Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 9
FRÉTTIR
Kærunefnd jafnréttis-
mála úrskurðar
Brotið gegn
ákvæðum
jafnrétt-
islaga
BROTIÐ vai- gegn ákvæðum jafn-
réttislaga við ráðningu í stöðu yflr-
læknis við barna- og unglingageð-
deild Landspítalans (BUGL). Þetta
-kemur fram í niðurstöðu kærunefnd-
ar jafnréttismála frá 8. apríl síðast-
liðnum. Telur kærunefndin að brotið
hafi verið á rétti konu sem sótti um
starfið. Þeim tilmælum er beint til
Ríkisspítala að fundin verði viðun-
andi lausn á málinu.
Staðan sem um ræðir vai’ auglýst
laus til umsóknai- í febrúar 1998.
Þrír sóttu um stöðuna sem veitt
skyldi frá 1. júlí. Allir töldust hæfir
en kærandi, sem er sérfræðingur í
barna- og unglingageðlækningum,
hafði mesta reynslu.
I umsögn stöðunefndar frá 4. maí
1998 kemur fram að kærandi hafi um
fimmtán ára sérfræðireynslu í
barna- og unglingageðlækningum og
hafi verið virkari en hinir umsækj-
endumir við vísindastörf. Ritstörf
kæranda eru sögð talsverð en rit-
störf þess sem hlaut stöðuna lítil.
Kærunefnd kemst að þeh’ri niður-
stöðu að umsögn stöðunefndar frá í
maí 1998 beri að skilja á þann hátt að
kærandi sé metin hæfust umsækj-
enda og að stjómunarreynsla þess
sem starfið hlaut vegi ekki þyngra
en starfsreynsla og menntun kær-
anda, eins og kærði hafi haldið fram.
Þá er í niðurstöðu nefndarinnar
heldur ekki fallist á þau rök kærða
að fyrri störf kæranda hjá BUGL
skipti máli við val á umsækjendum.
En þar vísar kærði til áminningar
sem kærandi hlaut í starfi fyrri hluta
árs 1994, m.a. vegna meintra sam-
starfsörðugleika. I umsögn stöðu-
nefndar frá 4. maí 1998 sé að skilja
að kærða teljist hæfari en aðrir um-
sækjendur og þar sé enginn fyrirvari
gerður á. Telja verði að stöðunefnd
hafi lagt mat á fyrrgreindan ági’ein-
ing og ekki talið að hann hefði áhrif á
mat á hæfni umsækjanda.
Kærunefnd ítrekar, í lokaorðum
niðurstöðu sinnar, að jafnréttislög
leggi þá skyldu á atvinnurekendur
að vinna markvisst að því að jafna
stöðu kynjanna innan íyrirtækis síns
eða stofnunar. Reynt sé í lögunum
að stemma stigu við mismunun
vegna kynferðis.
Til þess að lögin nái tilgangi sínum
„beri atvinnurekanda að ráða um-
sækjanda af því kyni sem er í minni-
hluta í viðkomandi starfsgrein, ráði
starfsreynsla, hæfni og menntun
ekki úrslitum,“ eins og segir í niður-
stöðunni. Fram kemur að einungis
ein kona gegnh’ stöðu yfirlæknis hjá
Ríkisspítölum en 69 karlar.
mbl.is
_/\LLTA/= G/TTH\SA€> A/ÝTT
Nýtt — Nýtt
Skyrtur, bolir, sumarkjólar
Góðar stærðir — Gott verð
Eddufelli 2 - sími 557 1730.
Opið í dag frá kl. 10—15.
y .Lowe
• alpine
Ný sendíng
Útívístat- M
u- Tatnaður
af jökkum og buxum á
dömur og herra.
Einnig úrval af bakpokum
og öðrum vörum.
Cortína sport
Skólavörðustíg 20, sími 552 1555.
Ný sending
Sumarkjólar
Full búð af vor- og sumarfatnaði.
hj&QýénfhhiMi
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opiö virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík
Símar: 515 1735, 515 1736
Bréfasími: 515 1739
Farsími: 898 1720
Netfang: utankjorstada@xd.is
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá Sýslumanninum
í Reykjavík, í Hafnarbúðum við Tryggvagötu, alla daga
frá kl. 10-22.
Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við
kosningu utan kjörfundar.
Sjálfstæðisfólk!
Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima
á kjördag, t.d. námsfólk erlendis.
Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is
Opið í dag, laugardag, kl. 12-15.
Hlíðarhjalli - einbýii.
