Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
w
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 51 "
MINNINGAR
hann starfandi sem bílstjóri og hún í
mötuneyti Kaupfélagsins.
Siggi tilheyrði bflstjórastéttinni á
Selfossi sem lét mikið til sín taka á
uppgangstímum þegar allt var á
fleygiferð inn í tækniöldina og fram-
tíðina. Þetta voni okkar sjómenn
sem sóttu björg í bú þorpsins sem
var á fullri ferð uppávið, fluttu fram-
leiðslu fólksins á markað og komu
með neysluvöruna til baka. Þeir og
mennirnir á verkstæðunum voru
ævintýramenn sem ekki létu sér allt
fyrir brjósti brenna. Þetta voru okk-
ar hetjur sem litið var upp til og
sögur sagðar af þeim og afrekum
þeiira í vondum veðrum, akstri og
viðgerðum. Þeir eiga ennþá virðingu
þeiira sem muna þessa tíma og þeir
eiga þá virðingu skilið. Þessi barátta
setti mark sitt á mannlífið, þannig
að þar hjálpaði hver öðrum við að
koma sér fyrir á staðnum, þá gilti
það sama og í snjósköflunum á Heið-
inni, samtakamátturinn sigraði
skaflana, og svo er nú reyndar enn í
flestum málum.
Það var alltaf mikill samgangur
milli heimila okkar, Siggi var fastur
gestur inni á okkar heimili og við hjá
þeim Hönnu. Hann hafði gott lag á
að koma fólki í gott skap, var maður
sem hrósaði öðrum og lét börnin
vita af sér með því að spyrja þau og
láta þau svara sér. Hann strauk
gjarnan um hárlítinn kollinn á litlum
hnokka og sagði á sinn sérstaka
hátt: „Það er mikið hárið núna.“
Þessi hugsun hans og gamansemi
varð til þess að krakkarnir kepptust
um að ná athygli hans og fá hann í
stutt orðaskipti sem alltaf höfðu
gamansaman endi. Siggi var nefni-
lega gamansamur náungi sem lítið
var gefinn fyrir þrasgjarnar umræð-
ur, sagði þá gjarnan: „Svona verið
ekki að þessari þvælu, þið vitið ekk-
ert um þetta.“
Siggi var fastagestur í öllum
barnaafmælum og var eins og höfð-
ingi í þessum boðum okkar. Þá var
oft gaman þegar þeir hittust, Siggi
mágur, Þórmundur heitinn á Flúð-
um, Einar í Dalsmynni og Stjáni
hennar Mundu. Konurnar kysstu
börnin, karlamir klöppuðu á kollinn
á afmælisbarninu og síðan hlustuðu
krakkarnir á hressilegar umræður
karlanna inni í stofu, drukku í sig
hlátur þeirra, rökræður og gaman-
mál. Það er ljúft að hugsa til þessara
tíma, þeir fullorðnu voru heiðurs-
gestir afmælanna sem þóttu ekki
svipur hjá sjón væru þeir ekki með.
Eitt af áhugamálum Sigga var
stangveiði og hann var einn af þeim
mörgu sem stunduðu stangveiði í
Olfusá og kunni að meta þann gim-
stein sem Selfyssingar eiga þar sem
Olfusá er. Eftir að hann hætti var
hann fastagestur á veiðisvæðunum
til þess að fylgjast með veiðiskapn-
um, spyrja og spekúlera eins og ger-
ist með alla þá sem smitaðir eru af
íslensku veiðibakteríunni sem er
söm við sig og hverfur aldrei.
Þau Siggi og Jóhanna byggðu upp
heimili sitt að Birkivöllum 10, fallegt
heimili þar sem þau ólu upp dóttur-
son Jóhönnu, og þar átti Þuríður frá
Hurðarbaki, móðir okkar Jóhönnu,
fallegt og tryggt athvarf á sínum
efri árum. Það gerði að verkum að
gestkvæmt var á heimilinu eins og
gefur að skilja. Siggi tók vel á móti
öllum og það var hægt að ganga að
honum og mömmu vísum í skotinu
við eldhúsborðið og þar var gaman
að eiga við þau orðastað um lífið og
tilveruna. Og sama sagan gagnvart
börnunum, það þótti sjálfsagt að þau
hlypu upp og niður stigann og há-
vaðinn var ekkert mál, bara líflegt.
Siggi var ásamt Hönnu stoð og
stytta mömmu allan þann tíma sem
hún bjó hjá þeim og það var fallegur
tími.
Fátækleg orð með minningar-
brotum undirstrika kveðju okkar og
þakklæti fyrir dásamlegan tíma sem
aldrei hverfur úr minningasjóðnum.
