Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Júlíus GESTIR í Krínglunni virða fyrir sér sýninguna í gær. Ljósmyndasýn- ing í Kringlunni Ríkisreikningur tilbúinn fyrir lok júnímánaðar Skoðanakönnun Gallup 59% telja rétt að styðja loft- árásir NATO UM 59% þeirra sem afstöðu tóku í nýlegri skoðanakönnun Gallup telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá ríkisstjórn Islands að styðja loft- árásir NATO. Mikill meirihluti karla styður ákvörðunina, eða 79%, en rösklega 49% kvenna. Yngi-a fólk er einnig hlynntari henni en eldra. Akvörðun ríkisstjómarinnar nýtur mun meira fylgis hjá stuðnings- mönnum stjórnarflokkanna en ann- arra. Pannig eru rúmlega 78% kjós- enda Sjálfstæðisflokksins henni fylgjandi og 65% kjósenda Fram- sóknarflokksins, en aðeins um 40% kjósenda Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins og rúmlega 27% kjósenda Vinstri hreyfíngarinn- ar - græns framboðs. FRÉTT AL J ÓSMYND ASÝNIN GIN World Press Photo var sett í Kringlunni í gær af Bimi Bjama- syni menntamálaráðherra. Sýning- in, sem er stærsta og virtasta fréttaljósmyndasýning í heimi, er að þessu sinni sett upp á Islandi fyrst landa fyrir utan heimalandið Holland. Meðal myndanna er por- trett-verðlaunamynd af söngkon- unni Björk sem tekin var af Bandaríkjamanninum Harry Bor- den fyrir breska túnaritið Obser- ver. Sýningin er flokkuð í frétta- skot, fólk, vísindi og tækni, dag- legt líf, íþróttir, listir, náttúra og umhverfi og almennar fréttir. Að þessu sinni bámst í keppnina 36.836 myndir frá 3.733 ljósmynd- urum í 116 löndum, þar á meðal nokkrum íslenskum. Vinningsmyndin í ár er af ungri ekkju í sorgartrega yfir gröf eiginmanns síns sem var meðlimur í frelsisher Kosovo, KLA. Myndin var tekin af Dayna Smith hjá bandariska dagblaðinu The Washington Post nálægt Iz- bica í Kosovo 6. nóvember á síð- asta ári. Sýningarsvæðið er öll Kringlan og er sýningin opin á opnunartíma hússins sem er mánudaga til föstu- daga kl. 10-21, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 12-18. Af- greiðslutími verslana er mánu- daga til fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-19 og laugardaga kl. 10-18. Sýningin verður til 4. maí. Aðal styrktaraðilar era fyrir- tækin Canon, KLM og Kodak en á Islandi er það Kringlan, Morgun- blaðið og Hans Petersen. World Press Photo gefur út árbók með verðlaunamyndum og fæst hún í verslun Hans Petersen í Kringl- unni, einnig er hægt að fá frekari upplýsingar um sýninguna á vef- setri World Press Photo www.worldpressphoto.nl MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ríkisbókhaldi: „Að gefnu tilefni vill Ríkis- bókhald upplýsa að unnið er að uppgjöri rfkissjóðs og ríkis- stofnana miðað við árslok 1998. Ríkisreikningur fyrir árið 1998, sem er á rekstrargrunni, er nú í íyrsta sinn gerður upp í sam- ræmi við ákvæði laga 88/1997 um fjárreiður ríkisins sm voni samþykkt á Alþingi í maí 1997. Stefnt er að því að ríkisreikn- ingur liggi fyrir í júnímánuði og er það um svipað leyti og árið áður. A undanfómum ái-um hefur Ríkisbókhald birt greiðsluupp- gjör fyrir ríkissjóð í febrúar- mánuði þar sem fjárveitingar fyrra árs hafa verið bomar sam- an við fjárlög. Sá samanburður gmndvallaðist á því að fjárlögin vom á greiðslugmnni og upplýs- ingar vom tiltækar í reiknings- haldinu til að bera þau saman við greiðslur úr ríkissjóði á við- komandi ári. I framhaldi af því fór síðan í hönd vinna við árs- uppgjör ríkisins sem birtist að lokum í ríkisreikningi síðar á ár- inu. Með nýjum lögum um fjár- reiður ríkisins var horfið frá því að miða fjárveitingar í fjárlögum við greiðslur heldur miðast af- greiðsla þehra nú við heimildii- til að stofna til skuldbindinga á viðkomandi