Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli KARL Sig’urbjörnsson biskup afhendir Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildarinnar, gjafir. Líknardeild opn- uð í Kópavogi Úr skýrslu Auðlindanefndar / • • Alitsgerð Sigurðar Líndal og Þorgeirs Orlygssonar á nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir Leggja má veiði- gjald á aflaheimildir Leggja má sérstakt veiðigjald á afiaheim- ildir án þess að bótaskylda stofnist, að mati lagaprófessoranna Sigurðar Líndal og Þor- geirs Orlygssonar. Hins vegar fæst það ekki staðist eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar að svipta þá, sem fengið hafa úthlutað veiðiheimildum á síðustu árum, heimildum sínum fyrirvaralítið og bjóða þær upp og úthluta til hæstbjóðenda vegna þeirrar röskunar, sem slík breyting gæti haft í för með sér á hagsmunum þeirra. LÍKNARDEILD hefur verið opnuð í Kópavogi og er þar um að ræða nýjung í heilbrigðisþjónustu á ís- landi. I fréttatilkynningu segir að um áratugur sé síðan farið var að ræða stofnun líknardeildar hér á landi í anda hinnar svokölluðu hospice- hugmyndafræði, sem byggist á því að þegar lækningu sjúklings verði ekki lengur við komið fái hann með- ferð, sem miði að því að viðhalda lífsgæðum. Undirbúningur að líknardeildinni var á vegum hóps fagfólks og áhuga- samra einstaklinga, sem söfnuðu upplýsingum, gerðu úttekt á og unnu tillögur um hvemig best mætti standa að stofnun slíki'ar deildar. Þai- voru meðal annars fulltrúar frá krabbameinsdeild Landspítalans, FULLTRÚAR Reykjanesbæjar og heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri hafa undimtað viljayfirlýs- ingu um íjarkennslu í hjúkrunar- fræði fyi'ir nemendur búsetta á Suð- umesjum. Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að bjóða upp á 1. árs nám í hjúkrunarfræði í Reykjanes- bæ veturinn 1999-2000 með hjálp beinna útsendinga í gegnum mynd- fundabúnað frá fyrirlestrum nyrðra. Vestfirðingar hafa í vetur notið slíkr- ar fjarkennslu frá Háskólanum á Akureyri með ágætum árangri og mun framhald verða á í haust. Þá verða fyrirlestrar 2. árs einnig send- ir út til Egilsstaða, en í fyrradag var undirritaður samstarfssamningur þar að lútandi milli Háskólans á Akureyri og Egilsstaðabæjar. Sambærilegar einkunnir íjarnemenda og annarra „Fjarkennslan til ísafjarðar hefur gengið sérstaklega vel sem sést best á því að einkunnir nemenda þar í samkeppnisprófunum í vetur voru sambærilegar við einkunnir þeirra nemenda sem sátu í kennslustofum hér á Akureyri. Fjarlægð nemenda frá kennurum virðist því ekki hafa áhrif á námsárangur," sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir, forstöðumanns heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyi'i, en tíu manns á Isafirði hafa stundað hjúkrunarfræðinám í fjar- kennslu í vetur. „I kjölfarið hafa ein- staklingar og félagasamtök viða að sýnt fjamáminu áhuga og barst okk- ur nýverið formleg fyrirspurn frá Suðurnesjum." A mánudag undirrit- uðu Elsa, Hjálmar Arnason alþing- ismaður og Friðjón Einarsson, Sjúkrahúsi Reykjavíkm', heima- hlynningu Krabbameinsfélags ís- lands og þjóðltírkjunni. Einnig sýndu Rauði kross íslands og hjúkrunar- þjónustan Karitas málinu áhuga. Oddfellowreglan á íslandi veitti 1997 peningagjöf til að standa undir kostnaði við líknardeildina