að fá til funda á Vestfjörðum til þess að styrkja stöðu Samfylkingarinnar. Árni átti mjög auðvelt með að blanda geði við fólk, þekkti marga úr fram- boðssveit Samfylkingarinnar víðs vegar um land og var alls óhræddur við að svífa á þá til þess að biðja um liðveislu. Hafði árangur sem erfiði og höfum við fyrir vestan þegar notið þeirra verka hans. Ekki kom mér til hugar þegar við kvöddumst þetta kvöld, að eftir fáa klukkutíma yrði hann allur. En örlögin gripu í taumana. Morguninn eftir, þegar Árni kom til ísafjarðar með vélinni að sunnan var hann enn við fulla heilsu, glaður og ánægður. Heim- kominn fór hann að finna til ónota og áður en læknir komst á staðinn var hann allur. Svo snöggt beitti hinn slyngi sláttumaður ljá sínum. Árni Sædal Geirsson var mikið ljúfmenni og hvers manns hugljúfi, samviskusamur í störfum sínum, duglegur og skipulagður við öll verk og lét mjög vel að umgangast fólk. Hann hafði yndi af félagsmálum, vai- m.a. mjög virkur í starfi Kiwanis- hreyfingarinnar, og sannur jafnaðar- maður. Þau eru ótöld verkin, sem hann vann bæði mér og öðrum félög- um, sem verið hafa í framboðshlut- verkum fyi’ir jafnaðarmenn á Vest- fjörðum og ávallt var jafn gott að leita til hans því hann vildi allra manna vanda leysa. Árni var glaður maður og góðgjarn og tók því nærri sér órétti, sem hann var beittur í starfi fyrir stofnun, sem hann hafði unnið fyrir stóran hluta starfsævinn- ar. Sá óréttur særði Árna Sædal djúpt en hann varði sig árásum af málafylgju og hafði fullan sigur. En þó sárin grói, sem veitt voru, standa örin eftir. Og eins og hann sagði, skáldið frá Bólu, þá svíðui’ í gömlum sárum. Þannig hefur því sjálfsagt einnig verið varið um Árna Sædal, EINAR INGVARSSON + Einar Ingvars- son fæddist í Berjanesi í V-Land- eyjum 14. ágúst 1922. Hann lést 13. apríl siðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingvar Sigurðsson, f. 30. mars 1901 á Nesi í Norðfirði, d. 11. janúar 1979, og Hólmfríður Einars- dóttir, f. 22. apríl 1896 í Berjanesi í V- Landeyjum, d. 25. ágúst 1979. Systkini Einars eru: Sigurð- ur, f. 1. nóvember 1914, Aðal- heiður, f. 1916, dó 13 ára, Elín, f. 17. september 1920, Guðlaug, f. 16. október 1923, d. 29. októ- ber 1979, Jólín, f. 1. nóvember 1924, Trausti, f. 15. júlí 1926, d. 9. júní 1977, Sigurður, f. 6. sept- ember 1927, Ráðhildur, f. 25. Við sitjum hér og rifjum upp kynni okkar af bróður, mági og fé- laga. Kemur þá fyrst í hugann hve dagfarsprúður og hlýr Einar Ingv- arsson var. Sem ungur maður varð hann fyrir höfuðmeiðslum á togara sem ollu eirðarleysi, þannig að hann átti erfitt með að einbeita sér lengi í senn að því sem hann tók sér fyrir hendur. Einar var góður hand- verksmaður og áhugasamur um allt sem laut að vélum og framkvæmd- um ýmiss konar og var þá oftar en ekki hafist handa af mikilli atorku. Má þar nefna bátasmíði og alls kon- ar útfærslur á vélbúnaði sem oft voru nokkuð framúrstefnulegar. Þegar Einar dvaldi í sveitinni voru smíðuð færibönd og sagir knúnar af dráttarvélum, auk ýmissa lagfær- inga á því sem aflaga fór við sveita- störfin. Þegar Einar kom í heim- sókn á heimili okkar í Hafnarfirði var eins og lifnaði yfir umræðunni því þar fór maður sem ævinlega skýrði málin á sínum eigin forsend- • um. Giltu þá oftar en ekki rök brjóstvitsins. Einar minnti einna maí 1929, Sigur- gestur, f. 10. nóvem- ber 1933, og Krist- björg, f. 13. maí 1936. Sonur Einars er: Kristmann Þór, f. 5. janúar 1945, móðir hans er Fjóla Ágústsdóttir. Börn Kristmanns eru: Guðný Þórann, Eh'sa, Halldór og Fanney. Dóttir Ein- ars er: G. Henný, f. 15. nóvember 1946, móðir hennar er Jónína H. Hansen. Henný er gift Ólafi A. Gíslasyni, f. 29. júní 1944, en börn þeirra eru: Jóni'na Helga, Sigurborg Anna og Sædís. Utför Einars fer fram frá Akureyjarkirkju í V-Landeyjum í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. helst á ljósið á gamla tólgarkertinu sem logaði með öðrum blæ en hið staðlaða nútímakerti. Við viljum þakka umhyggju og velvilja þeirra sem Einar dvaldi hjá, oft langtímum saman, og kemur þá fyrst í hugann fólkið í Berjanesi, Dufþekju, Álfhólum og Klauf. Síð- ustu árin bjó hann að stórum hluta hjá Elínu systur sinni, en heimili hennar stóð honum ávallt opið. Þótt við hefðum gjarnan viljað hafa þig lengur á meðal okkar, Ein- ar, þá vitum við að dauðinn var þér hvíld. Við þökkum fyrir liðnar stundir. Blessuð sé minning þín. