Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Til menn-
ingarauka?
Deilur íbúa í Fljótsdal hafa blossað upp á
ný eftir ákvörðun landbúnaðarráðherra um
að byggja fólki úr sveitinni jörðina
Skriðuklaustur. Pétur Gunnarsson kynnti
sér sögu málsins og muninn á bæjarbragn-
um á Skriðuklaustri nú og þegar Gunnar
Gunnarsson réð þar húsum.
BÆRINN Skriðuklaustur í Fljótsdal er afar reisuleg bygging.
HJÓNIN Gunnar Gunnarsson og Franzisca Gunnarsson héldu heimili
á Skriðuklaustri í á annan áratug.
GUNNAR Gunnarsson rit-
höfundur settist að á
Skiðuklaustri í Fljótsdal
1930 þegar hann fluttist
heim eftir áralanga búsetu erlendis.
Hann lét reisa á jörðinni hús, sem
er um 600 fermetrar að grunnfleti
og á sér ekki marga líka í íslenskri
byggingasögu, að því er leikmanns-
augað fær greint. Arkitekt hússins
var þýskur.
„Fagurt er og gott búland á
Skriðuklaustri og Klaustursnesið,
mikið og gróðursælt fletlendi, ligg-
ur i aðeins 23 metra hæð [yfir sjáv-
armáli] enda þótt um 80 km loftlína
sé til strandar við Héraðsflóa," seg-
ir í bókinni Landið þitt ísland.
Evrópskur
menningarbragur
Gunnar Gunnarsson og Franz-
isca, eiginkona hans, héldu heimili á
Skriðuklaustri í á annan áratug og
þótti fágætur, evrópskur menning-
arbragur á heimilishaldinu í hinni
afskekktu, íslensku sveit. Sá menn-
ingarbragm- þótti hæfa fornri
klaustursjörð en klaustur var á
jörðinni síðustu 47 árin fyrir siða-
skipti.
I grein í Morgunblaðinu á mið-
vikudag lýsir Hjörleifur Guttorms-
son alþingismaður því þegar hann
kom unglingur á heimilið í fylgd
með föður sínum, skógarverðinum í
Hallormsstað. Hjörleifur lýsir
heimsókninni og stöðu Skriðu-
klausturs í hugum nærsveitar-
manna á þennan hátt: „Erfitt er að
lýsa þeim hughrifum sem fylgdu
slíkri heimsókn, þeirri reisn og
dulúð sem ríkti yfir þessu blóm-
prýdda húsi og þeirri andagift og
útgeislun sem stafaði frá húsráð-
endum ... Alls staðar barst talið með
einum eða öðrum hætti að Skriðu-
klaustri, þeim myndarskap sem þar
ríkti úti sem inni. Andi Gunnars og
Franziscu hvíldi yfir dalnum og allir
töldu sig eiga hlutdeild í þessu æv-
intýri... Ég bjó lengi að því að
hlusta á samræður og skyggnast í
króka og kima í þessu ótrúlega sloti.
Klaustursnesið framundan var íðil-
grænt með miklum slægjum bænda
víða að úr dalnum."
Hinn 11. desember 1948 gáfu
Gunnar Gunnarsson og Franzisea
íslensku þjóðinni Skriðuklaustur
ásamt húsum öllum og mannvirkj-
um, gögnum og gæðum, tólum og
tækjum. Jörðin var skuldlaus og
gjöfinni íylgdi sú kvöð ein að hún
skyldi vera ævarandi eign íslenska
ríkisins og hagnýtt á þann hátt að
til menningarauka horfi.
í gjafabréfinu nefna hjónin til-
raunastarfsemi í landbúnaði,
byggðasafn, bókasafn, skjalasafn,
listasafn, skóla, sjúkrahús, hress-
ingarhæli, bamahæli eða elliheimili
til nánari útlistunar á því hvaða
starfsemi þau geti hugsað sér á
Skriðuklaustri.