Fallegt og reisulegt einbýli á tveimur hæðum
með innb. bílskúr og glæsilegri verönd með
heitum potti. Eignin skiptist m.a. í fimm rúmgóð
svefnherb., stofu, eldhús og tvö baðherbergi.
Falleg og gróin lóð og frábært útsýni yfir Smára-
hvamminn. V. 21,0 m. 8646
HÆÐIR
Hraunbraut - laus.
Vorum að fá í einkasölu snyrtilega neðri sér-
hæð, u.þ.b. 92 fm, ásamt 32 fm bílskúr. íbúðin
er í góðu ástandi og eru gólf parketlögð. Stór
og góð timburverönd til suðurs. Sérinngangur.
Hús á grónum og rólegum stað. Lyklar á skrif-
stofu. V. 10,3 m. 8652
4RA-6 HERB.
Meistaravellir - endaíbúð.
Vorum að fá í einkasölu gullfallega endaíbúð
u.þ.b. 96 fm á 4. hæð. Suðursvalir og útsýni til
suðurs og beint yfir KR-völlinn. íbúðin hefur öll
verið standsett á smekklegan hátt, m.a. parket,
eldhús o.fl. Sameign og hús í mjög góðu
ástandi. 8644
Ránargata - glæsileg.
5-6 herb. stórglæsileg íb. á tveimur hæðum, (3.
og 4. hæð), í nýlegu húsi með fallegu útsýni. Á
neðri hæðinni er stór stofa, eldhús, stórt baðh.
og 2 herb. í risi er stórt alrými, herb., þvotta-
hús/bað. Vandaðar innr., flísalögð böð, parket
og tvennar svalir. Sérbílastæði o.fl. EIGN í SÉR-
FLOKKI. V. 14,5 m. 8649
3JA HERB.
Hlíðarvegur - Kóp.
2ja-3ja herb. óvenju rúmgóð 91 fm íb. á 2. hæð
með suðursvölum og útsýni. Nýl. gler. Parket.
Sérinng. og sérhiti. V. 8,1 m. 8650
Efstasund.
Vorum að fá í einkasölu 3ja herb. íbúð í kjallara
á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í
tvö herbergi, baðherbergi, hol, stofu og eldhús.
Mikil og stór lóð fylgir eigninni. V. 7,0 m. 8638
Reynimelur.
Falleg 73,0 fm 3ja herb. íbúð á efstu hæð á
þessum vinsæla stað með glæsilegu útsýni til
suðurs. Parket. Snyrtilegt baðherbergi. Góð
eign á þessum eftirsótta stað. V. 7,3 m. 8651
2JA HERB.
Bergþórugata - skemmtileg
risíbúð.
2ja herb. einstaklega skemmtileg risíb. sem hef-
ur verið mikið standsett. Parket og panelklædd
loft. Áhv. byggsj. 2,4 m. V. 6,2 m. 8648
Nýtt frá París
TESS
Stuttir hlýrakjólar og hörjakkar
Neðst við Dunhaga, Opið virka daga kl. 9-18,
N sími 562 2230. laugardaga kl. 10-14.
J~----1---^------"N.
éfc Sölusýning «
á handhnýttum, austurlenskum
gæðateppum
á Grand Hótel, Reykjavík,
í dag, laugardag, frá kl. 12-19
á morgun, sunnudag, frá kl. 13-19
HÓTEL
REYKJAVIK
NÝ SENDING
10% staðgreiðslu-
afsláttur
v___
eppj#
RAÐGREIÐSLUR
f ....... ....... ^
Trimform námskeið
Dagana 30. apríl - 4. maí verða haldin námskeið í
rafnuddi fyrir þá sem vinna við eða hafa áhuga á
að læra að vinna með Trimform.
Námskeið 1 verður dagana 30 apríl - 2 maí.
Á námskeiðinu verður m.a. farið í:
• grunnatriði TEMS lögmálsins
• alhliða þjálfun og endurhæfingu
• bakvandamál
• vöðvabólgumeðferðir
• meðhöndlun gigtarsjúklinga
• íþróttaáverka - þvagleka o.fl.
Námskeið 2 verður dagana 3-4 maí.
Á námskeiðinu verður megináhersla lögð á:
• mismunandi grenningaraðferðir
• húöstyrkingu
• vandamál með appelsínuhúð
• fegrunarmeöferöir o.fl.
Leiðbeinandi er Britta G. Madsen
Skráning og upplýsingar í síma 511 4100
Trimform á íslandi
Alþjóða verslunarfélagið ehf.
Skipholti 5, 105 Reykjavík.
I .......................- J