Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 77- ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eIdhorn.is._____________________ MÍNJASAFN RAFMAGNSVEITU Reykjavíkur v/rafstöð- ina v/EUiðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eftir sam- komulagi. S. 567-9009._____________________ MÍNJASAFN SLYSAVARNAEFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Geróaveg, Garði. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum tlmum i síma 422-7263.____________, ________ MInjaSAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 68 cr lokað 1 vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuö verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562. ÍÐNAÐARSAFMÐ Á AKÚREYRI verður opið framvegis á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahóp- ar og bekKjardeildir skóla haft samband við safnvörð í síma 462-3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara umtali. ___________________________________ MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- um ttma eftir samkomulagi._________________ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630._ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfísgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fímmtud. og laugard. kl. 13.30-16.____________________________________ NESSTOFUSAFN, Yfír vetrartímann er safnið einungis opið samkvæmt samkomulagi.___________________ NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffístofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. Pósi- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnár fírði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 555- 4321.______________________________________ SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.____________________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og eftir sam- komulagi fyrir skólanema og aðra hópa. S: 565-4242, bréfs, 565-4251._____________________________ SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opiö þriðjud. - laugard. frá kl, 13-17. S. 581-4677.________________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.ls: 483-1165,483-1443.__________________ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR: Handritasýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-16 til 14. maí.______________________________■ STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Sími 431-5566._______ SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands, Garðinum: Opið um helgar frá kl. 13-16.____ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánudagakl. 11-17._________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til fóstu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-16.______________ USTASAFNIÐ Á AKUREYRl: Opið alla daga frá kl. 14- 18. Lokað mánudaga.______________________ NAttÚRUGRIFASAFNIÐ Á AKUREYRI: Lokað I vetur nema eftir samkomulagi. Sími 462-2983._______ NORSKA HÚSID 1 STYKKISHÓLMI: Opið daglega I sum- arfrikl. 11-17.____________________________ ORÐ DAGSINS__________________________________ Reykjavík sími 551-0000. Akureyri s. 462-1840. SUNDSTAÐIR ___________________________________ SUNDSTAÐIR í REYKJAVlK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30-21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.60-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15. þri., mið. og föstud. kl. 17-21._____________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-föst. 7-21. Laugd. og sud. 8-18. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun.___ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-fóst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima firir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fóst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád,- föst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12.