En því fer fjarri að þiggjendun-
um hafi lánast að halda uppi þeim
menningarbrag sem einkenndi
þessa fomu klausturjörð meðan
þjóðskáldið sat hana ásamt eigin-
konu sinni.
Lengi vel rak ríkið þarna til-
raunabú í sauðfjárrækt og jarðrækt
en sá rekstur lognaðist út af fyrir
röskum áratug. Enn eimir þó eftir
af rekstri tilraunabúsins því fyrr-
verandi starfsmaður þess og fjöl-
skylda hans em enn búsett á jörð-
inni og halda til í Gunnarshúsi.
Hústökufólk
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins býr fólkið þama í algjöru
heimildarleysi og er nú unnið að því
að rýma húsið áður en starfsemi
Gunnarsstofnunar kemst á rekspöl.
„Þetta er hústökufólk," segir heim-
ildannaður blaðamanns í stjórn-
kerfinu.
Gunnarsstofnun var stofnuð að
frumkvæði Björns Bjamasonar
menntamálaráðherra í desember
1997 og hefur síðan unnið að því að
koma í gang rekstri á Skriðu-
klaustri í samræmi við starfsreglur,
sem ráðherra setti, og eiga að
tryggja að á jörðinni fari fram starf-
semi í samræmi við ákvæði gjafa-
bréfsins. Undirbúningsstjóm veitir
stofnuninni forstöðu og hefur m.a.
unnið að ráðningu forstöðumanns,
sem sé vel að sér um bókmenntir og
íslensk fræði.
Eins og fram hefur komið í blað-
inu standa menn í stappi um yfirráð
hússins Skriðu, sem var reist á jörð-
inni á tíma tilraunabúsins. Agrein-
ingur er um hvort menntamálaráðu-
neytið eigi að gi’eiða landbúnaðar-
ráðuneytinu fyrir að fá þessa ríkis-
eign flutta milli ráðuneyta. Vegna
óvissunnar um umráð jarðarinnar
hefur dregist að hægt verði að hefja
eiginlega starfsemi á vegum Gunn-
arsstofnunar. „Gangur þessa máls
er allur með ólíkindum," segir gjör-
kunnugur heimildarmaður.
Nokkuð er síðan svokölluð fræði-
mannaíbúð var opnuð lista- og
fræðimönnum í litlum hluta Gunn-
BJÖRN Bjamason menntamála-
ráðherra segist ekki þekkja
dæmi þess að ráðuneyti selji
hvert öðru húseignir en landbún-
aðarráðuneytið hefur krafist
kaupverðs fyrir að afiienda
Gunnarsstofnun húsið Skriðu á
Skiðuklaustri. Menntamálaráð-
herra segist hafa kosið að jörðin
öll félli undir stofnunina en ekki
sé á allt kosið og það sé mála-
miðlun að Gunnarsstofnun fái
Skriðu til starfrækslu Gunnars-
húss en jörðin verði að öðra leyti
nýtt undir hefðbundinn búskap.
Hins vegar segir hann að það
hafi dregist mjög að fá húsið af-
hent frá landbúnaðarráðuneyt-
inu. „Það hefur verið mitt aðalá-
hugamál í þessu efni undanfarn-
ar vikur að fá húsið afhent
þannig að við gætum tekið næstu
skref, sem við þurfum að stíga í
þessu máli,“ sagði menntamála-
ráðherra.
„Ég hef lagt höfuðáherslu á að
okkur takist að byggja upp sem
besta aðstöðu á Skriðuklaustri
fyrir menningar- og fræðastarf í
samræmi við gjafabréf skáldsins
og konu hans, Gunnars Gunnars-
sonar og Franziscu. Okkur hefur
verulega miðað í þessa átt und-
anfarin ár og menntamálaráðu-
neytið hefur sett á laggirnar
Gunnarsstofnun og fengið heima-
menn til liðs við sig við að skipu-
leggja starfið.