Sérstök -kveðja frá Ásmundi með
þökk fyrir allar skemmtilegu stund-
irnar. Minningin lifir og hún mun
ylja okkur þær stundir sem Siggi
mágur kemur upp í hugann og þær
verða margar því svo nálægur var
hann. Innilegar samúðarkveðjur til
Hönnu og Matta, Guð geymi ykkur
og minninguna um góðan vin.
Sigríður og fjölskylda,
Austurvegi 31, Selfossi.
ÁSBJÖRN
ÓLASON
+ Ásbjörn (Stö)
Ólason fæddist í
Vinstra í Guð-
brandsdal í Noregi
22. febrúar 1920,
næstyngstur af níu
systkinum. Hann
lést á Vífilsstaða-
spítala 13. apríl síð-
astliðinn. Tvö systk-
ina hans eru nú á
lífi. Ásbjörn var
garðyrkjufræðing-
ur frá garðyrkju-
skólanum Staup í
Þrændalögum 1942.
Hann flyst til Is-
lands 1955 að Þórustöðum í Ölf-
usi til Rögnu Sigurðardóttur.
Þar kynnist hann Kristínu Sig-
urðardóttur frá Austurhlíð í
Gnúpverjahreppi, f. 5. nóvem-
ber 1929, sem síðan varð kona
hans 1964. Kristín dó á að-
fangadag 1993. Fyrst bjuggu
þau í Hveragerði hjá Ingimar í
Fagrahvammi. Síðan kaupa þau
gróðrarstöðina Víðigerði í Bisk-
upstungum 1968 og búa þar til
1992. Fluttust þá í íbúð aldr-
aðra í Bergholti.
Börn þeirra eru: 1)
Ólafur, f. 1965, garð-
yrkjubóndi í Víði-
gerði. Sambýliskona
hans er Asrún Björg-
vinsdóttir og eiga þau
fvær dætur. 2) Magn-
ús, f. 1968 garðyrkju-
fræðingur, starfs-
maður á Espiflöt.
Kona hans er Mona
Guttormsen af
norskri ætt og eiga
þau tvær dætur. 3)
Þorlákur vélstjóri, f.
1969, og á hann einn
son. 4) Anna, f. 1970, sjúkraliði,
starfar í Noregi. Sambýlismaður
hennar er Babuji Nadarajah frá
Sri Lanka, norskur ríkisborgari,
og eiga þau eina dóttur. Sonur
Kristínar og uppeldissonur Ás-
björns er Sigurður Arnason,
bóndi í Fnjóskadal, f. 1956. Kona
hans er Sigríður Guðmundsdóttir
og eiga þau tvö börn.
Útför Ásbjörns fer fram frá
Skálholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Ég vil minnast vinar míns Ás-
björns Ólasonar með nokkrum orð-
um. Ekki kann ég að rekja ættir
hans. Ásbjörn keypti gróðrarstöð-
ina Víðigerði í Biskupstungum
ásamt konu sinni Kristínu árið 1968.
Þá hófust kynni okkar Ásbjörns,
sem fóru vaxandi með hverju ári
sem leið. Áður hafði hann verið á
Þórustöðum í Ölfusi um árabil.
Ásbjörn var snjall ræktunarmað-
ur hvort sem vora matjurtir, blóm
eða skógarplöntur. Nokkuð háði
landleysi miklum umsvifum í skóg-
rækt. Talaðist svo til að ég lánaði
honum eina flöt fyrir framan bæ
minn í Vegatungu til trjáræktar.
Þar myndaðist nú fljótt trjáreitur
sem dafnaði vel. Þaðan seldi hann
trjáplöntur sem prýða margar sum-
arbústaðalóðir vítt og breitt um
Suðurland.
Kartöflur ræktaði Ásbjörn einnig
í Vegatungu við hliðina á mínum
garði. Eitt árið spratt vel hjá báð-
um og vorum við báðir að taka upp
um haustið. Ég sagðist þurfa að fá
járnkarl til að spenna upp kartöfl-
urnar þær væru svo stórar. „Það
þykir mér nú ekki mikið,“ sagði Ás-
björn. „Ég þarf að fá skurðgröfu til
að ná þeim upp.“ Þetta sýnir hve
gamansamur og léttur í lund Ás-
björn var.
Ekki ætla ég að leggja frá mér
skriffæri án þess að minnast á
Kristínu konu Ásbjörns, sem hvarf
af þessum heimi alltof fljótt á besta
aldri. Hún bjó þeim notalegt heim-
ili, fór vel með alla hluti og nýtti
vel. Var jafnan mjög kært með
þeim.
