Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 84
84 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndir/Sambíóin og Nýjabíó á Akureyri hafa tekið til sýninga myndina Message in a Bottle með Kevin Costner, Robin Wright Penn og Paul Newman í aðalhlutverkum. Ást í flösku Frumsýning EFTIR sársaukafullan skilnað gerir Theresa Osborne (Robin Wright Penn) það að tilgangi lífsins að hugsa um son sinn og vinna sem rannsóknamaður 'fyrir dagblaðið Chicago Tríbune. Hún reynir að koma fyrir sem áreiðanleg, metnaðargjörn og fjar- læg en þannig felur hún vonbrigði sín yfir hjónabandinu sem brást og þann ásetning sinn að gefa ekki færi á sér aftur. En þegar hún er ein í fríi meðan sonurinn er hjá föður sínum rekst hún á flöskuskeyti á strönd og í því er ástríðufullt bréf undirritað G. Ljóðrænn og tilfinningaþrunginn stíllinn höfðar til hennar og hún fer að leita að höfundinum, enda vön rannsóknum af ritstjórninni. Sú leit leiðir til þess að í Norður-Karólínu finnur hún bátasmiðinn Garret Bla- ke (Kevin Costner). Frá því eigin- kona hans lést hefur Garret verið einmana og varla haft samskipti við nokkurn mann annan en föður sinn, Dodge (Paul Newman), sem reynir að ná syni sínum út úr sorginni og til lífsins. „Þú velur fortíðina eða framtíðina. Veldu annað hvort og haltu þig við það,“ segir faðirinn. Myndin er byggð á metsölubók eftir Nocholas Sparks og handriti Gerald DiPego sem áður hefur m.a. skrifað handrit að Phenomenon. Leikstjóri er hinn mexíkanski Luis Mandoki, leikstjóri White Palace, Born Yesterday og When A Man Loves A Woman. Framleiðandinn, Denise Di Novi, keypti kvikmyndarétt að skáldsög- unni og vildi að Kevin Costner yrði í hlutverki Gan-ets. Costner féllst á ‘Jxceturgalinn Smiðjuvegi 14, ‘Kópavo^i, sími 587 6080 í kvöld sjá hinir eldhressu Gammel dansk _______um fjörið. Opið ffrá kl. 22—3._____ Boróapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 V HARMONIKUBALL verður í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Söngvari er Ragnheiður Hauksdóttir. ALLIR VELKOMNIR Heilsubötar dansleikur eftir skemmtidagskrá Ladda og * >*1 1 * X Klass leikurfyrirdansi frákl. 23.30 íkvöld. Söngvarar: Sigriin Eva Ármannsdöttir og Reynir Guðmundsson Radisson SAS SagaHotel Reykjavík KEVIN Costner leikur Garret og Robin Wright Penn leikur Theresu. ÞAÐ byrjaði með því að Theresa fann flöskuskeyti. tilboðið: „Mér fannst sagan afar tilfinningarík. Hún snýst um þrjár manneskjur og getuleysi þeirra til þess að nálgast hvert annað og kom- ast fram hjá áföllunum og veggjunum sem halda þeim niðri og halda þeim hverju frá öðru,“ segir hann. „Garret er afkvæmi umhverfisins og kringumstæðna. Hann er bátasmiður og ekkjumaður og vegna þess hve hann er mikill einfari er hann næstum því orðinn sambandslaus við fólk í kringum sig.“ Leikstjórinn Mandoki seg- ir: „Mér fellur vel við sögur um fólk, baráttuna sem það á í og umbreytinguna sem bar- áttan kallar fram. Myndin segir okkur sögu af nánd við aðrar manneskjur, nánd sem allir þrá en fæstir öðlast." Paul Newman leikur Dod- ge, eina hlekk ekkilsins við mannlífið. Newman er sjald- séður á hvíta tjaldinu núorðið. „Þegar ég hef ekki unnið í dá- PAUL Newman, Kevin Costner og Robin Wright Penn leika í myndinni. lítinn tíma fer ég að verða óstyrkur og velti því fyrir mér hvort enginn ætli að bjóða mér hlutverk framar. En mér finnst gaman að vinna og þetta fína handrit bai'st mér á réttum tíma,“ segir Newman. „Mér líkar það vel að í Dodge er að finna flókna blöndu af tilfinningalegri fjarlægð og nánd.