Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 67 Barnafj ölskyldur fá réttláta kjarabót HINN 8. apríl sl. gaf heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið út reglugerð um breyt- ingu á reglugerð nr. 68 frá 1996 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostn- aði vegna heilbrigðis- þjónustu. Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Enda þótt ekki hafí verið fjallað mikið um þessa reglugerðar- breytingu í fjölmiðlum er hér á ferðinni réttlát og löngu tímabær kjarabót fyrir barna- fjölskyldur. Hingað til hafa börn og unglingar þurft að greiða jafn hátt gjald og fullorðnir þ.e. almennt gjald fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu. Þetta breytist nú þannig, að börn yngri en 18 ára greiða lægi-a gjald en áður fyrir þessa þjónustu til samræmis við lífeyrisþega. Með líf- eyrisþegum er hér átt við ellilífeyr- isþega 70 ára og eldri, örorkulífeyr- isþega, ellilífeyrisþega 67-70 ára Fjölskyldumál Það hefur lengi verið skoðun mín, segir Olafur F. Magnússon, að gjöld barna og ung- linga vegna heilbrigðis- þjónustu eigi að vera þau sömu og hjá lífeyr- isþegum. lingar yngri en 18 ára greiða ávallt sama gjald og lífeyrisþegar og lægra gjald en sjúkratryggðir al- mennt. Eini mismun- urinn er sá að sem fyrr leggjast allar greiðslur vegna barna innan sömu fjölskyldu sam- an, þannig að þau fá öll afsláttarkort þegar samanlögð greiðsla þeirra nemur 6.000 kr. á sama almanaksári. Hver lífeyrisþegi reiknast hins vegar sér og fær afsláttar- kort þegar hann fram- vísar kvittunum fyrir læknishjálp fyrir a.m.k. 3.000 kr. á sama tíma- bili. Þeir sem njóta almennrar sjúkratryggingar þurfa hins vegar að framvísa kvittunum fyrir 12.000 kr. á sama almanaksári til að fá af- sláttarkort. Eftir að börn yngri en 18 ára og lífeyrisþegar hafa fengið afsláttar- kort greiða þau aðeins 100 kr. fyrir komu til heimilislæknis, á rann- sóknarstofu eða til röntgengrein- ingar, en fyrstu 300 kr. og lágt við- bótarhlutfall hjá sérfræðilækni, á göngudeild, slysadeild eða bráða- móttöku. Sjúkratryggðir almennt með afsláttarkort greiða hins vegar 300 kr. hjá heimilislækni eða fyrir rannsóknir, en 500 kr. + 1/3 af 40% heildarverðs fyrir aðra læknisþjón- ustu. Skref í rétta átt Enda þótt áðurnefndar breyting- ar á kostnaðarhlutdeild barna og unglinga vegna læknisþjónustu hafi sjaldan veruleg áhrif á heildanít- gjöld bamafjölskyldna skiptir hug- arfarið á bak við þær miklu máli. Þær em þannig skref í átt til þess velferðarkerfís sem við viljum flest standa að hér á landi. Sem starfandi heimilislæknir í Reykjavík verð ég oft var við knöpp fjárráð barnafjölskyldna. Þjóðfé- lagskerfi okkar vinnur að mörgu leyti gegn hjónabandi og sambúð foreldra, sem er börnum mjög í óhag. Þessu þarf að snúa við m.a. með breytingum á bamabóta- og skattkerfi. Aðrar breytingar em einnig nauðsynlegar s.s. lækkun þjónustugjalda til að minnka út- gjöld barnafjölskyldna. Barnafj ölsky ldur fái sinn skerf Það hefur lengi verið skoðun mín, að gjöld barna og unglinga vegna heilbrigðisþjónustu eigi að vera þau sömu og hjá lífeyrisþegum. Þetta á að mínu mati einnig að gilda um ýmsa aðra þjónustu. í samræmi við þessa skoðun mína flutti ég tillögu um lækkun unglingafargjalda hjá SVR til jafns við gjöld hjá lífeyris- þegum í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1994. A því ári var svonefnt ár fjölskyldunnar. Þá eins og nú heyrðust fögur orð og fyrirheit um réttláta fjölskyldustefnu. Efndirnar hefur vantað. Það er hins vegar mikil framfór þegar stjórnmálamenn koma fram í fjölmiðlum og viðurkenna „mistök“ sín við að efna kosningaloforð. Það gerðu forystumenn Framsóknar- flokksins nýlega vegna vanefnda á loforðum um hærri barnabætur. Vonandi verða efndir frambjóðenda til Alþingis í vor á loforðum