Það hefur verið staðið að því
arshús og búa dvalargestirnir og
þar í nábýli við aðra þá sem halda til
í húsinu, eins og fyrr var rakið.
Almenningur?
Að öðru leyti herma heimildir
Morgunblaðsins að eignin hafi eink-
um verið nýtt á þann hátt, sem
komið hefur jarðnæðislitlum bænd-
um í Fljótsdal að gagni. Tún og engi
munu þeir hafa nýtt sem hálfgerðan
almenning til beitar fyrr skepnur
sínar. Einnig hefur verið heyjað á
Klaustursnesi. En búmaður góður
segir blaðamanni að vanræksla
jarðarinnar leyni sér ekki fyrir
nokkrum þeim sem á leið hjá garði
um hábjargræðistímann.
Manni þeim, sem formlega hefur
haft ábúð jarðarinnar undanfarin 10
betur en áður að auglýsa aðstöðu
fyrir fræðimenn og það er mikill
áhugi á því, bæði hjá heima-
mönnum og öllum öðrum, að
þessi áform okkar takist. Til þess
þurfum við viðunandi aðstöðu
fyrir staðarhaldara og umsjónar-
mann. Ég get bent á gott dæmi
þegar litið er á hvernig þetta eigi
að vera. í Snorrastofu í Reyk-
holti var fræðimaður ráðinn sem
forstöðumaður og hefur hann á
skömmum tíma skilað mjög góðu
verki og kallað á aðra starfsemi í
Reykholti. Ég tel að það sé öll að-
staða til þess á Skriðuklaustri að
efla það sem menningar- og
fræðasetur, sem yrði ekki aðeins
byggðarlaginu heldur öllu land-
inu til framdráttar og uppbygg-
ingar,“ sagði Björn.
Viðunandi horf
„Stjórn stofnunarinnar á að
ráða forstöðumann og miðað við
starfsreglur stofnunarinnar á
hann að leiða starf liennar í um-
boði stjórnar en stjórnin verður
að geta boðið honum viðunandi
aðstæður til búsetu. Þar hef ég
einkum litið á að það var ákveðið
ár, án þess þó að hafa undirritað
byggingarbréf, var sagt að fara af
jörðinni um síðastliðið haust. Síðar
var veittur frestur þannig að hann
færi eigi síðar en nú á fardögum.
Hann hefur samkvæmt upplýsing-
um blaðamanns ekki búið á jörðinni
undanfarið en heyjað þar fyrir um
100 kindur. Þennan tíma, og fram til
síðasta árs, hefur hann setið 1
hreppsnefnd í sveitinni. Einnig er
verið að vinna í því að úthýsa „hús-
tökufólkinu.
Innansveitarkróníka
I Fljótsdal er lítið samfélag og
undanfarin ár hafa hinir um það bil
100 íbúar sveitarfélagsins deilt um
ýmis mál sem tengjast ríkisjörðum.
Þær deilur hafa blossað upp að nýju
samkomulag um yfirráð fræða-
setursins með tilliti til annarrar
starfsemi á jörðinni. Taldi ég leið
til að þetta mál og koma því í við-
unandi horf, að stofnunin fengi
Skriðu. Að sjálfsögðu hefði ég
kosið að öll jörðin fylgdi en það
verður ekki á allt kosið. Þarna
var um málamiðlun að ræða. Síð-
an hefur dregist mjög að fá liúsið
afhent og það hefur verið mitt
aðaláhugamál í þessu efni undan-
farnar vikur að fá húsið afiient
þannig að við gætum tekið næstu
skref, sem við þurfum að stíga í
þessu máli,“ sagði menntamála-
ráðherra.
- Er það stjórnsýsla landbún-
aðarráðuneytisins, sem strandar
á í þessu máli?
„Það eru ekki mín orð. Við
höfum unnið að málinu íþessu
ráðuneyti en ekki fengið húsið
afhent ennþá. Þnð hefur m.n.
komið fram í Morgunblaðinu að
það er ekki ágreiningur um að
menn vilji afhenda okkur húsið.
