Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 79 BRÉF TIL BLAÐSINS Hreinn og1 blæbrigða- ríkur söngur Frá Ingimari Pálssyni: GLÉRÁRKIKJA á Akureyri var þéttsetin áheyrendum laugardags- kvöldið 10. apríl sl. á tónleikum Karlakórsins Heimis úr Skaga- firði. Hrifnir söng- og tónlistarunn- endur létu ánægju sína óspart í ljós með glymjandi lófataki að hverju lagi loknu en mörg þeirra voru klöppuð upp til endursöngs. Hnökralaus var þó flutningurinn ekki. Lag nr. 7 á efnisskrá, Ástarvísa hestamannsins við lag Carls Billich, var túlkað nokkuð vel eftir texta en þegar sungin er ástarvísa má gjarnan bera meira á innileik á köflum. Lag nr. 8, Kirkjan í daln- um, við lag Williams St. Pitt, lofar mjög góðu. Textinn er hrífandi og útsetning dr. Thomas Higgerson á því lagi er athygli vei'ð. Utsetning- in er frekar vandsungin á köflum og í henni koma fyrir hækkanir sem verða að syngjast hnífjafnt og gjörsamlega hreint eigi þær að njóta sín. Örlítið misræmi vai' milli kórs og undirleiks á einum stað í þessu eina lagi, en einsöng- ur Sigfúsar Péturssonar var með ágætum. Lag nr. 11, Stúlkan mín, við lag Björgvins Þ. Valdimars- sonar, krefst blíðai'i kafla og kór- menn hér og þar í kórnum verða að gæta sín á óþarfa óskipulögðu »ruggi“ við söng þessa fallega lags. Lag nr. 14 er Kvöldklukkur. Töluverðan kjark þarf til að ráðast í útsetningu og flutning þessa verulega hugljúfa og þekkta lags, sem rússneskir karlakórar hafa fyrir löngu gert heimsfrægt. Prýðileg útsetning Stefáns Gísla- sonar naut sín þó nokkuð vel eins og reyndar allar hans útsetningar. l. bassi á að koma nokkru mýkra inn á „bomminu“ í enda lagsins. Tónviss Sigfús Pétursson fór á kostum í einsöngshlutverki sínu og unun að hlíða á blæbrigðin í pi- ano-pianissimo-söng hans. Ein- söngur Einars Halldórssonar í laginu „Á Sprengisandi", sem sungið var sem aukalag, var ör- uggur og sannfærandi og lagið í heild vel flutt. Sérlega glæsileg sviðsframkoma og einsöngur óskars Péturssonar í lagi nr. 12, Hallaifrúin, við lag Jóns Björnssonar, og einnig í lagi nr. 16, Vor í dal, við lag Peters Walsing, heillaði viðstadda mjög greinilega og eins var um einsöng Péturs Péturssonar í lagi nr. 6, Ætti ég hörpu, við lag Péturs Sig- urðssonar. Efnisskráin er greini- lega valin með tilliti til áhuga þoiTa fólks í þessu landi og því nokkuð „öfgalaus“. Söngstjóri var Stefán Gíslason, tónlistarkennari og org- anisti í Varmahlíð, en hann hefur m. a. lokið kantorsprófi frá Tón- skóla Þjóðkirkjunnar. Kórinn er prýðilega agaður og einkenndist flutningur laganna yfirleitt af fal- legum hljómi ásamt jöfnum og blæbrigðaríkum söng. Það lýsir vissulega hæfíleikaríkum söng- stjóra kórsins, sem stjórnaði hljóð- færi sínu af hæverskri ákveðni. Undirleikari á píanó var dr. Thomas Higgerson en hann hefur doktorsgráðu í píanóleik frá the University of Illinois í Bandaríkj- unum og er fastráðinn tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Skaga- fjarðarsýslu sem og söngstjórinn Stefán. Undirleikur dr. Higgerson var með ágætum í heild sinni. Einn kórfélaga, Jón S. Gíslason, bærði harmoniku af smekkvísi í sumum laganna. Góður og skemmtilegur kynnir á tónleikunum var Pétur Pétursson. Undirrituðum er ljóst að gæði þessa kórs em á því stigi að hann getur þeirra vegna valið sér stæri'i og viðameiri verkefni til flutnings. Skagfirðingar verða að teljast tón- listarlega vel vopnum búnir með þá kantor Stefán og doktor Higgerson í þjónustu sinni. Þoivaldur G. Óskarsson, sem hefur gegnt formannsstarfi í kórn- um sl. 26 ár, getur litið ánægður um öxl og björtum augum fram á veg. INGIMAR PÁLSSON, Nýja-Garði, Reykjavík. Eftir okkar höfði nú - eftir þeirra höfði svo Frá Guðvarði Jónssyni: MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um fiskveiðistefnuna og hvernig best væri að útfæra hana þannig að hagkvæmast væri fyrir þjóðfélagið, útgerðina og gæti jafnframt vernd- að fiskistofna fyrir oíveiði. Margar tillögur hafa komið fram en engin þeirra byggist á raunvemlegri verndun fiskistofna. Sú fiskveiði- stefna sem farið er eftir í dag er hvorki