Síðustu mánuðimir voru erfiðir
fyrir Ásbjörn því lungun önnuðu
ekki því hlutverki sem þeim var
ætlað. Varð hann að hafa súrefn-
iskút í eftirdragi hvert sem hann
fór.
Ég vil að lokum þakka Ásbirni
samfylgdina og veit að Kristín mun
taka vel á móti honum hinum meg-
in. Börnum og öðrum ástvinum Ás-
björns sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur. Hafðu bestu þökk fyrir
samfylgdina, kæri vinur.
Sigurjón Kristinsson.
Það var 4. október 1955 að ég
kynntist Ásbirni fyrst. Hann var
mættur til að taka á móti mér, þar
sem ég lenti á Reykjavíkurflugvelli
eftir fjögurra tíma flug frá
Stafangri í Noregi. Þá sá ég að hér
fór traustur maður, og tókst með
okkur vinátta sem aldrei bar
skugga á. Fyrstu sjö árin okkar á
Islandi dvöldumst við á sama bæ.
Ásbjörn Stö Ólason fæddist á
bænum Stö í Guðbrandsdal í Nor-
egi og ólst þar upp. Hann lauk
garðyrkjunámi og stundaði síðan
garðyrkjustörf, var um tíma með
eigin stöð, aðallega grænmeti. Vor-
ið 1955 hélt Ásbjörn til íslands.
Hann var ráðinn að Þórustöðum í
Ölfusi til að byrja þar að byggja
upp gróðrarstöð. Hana sá hann svo
um næstu tíu árin, fyrst með græn-
metisrækt. Síðan þróaðist þar
einnig framleiðsla skógarplantna
og fleiri tegunda fyi'ri skjólbelti. Á
þeim árum var að vakna mikill
áhugi á skjólbelta- og skógrækt,
sem hefur haldist æ síðan.
Árið 1963 kynntist Ásbjörn konu-
efni sínu, Kristínu Sigurðardóttur
frá Austurhlíð í Gnúpverjahreppi.
Þetta voru hans gæfuspor. Þau
hjónin voru mjög samhent, og 1968
keyptu þau gróðrarstöðina Víði-
gerði í Biskupstungum.
Þau Ásbjörn og Kristín eignuð-
ust fjögur börn, Ólaf, Magnús, Þor-
lák og Önnu. Einnig ólst upp hjá
þeim Sigurður, sonur Kristínar.
Ólafur og Magnús feta í fótspor
fóður síns, stunduðu nám í garð-
yrkjuskóla í Noregi og starfa við
garðyrkju. Þorlákur er vélstjóri,
Anna sjúkraliði í Noregi og Sigurð-
ur er bóndi. Öll hafa þau stofnað
fjölskyldu, og er ætt þeiiTa Ás-
björns og Kristínar orðin fjölmenn.
Nú býr Ólafur í Víðigerði, en Ás-
björn og Kristín fluttust að Berg-
holti í sama hverfl, þegar það fór að
byggjast upp fyrir u.þ.b. tíu árum.
Kristín lést 1993, og hefur Ásbjörn
búið þar einn síðan, þó ekki langt
frá börnum og barnabörnum.
Ég kveð í dag góðan vin. Frá
mér og fjölskyldu minni sendi ég
börnum hans og fjölskyldum
þeirra, ásamt öðrum ættingjum og
ástvinum, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Nfls Ólafsson.
HELGA MAGNEA
KRIS TJÁNSDÓTTIR
+ Helga Magnea
Kristjánsdóttir
fæddist á Akureyri
17. desember 1909.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Seli 13.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristján Lu-
dvik Jónsson bók-
bindari og Kathinka
Louise Vik. Helga
ólst upp á Möðru-
völlum í Hörgárdal
hjá afa sínum og
ömmu, síra Jóni
Þorsteinssyni og
Helgu Magneu Möller. Systkini
Helgu eru Óli Pétur Möller, f.
1900, látinn, Jón, f.
1903, látinn, Olaf, f.
1906, látinn, Magnea
Þórunn, f. 1907, lát-
in, Karen, f. 1908,
látin, Charlotte, f.
1914, Thorstein, f.
1918, Iátinn, Snæ-
björn, f. 1926, látinn.
Eflirlifandi maki
Helgu er Njáll
Bjarnason, f. 30.
september 1917.
Helga eignaðist tíu
börn sem eru öll á
lífi og afkomendur
hennar eni orðnir
um það bil 130.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Nú er ei annað eftir
en inna þakkar mál
og hinstri kveðju kveðja
þig, kæra, hreina sál.
Þín ástarorðin góðu
og ástarverkin þín
í hlýjum hjörtum geymast,
þótt hverfir vorri sýn.