___________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. _ 6.30-7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._ SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555. SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.3Í helgar 11-18. og 14-22, SUNDMIÐSTÖÐ KEFLA\1KUR: Opin mánud.-fóstud. kl 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16. SUNDLAUGIN í GARDI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532, SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30. JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7 21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643.__ BLÁA LÓNID: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆÐI __________ FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINiN cr opinn alla daga kl. 10-17, lokað á miðvikudögum. Kaffíhúsið opið á sama tíma. Sími 5757-800._____ SORPA________________________________ SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520- 2205. Sagnfræðistyrkir ÚTHLUTUN úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fór fram fyrir nokkru. Styrki úr sjóðnum að þessu sinni, 150 þús. kr. hvor, hlutu Halldór Bjarna- son, cand.mag., til að vinna að doktorsritgerð við háskólann í Glasgow í Skotlandi um utan- ríkisverslun Islands og efna- hagsþróun 1870-1913 og Ragn- heiður Kristjánsdóttir, M.PhiI., til að vinna að doktorsritgerð við Háskóla íslands um þjóðern- isstefnu íslenskra kommúnista og sósíalista 1917-1958. Myndin var tekin við afhendingu styrkj- anna f.v.: Helgi Þorláksson, pró- fessor, í sjóðsstjórn, Halldór Bjarnason, styrkþegi, Ragnheið- ur Kristjánsdóttir, styrkþegi og Gunnar F. Guðmundsson í sjóðs- stjórn. Fréttamanna- styrkir Norð- urlandaráðs auglýstir NORÐURLANDARÁÐ veitir í ár nokkra styrki til umsóknar fyrir fréttamenn á Norðurlöndunum. Styrkjunum er ætlað að efla áhuga fréttamanna á norrænni samvinnu og auka möguleika þein-a á að skrifa um málefni annarra Norðurlanda s.s. með því að gera þeim kleift að fjár- magna ferðalög tengd greinaskrif- um. Styrkur er veittur í hverju Norð- urlandanna og er fjárhæðin 90.000 danskar krónur fyrir ísland í ár. Styrkurinn er veittur einum eða fleiri fréttamönnum dagblaðs, tíma- rits, útvarps eða sjónvarps. Sjálf- stætt starfandi fréttamönnum er einnig heimilt að sækja um styrkinn. Við styrkveitingu er tekið tillit til þess hvort umsækjandi hafi sannan- lega áhuga á norrænni samvinnu og Norðurlöndum og er styrkjum út- hlutað á grundvelli umsókna. Styrk- þegum er ekki heimilt að sækja um styrk næstu þrjú árin. Umsækjandi skal í verkefnislýs- ingu tilgreina til hvers og hvernig hann hyggst nota styrkinn. Einnig skal gerð grein fyrh- útgáfuformi og ferðaáætlun. Styrkinn ber að nota innan árs. Umsóknarfi-estur er til 28. apríl nk. Umsækjendum verður til- kynnt skriflega um styrkveitinguna fyrir maflok. Ollum umsóknum verð- ur svarað. Umsóknai'eyðublöð fást á skrif- stofu Alþingis, hjá íslandsdeild Norðurlandaráðs, Austurstræti 14. Hjálparstarf að- ventista í Albaníu HJÁLPARSTOFNUN aðventista (ADRA) undirritaði samning við Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna 4. apríl sl. þar sem Hjálpar- stofnuninni er falin yfirumsjón matvæladreifingar og hjálpar- starfs á flóttamannasvæðinu norðan Aibaníu við landamæri, segir í fréitatilkynningu frá að- ventistum. Einnig segir: „Allt að 100.000 flóttamenn þiggja nú aðstoð Hjálparstofnunar ADRA. Aðstoð- in felst í dreifingu matarskammta sem Matvælastofnunin leggur til. Starfssvæðið nær til níu héraða í Albaníu norðanverðri og er starf- semin þegar komin í fullan gang. ADRA-hjálparstofnunin var stofnuð árið 1956 sem alþjóðleg sjálfstætt starfandi hjálparstofn- un. Hún starfar nú í um 150 lönd- um um heim allan og sinnir hjálp- arstarfi sínu án tillits til litarhátt- ar, trúarhátta eða stjórnmála- skoðana viðkomandi. AJmenn íjáröflun í þágu hjálp- arstarfsins fer fram í kirkjum að- ventista um heim allan um þessar mundii'. Kirkja sjöunda dags að- ventista hvetur landsmenn til að rétta fram hjálparhönd um leið og við þökkum ómentanlegan stuðning þjóðarinnar við hjálpar- starfið á liðnum árum. Opinn reikningur hjálpar- starfsins er númer 130 í Lands- banka Islands, aðalbanka.