og ákváðu heilbrigðisyfirvöld í fram- haldi af því að ríkisspítalar tækju að sér rekstur deildarinnar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra og Geir Zoéga, yfirmað- ur Oddfellowreglunnar á íslandi, Asgeir Guðmundsson, tilsjónarmað- ur með verkefninu fyi'ir hönd Odd- fellowa, og Valgerður Sigurðardótt- ir yfirlæknir fluttu ávörp við opnun- ina. Líknardeildin fékk síðan bless- un hjá Karli Sigurbjörnssyni bisk- upi. framkvæmdastjóri markaðs- og at- vinnumálaskrifstofu Reykjanesbæj- ar, viljayfirlýsingu um að stefnt skuli að háskólanámi í hjúkrunar- fræði í Reykjanesbæ í haust. „Þetta er ekki formlegur samstarfssamn- ingur, enda er framkvæmdin háð því að fé fáist til verkefnisins. Sú hlið málsins er í höndum heima- manna á Suðurnesjum, en þar hefur eftir því sem ég best veit verið tekið vel í hugmyndina," sagði Elsa. Kennslan kemur til nemenda Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri hyggur á frekari landvinn- inga því á mánudag var undirritaðm- samsstarfssamningur við Egilsstaða- kaupstað um kennslu á 2. ári í hjúkr- unarfræði. „Hjá okkur hafa verið nemendur að austan sem vilja flytja heim og halda náminu áfram þar,“ útskýrði Elsa og kvaðst fagna því hversu vel bæjarfélögin hefðu brugð- ist við hinum nýja kennslumöguleika. „fbúar landsbyggðarinnar hafa ekki allir tök á því að sækja háskólanám til Akureyrar eða Reykjavíkur og þá er þjóðráð að kennslan komi til þeirra. Þess verður heldur örugglega ekki langt að bíða að kennsla fari í auknum mæli fram í gegnum Netið, og þá skiptii' enn minna máli hvar nemendur eru búsettir." Hjúkrunarfræðinemar á Vest- fjörðum hljóta verklega þjálfun í námsstofu í Heilbrigðisstofnun ísa- fjai'ðar en sækja verknám á ýmsum sjúkrastofnunum eins og aðrir nem- ar. Fjarkennsla fer fram í fleiri deild- um Háskólans á Akureyri og hefiu' að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur gef- ist vel. AU orð í 1. grein laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 að nytjastofnar á íslands- miðum séu sameign ís- lensku þjóðarinnar fela ekki í sér yfirlýsingu um réttindi þjóðarinnar sem jafna megi til einkaeignarrétt- ar yfir nytjastofnunum, heldur er um almenna stefnu- og markmiðsyf- iriýsingu að ræða, sem felur í sér að hagnýta beri nytjastofnana fyrir þjóðarheildina, að áliti lagaprófess- oranna Sigurðar Líndal og Þorgeirs Örlygssonar, en skýrsla þeirra Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra er birt sem fylgiskjal með skýrslu Auðlinda- nefndar, sem kom út í síðasta mán- uði. I skýrslunni er að finna álit pró- fessoranna vegna nokkurra spurn- inga Auðlindanefndar varðandi nýt- ingu fiskistofnanna og töku gjalds íyrir nýtingu þeirra. í fyrsta lagi spurði nefndin um þýðingu hins al- menna ákvæðis 1. greinar fiskveiði- stjórnunarlaganna um að nytja- stofnar á Islandsmiðum séu sam- eign íslensku þjóðarinnar og að út- hlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildunum og hvort ákvæðið setji lög- gjafanum aðrar og frekari skorður en 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar, sem fjalla um eignar- og atvinnu- réttindi. Segir í álitsgerð tvemenn- inganna að í 1. grein laganna sé að finna fyrirvara um rétt löggjafans til breytinga á núverandi kerfi, en fyrirvarinn sé hvorki skilgreindur í lögunum