ári, þ.e. rekstrar- grann. í því felst að marktækar niðurstöður og samanburðartöl- ur við fjárlög liggja fyrst fyiú- þegar ríkisreikningur er tiltæk- ur. Síðustu ár hefur verið unnið að því að flýta útgáfu ríkis- reiknings og hefur smám sam- an tekist að koma honum út fyri’ á árinu. Til að mynda kom reikningur ársins 1994 út í sept- ember 1995 og reikningur 1996 í júlí 1997. Markmiðið er að koma ríkisreikningi út fyiT á árinu en frágangur hans ræðst af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif. Samkvæmt fjárreiðulögunum er frestur ríkisstofnana í A-hluta til loka febrúar ár hvert til að skila ársreikningum sínum og skilafrestur fyrirtækja í eigu ríkisins er til marsloka. Oneitan- lega gengur mjög misjafnlega að uppfylla þessi ákvæði laganna. Fyrír ári síðan höfðu tæplega 84% af A-hluta aðilum og 33% af B-hluta í’íkisfyi’irtækjum skOað ársreikningi sínum í lok apiil. Nú þegar ein vika er eftir af apr- íl hafa aðeins 74% A-hluta aðila og 31% annaira ríkisaðOa staðið skil á ársreikningum sínum. Lakari skil má vafalítið rekja til byrjunarörðugleika vegna áhrifa nýrra laga um fjárreiður ríkis- ins. Auk lögbundinna skila ríkis- aðila á ársreikningum til Ríkis- bókhalds þá er uppgjör ríkis- fjármálanna háð ársuppgjörum annama aðila. Þar ber hæst tryggingafræðilega úttekt og ársuppgjör þeirra lífejTÍssjóða sem ríkisstarfsmenn eiga aðild að. Þessi uppgjör liggja enn ekki fyrir en era væntanleg á næstunni. Þá fyrst verður unnt að meta áfallnar lífeyrisskuld- bindingar ríkissjóðs á árínu 1998 og stöðu þeirra í árslok. Af framansögðu má ráða að ekki verður unnt að birta niður- stöðutölur um afkomu ríkis- sjóðs á árinu 1998 fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta júnímán- aðar.“ Tekist á um sjávarútvegsmál á kappræðufundi áhugahóps um auðlindir í almannaþágu Allir flokkar vilja breytingar MIKLAR umræður urðu um sjáv- arútvegsmál á kappræðufundi með fulltrúum stjórnmálaflokk- anna, sem áhugahópur um auð- lindir í almannaþágu hélt sl. mið- vikudagskvöld. Frambjóðendur fímm stjórnmálasamtaka gerðu grein fyrir stefnu sinni í sjávarút- vegsmálum og svöruðu fyrir- spurnum. Bátar undir sérstakri stjórn Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði mikilvægt að gera margvíslegar breytingar á sjávarátvegsstefnunni. Nauðsyn- legt væri m.a. að efla smábáta- og bátaútgerð, byggðatengja ákveðin fiskveiðiréttindi og gera breytingar á fiskveiðistjómunarkerfmu. A meðan framseljanleg veiðiréttindi væra hluti af kerfinu þyrfti að skattleggja söluhagnað veiðiheim- ilda. Fram kom í svari Steingríms við fyiirspurn að hann teldi koma til greina að smábáta- og bátaútgerð- in yrði undir sérstakri fiskveiði- stjómun. Þessum flota yrði heimilt að kaupa veiðiréttindi niður til sín en mættu ekki selja hann út úr þessu útgerðarlagi. Steingiimur sagði í svari við fyrirspum Harald- ar Sumarliðasonar, formanns Sam- taka iðnaðarins, að taka þyrfti á óhóflegum gróða einstakra aðila sem hirtu með sér háar fjárhæðir út úr atvinnugreininni. Hann sagð- ist hins vegar ekki hafa trú á auð- lindagjaldi sem tæki til sveiflujöfn- unar í hagkerfinu. Það gæti haft þveröfug áhrif. Umframhagnaður forsenda gjaldtöku Vilhjálmur Egilsson, frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. að eðlilegt væri að menn ræddu breytingar á fiskveiðilög- gjöfinni og sjálfstæðismenn væru tilbúnir að skoða allar tillögur til breytinga. Þorsteinn Vilhjálmsson, stjórnarmaður í áhugahópi um auðlindir í almannaþágu, sagðist eiga erfitt með að skilja neikvæð viðbrögð Sjálfstæðisflokksins við hugmyndum um uppboð á afla- heimildum. Vilhjálmur svaraði því til að það þyrfti að vera ákveðið samhengi í starfsskilyrðum fyrir- tækjanna. „Það