Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Magnús Berg- steinsson var fæddur í Reykjavík 14. janúar 1915. Hann lést á heimili sínu 10. mars síðast.- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 18. mars. Kær vinur okkar, Magnús Bergsteins- son, lést 10. mars sl. Hann var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 18. mars af séra Ama Sig- urbjörnssyni. Magnús var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, fæddur á Spítalastígnum, sonur hjónanna Ragnhildar Magnúsdóttur frá Laugarvatni og Bergsteins Jó- hannessonar. Magnús gerði húsasmíðar að sínu lífsstarfi. Hann naut í iðn sinni mikils og verðugs trausts. Hann byggði fjölda húsa víðs vegar um borgina og úti á landi, bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila. Verk hans blasa daglega við augum okkar í miðborginni og má þar nefna Aðalstræti 6 (Morgun- blaðshúsið), hús Al- mennra trygginga við Austurvöll, Búnaðar- bankahúsið, Domus Medica, Gevafótóhús- ið, hús Islandsbanka við Lækjargötu, breytingar á Ingólfs- hvoli og breytingar á Landsbankahúsinu við Austurstræti. Þá sá Magnús um og hafði eftirlit með breyting- um og viðhaldi for- setabústaðarins að Bessastöðum eftir fyr- irsögn Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts uns þessi verkefni voru falin húsameistara ríkisins á áttunda áratugnum. Meðal verkefna Magnúsar að Bessastöðum voru bygging bók- hlöðunnar og breytingar á kirkj- unni, þar á meðal ísetning nýrra glugga með listaverkum eftir Finn Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Síðast en ekki síst ber að nefna Norræna húsið meðal þeirra húsa sem Magnús byggði. Er smíði þess lauk lét hönnuðurinn, hinn heimsk- unni finnski arkitekt Alvar Aalto þau orð falla um handbragðið að MINNINGAR hann væri harla glaður og ánægð- ur með það. í ársbyrjun 1979 hóf Magnús störf sem húsasmíðameistari við viðhald og endurbætur á húsnæði Háskóla Islands. Síðar varð hann byggingarstjóri Háskólans og starfaði sem slíkur uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir kringum 1991, 76 ára að aldri. A sínum yngiá árum lék Magnús um margra ára skeið með knatt- spymufélaginu Val. Hann var að margra dómi frábær knattspyrnu- maður. Albert Guðmundsson sagði m.a. í bók sinni, Albert, um félaga sína í Val: „Sumir knattspyrnu- menn þarna, þeir sem voru eldri en ég, hefðu getað talist liðtækir í hvaða knattspyrnulið sem var, hvar sem var í heiminum. Það voru menn eins og þeir Magnús Berg- steinsson, Ellert Sölvason (Lolli), Gísli Kærnested og Snorri Jóns- son. Magnús og Snorri voru ein- hverjir þeir leiknustu knattspyrnu- menn sem ég hef séð á mínum ferli (( Magnús var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist Elínu Svövu Sigurðardóttur húsmóður. Elín var honum traustur og ástrík- ur lífsfórunautur í hartnær 60 ár og ól honum sjö efnileg börn, en elsta soninn misstu þau ungan. Elín og Magnús bjuggu lengi að Snorrabraut 24. Þar var gott að koma, gestrisni mikil og glaðværð MAGNÚS BERGSTEINSSON þeirra hjóna rómuð. Þar voru þau í þjóðbraut og þágu fjölmargir gest- ir góðgerðir húsfreyju, sem var heimakær. Aiið 1985 fluttu þau í Skaftahlíð 42 og þar fór vel um þau á efri hæð hússins. Magnús byggði síðan portbyggt ris fyrir tvær dæt- ur þeirra. Við Páll kynntumst Elínu og Magnúsi fyrir nærri 40 árum síðan og tókst