Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 39 Gítar Islancio Gítar Islancio á Kaffi Krók TRÍÓIÐ Gítar Islancio leikur á sæluviku-tónleikum á Kaffi Krók á Sauðárkróki á morgun, sunnu- dag kl. 21. Tríóið er skipað Gunn- ari Þórðarsyni og Birni Thorodd- sen sem leika á gítara og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Tónlistin sem tríóið flytur er swing í anda gítarleikarans Django Reinhardts. Ennfremur verða flutt lög eftir Chick Corea, Duke Ellington, Stevie Wonder og lög eftir þá félaga Björn og Gunn- ar. • • Ond mín mikl- ar Drottin TÖNLIST Hallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kórverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson, Þorkel Sigurbjönsson, Jón Leifs, Piirt, Atla Heimi Sveinsson, Bruckner, Brahms og Mendelssohn. Mótettukór Hallgrimskirkju u. stj. Harðar Áskelssonar. Miðvikudaginn 21. april kl. 20. MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er á förum suður til Lundai- og Kaup- inhafnar að syngja í höfuðkirkjum þar. Var af því tilefni efnt til tónleika í Hallgrímskirkju vetrarkvöldið síð- asta við þvílíka aðsókn, að sló jafnvel við norðlenzkum karlakórum í höfuð- borgarheimsókn. Bflaöngþveitið úti fyrir undirstrikaði berlega stæða- skortinn á nýskipulögðu Skólavörðu- holti, þrátt fyrii- ærið gangstéttapláss - líkt og til að slá því fóstu, að listvið- burðir í stærstu kirkju landsins séu eingöngu ætlaðir Þinghyltingum. Dagskrárvalið var vandað og að því er virtist sniðið fyrir mikla heyrð kirkjunnar; hæggeng og höfug kór- verk sem nutu sín vel í löngum eftir- ómi - e.t.v. burtséð frá síðustu tveim Brahms-mótettum, þar sem hreyfan- leikinn var meiri en í hinum verkun- um. Þaulreynd þekking aðstandenda á tónrænum kostum og löstum guðs- hússins kom enn gerr fram með staðsetningu söngfólksins innst í kirkjukórnum í löturhægu en tiltölu- lega gisnu Magnificati Aivos Párts, sem hlaut þar aukna hljómgun og fyllingu, er áttu vel við rithátt þess. Fyrst var sálmalagið Gefðu að móðurmálið mitt í tvísöngsraddsetn- ingu Róberts A. Ottóssonar sungið úr hliðarskipum og á inngöngu að kórnum og hljómaði í senn tært og voldugt í einfaldleika sínum. Hin skíra útsetning Jóns H. Askelssonar á Víst ertu, Jesú, kóngm- klár kom fallega fram í andaktugri túlkun, svo og perla Þorkels Sigurbjörnssonar, Heyr himnasmiður með smekklegri lækkun niður á mp í 3. erindi. Kosmísk kytrð var yfir hinu meist- aralega Requiemi Jóns Leifs, sem ætla má að vekji mikla lukku suður í borgunum við Sundið. Þeir er næst sátu gátu og glaðzt yfir skýrum textaframburði kórsins í íslenzku lögunum, þótt latínan, er síðar heyrð- ist í Magnificatinu og „Os justi“, hefði mátt vera hvassari, og stundum líka þýzkan í Bruckner og Brahms. Tribute to Caesar (1997) og Magnificat (1989) eftir hinn sænsk- eistneska Arvo Párt voru afar per- sónuleg verk í hægferðugu mínimal- ískuleitu líðandi tónferli, sem engu síður hélt athygli með einfaldri en frumlegri raddfærslu og streitubeit- ingu. Þeir hlustendur er einkum tengja Magnificat, hamingjuóð Maríu til Drottins, við fjörugt meistaraverk Bachs við sama texta, hljóta margir að undrast innhverfa nálgun Párts, en þrátt fyrir næm því drungalegt yfirbragð brá einnig fyrir heiðifkju, og ofurveikt tenútissimó-niðurlagið var sérlega áhrifamikið. Kvöldbænir Þorkels Sigurbjörns- sonar frá 1983 við Ijóð Hallgríms Pét- urssonar mætti kannski nefna útfar- armótettu í samræmi við viðfangsefni textans, enda dimmleitt og íhugult verk, er fjaraði út sem lífsblómið í þrástefjandi kanon-kenndu niðurlagi á útgöngu kórsins „diminuendo a niente“ eins og heitir á fagmáli; allá- hrifamikið verk í túlkun þeirra Harð- ar. Bjartara var