Það lífið, sem er liðið
úr læðingi sársaukans,
var stillt, sem kappi, er kafar,
í kvalabylgjufans;
hélt æðrulaust og öniggt
til annars betra lands;
var öflugt mitt í óstyrk
af afli kristins manns.
Það lífið, sem er svifið
til síns hins þráða lands,
var ávallt fullt af friði
og fegurð kærleikans,
afbænogvonogvissu
um vernd hjá föðurnum,
um ljós, á leið þótt dimdi,
um líf í dauðanum.
(Einar H. Kvaran.)
Elsku amma, við vitum að þú
vildir aldrei umstang eða að haft
væri fyrir þér, þannig að við vonum
að þú fyrirgefir þótt við ritum örfá-
ar línur. Þú ert farin á vit forfeðr-
anna í hvíld og frið, laus við líkama
sem var búinn að skila sínu, orðinn
lúinn og þreyttur. Þú varst dugn-
aðarkona, lést engan bilbug á þér
finna, sama hvað lífið gaf þér, og
ætlaðist til þess sama af okkur hin-
um. Aldrei heyrðum við þig kvarta
þó ýmislegt gengi á og mikið væri
að gera á stóru heimili. Það sem þú
tókst þér fyrir hendur gerðir þú af
vandvirkni, hvort heldur það var
handavinna eða vinna í garðinum.
Eiginlega varst þú aðeins á undan
þinni samtíð, samanber blómin og
plöntumar sem þú varðst þér úti
um í garðinn ykkar. Var hann ver-
öld út af fyrh sig sem auðvelt var
að gleyma sér í. Ef eitthvað bjátaði
á varst þú ætíð til í að rétta hjálp-
arhönd og alltaf komum við að
opnu húsi hjá ykkur afa í Víðivöll-
unum, enda fannst okkur við ekki
komin til Akureyrar fyiT en við
vorum fyi’ir utan húsið hjá ykkur.
Sumrin hjá þér og afa voru yndis-
leg, að sitja úti í garði, fá sykur í
glas, slíta svo upp rabarbara og
borða.
Eftirminnileg vom laugardags-
kvöldin þegar við máttum vaka
lengur. Þá fórum við, keyptum gos
og þú eða afi poppuðuð. Þér líkaði
alltaf best að vera á ferðinni á
kvöldin og fram á nótt, enda allt
komið í frið og ró svo hugurinn gat
reikað. Við huggum okkur við allar
góðu minningarnar sem hvert og
eitt okkar eigum um þig. Við þökk-
um þér af öllu hjarta fyrir þá ást og
umhyggju sem þú gafst okkur á
þinn hátt.
Við vottum afa og öllum aðstand-
endum dýpstu samúð. Megi góðar
minningar um hana ömmu hugga
og styðja ykkur á erfiðum tímum.
Guð veri með ykkur.
Helga, Ingibjörg, Jón Sævar,
Guðmundur E., Gautlandi.
Mig langar í fáum orðum að
minnast hennar ömmu minnar,
Helgu Magneu. Ég hef alltaf verið
svolítið montin af því að vera sú
eina af öllum hennar afkomendum
sem var skírð Magnea. Mér fannst
ég eiga smá part í ömmu sem eng-
inn annar átti. Það var fastur
punktur þegar ég var lítil að
skreppa niður í Víðivelli og þar var
amma og mikið bakaði hún góðar
kleinur. Reyndar gerði amma allt
vel, hún var einstaklega flink í
höndunum og garðurinn var henn-
ar meistaraverk. Ég minnist þess
ekki að hafa nema í bókum séð
svona fallega klippta runna, bæði
kúlur og kassa, og það var svo
gaman að fara í feluleik á bak við
þá.
Amma mín var alin upp hjá afa
sínum og ömmu vegna þess að for-
eldrar hennar fluttu til Noregs og
tengslin þar á milli rofnuðu. En
þegar amma var orðin gömul kona
komst hún í samband við systur
sína hana Charlotte og þegar þær
hittust í fyrsta skipti, þekktu þær
hvor aðra um leið og þær sáust á
flugvellinum. Þetta fannst mér al-
veg einstakt, önnur norsk og talaði
bara norsku og hin íslensk og tal-
aði bai-a íslensku en samt alsystur.
Sterkasta minningin um hana
ömmu er sennilega þegar hún situr
á kollinum við eldhúsborðið og kík-
ir út um gluggann.
Elsku amma, þú ert örugglega
búin að skila þínu hlutverki í lífinu
og rúmlega það og ert sjálfsagt
hvíldinni fegin.
Guð blessi þig.
Lára Magnea Jónsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/