sínum til þess að íslenskar barnafjölskyld- ur fái réttláta hlutdeild í góðri af- komu þjóðarinnar og beri ekki skarðan hlut frá borði á næsta kjör- tímabili. Höfundur er læknir og borgarfull- trúi í Reykjavík. Ólafur F. Magnússon >ett3+2verð ^LUnusqoqn Ármúla 8 - 108 Reykjavlk Sími 581-2275 ® 568-5375 Einnig Hjá okkur eru Visa- og Euro- raðsamnmgar ávfsun á staðgreiöslu LANDSSAMBAND FRAMSÓKNARKVENNA Vímuefnavandinn. Hvað er til ráða? Fundur haldinn á Kornhlöðuloftinu (Lækjarbrekku) laugardaginn 24. apríl. Fundurinn hefst kl. 14.00 Dagskrá: ÁVARP: Jóhanna Engilbertsdóttir, formaður LFK LEIÐIR TIL ÚRBÓTA í VÍMUVÖRPslUM: Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Vímu- varnaráðs. EINSÖNGUR: Margrét Ásgeirsdóttir sópran. Undir- leikari Kolbrún Ösk Óskarsdóttir HLUTVERK LÖGREGLU OG TOLLGÆSLU: Guðmund- ur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra. HUGLEIÐINGAR LEIKMANNS: Sigurbjörg Björgvins- dóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjanesi. Málefnið varðar okkur öll. Allir velkomnir sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og ellilífeyi-isþega 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris. Greiðslur fyrir læknishjálp og rannsóknir Fyrir komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamót- töku sjúkrahúsa, greiða sjúkra- tryggðir almennt fyrstu 1.400 kr. og til viðbótar 40% af heildarverði (þó að hámarki 5.000 kr.). Lífeyrisþegar og börn yngri en 18 ára greiða hins vegar fyrstu 500 kr. og til viðbótar 1/3 af 40% heildarverðs. Fyrir komu til rannsóknar á rannsóknarstofu eða til röntgengreiningar er al- mennt gjald 1.000 kr. en 300 kr. fyr- ir lífeyrisþega og böm yngri en 18 ára. Börn og unglingar yngri en 16 ára hafa fram til þessa greitt lægra gjald en fullorðnir og sama gjald og lífeyrisþegar fyrir komu á heilsu- gæslustöð eða til heimilislæknis þ.e. 300 kr. Aldursmörkin hækka nú í 18 ár. Almennt gjald er aftur á móti 700 kr. Greiðslur barna og lífeyrisþega samræmdar Þannig er nú samræmi í greiðsl- um barna og unglinga vegna lækn- isþjónustu, þannig að börn og ung- Við ósHum félagsmönnum gleðilegs sumars og minnum á að Rafiðnaðarsamband íslands gaetir hagsmuna rafiðnaðarmanna um land allt Helstu verkefni Rafiðnaðarsambands íslands eru: Gerö kjarasamninga og túlkunpeirra, varsla starfs- réttinda og vinnuvernd. Að tryggjafélagsmenn ogfjölskyldurþeirra þegar áföll dynjayfir. Að annast frœðslu og útgáfustarfsemi. Aðgefa félagstuönmim ogjjölskyldum þeirra kost á góðrí aðstöðu til hvíldar í orlofi. Raf iönaðarsambandið er sterfsgreinasamband sem I eru10 félög raf iðn- aðarmanna víðsvegar um landið og í þeim eru þeir sem starfa í rafiðnaði hvort sem þeir hafa sveinspróf eða ekki; rafiðnfræðingar, rafvirkjar, rafveituvirkjar, rafvélavirkjar, rafeindavirkjar, símsmiðir, símamenn, sýningarmenn, tölvu- og kerfisumsjónarmenn, tæknifólk í rafiðnaði og rafiðnaðarnemar. Rafiðnaðarskólinn - öftugsímenntunfyrir rafiðnaðarmenn Samtök rafiðnaðarmanna eiga og reka Rafiðnaðarskólann, Viðskipta- og tölvuskólann og Margmiðlunar- og fjarkennsluskólann. Þeir bjóða upp á fjölbreytt námskeið, sem fjalla um fagtæknileg efni, auk námskeiða á sviði rekstrar og stjórnunar. Einnig almenn og sértæk tölvunámskeið. Orlofshús fyrirfélagstnenn ogfjötskyldurþeirra Rafiðnaðarsambandið á og rekur 41 orlofshús á 15 stöðum á landin u. Heitir pottar eru við 15 þeirra og eru þau til leigu allt árið. Ath. Golfmót RSÍ verður haldið 11. júní og árleg fjölskylduhátfð verður haldin dagana 25.-27. júní nk. RAFIÐNAÐARSAMBAND ISLANDS Rafiðnaðarsamband fslands befurfélagslega aðstöðu íReykjavtk, á Akureyri og á Selfossi. leitið nánari upplýsinga f síma: 5681433, bréfasíma: 553 9097, heimasiðu: raf.is, netfangi: rsi@rsi.rl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.