yfir ljúfu Maríu- kvæði Atla Heimis við trúarijóð Lax- ness undir galdralagi, og mótettur Bruckners, Os justi og Christus fact- us est var stórkórsrómantík eins og hún gerist ferskust og einlægust í hrífandi söng Mótettukórsins, enda þótt þessi nýlegu viðfangsefni, líkt og hinar þrjár þarnæstu Brahmsmótett- ur op. 110, eigi vafalaust eftir að slíp- ast betur til. Brahms var sýnu erfið- ari viðfangs, en svo var líklega mest hljómburði um að kenna, að sú fyrsta kom bezt út, enda hinar tvær síðari töluvert vakrari tónsmíðai- og fyrir bragðið viðkvæmari fyrir risahljómg- un kirkjunnar. Mótetturnai- tvær eftir Mendels- sohn, op. 69,1 og op. 78,2, voru hins vegar mjúkmálli og látlausaif verk og voru ágætlega sungin, einkum hið seinna, „Richte mich Gott“. Mendels- sohn setti meiri fókus á karlaraddirn- ai- en fyifn’ennarar hans á dagskrá, og hvort sem valda nýleg manna- skipti eða álag vegna mannfæðar, hefði mátt óska sér ögn þýðari tenórs og aðeins meiri fyllingai- í bassa, auk þess sem inntónun var ekki alls stað- ai' jafn hnökralaus hjá körlunum. En ef maður þekkh' metnað stjórnand- ans rétt, ætti það í mesta lagi að vera tímabundið ástand; a.m.k. var eftir- tektarvert hvað alla jafna heyrðist vel í innröddum þrátt fyrir ofurvikt útradda (19 S, 9 A, 8 T, 15 B). Að frátöldum skorti á nánari upp- lýsingum um einstök verk var tón- leikadagski'á að vanda vel frágengin með söngtextum á frummálum, ís- lenzku, sænsku - og m.a.s snyrtilega sönghæfum þýðingum á dönsku. Ríkarður Ö. Pálsson NEYTENDUR Little Caesar’s í Reykjavik Hráefnið í pítsurnar rannsakað í Detroit ANNA Gage og Eyþór Guðjónsson við Faxafen 11, þar sem Little Caesars-pítsur verða fáanlegar innan tíðar. PÍTSA er ekki bara pítsa. Að minnsta kosti hafa Eyþór Guðjóns- son og félagar hans, sem hyggjast opna pítsustaðinn. Little Caesar’s í Reykjavík nú í sumar, heldur betur komist að raun um það sér og öðrum bæði til undrunar og ánægju. Strangar kröfur af hálfu eigenda Little Caesar’s í Bandaríkjunum eru gerðar til eigenda einstakra pítsu- staða um framleiðslu flatbakanna allt frá hveiti og öðrum innihaldsefn- um til þess hvemig hún lítur út og bragðast að bökun lokinni. Um þessar mundir er stödd hér á landi Anna Gage en hún starfar hjá höfuðbækistöðvum keðjunnar í Detroit í Bandaríkjunum. Hún hefur umsjón með samskiptum höfuð- stöðvanna og leyfishafa um heim all- an og sér til þess að kröfum eigend- anna sé fylgt í hvívetna. Hún segir það hafa komið sér þægilega á óvart hversu tilbúnir íslenskir matvöru- framleiðendur séu að uppfylla þess- ar kröfur eigendanna, en allt hráefni sem notað er í Little Caesar’s-pítsur er sérstaklega valið eða framleitt eftir ströngum stöðlum. Markmið eigenda íslenska Little Caesar’s- pítsustaðarins, sem opnaður verður í sumar í Faxafeni í Reykjavík, er að allt hráefni sem verður notað þar á bæ, matvæli sem kassar utan um til- búnar flatbökurnar, verði íslenskt. Sýni send til Detroit Undanfarna mánuði hafa Eyþór og félagar hans sem og starfsfólk höfuðstöðvanna í Detroit því unnið að því hörðum höndum að semja við íslenska matvælaframleiðendur um að þeir framleiði hráefni á borð við pepperoni, pylsur, skinku, flesk og ost eftir leynilegum uppskriftum eða íyrirmælum höfuðstöðvanna ytra. Segir Gage samskipti höfuðstöðv- anna við íslensku matvælaframleið- endurna hafa verið með eindæmum góð og að þeir séu allir af vilja gerð- ir til að framleiða gott hráefni á góðu verði. Erindi Gage hingað til lands er íyrst og fremst að leggja blessun sína yfir íslenska hráefnið og ræða við framleiðendur. Þróunarvinnu á hráefninu er að ljúka og tekur hún sýni úr síðustu lotunni með sér utan. Þar með er sagan