sjálfum né í þeim stjórn- valdsleyfum sem gefm séu út á grundvelli laganna. Það veiti lög- gjafanum þó ekki frjálsar hendur um framkvæmd breytinga heldur sé hann í þeim efnum bundinn af al- mennum mannréttindareglum. í þriðja lagi telja prófessoramir að hið almenna ákvæði 1. greinai' laganna, sem ekki hafi stöðu stjórn- skipunarlaga heldur stöðu al- mennra laga, setji löggjafanum ekki aðrai' og frekari skorður en ákvæði 72. og 75 gr. stjórnarskrárinnar geri, þegar settar séu nýjar reglur um úthlutun veiðiheimilda. Jafnræðis sé gætt Þá er í skýrslunni einnig svarað spurningum varðandi einstök atriði breytinga á fiskveiðistjórnuninni. Segir í áliti lagaprófessoranna að ekkert mæli gegn því að það verði takmörkunum bundið í lögum hve stórri hlutdeild af heildarafla hver einstaklingur eða lögaðili geti ráðið yfir. Óhjákvæmilegur þáttur slíkrar lagasetningar sé að veita þeim aðil- um sem eigi heimildir umfram lög- leyft hámark sanngjarnan aðlögun- arfrest til að koma hlutdeild sinni niður fyrir mörkin, enda sé að öðru leyti í hvívetna gætt jafnræðis og annarra málefnislegra sjónarmiða. Hins vegar telji þeir það mun hæpnara að út frá jafnræðissjónar- miðum að láta hámarksaflahlutdeild ráðast af eignar- eða rekstrarformi útgerðaraðila. Aftur á móti telja þeir að það megi úthluta mismunandi magni veiðiheimilda til ólíkra gerða og stærða skipa og eftir atvikum skipa sem nota tiltekin veiðarfæri. Einnig megi binda heimild til veiða á ákveðnum svæðum við einstakar stærðir og gerðir skipa og veiðar- færa. „Við teljum máli skipta hver rök liggja til grundvallar þeirri mis- munun, sem beitt er hverju sinni. Fyrst og fremst myndu friðunar- og verndarsjónarmið geta réttlætt slíka mismunun og jafnvel einnig byggða- og hefðasjónarmið. Grund- vallarforsenda hlýtur þó jafnan að vera, að gætt sé fyllsta jafnræðis meðal þeirra, sem í sama flokk falla. Eins teljum við að mismunun milli einstakra flokka verði að byggja á málefnislegum sjónarmiðum og hún sé ekki óhófleg. I slíkri mismunun verður að gæta þess, að ekki sé gengið lengra en þörf krefur til að ná fram lögmætum markmiðum, og ekki má ganga svo langt, að raskað sé rekstrargrundvelli tiltekins flokks,“ segir síðan. Þá telja þeir ótvírætt að leggja megi sérstakt veiðigjald á aflaheim- ildir án þess að til bótaskyldu Stofn- ist í svari við spurningu þar að lút- andi. Um fjárhæð gjaldsins hljóti þó að gilda sú almenna viðmiðunar- regla sem eigi við um skatta al- mennt að gjaldið gangi ekki svo næm gjaldendum að jafnað verði til eignarnáms. Þá telja þeir að gjaldið inegi vera mishátt eftir ólíkum gerðum og stærðum skipa og jafn- vel eftir þvi hver veiðarfæri eru not- uð, enda sé mismunun milli ein- stakra flokka skipa og veiðarfæra ekki óhófleg eða með öðrum hætti ómálefnisleg. I þessu felist með öðr- um orðum að sanngjarnt jafnvægi þurfi að vera milli tilgangs og með- als. „Við höfum hins vegar út frá jafnræðissjónarmiðum verulegar efasemdir um að það fái staðist, að hafa gjaldið mishátt eftir eignar- og rekstrarformi þeiiTa, sem fá úthlut- að eða framseldar veiðiheimildir og eftir því hvar afla er landað. Verður að okkar áliti að tryggja byggðar- hagsmuni með öðrum hætti,“ segir í skýrslunni. Þá segja þeir að það stæðist að þeirra mati, án þess að til bóta- skyldu stofnaðist