er ekki heppilegt að taka u-beygju á gi’undvelli rekstrarlegra ákvarðana, sem menn verða að taka. Öll skattlagn- ing á sjávarútveginn, hvort sem menn era að tala um uppboð á veiðiheimildum eða auðlindagjald, byggir á því að verið sé að skapa svokallaðan fiskveiðiarð í veiðun- um, að menn séu að skila talsvert miklum umframhagnaði, sem ástæða sé til, miðað við aðrar at- vinnugreinar, að skattleggja sér- staklega. Þegar menn hafa rætt um að bjóða eigi upp allar veiði- heimildirnar, með hvaða hætti sem á að gera það, og þróa hlutina áfram, þá hefur það kannski fyrst og fremst strandað á þessum tveimur þáttum. Menn hafa ekki séð að þessi fískveiðiarður væri að skapast,“ sagði Vilhjálmur. Haraldur minnti á að Verslunar- ráð hefði talið koma til greina að leggja sérstakt gjald á sjávarút- veginn þegar umframhagnaður væri kominn til, en Vilhjálmur er framkvæmdastjóri ráðsins. Spurði hann hvenær Vilhjálmur teldi að umframhagnaður hefði myndast. Vilhjálmur sagðist telja að það væri reikningsdæmi að finna það út. Megin viðmiðið væri hver fram- legð atvinnugreinarinnar væri upp í vexti og afskriftir af fjáimagninu. Á þeim grandvelli þyrfti síðan að leggja mat á hvort umframhagnað- ur væri til staðar eða ekki. Sanngjamt gjald Fram kom í máli Ágústs Einars- sonar, frambjóðanda Samfylking- arinnar, að tryggja ætti eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auð- lindum í stjórnarskrá og að tekið yrði sanngjarnt gjald fyrir not af þeim. Sævar Gunnarsson, foimað- ur Sjómannasambandsins, spurði Ágúst hvernig Samfylkingin ætlaði að koma í veg fyrir að útgerðar- menn lækkuðu verð á afla ef auð- lindagjaldi yrði komið á og niður- staðan yrði sú að það yrðu í reynd sveitarfélög og sjómenn sem myndu borga auðlindagjaldið. Ágúst gerði grein fyrir þeirri stefnu Samfylkingarinnar að hluti af veiðiheimildum yrði boðinn upp á meðan unnið væri að mótun nýs fiskveiðistjórnunarkerfis. Sagði hann að fiskmarkaðirnir ættu að gegna veigameira hlutverki við verðmyndun á afla en verið hefur og þannig yi’ði til hin eina rétta markaðsviðmiðun. Tillögur til móts við óánægju í þjóðfélaginu Magnús Stefánsson, frambjóð- andi Framsóknarflokksins, sagði mikilvægt að sættir næðust um sjávarútvegsmál í þjóðfélaginu. Hann fjallaði m.a. um tillögur framsóknarmanna um skattlagn- ingu hagnaðar af sölu kvóta hjá þeim sem seldu skip sín og hættu í útgerð. Var mörgum spurningum beint til hans um þetta mál, m.a. hvort sá sem seldi kvóta er hann ætlaði að draga sig út úr útgerð gæti ekki einfaldlega komist hjá skattlagningunni með því halda eftir einni trillu. Magnús sagði að framsóknarmenn hefðu ekki gert tillögur um að skattleggja sérstak- lega söluhagnað af veiðiheimildum útgerða sem ekki hættu starfsemi. Hann sagði ljóst í svari við fyrir- spurn Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings ASÍ, að umrædd til- laga um skattlagningu söluhagnað- ar ein og sér skapaði ekki full- komna sátt í sjávarútvegi. Þessar hugmyndir væra settar fram til að koma til móts við óánægju og skapa sátt um greinina. Ríkisverndað forréttindakerfi Óskar Þór Karlsson, frambjóð- andi Frjálslynda flokksins, sagði að Frjálslyndi flokkurinn hefði mótað fiskveiðistefnu sem byggði á því meginatriði að markaðsvæðing ætti sér stað í greininni, á grund- velli heilbrigðrar samkeppni. Horf- ið yi’ði frá núverandi kerfi sem hefði þann höfuðgalla, að það væri ríkisverndað forréttindakerfi. Ósk- ar var spurður hvort hann óttaðist ekki að sú stefna flokksins að taka upp frjálsa sókn í fiskistofnana fæli í sér slysahættu og óhagkvæmni vegna kappsiglinga flotans í veið- arnar. Óskar svaraði því til að hann teldi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.