strax góð vinátta með okkur og fjölskyldum okkar. Hann byggði húsið okkar að Stigahlíð 89, sem Ragnar Emilsson teiknaði. Þar bjuggum við í 34 ár og undum okkur vel studd af styrkri hendi Skaparans. Við vissum að við áttum vini í þeim hjónum og trúðum þeim vel. Mest vert var að þau hjón voru sanntrúuð og ævinlega voru bænir beðnar við samfundi. Páll Ágúst, dóttursonur okkar, naut umhyggju og öryggis Sigrúnar, dóttur Elínar og Magnúsar, í fjölda ára, allt frá sex mánaða aldri. Vegna sambýlis hennar við foreldrana naut hann jafnframt samverunnar við Elínu og Magnús og hefur búið að æ síð- an. Á leikvelli lífsins var Magnús drengskaparmaður, traustur vinur og félagi. Hvergi naut hann sín betur en austur í Grímsnesi. Þar byggði hann þeim hjónum sumar- hús árið 1968 og þar hafa þau ræktað af natni mikinn trjá- og blómagróður. Eftir að Magnús hætti störfum dvöldust þau nánast sumarlangt fyrir austan á ári hverju og undu sér hvergi betur. Sumarhús þeirra er í grennd við okkur hjónin, aðeins gh'ðing að- skilur lönd okkar. Magnús smíðaði prílu yfir og auðveldaði aðgang milli landanna. Hann var líka eini nágranninn sem leyfði vatnslögn til okkar um sitt land. Hjónaband Elínar og Magnúsar var hamingjusamt. Þau studdu hvort annað í blíðu og stríðu, glöddust yfir velgengni fjölskyldu sinnar og báru sameiginlegar byrðar, m.a. langvai'andi sjúkleika beggja. Ekkert gat haggað sam- heldni þeirra og styrk, enda studd- ust þau við Skapara sinn. Öllum leið vel í návist þeirra og fóm að finna oft, því að á milli þeirra ríkti gagnkvæm ást, traust og virðing sem var öllum auðsæ. Magnús stóð sterkur til hinstu stundar studdur kærleika ástríki'- ar eiginkonu. Hann fékk hinstu ósk sína uppfyllta að mega sofna síð- asta blundinn við hlið Elínar sinn- ar og í fuliu trausti þess að mega vakna ungur á upprisunnar efsta degi með eilífð glaða í kringum sig. Við Páll og fjölskylda okkar blessum minningu Magnúsar og biðjum Elínu og fjölskyldunni allri huggunar og handleiðslu í sárri sorg þeirra. Guðrún Jónsdóttir og Páll Sigurðsson. HOSKULDUR EGILSSON + Höskuldur Egilsson fædd- ist í Reykjavík 18. janúar 1943. Hann lést á Landspítalan- um 26. mars síðast- liðinn og fór útfór hans fram frá Heydalakirkju 3. apríl. Ljúfur og góður vinur hefur verið kall- aður frá okkur langt um aldur fram. Höskuldur Egilsson er látinn eftir ei-fiða sjúkdómsbar- áttu aðeins 56 ára gamall. Útför hans fór fram frá Heydalakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Lionsfélagar stóðu heiðursvörð er kistan var borin úr kirkju. Höskuldur ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum þeim Amleifi Steinunni Höskuldsdóttur og Agli Gestssyni, ásamt systkinum sínum Emi, Ragnheiði og Margréti. Höskuldur átti góð æskuár og var mjög kært með foreldmm hans og systkinum. Á unglingsámm dvaldi hann nokkur sumur hjá móður- systur sinni Margréti á Krossi á Bemfjarðarströnd. Hefur það e.t.v. orðið til þess að dvöl hans varð lengri á Austurlandi. Höskuldur kvæntist árið 1967 Soffíu Rögnvaldsdóttur frá Víði- völlum í Fljótsdal. Þau fluttu í Gljúfraborg í Breiðdal árið 1969 og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust fimm böm þau: Stefán Ragnar, Arnleifi Steinunni, Rögnvald Þor- berg, Þórhildi og Ragnheiði Ömu. Þrjú bamanna em búsett í Breiðdal. Rögnvaldur býr í Hafnarfirði og