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra kæra fóstra mín, búðu’ um mig við brjóstin þín. Bý ég var um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.) Sigurgestur, Sigrún Áslaug og Frosti. + Björn Hafsteins- son fæddist í Reykjavík 7. maí 1948. Hann lést á Landspítalanum 17. april síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 23. apríl. Síminn hringir. Það er Elsa mágkona. Hún hefur ekki góðar fréttir að færa í þetta sinn. Hann Bjössi bróðir er dáinn. Þögn. Hvað er svo sem hægt að segja þegar engin orð lýsa því sem um hugann fer? Bjössi (Björn) mágur minn var fæddur 7. maí 1948, elstur átta systkina. _ Tvær systur og sex bræður. Eg var svo heppin að ná í Steina og Sigrún svilkona krækti um svipað leyti í hann Bjössa. Við fjögur brölluðum ýmislegt saman. Fórum í ferðalög bæði stutt og löng. Efst er þó í huga mér setn- ing sem æði oft hljómaði ef eitt- hvað bjátaði á, „æ, hann Bjössi bróðir bjargar þessu fyrir mig.“ Og oftast kom hann og bjargaði málunum. Aila vega gaf ráð og sagði sína meiningu afdráttar- laust. Elsku Sigrún, ég vildi svo gjarnan geta gefið þér ráð núna eða bjargað málunum en við stöndum hnípin hjá. Þetta fallega kvæði segir allt sem við Steini meinum: Dökkur skuggi á daginn fellur dimmir yfir landsbyggðina. Höldum hljómi klukkan gellur kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda aðstandendur setur hljóða. Kunningjamir klökkir standa komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem þerrum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjum núna, sjáumst aftur. (HA) Elsku Sigrún og fjölskyldur, megi góð- ur guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímamótum. Við erum með ykkur í hugan- um. Marsibil, Þor- steinn og börn. Krakkar mínir!! Þurfið þið alltaf að vera að rífast? Við Bjössi horfðum hvort á annað og skildum ekki hvað var verið að tala um. Við vorum alls ekki að rífast, við rifumst aldrei. Aftur á móti rök- ræddum við og skiptumst á skoð- unum á þeim nótum sem nútíma vísindi telja nauðsynlegar til að byggja upp samskiptahæfni og siðgæðiskennd barna. Kannske vorum við bæði dálítið raddsterk og ákveðin. Hann Bjössi var fyrsti leikfé- laginn minn. Við vorum jafngömul og vinátta okkar hófst á því ævi- skeiði þegar það telst kostur að hafa næstum ekkert hár, eins og ég, en ókostur að hafa mikið hár eins og Bjössi. Sjálfsagt hef ég notað mér það. Þó að langt væri á milli okkar á mælikvarða þess tíma samgangna var alltaf jafn gaman að hittast og leika sér saman. Á unglingsárum áttum við skemmtilegar stundir og endurnýjuðum góða og sterka vináttu. Við nutum lífsins, stund- uðum sveitaböll og sungum sam- an. Samverustundirnar urðu stop- ulli síðar, amstur daganna og ann- ríki lífsins tók við. Bjössi stofnaði ungur fjölskyldu og eignaðist börn, mörg börn. Ég stóð honum alltaf langt að baki í þessum efnum. Og þegar ég var að monta mig af þessu eina barna- barni mínu þurfti hann að telja til að segja mér hvað hann ætti mörg. Samverustundirnar urðu helst- ar í tengslum við fjölskyldumótin. Mér er það mjög minnisstætt þegar við saman stóðum í því að koma á fyrsta ættarmótinu í fjöl- skyldunni. Elstu barnabörnin skyldu sjá um undirbúning. Það var skemmtilegt að starfa með Bjössa og fleiri góðum frændum að því. Bjössi, aðaldrifkrafturinn, eins og venjulega. Osérhlífnin og áhuginn óþrjótandi. Ekkert var látið vaxa sér í augum: „Ekkert mál, ég sé um það!“ var viðkvæð- ið. Ég hef starfað í mörgum nefndum, en engri þar sem allir voru svo áhugasamir að heita mátti að rifist væri um verkefnin. Og svo stjórnaði Bjössi samkom- unni og var hrókur alls fagnaðar og eftirminnilegur, ekki síst börn- unum. Elsku Bjössi. Stóri, sterki frændinn minn, nú ert þú farinn. Hlýja hjartað þitt slær ekki lengur. Ki’aftmikla, djúpa röddin þín hljómar ekki framar, nema í minn- ingunni. Við gefum okkur alltaf svo lítinn tíma til að njóta lífsins og samveru með góðum vinum. Og ár- in æða áfram. Nú finnst mér að ég hafi tapað af dýrmætum stundum sem hefðu getað orðið. Andlát þitt er svo óralangt frá því að vera tímabært. Það minnir okkur jafn- aldrana á fallvaltleik lífsins og það að við gerum upp við okkur hver hin raunverulegu auðæfi heimsins eru. Og við, Bjössi, hefðum getað haft það alveg ótrúlega skemmti- legt á elliheimilinu. Kannske bíður það betri tíma, hver veit. Sigrún mín, við Omar sendum þér og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ykk- ar missir er mikill. Megi minning- in um góðan mann styrkja ykkur og styðja. Sesselja frænka. BJORN HAFSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.