“ Ferðafélags- ferðir að Básendum FERÐAFÉLAG íslands efnir á degi umhvei'fisins, sunnudaginn 25. apríl, til tveggja ferða og eru þær báðar tileinkaðar því að 200 ár eru frá Básendaflóðinu er varð þann 9. janúar árið 1799. Þetta alræmda sjávarflóð olli miklum skaða á Suð- vesturlandi. Fyrii' ferðin er farin kl. 10.30 og verður um 4-5 klst. ganga um gömlu þjóðleiðina úr Osabotnum með ströndinni að Básendum og Hvalsnesi. Með í för verður Pétur Brynjarsson, sagnfræðingur og mun hann segja frá merkilegum stöðum á leiðinni. Seinni ferðin er kl. 13 og er hún kjörin fjölskylduferð. Ekið verður til Sandgerðis og skoðað fræðslu- setrið, en síðan haldið út að Hvals- neskirkju og hún skoðuð, en síðan farið að Stafnesvita og litið á minj- ar um Básendaflóðið á sjálfum Básendum. Brottfór er frá BSÍ, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Stansað er við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og á Njarðvíkurfitjum og eru allir vel- komnir í ferðirnar. Efling frum- kvöðla- menntunar á Norður- löndum UM þessar mundir eru staddir hér á landi tæplega fimmtíu kennarar og stjórnendur norrænna grunn- og framhaldsskóla, sem ásamt um tíu íslenskum starfssystkinum taka þátt í námstefnu um frum- kvöðlamennt, sem haldin er á Hótel Keflavík dagana 16. til 19. apríl. Námstefnan er liður í fjög- urra ára samstarfsverkefni á veg- um Norrænu ráðherranefndarinn- ar sem hófst árið 1997 og lýkur ár- ið 2000. „Öll Norðurlöndin hafa að und- anförnu verið að endurskoða skólakerfi sín og er í öllum löndun- um lögð í'íkari áhersla en nokki-u sinni fyrr á mikilvægi þess að búa nemendum aðstæður til að þroska með sér skapandi hæfileika, ft-um- kvæði og athafnasemi," segii' í fréttatilkynningu. „Þetta kemur glögglega fram í aðalnámskrám landanna, m.a. í nýjum aðal- námski'ám fyrir íslenska grunn- og framhaldsskóla. I norræna frum- kvöðlaverkefninu er því lögð áhersla á samstarf um þróun kennsluaðferða og námsaðstæðna sem hæfa þessum markmiðum og þess vænst að afrakstur verkefnis- ins nýtist til eflingar nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar almennt í skólakerfum allra Norðurlanda." Samtals 38 gi-unn- og fram- haldsskólar taka nú þátt í verkefn- inu. Þeir mynda samtals tíu tengslanet eða samstarfshópá og spannar samstarfið aldurshópa fi-á 6-20 ára. Munu þátttakendur kynna verkefni í skólum sínum, m.a. á sýningu sem þeir setja upp á námstefnustað. Þrír íslenskir skólar taka þátt í verkefninu, Framhaldsskólinn á Húsavík, Fjölbrautaskóli Norður- lands vestra á Sauðárkróki og Iðn- skólinn í Hafnarfirði. Verkefninu er stjórnað af fimm manna stýrihópi eða verkefnis- stjóm sem öll Norðurlöndin eiga aðild að. Kristrán ísaksdóttir, deildarsérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu, er þar fulltrái íslands og er hún formaður verk- efnisstjómar þetta árið. Nánari upplýsingar er að fmna á heima- síðu verkefnisins: http://www.his.no/ds/norden/ Hafnarfjörður Kynningarfund- ur um komu flóttamanna HAFNARFJARÐARDEILD Rauða kross íslands efnir til opins kynningarfundar vegna komu flóttafólks frá Kosovo til bæjai-ins. Fundurinn verður haldinn í Gaflin- um mánudaginn 26. apríl kl. 20.30. Á fundinum mun