Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 54
' 54 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN ODDGEIR BALD URSSON + Jón Oddgeir Baldursson fæddist á Stokks- eyri 15. ágúst 1953. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suður- nesja 15. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Þóra Guðmunds- dóttir, f. 17. sept. 1930, og Baldur Oddgeirsson, f. 9. des. 1925, d. 7. apríl 1996. Systkini Jóns eni: 1) Guðmundur Svanþór, f. 26. júlí 1951, kvæntur Helgu Snorra- dóttur. 2) Elías Þór, f. 8. júní 1955, kvæntur Þóru Bjarneyju Jónsdóttur. 3) Erna Guðrún, f. 9. okt. 1957, sambýlismaður Sigurður Bjarki Kolbeinsson. 4) Hrönn, f. 2. júlí 1960, git Kristni Karli Ægissyni. 5) Freyr, f. 1. des. 1962, sambýliskona Rósa Aldís Matthíasdóttir. 6) Aðal- björn Þorkell, f. 27. júlí, sambýl- iskona Ásta Stefánsdóttir. 7) Magnús Björn, f. 3. nóv. 1969, sambýliskona Erla Jónsdóttir. 8) Skúli, f. 24. okt. 1971, sam- býliskona Ingunn Magnúsdóttir. Hinn 21. desember 1974 kvæntist Jón Sigríði Sigurðardóttur, ættaðri frá Götu í Holtahreppi, f. 15. september 1952. Foreldrar hennar eru Gerða Kristín Sigmundsdóttir Hammer, f. 24. mars 1925, og Sig- urður Ólafsson, f. 11. ágúst 1917, d. 6. febrúar 1999. Börn Jóns og Sigríðar eru: 1) Guðrún, f. 6. maí 1973, barnsfað- ir Niels á Rógvu Eysturtún, f. 5. ágúst 1972. Börn þeirra eru Teitur, f. 26. des. 1995, og Fríða, f. 24. júní 1997. 2) Sigurður, f. 5. júlí 1977, sambýliskona Rósa Eik Gunn- arsdóttir, f. 25. apríl 1970, dæt- ur þeirra eru Ásdís Björk, f. 29. júlí 1996, og Karen Líf, f. 20. ágúst 1998. Veturinn 1972 fluttist Jón frá Stokkseyri til Grindavíkur. Hann vann lengstum til sjós en sinnti einnig ýmsum störfum í landi. títför Jóns fer fram frá Gr- indavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi er fallinn frá. Það er erfitt að sætta sig við að maður á besta aldri er hrifinn burt frá ástvinum sínum. En honum er örugglega ætlað stórt hlutverk á nýjum stað. Jón var alveg einstaklega góður maður og ef einhvers staðar vant- aði hjálp var hann boðinn og búinn • að rétta fram hjálparhönd hvort sem það var innan fjölskyldunnar eða vinirnir. Hann var alltaf tilbú- inn. Það ríkti mikil gleði og ánægja um sumarið 1996 þegar Jón og Sigga ákváðu að fara til Færeyja að heimsækja dóttur sína og henn- ar fjölskyldu. Oft var setið og spjallað og rifjað upp ýmislegt sem okkur langar að minnast á. Þar á meðal sá hann grindhvalavöðu í Færeyjum og ljómuðu augu hans er hann sagði okkur frá því og sýndi okkur myndir. Allar sjóferð- irnar á Norðursjónum og öll löndin sem hann hafði haft viðdvöl í. Alls konar sögur sagði hann okkur úr •. þeim ferðum. Eins var alveg dásamlegt að sjá hann þegar hann sá eldri dóttur okkar í fyrsta skipti. Það var svo mikil hlýja og kærleikur sem staf- aði frá honum eins og alltaf ef börn voru nálægt. Þegar við eignuðumst seinni dóttur okkar var ákveðið að skíra hana í Grindavík og báðum við Jón að halda henni undir skírn, sem hann gerði þrátt fyrir að hann ætti erfitt með það. Eftir skírnina kom hann svo tii okkar og sagði að nafnið á henni, Karen Líf, væri al- veg einstaklega fallegt og þökkum við honum þau orð. Það vakna alltaf spurningar í litlum huga. Þegar við sögðum ^ eldri dóttur okkar að við værum að fara til Grindavíkur sagði hún með Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- ► um. bros á vör: „Til afa og ömmu.“ Þá þurfti að reyna að útskýra að afi væri farinn til Guðs uppi á himn- um. „Já,“ sagði Ásdís, „hann er uppi hjá guði að passa Alex.