Það hefur líka komið fram að
landbúnaðarráðuneytið hafi
keypt þetta hús af Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins og segi
eftir þá ákvörðun landbúnaðarráð-
herra að segja núverandi ábúð upp
og byggja nýju fólki úr sveitinni
jarðnæði Skriðuklausturs til hefð-
bundins landbúnaðar.
Öll hefur þessi innansveitar-
króníka á einn eða annan hátt borist
á borð fjögurra ráðuneyta og um-
boðsmanns Alþingis.
Eins og fyrr sagði hefur landbún-
aðan-áðuneytið nú byggt hjónum í
Fljótsdal Skriðuklaustur, að undan-
skildu Gunnarshúsi, húsinu Skriðu
og landspildum þeim sem fylga eiga
þessum húsum og teknar verða til
nota vegna starfsemi Gunnarsstofn-
unar. Einnig er fram komið að land-
búnaðarráðuneytið og menntamála-
ráðuneytið hafa verið að togast á
um yfirráð hússins Skriðu, sem
reist var á jörðinni á dögum til-
raunabúsins.
Hinh' nýju ábúendur, sem taka
munu við Skriðuklaustri án húsa á
fardögum eru hjónin Anna Bryndís
Tryggvadóttir og Hallgrímur Þór-
hallsson. Þau eru eigendur jarðar-
innar Brekku í Fljótsdal, sem áður
var ríkisjörð. Eins og flestum jörð-
um í sveitinni fylgir Brekku lítið
jarðnæði. Fyrir nokkrum ánim
hugðust hjónin fá keypta aðliggj-
andi ríkisjörð, Brekkugerði, til að
tryggja sér nauðsynlegt land fyrir
eðlilegan búsrekstur, eins og segir í
stjórnsýslukæru sem Valgeir Krist-
insson hæstaréttarlögmaður ritaði
fyinr hönd hjónanna.
„í því máli beitti sama hrepps-
nefnd sér gegn umbjóðendum mín-
um og beitti áhrifum sínum til þess
að maður, sem ekki rak búskap og
ætlaði það ekki [...] fékk jörðina
keypta,“ segir lögmaðurinn
Arina Bryndís og Hallgrímur
að þetta sé spurning um kaup-
verð en við þekkjum ekki dæmi
þess að ráðuneyti séu að selja
hvert öðru hús. Slik mál verður
að gera upp með Ijárlögum. Hús
ganga ekki kaupum og sölum
milli ráðuneyta eftir því sem ég
veit.“
Ekki vansalaust
Aðspurður hvort það sam-
rýmdist sínuin hugmyndum um
rekstur Gunnarsstofnunar að
jafnhliða sé jörðin nytjuð undir
hefðbundinn búskap án þess að
tekjur nýtist stofnuninni sagði
Björn að sér fyndist æskilegt að
stofnunin gæti haft allar þær
tekjur af jörðinni sem kostur er.
„En aðalatriðið hjá mér er
fyrst og fremst að ég vil að
þarna sé menningarlegt starf í
samræmi við gjafabréfið, þannig
að ég tel að verði máiið ekki
leyst með öðrum hætti beri að
leysa það svona. Það hefur verið
nógu lengi til umræðu og af-
greiðslu. Ég lield að það sé öllum
fyrir bestu að reyna að leysa
málið og ganga til enda þessa
leið, sem ég taldi að væri sam-
komulag um. Það er ekki vansa-
laust að láta Skriðuklaustur vera
í þessu fari. Ég hef farið austur
nokkrum sinnum og beitt mér
innan þeirra marka, sem ég hef,
til að koma málefnum staðarins í
viðunandi horf. Ég tel öllum til
sóma að gera það.“
Björn Bjarnason menntamálaráðherra um málefni Skriðuklausturs
Hefur dregist að
fá húsið afhent