Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRANSKIR hermenn æfa björgunaraðgerðir í Makedóníu, um 35 km norðaustan við Skopje. Reuters Landhernaður orðinn raunhæfur kostur LEIÐTOGAR aðildamkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) hétu því í gær að loftárásum bandalagsins á Júgóslavíu yrði haldið áfram uns stjórnvöld í Belgrad drægju her- sveitir sínar frá Kosovo-héraði. Þrátt fyrir harðorðar yfirlýsingar og ríkan pólitískan vilja til að halda árásunum tii streitu, hefur í vikunni gætt vissra breytinga í yfirlýsingum um hemað- ai-áætlanh- NATO á Balkanskaga. Innrás landhersveita NATO í Kosovo virðist nú vera orðin raunhæfur kost- ur. Hafin hefur verið vinna við áætl- anir um innrás sem framkvæmd yrði um leið og dregið hefur verið úr hinni óumflýjanlegu áhættu við að senda hermenn inn í héraðið. Við upphaf fimmtu viku loftárásanna á Júgó- slavíu virðist sem leiðtogar Bret- lands, Bandaríkjanna og Frakklands, þeirra bandalagsríkja sem leikið hafa stærsta hlutverkið í loftárásunum, hafa áttað sig á að núverandi aðgerð- ir eiga talsvert í land með að ná yfir- lýstum markmiðum bandalagsins. Þó gætir áherslumunar. Breska stjórnin, með Tony Blair forsætisráðherra fremstan í flokki, hefur tekið ákveðið frumkvæði í um- ræðunni um landhemað. Á fimmtu- dag átti Blair sérstakan kvöldverðar- fund með Bill Clinton Bandaríkjafor- seta í Washington þar sem áætlanir um landhernað voru taldar hafa verið til umræðu. Hafa fréttaskýrendur líkt framkvæði Blairs við heimsókn Margaret Thatcher, þáverandi for- sætisráðherra Bretlands, til Banda- ríkjanna við upphaf Flóabardaga 1991 þai- sem hún hvatti George Bush, fyrirrennara Clintons í starfí, til að sýna staðfestu í hernaðinum gegn írak. Ef horft er til álits banda- rísks almennings á landhemaði þykir sérfræðingum sýnt að Clinton þurfi á stuðningi Blairs að halda. „Ekki spurning um hvort heldur hvenær“ Er það varð ljóst, eftir nokkurra daga loftárásir, að Slobodan Milos- evic, Júgóslavíuforseti, og hersveitir hans í Kosovo, myndu ekki fallast á Reuters TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, við setningu hátíðarfundar Atlantshafsbandalagsins í Washington í gær. skilyrði NATO, lýsti herstjórn bandalagsins því yfir að hernaðará- ætlanir myndu breytast úr þvingun- araðgerðum í það að draga með skil- virkum hætti úr hernaðargetu Júgó- slavíuhers. Samkvæmt fréttum bandaríska dagblaðsins Washington Post beinist stefna bandalagsins nú hins vegar að því að halda úti linnu- lausum loftárásum uns tiltölulega ör- uggt er talið að senda hersveitir inn í Kosovo-hérað. Blair sagði á fimmtudag í ávarpi í Chicago, sem greinilega var beint að einangrunarsinnum í bandarískum stjómmálum, að hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr þá byggju þeir í alþjóðlegu samfélagi þar sem „við getum ekki snúið bakinu við átökum eða brotum á mannréttind- um innan landamæra annarra ríkja ef við eigum að búa við öryggi.“ Haft var eftir embættismönnum breska forsætisráðuneytisins, sem era ásamt Blair í Washington, að NATO gæti hafíð innrás í Kosovo eftir fjórar til fimm vikur. George Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að innan bandalagsins ríkti einhugur um að senda landhersveitir inn í Kosovo, spurningin væri eingöngu sú á hvaða stigi aðgerða koma myndi til slíks. Þá var haft eftir Robin Cook, utan- ríkisráðhema, að spurningin væri ekki hvort senda ætti landhersveitir inn í héraðið heldur hvenær. Efasemdaraddir enn háværar Margs konar áætlanir um land- hernað NATO gegn Júgóslavíu voru dregnar upp sl. haust þegar átök í Kosovo virtust yfírvofandi. Líkt og Gregory Schulte, æðsti ráðgjafi Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Kosovo, sagði í viðtali við Morgunblaðið nýverið, hafði m.a. verið gert ráð fyrir innrás í Serbíu, sem þýtt hefði yfir 200.000 manna herlið, og innrás í Kosovo sem þýtt hefði heldur færri hermenn. NÁTO hefur þai' til nú gert ráð fyrir að um 28.000 manna heriið bandalagsins færi inn í héraðið eftir að friðar- samningum hefði verið komið á, með leyfi Milosevics. Þær áætlanir sem nú er verið að viðra, gera ráð fyrir mun fjölmennara liði. Ef innrás á óvinveitt landsvæði verður fram- kvæmd „þurfum við fleiri en 30.000 hermenn", sagði Robertson. „Við þurfum að ráðast inn með skjótum hætti, þegar