“ Margar góðar stundir áttum við bæði í Grindavík og í Mývatnssveit og þökkum við fyrir þær allar. Með þessum orðum þökkum við þér fyrir allar stundirnar, elsku pabbi og afi: Þegai- sorgar titra tárin, tregans mistur byrgir sýn. Huggar, græðir hjartasárin hlý og fógur minningin. (FS) Guð styrki okkur öll í þessari sorg. Sigurður, Rósa Eik, Ásdís Björk og Karen Líf. í dag kveðjum við þig með sárum söknuði, elskulegi tengdasonur. Þú varst alltof fljótt tekinn frá okkur. Þú varst búinn að berjast við sjúk- dóm, sem óhjákvæmilega setti mark sitt á þig og lagði þig að velli að lokum og hefur þú eflaust orðið hvíldinni feginn, saddur lífdaga, en svo ungur. En við sem eftir lifum höfum margs að minnast. Þú varst aldrei iðjulaus á meðan kraftamir entust. Þú vildir aldrei láta neitt hafa fyrir þér, en varst manna fyrstur til að hjálpa öðrum. Það er svo margs að minnast, all- ar gleðistundirnar með okkur fjöl- skyldunum og vinum á Suðurvör 6, Laugalandi og víðai’. Þar varst þú hrókur alls fagnaðar. Já, við skyldfólk og tengdafólk höfum misst mikið, það skarð verð- ur aldrei fyllt. Þú varst okkur Sig- urði eins og besti sonur, sem alltaf var gott að leita til. Það var stutt á milli ykkar þar sem hann andaðist 6. febrúar sl. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning góðs vinar. Og þú Sigga mín, þú stóðst eins og klettur við hlið manns þíns í veik- indum hans, ég bið algóðan Guð að gefa þér, börnum þínum, tengda- börnum og öðrum aðstandendum áfram styrk og æðruleysi. Gerða Kristín Hammer. Elsku bróðir og mágur. Dauði þinn er sorglegri en fátækleg orð fá tjáð. Þú varst hetja í þínu veikinda- stríði, stóðst iengur en stætt var. Eftir að þú varst orðinn veikur fórstu að endurnýja og laga ýmis- iegt í húsinu ykkar. Þú \issir að hverju stefndi og vildir búa í haginn fyrir hana Siggu. Þannig varst þú, alltaf að hugsa um aðra, aldrei um sjálfan þig. Hugsanir þínar snerust líka um velferð Guðrúnar og Sigga, og barnabörnin fjögur voru ákaf- lega hænd að þér. Þér þótti vænt um dýr, áttir hesta og kindur, að ógleymdum kis- unum. Þau voru tómstundagaman í alltof stopulum frístundum. Fái-veikur barstu tengdaföður þinn til grafar fyrir tveimur mánuð- um. Hvaðan þér kom kraftur tii þess skiljum við ekki. Við kveðjum þig með söknuði og biðjum algóðan Guð að geyma þig og styrkja ástvini þína. Legg ég nú bædi líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgi'. Pét.) Elías og Þóra Bjarney. Jón bróðir er nú dáinn. Enda þótt við fjölskylda hans værum meðvituð um hans miklu veikindi, þá engu að síður þegar kallið kem- ur fylgir því áfall, doði og sorg. Jón bróðir barðist hetjulegri baráttu við þann vágest sem á hann herjaði. En einmitt þessi hetjulega barátta lýsir vel mínum elskulega bróður, svo kraftmikill að við hin horfðum og hlustuðum á agndofa. Þegar ég heimsótti hann talaði hann ávallt af æðruleysi um veikindi sín sem fékk okkur hin til að hugsa. Við getum sannarlega ekki keypt okkur trygg- ingar að heilbrigðu lífi. En einmitt það lærði ég í gegnum veikindi bróður míns. Við hverja heimsókn mína til hans í veikindunum fannst mér ég koma út sem betri maður. Eg horfði öðrum augum á lífið og tilveruna. Gamlar minningar og myndir sækja á hugann og allar eru þær á sömu nótunum, ljúfar. Með söknuði hugsa ég til hans, en jafnframt stoltur og glaður yfir því að hafa fengið að vera litli bróðir hans. Njóta tiisagnar hans og stuðnings. Við sem urðum þeirrar gæfu að- njótandi að þekkja Jón bróður er- um þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum. Ef við sam- ferðafólkið ættum að lýsa honum í örfáum orðum þá yrðum við senni- lega öll sammála um að hann var réttsýnn, ósérhlífinn, vinnusamur, glaðvær