Sigrán Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, flytja erindi um flóttamenn á Balkanskaga, Magnús Gunnarsson bæjarstjóri ræðir um móttöku flóttamanna, Hólmfríður Gísladóttir deildarstjóri ræðir um verkþátt Rauða kross Islands, Her- dís Sigurjónsdóttir svæðisfulltrúi fjallar um starf sjálfboðaliða Rauða ki'oss Islands og Margi'ét Einars- dóttir sálfræðingur flytur erindið: Að vera útlendingur - aðlögun að nýju menningarsamfélagi. Að eidndum loknum verða um- ræður og fyi'irspurnir. Allir eru velkomnir og þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðalið- ar vegna móttöku flóttafólksins eru sérstaklega hvattir til að mæta. ÞÓR Aniarsson ásamt tveimur nemendum Okuskóla Hafnar- fjarðar. Ökuskóli tekur til starfa í Hafnarfírði TEKIÐ hefur til starfa nýr öku- skóli, Ökuskóli Hafnarfjarðar, og hefur hann aðsetur í Flensborgar- skóla, Hafnarfirði. Skólinn er í pigu Þórs Ai-narssonar og Ólafs Árna Traustasonar, sem eru löggiltir kennarar og ökukennarar frá Kenn- araháskóla Islands. Ökuskóli Hafnarfjarðar er eini starfandi ökuskólinn á Hafnarfjarð- arsvæðinu en ökunemar hafa fram að þessu þurft að sækja bóklega námið til Reykjavíkur. Með tilkomu Ökuskóla Hafnarfjarðar getur ein- staklingur, sem er orðinn 16 ára, stundað allt ökunám sitt í sinni heimabyggð, segir í fréttatilkynn- ingu. Skráning er hafin á næsta nám- skeið sem hefst í lok maí. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar 50 ára Jakobína Mathiesen kjörin heiðursfélagi KRABBAMEINSFELAG Hafn- arfjarðar átti 50 ára afmæli 10. apríl 1999. Stofnfundur félagsins var haldinn í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu, 10. apríl 1949. „Aðeins um einum mánuði áður var Krabbameinsfélag Reykjavík- ur stofnað og voru þetta upphafs- sporin í markvissri og samhæfðri baráttu gegn krabbameini hér á landi, en sameiginlegt félag fyrir allt landið, Krabbameinsfélag Is- lands, var svo stofnað 27. júní 1951,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt: „I Hafnar- firði var í forystu Bjarni Snæ- björnsson læknir og var hann kjöi'inn fyrsti formaður félagsins og gegndi formennsku allt fram til 1963 eða í 14 ár. Á þeim árum er skráð í fundargerðabók að fé- lagið hefur staðið að ýmiss konar fræðslustarfsemi og lagt sitt af mörkum til að setja á stofn leitar- stöð Krabbameinsfélags íslands sem var mikið þrekvirki á sínum tíma. Jónas Bjarnason læknir var annar formaður félagsins og árið 1989 tók Gísli Jónsson prófessor við formennsku í félaginu. Þeir Jónas og Gísli eru báðir nýlátnir og gegndi Gísli formennsku til dauðadags í febrúar sl. Krabbameinsfélag Hafnarfjarð- ar hefur haldið á undanförnum ár- um fræðslufundi um krabbamein, forvarnir, greiningu og meðferð þeirra. Jáfnframt hefur félagið lagt sitt af mörkum til að bæta að- stöðu krabbameinssjúkra og að- standenda þeirra. Nú eru um 430 félagsmenn skráðir í félagið. Á fundi stjórnar félagsins á af- mælisdeginum 10. apríl sl. var Jakobína Mathiesen kjörin fyrsti heiðursfélagi Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar. Jakobína var með- al stofnenda félagsins og sat í fyrstu stjórn þess. Hún hefur ávallt verið rnjög virkur félags- maður og sat reglulega í stjórn fé- lagsins fram til 1971 eða í 22 ár. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Hásölum, Hafnarfjarð- arkirkju. miðvikudaginn 28. Ápríl 1999 kl. 20:30. Auk formlegra að- alfundarstarfa verður fundurinn sérstaklega helgaður 50 ára af- mæli félagsins." , I stjórn félagsins eru nú: Anna Björk Guðbjörnsdóttir starfandi formaður, Una Björk Harðardótt- ir ritari, Margi'ét Finnbogadóttir gjaldkeri og Guðmundur Helgi Þórðarson meðstjórnandi. í vara- stjórn eru: Þorgerður E. Morten- sen, Þóra Hrönn Njálsdóttir og-- Magnús Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.