fjárhagslega hagkvæm fyrir þjóðfélagið né verndar fiskistofna fyrir ofveiði. Kvótanum er ætlað það hlutverk að vernda fiskistofna en tekur aðeins á einum þætti fisk- verndar, að takmarka það magn sem má koma með að landi. Vernd- ar ekki fiskistofnana fyrir öðram rányrkjuþáttum. Fljótlega eftir að kvótakerfið var sett á var tekin sú stefna að láta stórútgerðarfyrirtæki hafa sem mest af kvótanum og út frá því hófst uppbygging útgerðar stórra togara með stórvirkar botnvörpur. Þessar stóru botnvörpur sópa öllu upp í sig og útkoman verður sú að það verðmætasta er hirt, en hinu hent aftur í hafið dauðu. Þetta get- ur varla talist fiskvernd. Á þessu tekur kvótakerfið ekki og enginn veit raunveralega hversu mikið er veitt úr hinum ýmsu fiskistofnum. Stóru togararnir hafa einnig þann galla að þeir eru með það öflugar vélar að botnvarpan virkar eins og stórvirk jarðvinnsluvél á botninn. Hvaða áhrif þetta hefur á lífiíki fiskimiðanna veit nánast enginn. Ólíkt er að þetta hafí jákvæð áhrif á fiskistofna. Það kostar líka margfalt meira að veiða hvert tonn með þessum stóru toguram, en með smæn'i skipum og öðrurn veiðarfærum. Því virðist það vera hálfgerð öfug þró- un að auka veiðikostnaðinn, þegar minnkar það magn sem má koma með að landi og er varla til þess fallið að styrkja útgerðina og þjóð- félagið fjárhagslega. Því bendir margt til þess að hagkvæmara hefði verið að veiða sem mest af aflanum með smærri skipum og veiðarfæram sem yllu minni skaða á botninum og dræpu minna af smáfiski. Það hefði líka í för með sér að smærri útgerðarstaðir hefðu meiri möguleika til þess að velja sér útgerðarstefnu sem hentaði smærri stöðunum fjárhagslejja og gæti haldið uppi atvinnulífi. I stað- inn hefur sjávarútvegsstefnan valdið því að ýmsir smærri útgerð- arstaðir hafa tapað kvótanum og atvinnutækifæranum til stærri út- gerðarstaðanna og setið eftir með stóran hluta vinnandi manna á at- vinnuleysisbótum. Þetta fólk er nánast í sjálfheldu, það kemst ekki burtu öðravísi en eignalaust því eignir þeirra era verðlausar vegna tapaðra atvinnutækifæra. Þessi stefna hlýtur að þýða það að stjómvöld telji fólk á þessum stöð- um hafa minni mannréttindi en þeir sem hafa hirt af þeim kvótann og gert þeim ókleift að vinna fyrir sér og sínum. Kvótaúthlutunin er þannig upp byggð að það er hreinlega stefnt að því að gera útgerðarmenn að eig- endum kvótans og það er svo langt gengið í þessu að nýjum útgerðar- mönnum er bent á „af ráðherra" að kaupa kvóta af þeim mönnum sem hann hefur gefið kvóta. Nýi út- gerðarmaðurinn hefur ekki sömu mannréttindi og sá gamli að fá kvótann gefins. Kvótaúthlutunin verður að fara fram með þeim hætti að byggðarlögum sem hafa stundað útgerð og ætla að halda því áfram, verði tryggður kvóti í hlutfalli við þau atvinnutækifæri sem útgerð hefur skapað á svæð- inu. Utgerðarmenn verða síðan að sækja um það magn og tegundir til fiskistofu sem þeir ætla að veiða og taka fram, fyrir hvaða kvóta svæði þeir ætla að veiða. Með því móti færist ekki kvótinn til á milli staða, þótt skip flytjist á milli kvóta- svæða. Utgerðarmenn eiga að fá greitt fyrir þann afla sem þeir koma með að landi, en ekki fyrir óveiddan fisk í hafinu. Ráðherrar sem leyfa mönnum að selja óveidd- an fisk, eiga að vera persónulega ábyi'gir fyrir þeim peningum gagn- vart þjóðinni. Orfá orð til heilbrigðisráðherra HeilbrigðisráðheiTa sagði að 60% aldraðra hefðu það gott. Þessi orð ráðherrans mátti skilja svo að þar sem meirihlutinn hefði það gott, þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af hin- um. Þeir væra í minnihluta og gætu séð um sig sjálfir. Þegar verið er að taka ákvörðun um lífs- afkomu fólks þá hljóta menn að miða við það að þeir sem lægstu kjörin hafa, hafi þokkalega afkomu, ef menn telja að þeh- eigi að lifa. Þess vegna er þessi yfirlýsing ráðhen-ans svo ósvífin að ég gef henni 0 í einkunn til setu á Al- þingi. Nú er valdið í höndum okkar kjós- endanna, við mörkum stefnuna eftir okkar höfði í vor, svo þingmennimir eftir sínu höfði næstu fjögur árin. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.