aðstæðurnar eru rétt- Öll umræða um landhemað á Balkanskaga eru taldar vera á frem- ur viðkvæmu stigi í Bandaríkjunum. Ef stjórn Clintons mun taka ákvörð- un um að samþykkja opinberlega að senda bandaríska hermenn inn á átakasvæðin, er talið að fyrir þurfi að liggja jákvæðari afstaða almennings en hingað til hefm- verið. Breska dag- blaðið Independent telur að erfitt sé að greina hvort áherslumunur bandarísku og bresku stjórnarinnar sé sprottinn af almenningsálitinu í Bandaríkjunum, en giæinilegt sé að talsmenn Bandaríkj astj órnar séu mun vai'kárari í öllum yfirlýsingum. í gær var haft eftir háttsettum emb- ættismanni í Hvíta húsinu að innan bandarísku stjórnarinnar hefðu menn áhyggjur af því að bandarískir hermenn myndu festast í skæruhern- aði við stjórnlausai' serbneskai' her- sveitir. „Vandinn er ekki að ráðast til inngöngu, heldur hvað gerist er inn er komið. Öllum hugmyndum um að senda hermenn inn á óvinasvæði er tekið með mikilli varkárni hér í landi,“ sagði embættismaðurinn. Bandaríkjamenn eru ekki einir um að taka varfærnislega á spurning- unni um að senda landhersveitir inn í Kosovo. í mörgum Evrópuríkja NATO hefur spurningin um fyrstu árás bandalagsins inn í fullvalda ríki þótt einkar áleitin og ráða þar bæði póli- tísk og lögformleg sjónarmið ferð- inni. Tvennt ber þar hæst. Hefur mörgum þótt að ef ráðist verði inn í fullvalda ríki verði umboð Samein- uðu þjóðanna að vera fyrir hendi. Hins vegar hefur innrás verið gagn- rýnd út frá grundvallarforsendu Atlantshafsbandalagsins; að um varnarbandalag sé að ræða. Þá er talið að umræðan um landhernað bandalagsins valdi togstreitu innan þýsku stjórnarinnar. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hef- ur stutt lofthernaðinn af heilum hug, en talið er fullvíst að áætlanir um landhernað muni mæta and- stöðu, bæði meðal þingmanna Jafn- aðarmanna og þorra þingflokks Græningja, sem gæti orðið stjórnar- samstarfinu dýrkeypt. WILLIAM Hague og Margaret Thatcher. Ekki frá- hvarf held- ur framtíð- arsýn London. Morgunblaðið. WILLIAM Hague, formaður íhaldsflokksins, hefur brugð- izt hart við gagmýni þeirra, sem segja vanhugsaða stefnubreytingu felast í um- mælum hans og Peter Lilley varaformanns um að einka- framtakið sé ekki eina lausn- in í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum, en þessi ummæli hafa verið túlkuð sem fráhvarf frá Thatcher- ismanum. I grein í The Times í gær- morgun segir Hague m.a.: „Hvorki ég né flokkur minn munum hverfa frá þeirri sannfæringu, að við þurfum fyrsta flokks skóla og spítala, sem allir skattgi'eiðendur munu borga fyrir og allir eiga aðgang að. Eftir sumum viðbrögðum við ræðum okkar Peter Lilley að dæma, eigum við að hafa afneitað fortíð Ihaldsflokksins. Það er fjarri sanni.“ Hague rekur að Ihalds- flokkurinn hafi á stjórnarár- um sínum veitt auknu opin- beru fé til þessara mála- flokka, meiru en nokkurn tíma stjórnir Verkamanna- flokksins, og aldrei efast um réttmæti þess eða hvikað frá því, að allir þegnar þjóðfé- lagsins eigi rétt á þessari op- inberu þjónustu. Þessi við- horf verði ríkjandi áfram. Og flokkurinn muni áfram hafa augun opin fyrir möguleikum á viðbótaifjármagni frá einkaaðilum. Lykilorðið er viðbót og segir Hague einka- aðila geta í samstarfi við það opinbera bætt um betur, en trú Ihaldsflokksins sé eftir sem reyndar áður, að einka- framtakið hafi takmörkuðu hlutverki að gegna í opin- berri þjónustu. Ummæli þeirra Lilley hafi aðeins gengið af þeirri goð- sögn dauðri, að íhaldsflokk- urinn láti sér standa á sama um þessa málaflokka og vilji bara einkavæða þá sem allra mest. Það sé íhaldsflokknum nauðsyn að losna undan þessu orðspori, ef hann á að endurvinna traust kjósenda. Hague segir trú íhalds- manna á frelsi markaðarins, þar sem það eigi við, óbug- aða. En „við höfum sýnt fram á, að Ihaldsflokkurinn tekur breytingum og að við hlust- um á það, sem brezkur al- menningur hefur fram að færa“. Meðal þeirra, sem um- mæli flokksformannanna hafa farið fyrir brjóstið á, eru Michael Howard, sem fer með utanríkismál í skugga- ráðuneyti flokksins, Norman Fowler, sem fer með innan- ríkismálin, og Michael Portillo, sem eins og hinir var ráðhen'a í ríkisstjórn Ihaldsflokksins, en missti þingsæti sitt í kosningunum 1997. LANDHERNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.