Þórhildur er við hjúkranamám á Ákureyri. Höskuldur og Soffía vom bömum sínum umhyggjusamir og góðir foreldrar og bömin mátu mikils umhyggju þeirra. Þau notuðu hvert tækifæri sem bauðst til að koma heim er þau vom brottflutt og ,r fjölskyldan ákaflega samheldin. Fráfall hins góða heimilsföður er því mikill missir. Höskuldur hóf ungur störf á sjó, m.a. var hann þjónn á Gullfossi og féll það vel. Hafði hann góða hæfi- leika til slíks starfs svo sem lipurð, kurteisi og snyrtimennsku. Hann var einnig á toguram um skeið en færði sig síðan í ýmis störf í landi. Má þar nefna verslunarstörf í kaupfélagi og bensínstöð, vinnu hjá Breiðdalshreppi og í frystihúsi, bifreiðastjóri á hópferðabflum m.a. Sérleyfisbílum Suðurfjarða á leið- inni Breiðdalsvík Egilsstaðir. Höskuldur var mjög dagfarsprúð- ur maður og þægileguur í um- gengni og öðlaðist því miklar vin- sældir samstarfsfólks og annarra samferðamanna. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Svans á Breiðdalsvík og starfaði þar af mikilli árvekni og áhuga, var sann- ur Lionsmaður. Mæting hans á fundi var góð og svo fróður var + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SOFFÍU JÚNÍU SIGURÐARDÓTTUR, Sólvöllum, Árskógsandi. Synir, tengdadætur, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. hann um lög og reglur Lions að hann gat leyst flest vafamál sem upp komu. Höskuldur var frjálslegur og fágaður í framkomu og var því oft sjálfkjörinn veislustjóri á skemmtisamkomum Lions og á árshátíðum hjá samstarfsfólki sínu í frystihúsinu og víðar. Þá var hann einnig góður skemmtikraftur bæði með gítarleik og söng og jafnframt fundvís á ýmiss konar gamanmál sem hann flutti mjög vel hvort sem vora í tali eða tón- um. Lionsfólk úr Breiðdal o.fl. fór í skemmtiferð til Færeyja sl. sumár og var Höskuldur bílstjóri og leið- sögumaður. Þar nutum við sannar- lega lipurðar hans og þægilegrar framkomu og er ríkt þakklæti í huga okkar allra. Höskuldur hafði mikið yndi af tónlist. Hann var lengi í kór Heydalakirkju og einnig í Samkór Suðurfjarða. Þá var hann um tíma í djasskómum Arnís á Héraði og spilaði djass víða hér fyrir austan og einnig í Reykjavík. Höskuldur hafði mest- ar mætur á djassinum og má segja að þar hafi hann verið af lífi og sál. Það var gaman að horfa og hlýða á hann er hann lék á gítar og söng og sjá hve brosið hans var þá glatt og ljómandi. Höskuldur var ákaflega greið- ugur og gott til hans að leita. Hafði ég af því mikla reynslu bæði í klúbbnum og minni vinnu, hann brást aldrei ef hann hafði mögu- legt tækifæri til aðstoðar. Hösk- uldur var gestrisinn og góður heim að sækja og áttum við margar góð- ar stundir saman. Eg gleymi seint ferð sem við fómm saman til Reykjavíkur á vörubílnum. Hann fór með mér til að hvfla mig á akstrinum. Sögðum við þá hvor öðram skrýtlur og skemmtisögur alla leiðina. Mest og best af öllu mat ég hans hressa viðmót og gleðigeisla sem frá honum stöfuðu. Það var sama þótt ég væri dapur í bragði er ég hitti hann eða hringdi í hann, ég lifnaði allur við hans glaðlegu undirtektir og góðu til- svör. Við í fjölskyldu minni söknum sárt góðs vinar og þökkum honum samfylgdina um leið og við sendum eftirlifandi eiginkonu hans Soffíu Rögnvaldsdóttur, bömum þeirra og fjölskyldum, tengdamóður hans og systkinum og öllum öðram ást- vinum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi hinar ljúfu og björtu minningar milda söknuðinn og sorgina á komandi tímum. Sigurður Magnússon. REYNIR V. DAGBJARTSSON + Reynir V. Dag- bjartsson fædd- ist í Hafnarfirði 5. nóvember 1932. Hann lést á gjör- gæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur 13. apríl síðastlið- inn. Reynir var jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 21. apríl. Elsku afi. Þessi orð sem ég skrifa hér eru síðustu orðin sem ég segi í það síðasta skiptið sem ég á eftir að sjá þig. Daginn sem ég frétti hve alvarlega þú hafðir feng- ið fyrir hjartað hélt ég að þú mynd- ir samt harka af þér og hafa þig upp úr þessu. Eftir allt sem þú hef- ur gengið í gegnum á ævi þinni, all- ar þjáningar og sorgir, varstu harðjaxl í mínum augum og barst með stolti nafn þitt. En kannski var þetta orðið of mikið. Eg hélt að þessi dagur myndi ekki renna upp svo snemma, ég hélt að þú myndir vera til staðar tuttugu ár í viðbót. Eg man ennþá eftir samtali okkar, þótt það hafi verið stutt, heima hjá mér viku áður en þú fórst frá okk- ur, eða ætti ég að segja varst tek- inn frá okkur. Nú sé ég eftii- að hafa ekki heimsótt þig oftar fyrir andlát þitt. En eins og mamma sagði: Þú hefur samt fyrirgefið mér. Eg hef aldrei grátið jafn mik- ið af sorg og ég gerði eftir að hafa kvatt þig við kistulagninguna. Þeg- ar ég sat fyrir framan kistuna þína fannst mér eins og þér hefði aldrei liðið eins vel og þá á þessum síð- ustu áram. Mér fannst mest gaman þegar þú komst og eyddir aðfangadags- kvöldi með mér. Það var alltaf gaman að fá gjafir frá þér, þótt það hafi ekki verið þessar rándýru gjafir. Það vora bara einfaldar og sniðugar Kolaportsgjafir sem við barnabörnin fengum. Eg hló alltaf með sjálfum mér, en mér fannst þær samt frábærar. Öll árin sem ég þekkti þig kallaðir þú mig aldrei Reyni. Þú kallaðir mig alltaf „nafna“. Stundum fannst mér það pirr- andi, en ég er eina barnabarn þitt sem er skírt í höfuðið á þér og ég er stoltur af því að bera nafn þitt. Það var eitthvað við þig sem gerði þig svo einstakan, ég bara veit ekki hvað það er, og ég mun aldrei finna orð yfir það. En samt veit ég um eitt af því sem gerði þig ein- stakan. Það var það hvað þú varst ríkur. Ekki fjárhagslega, heldur af ást. Börnin þín, bamabörn og systkini voru það sem skipti máli hjá þér. Eg tók alltaf eftir því í hvert skipti sem ég kom og heim- sótti þig, en það var í alltof fá skipti. Eg sá alltaf hve ánægður þú varst að sjá mig. Þótt það væri stutt varstu alltaf ánægður að hafa mig þarna. Eg hef aldrei hugsað út í líf eftir dauða, en þegar ég velti því fyrir mér veit ég að amma tekur á móti þér með opnum örmum. Og ég held að hún hafi beðið eftir því lengi að geta haldið utan um þig í fyrsta skiptið í langan tíma. Stuttu eftir andlát þitt spurði pabbi hvort ég vildi bera kistu þína í jarðarförinni. Það tók mig ekki langan tíma að segja ,já“, ég vildi nota tækifærið og vera í nálægð þinni í síðasta sinn og njóta þess heiðurs að fylgja þér til grafar. Núna þegar ég skrifa þetta bréf vil ég þakka þér fyrir öll þessi skipti sem ég hef fengið að eyða með þér sem barn og unglingur (þótt þau hafi ekki verið mörg sem unglingur). Eg kveð þig nú með allar minningarn- ar um þig í hjarta mínu. Kær kveðja. Reynir Andri (nafni). Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.