og alltaf boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd. Það ríkir sorg hjá fjölskyldu bróður míns, en verum minnug þess að lífið heldur áfram, ég get aðeins beðið Guð að gefa Siggu, börnunum og mömmu styrk og senda þeim smáijós sem megi lýsa upp myrkrið sem umvefur þau þessa dagana. Mig langar í lokin að senda öllum er syrgja hann: „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur. En þegar þið hlæ- ið og syngið með glöðum hug, lyft- ist sál mín upp í mót til ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ Freyr Baldursson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Sigga, Guðrún, Siggi og aðrir aðstandendur, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Björg, Sigrfður og Kristín. GUÐBJÖRG SIG URÐARDÓTTIR + Guðbjörg Sig- urðardóttir fæddist 14. júlí 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. apríl siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Gísli Magnússon, bóndi í Vonarholti í Kirkju- bólshreppi í Strandasýslu, og síðari kona hans, Kristrún Jónsdóttir. Hún var næstyngst fimm systkina. Eitt þeirra, Sigurbjörn, dó í bernsku. Eldri voru Kristín og Sigrún, báðar látnar. Yngstur er Ásgeir Ólafur. Sjö hálfsystk- ini átti Guðbjörg frá fyrra hjónabandi föður síns. Guðbjörg giftist Bjarna Borg- arssyni frá Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd 30. desember 1934. Hann var fæddur 14. sept- ember 1893. Hinn 9. janúar 1935 drukknar hann í róðri þegar bátur sem hann er háseti á ferst í _ aftakaveðri. Dóttir þeirra er Ásta, f. 13. nóvember 1934, bóndi á Stað og seinna verkakona og húsmóðir. Hún giftist Steingrími Bergmann Loftssyni. Þau eignuðust fimm börn. Steingrímur lést 1977. Seinni eiginmaður Ástu er Mar- Hún kom ung, umkomulaus, án nokkurra eigna og niðurbrotin eftir að hafa misst eiginmann sinn, sem hún hafði verið gift í tíu daga, til föður míns og afa með litla föður- lausa telpu sér við hlið, sem var næstum það eina, á tímum þegar samhjálpin var takmörkuð. Flestir voru fátækir og nokkrir á mörkum þess að vera bjargálna og orðið áfallahjálp þekkti enginn né hvað það merkti. Húsið sem hún flutti inn í hjá föður mínum og afa verð- skuldaði varla að kallast mannabú- staður, moldarbær sem óvíða hélt vatni í rigningatíð, að minnsta kosti sagði ljósmóðir mín mér löngu síðar að þegar þessi bamungi kom í heiminn snemma árs 1938 hefði varla verið annar staður í bænum þar sem ekki iak úr lofti en sá blett- ur þar sem unga konan var með bam sitt, enda slagveður eftir að snjóað hafði undanfarandi daga. Onnur húsakynni hafa trúlega verið eitthvað í líkingu við bæjarhúsin. Ekki bai'a að einu heldur að öllu leyti hefur þetta orðið mikil um- breyting og á köflum mjög þung- bær byrði fyrir þessa ungu en óhamingjusömu konu, að þurfa að sættast við slíkar aðstæður, kom- andi frá svæði þar sem uppbygging var farin verulega af stað eins og við ísafjarðardjúp, farið var að hilla undir betri og bjai'tari tíma með bágindin og mesta baslið að baki fyrir svo utan alla menninguna, sem þar vestm' frá var önnur og meiri en í einangi'un sveitanna. Faðir minn var tuttugu árum eldri en mamma og hann var af gamla skólanum að flestu eða öllu leyti, hann enda í merg og bein alinn upp við frásagn- ir af miklum skorti og bjargarleysi sem alltof oft jafnvel mannfellir fylgdi, umræða af þessu tagi oft manna á milli í hans uppvexti enda dæmin oft nærtækari en margur nútímamaðurinn getur rennt grun í. Honum fannst eðlilega eins og svo mörgum af hans kynslóð hann oft standa við þröskuld þessa válega hlutskiptis. Áður hefur verið getið húsakynn- anna, vinnubrögðin