gagnvart handhöf- um veiðiheimilda „að afnema núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi og gefa veiðar frjálsar, ef þær aðstæð- ur skapast í lífríki sjávar, að slíkt teldist réttlætanlegt. Nytu þá allir, sem réðu yfir fiskiskipum og veiðar- færum, fyllsta jafnræðis til að stunda fiskveiðar sem atvinnu. Hins vegar er það álit okkar, að það fengi ekki staðist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að svipta þá, sem fengið hafa úthlutað veiðiheim- ildum á síðustu árum, heimildum sínum fyrirvaralítið og bjóða þær upp og úthluta til hæstbjóðenda vegna þeirrar röskunai', sem slík breyting gæti haft í för með sér á hagsmunum þeirra sem fyrir eru,“ segir síðan. Minna þeir á í framhaldinu að fyi-ii-varinn í 3. málslið 1. gr. fisk- veiðistjórnunarlaganna um að út- hlutun myndi ekki eignaiTétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum, sé ekki nánar skilgreindur hvorki í lögun- um né í þeim leyfum sem stjórnvöld hafi gefið út til veiðanna á grund- velli laganna. Þannig sé ekki kveðið á um nein tímamörk né heldur mælt fyrir um aðferðir við að setja þess- um réttindum takmörk um aftur- köllun eða breytingar. Slíkt veiti þó ekki löggjafanum frjálsar hendur um framkvæmd slíkra breytinga. I þeim efnum sé hann bundinn af al- mennum mannréttindareglum, þ.á.m. reglum sem lúti að vernd at- vinnuréttinda. tithluta má viðbótar- heimildum til annarra Þeir telja hins vegar að það stæð- ist ákvæði stjórnarskrárinnar að innkalla úthlutaðar veiðiheimildir í áfóngum á lengra tímabili og endur- úthluta þeim gegn gjaldi, eftir at- vikum tímabundið, þar sem allir ættu jafnan rétt til að bjóða í þær. Byggi þeir þessa afstöðu sína á full- veldisrétti ríkisins, almennum vald- heimildum löggjafans, fyrirvaran- um í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlag- anna og því hvernig mannréttinda- reglum, þ.á.m. reglum um vernd at- vinnuréttinda, sé framfylgt í ís- lenskum rétti og á vettvangi Evr- ópuréttar. Segja þeir erfitt að leggja mat á það hversu mikið magn megi taka og á hve löngum tíma, en grundvallarsjónarmið hljóti að vera að þeir sem fengið hafi úthlutað veiðiheimildum í núverandi kerfi og öðlast hafi á þeim grundvelli at- vinnuréttindi fái sanngjarnan og hæfilegan frest til þess að aðlaga rekstur sinn breyttu laga- og rekstrarumhverfi. Réttarörygginu yrði stefnt í voða að þeirra áliti ef innköllunin væri fyiii-varalaus eða framkvæmd á svo skömmum tíma að handhafar veiðiheimildanna hefðu ekki ráðrúm til þess að aðlaga rekstur fyrirtækja sinna breyttum aðstæðum. Loks kemur fram að lagaprófess- oramir telja að minnka megi hlut- deild þeirra í heildarafla sem fengið hafí úthlutað veiðiheimildum á síð- ustu árum, bótalaust með því að út- hluta viðbótaraflaheimildum til ann- arra eða bjóða þær upp. „Fáum við ekki annað séð en að úthluta megi viðbótarheimildum til annarra en þeirra sem fyi'ir era, þótt við það skerðist hlutdeild þeirra í þeim heildarafla, sem þá verður til. Gildir hér það, sem áður er nefnt, að þeir, sem fá úthlutað heimildum í upphafí geta ekki vænst þess, að allar við- miðanii' haldist óbreyttar miðað við það, sem í upphafi var ákveðið." Fjarkennsla frá Akureyri efld Hjúkrunar- fræðinám í öllum landshlutum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.