“ Kevin Costner, sem einnig er í hópi framleiðanda fékk Robin Wright Penn svo til liðs við leikarahópinn. Hún segist hafa dregist að myndinni: „Mér fannst eins og hrein- ræktuð ástarsaga hefði ekki sést á hvíta tjaldinu lengi. Mér líkaði við þá hugmynd að það fyrirfinnist andleg teng- ing milli tveggja manneskja áður en þær nokkurn tímann hittast í eigin persónu; að tveimur öndum geti verið ætl- að að unnast." I helstu aukahlutverkum eru John Savage, Illeana Douglas og Robbie Coltrane. Sparklistin ofar öllu SÍÐASTLIÐINN sunnudag gekk svo mikið á í boltaleikjum, að sama var hver þriggja stöðvanna var opnuð, alls staðar var sparklið að djöflast á grænum völlum eða þá handboltalið á parketi og mátti sjá að þar væri enginn ballett á ferð. Nýíega varð að færa bamatíma frá klukkan sex að kvöldi sunnu- dags til sjö að kvöldi og hefur þó barnatíminn frá upphafí verið sýndrn- klukkan sex. I þetta sinn varð hann að víkja fyrir boltaleik. Engu skal spáð um úr hverju heil- inn er gerður í þeim áhangendum boltaliða, sem ráða því að bolta- leikir skuli ryðjast svona fast um í dagskrá sjónvarpa, en hinu verður ekki neitað, að ekkert dagskrár- efni nýtur annars eins forgangs og boltaleikir og hlýtur það að vera umhugsunarefni ráðamanna þeirra öflugu menningar- og skemmtitækja sem sjónvörp eru, að leggja þau með þessum hætti undir boltaíþróttir. Frekjan er með ólíkindum í þeim hópi, sem vill ekkert nema boltaleiki í sjón- vai-pi. Gott væri að sjá svo sem eina skoðanakönnun um áhorf að boltaleikjum áður en meira verður um þessa „veiki“ fjallað. Nú er á döfinni eitthvað sem nefnist bókavika, enda vita bóka- útgefendur, þeir fáu sem þrífast við hlið Máls og menningai-, varla í hvom fótinn þeir eiga að stíga, þegar bækur eru annars vegar. Bókaútgáfa kemur raunar engum við, svo svívirðilega hefur verið farið með hana á undanfómum tímum. Nú byggist allt á því að fá nýjar bækur keyptar á tvö hund- ruð krónur eða svo, þegar afslátt- arhrinan byrjar næstum strax eft- ir útkomu eða sala hefst hjá mark- aðsverslunum hlutabréfakóng- anna, sem allt árið era að telja gróða sinn í fréttum. Hafi ein- hvemtíma verið hægt að segja að bókin sé dauð þá er það núna, þeg- Q IiSMUADD Á ar markaðsvitring- OJUNVAhr A ar hafa gert hana LAUGARDEGI ?£ við bækur inní skólakerfið, en þar hafa stjómvöld og kennarar tiyggt Máli og menningu allan rétt til fjölda ára, svo miðlungshöf- undar eiga kost á sölu tugþúsunda eintaka í heilaþvottarmaskínuna. En svona aðfarir eru ekki eins- dæmi íyrii' ísland. Farið er að sýna framhaldsþætti á ríkisrásinni um ævi Knuts Hamsun. Þar er enn verið að reyna að svipta þenn- an snilling ærunni og nú með hjálp bresks höfundar. Hann er að mestu látinn vera ruglaður og heymarlaus aumingi, sem talar vel um Hitler, þótt staðreynd sé að hann beitti sér mjög við að bjarga löndum sínum undan meiðslum og dauðadómum nasista og sneri sér jafnvel til Hitlers persónulega til að biðja löndum sínum griða. I fyrsta lagi hélt Hitler að hann væri að tala við finnskan höfund og í öðra lagi fannst honum að Hamsun væri óþolandi ósvífinn og raku menn til og björguðu honum úr Þýskalandi af því þeir væntu þess að Hitler myndi láta drepa hann. En þessar staðreyndir virð- ast ekki hæfa íslendingum, íyrst svona þætth- era valdir. Það er eins og Mál og menning hafi ráðið valinu. Enn halda þættirnir um kalda stríðið áfram. Nú á mánudaginn var fjallað um þær systur, atóm- sprengjuna og vetnissprengjuna. Það mun vera amerískt fyrirtæki í eigu mógúlsins Teds Turner, sem framleiðir þættina. Hann gætir áfkaflega hlutleysis og þor- ir ekki að segja sannleikann, sem hefur legið á borðinu til fjölda ára og verið gefinn út á bókum bæði austan hafs og vestan af þeim sem gerst máttu vita. Látið er að því liggja að sovéskir vísinda- menn hafi fundið upp atóm- sprengjuna, skömmu eftir stríðs- lok, þótt Stalín hefði komið notk- un sprengjunnar á óvart á stríðslokafundi þjóðhöfðingjanna þriggja, Trumans, Attlee og Sta- líns. Þegar kommúnistar myrtu Leon Trotskí í Mexíkó skömmu eftir að styrjaldarátök hófust, vora um þrjátíu sovéskir njósnar- ar fluttir til landsins. Eftir morðið á Trotskí var þeim sagt að setjast að í Mexíkó og bíða átekta. Þegar starfið við atómsprengjuna byrj- aði í Los Alamos fékk þessi hópur njósnara í Mexíkó skipun um að gerast innflytjendur til Kaliforn- íu. Margir þeirra komust síðan í vinnu við undirbúning atóm- sprengjunnar. Þessi saga hefur verið rakin af einum helsta yfir- manni njósna erlendis í Sovétríkj- unum á stríðsáranum. Indriði G. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.