sum hver voru heldur ekki svo ólík þvi sem þau höfðu verið einhverjum öldum áður og þótti ekki óeðlilegt þótt farið væri að nálgast miðja tuttugustu öldina. Hans viðhorf var það sama og forfeðranna, að eyða eins litlu og nokkur kostur væri, með því og því einu væri hægt að láta arð af fáum skepnum duga til framfærslu. Hann var ekki einn um þetta viðhorf, alls geir Steinþórsson bifreiðastjóri. Sambýlismaður Guðbjargar frá 1937, Finnbogi Finnbogason, bóndi í Hlíð og Miðhúsum, fæddist 27. desem- ber 1891. Hann lést 29. febrúar 1976. Börn þeirra eru: 1) Guðfinnur Stefán, f. 13. febrúaf 1938, bóndi í Miðhúsum, sambýliskona Ólöf Ásta Kristjánsdótt- ir, bóndi og hús- móðir, fósturbörn hans og börn Ólafar Ástu eru tvö. 2) Guðný, f. 13. október 1939, póstmaður, eiginmaður Ragnar Þorleifsson, húsasmiður, börn þeirra eru Ijögur. 3) Sigurbjörn, f. 4. janú- ar 1941, húsasmiður, eiginkona Sigurbjörg fsaksdóttir, nudd- kona, börn þeirra eru þrjú. Eitt barn eignaðist Sigurbjörn fyrir hjónaband. 4) Bjarney Ragn- heiður, f. 22. maí 1954, verka- kona og húsmóðir. Eiginmaður hennar er Óskar Fannberg Jó- hannsson, verslunarmaður, þau eiga eitt barn. Eitt barn eignað- ist Bjarney Ragnheiður fyrir hjónaband. títför Guðbjargar fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. staðar þurfti að beita aðgæslu ef ekki átti að vera hætta á að illa gæti farið. Arður af fáum skepnum gat brugðist, á þessum tíma er komin mæðiveiki í sauðfjárstofninn og sums staðar herjaði bráðapestin, allt þetta tók sinn toll. Eftir á að hyggja held ég þó að hann hafi ekki verið óheppnari öðnim að þessu leyti. Hann hugsaði vel um skepnur sínar og þær launuðu það með þokkalegum arði. Móðir mín var ekki sátt við sitt hlutskipti þótt skorturinn næði ekki þröskuldi hennar heimilis. Hún saknaði fyrra lífs fyrir vestan og elstu bömin sáu hana oft gráta og að því er þau telja sig muna best það af alls engu tilefni. Ef til vill var hún þá að hugsa um manninn sem hún missti svo fljótt, ef til vill var hún ósátt við manninn sem hún bjó með þótt hún ætti með honum börn og byggi með honum meðan heilsu hans naut við. Börn þeirra þráðu skilningsríka og góða móður eins og öll böm gera og alltaf munu gera. Með árunum breyttist hin milda og tæra sorg í bland við sárindi og gremju og á stundum mikla gremju. Hún talaði oft lágt við sjálfa sig, kannske var hún að ásaka Guð fyrir að hafa búið henni þetta hlutskipti sem urðu hennar örlög. í það minnsta minnast börn hennar ekki að hún færi mikið með bænarorð, hún kenndi þeim ekki bænir eða bað með þeim, það var verk föður þeirra. Hún minntist oft á lífið fyrir vestan og sagði elstu börnum sínum sögur þaðan af fólki sem hún hafði kynnst og fannst jafnan mikið til um lífshætti þeirrar byggðar. Þá má þess minnast að andlit hennar haíi ljómað, sem það gerði ekki nógu oft. Hún þráði að komast vest- ur þegar mesti harmurinn eftir missinn sem hún varð fyrir hafði yf- irgefíð hana, hitta fólkið þai' og dvelja með því. Þessi ósk hennar rættist ekki fyrr en rúmum áratug eftir að hún kom að vestan. Fór ein að vetri til með skipi og dvaldi ein- hverjar vikur og eftir heimkomuna hafði hún aldrei við orð að fara aft- ur, átti þó þar tvær systur og frændfóik. Eitthvað hafði breyst svo að vonir hennar um ánægjuríka ferð rættust ekki. Ef til vill var það bara hún sem hafði breyst. Þá var Ásta fermd og ég í skóla, líklega minn fyrsta vetur. Einn skólabróðir minn sá ástæðu til að segja mér að af því móðir mín væri farin vestur myndi hún ekki koma aftur. Ég minnist þess enn hvað mér sárnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.