þó ekki öll sögð. Sýni verða send af hverri einustu framleiðslulotu til höfuðstöðvanna í Detroit þar sem sérmenntaðir mat- vælafræðingar efnagreina þær ýtar- lega og gera á þeim örverupróf. Að því búnu eru bakaðar úr þeim pítsur og þær m.a. skoðaðar í smásjá, at- hugað hvort þær brúnist á réttan hátt, hvort loftbólur myndist í ostin- um, hvert sýrustig flatbakanna sé og próteininnihald þeirra athugað. í fyllingu tímans verða tilbúnar en hráar pítsur einnig sendar utan til ýtarlegrar úttektar m.a. á útliti og bragðgæðum. Markmiðið er að Little Caesar’s-pítsur bragðist og líti eins út hvar í heiminum sem þær eru keyptar. Starfsfólk Little Caes- ar’s tekur sér, að sögn Eyþórs, góð- an tíma, eða hálft ár, í að finna rétta hráefnið þegar til stendur að opna nýjan pítsustað undir merkjum fyr- irtækisins. „Síðan munum við koma a.m.k. tvisvar á ári i heimsókn og oftar ef þess gerist þörf. Hráefnissýni úr hverri einustu framleiðslulotu verða áfram send til Detroit og einnig pít- sur með reglulegu millibili til rann- sóknar,“ segir Anna Gage og leggur rika áherslu á að þessar miklu ki'öf- ur sera og bragðgóðar pítsur séu að- alsmerki fyrirtækisins. Hún segir einnig, stolt, að bandarískir neyt- endur hafi í 11 ár í röð útnefnt píts- ur frá Little Caesar’s-pítsufyrirtæk- inu bestu pítsukaupin á markaðnum með tilliti til bragðs, þjónustu og verðs. Eigendur og starfsfólk fyrir- tækisins hafi fullan hug á að ná sama árangri í öðrum löndum þar sem pítsur frá Little Caesar’s eru fáanlegar. Silicol Dental fyrir munn og góm ÝMUS efh. hefur sett á mai'kað Sil- icol Dental munnskol. í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að með því að skola munninn reglulega með Sil- icol Dental megi styrkja tannholdið og gera það sveigjanlegra. Ennfrem- ur að prófanir hafi sýnt að þetta sé áhrifamikil leið til þess að stöðva tannholdsblæðingu. Þá segir í tilkynningunni að kísil- sýran í Silicol Dental geri þeim gagn sem eru með sár í munni eða ertingu. Einn aðalkosturinn við Silicol Dental sé hvað kísilsýran sé virk og þeki mikið yfirborð. Þegar hún þeki yfir- borð tannholdsins vii-ki hún kælandi og dragi úr sárindum og bólgu. Vegna mikillai' bindigetu bindi hún blóðagnir, sýkla og geri þá óvirka um leið og hún styrki tannholdið. Endurbætt hönn- un Baby Carrier- burðarpoka VERSLUNIN Fífa og markaðs- gæsludeikl Löggildingarstofu jBSBð&lUgk vilja vekja athygli á því að hönn- un Baby Carrier-burðarpoka hefur verið endurbætt til þess að koina í veg fyrir hugsanleg slys. Fyrirtækið Baby Björn hef- ur bent á að eldri hönnun Baby Carrier-burðarpoka er með þeim hætti að börn sem eru létt- ari en 4,5 kg geta runnið niður um hliðarop pokanna. Baby Björn hefur því hætt sölu á þess- ari eldri gerð og sett á markað- inn endurbætta útgáfu af burð- arpokunum. Þeir sem eiga burð- arpoka frá Baby Björn af gerð- inni Baby Carrier sem voru keyptir fyrir nóvember 1998 geta sntíið sér til verslunarinnar Fífu, Klapparstíg 27, og fengið endurgjaldslaust band sem Baby Björn hefur látið hanna til þess að koma í veg fyrir umrætt slys. Ef bandinu er koniið fyrir á lilið- aropi pokanna eiga öll börn að vera örugg í pokunum og því telur Baby Björn ekki ástæðu til þess að innkalla þá. í fréttatilkynningu frá Fífu og markaðsgæsludeild Löggilding- arstofu er vakin athygli á því að umræddar ráðstafanir eru gerð- ar til þess að fyrirbyggja hugs- anleg slys, ekki sé kunnugt um nein slys í tengslum við pokana hér á Iandi. Þessar aðgerðir leysi foreldra og forráðamenn barna hins vegar aldrei undan þeirri ábyrgð að nota vöru ætl- aða börnum eins og leiðbeining- ar segja til um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.