Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 15

Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 15 AKUREYRI Hátíðarguðsþjónusta í Akureyrarkirkju Forseti Islands setur kristnihátíð Nýja bíd færir út kvíarnar Boðið upp á listræn- ar kvik- myndir NÝJA BÍÓ á Akureyri vígði á sumardaginn fyrsta, annan kvikmyndasal í húsnæði sínu við Ráðhústorg og tekur hann 92 gesti í sæti. Um leið var hleypt af stokk- unum þeirri nýbreytni í bíólífi bæjarbúa að bjóða upp á reglulegar sýningar á „list- rænum“ kvikmyndum, þ.e. daglega kl. 19.00 allan ársins hring. Fyrsta kvikmyndin sem sýnd er í nýja salnum er danska myndin Veislan (Fest- en) sem var opnunarmynd Kvikmyndahátíðar í Reykja- vík í janúar sl. og hefur verið sýnd við miklar vinsældir í Háskólabíói síðan. A næstu vikum er svo von á fleiri kvikmyndum, sem kynntar verða síðar. Nýja bíó og Kaffi Karólína starfa sam- an að þessum sýningum í samvinnu við fleiri aðila. Málþing og mynd- listarsýn- ing MÁLÞING um gildi mynd- menntakennslu í grunnskól- um verður haldið í Bókasafni Háskólans á Akureyri í dag laugardag og stendur frá kl. 13-16. Á málþinginu flytja erindi; Sigurður Ólafsson, Rósa Krisín Júlíusdóttir, Ai-na Valsdóttir, Börkur Vígþórs- son, Guðmundur Armann, Gréta Mjöll Bjarnadóttir og Björn Sigurðsson en fundar- stjóri er Sigrún Magnúsdótt- ir. Að málþinginu loknu verður opnuð myndlistarsýning barna á Norðurlandi eystra. Sýningin verðui' opin í Bóka- safni Háskólans á Akureyri frá kl. 08-18 alla virka daga og laugardaga frá kl. 12-15 allt fram til 28. maí. KIRKJUSTARF HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli sunnudaginn 25. apríl kl. 11. Almenn sam- koma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasamband mánudaginn kl. 15. Krakka- klúbbur fyrir 6-10 ára mið- vikudaginn 28. apríl kl. 17. Flóamarkaður föstudaginn 30. apríl frá kl. 10-18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund laugardaginn 24. apríl kl. 20-21. Sunnudagur 25. apríl kl. 11.30, sunnudaga- skóli fjölskyldunnar, bíblíu- kennsla fyrir alla aldm-shópa. Dögg Harðardóttir og Fjalai- Einarsson frá Húsavík sjá um kennsluna. Léttur hádegis- verður á vægu verði kl. 12.30. Kl. 16.30 verður vakninga- samkoma, sem Dögg og Fjal- ar sjá um. Mikill og líflegur söngur, fyrirbæn. Barnapöss- un fyrir börn yngri en 6 ára. Miðvikudaginn 28. apríl kl. 20, Alfanámskeið. Föstudaginn 30. apríl kl. 21, Gospelkvöld. Allir eru hjartanlega vel- komnir. KRISTNIHÁTÍÐ verður sett við hátíðarguðsþjónustu í Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudaginn 25. apríl, kl. 11. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setur há- tíðina að viðstaddri ríkisstjórn Is- lands, forsetum Alþingis, vígslu- biskupum, prófóstum, þingmönn- um, fulltrúum úr bæjarstjórn Akur- eyrar og fleiri gesta. Biskup Islands, herra Karl Sig- urbjörnsson, predikar en prestar eru séra Birgir Snæbjörnsson, séra Svavar A. Jónsson og séra Hannes Örn Blandon. Kór og Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju Syntu í sólarhring SÓLARHRINGSSUND Sundfé- lagsins Óðins var þreytt í nýju sundlauginni á Akureyri frá síðasta vetrardegi og fram á sumardaginn fyrsta. Aliir sem æfa sund með félaginu tóku þátt í að synda inn í sumarið. Tilefnið er fjáröflun og var áheitum safnað í fyrirtækjum í bænum. Um 100 iðkendur syntu þenn- an sólarhring. einn í einu, 50 metra í senn. I síðasta sólar- hringssundi voru syntir rúm- lega 100 km en að þessu sinni voru syntir rétt tæplega 100 km. A myndinni er einn Óðinsfé- lagi að leggja sitt af mörkum í sundinu. syngja og Björg Þórhallsdótth’ syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kristsmyndir í Listasafninu Jafnhliða setningu kristnihátíðar verður Kirkjulistavika sett en hún stendur til 2. maí nk. Kirkjulista- vika hefst með samhringingu alka kirkna í Eyjafirði kl. 10 í fyrramál- ið. Síðar um daginn, eða kl. 14, verður opnuð sýning í Safnaðai’- heimili Ákureyrarkirkju á forn- sögulegum kirkjumunum úr Eyja- firði sem varðveist hafa frá ýmsum tímum á síðustu 1000 árum, auk Skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri Tvær umsókn- ir um starfíð TVÆR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akur- eyri en umsóknarfrestur rann út sl. miðvikudag. Umsækjendur eru Ei- ríkur G. Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar, og Helgi Þorbjörn Svavarsson, sem búsettur er í Noregi. Nýr skólastjóri tekur við af Atla Guðlaugssyni fyrir næsta skólaár en Atli sagði upp stöðu skólastjóra vegna óánægju með kjaramál sín. Einnig hefur borið á óánægju meðal kennai-a skólans með kjaramál sín. Akureyrarbær auglýsti einnig lausai- til umsóknar 6 kennarastöður við Tónlistarskólann og bárust sex umsóknir. mynda af kirkjum í Eyjafirði. „Jesús Ki’istur - eftirlýstur" er yfirskrift sýningar sem opnuð verð- ur í Listasafninu á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 14.50, að við- stöddum forseta Islands og biskupi Islands. Þar verða sýndar ýmsar útfærslur af Kristsmyndum fi’á ýmsum tímum eftir fjölda lista- manna. Kl. 16 hefjast hátíðartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Norð- urlands og samkórs kirkjukóra í Eyjafirði. Einsöngvai’ar eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Óskar Pét- ursson tenór og Jóhann Smári Sæv- ai-sson, bassi. Á mánudag hefst sýning á guðs- orðabókum í Amtsbókasafninu, sem opin verður virka daga frá kl. 10-19. Á mánudagskvöld kl. 20.30 verður bókmenntakvöld í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í umsjá séra Guðmundar Guðmundssonar. Þriðjudaginn 27. aprfl verður morgunbæn í Akureyrarkirkju kl. 9 og kl. 20.30 bókmenntakvöld í Safn- aðarheimilinu, sem er samvinnu- verkefni Sigurhæða - Húss skálds- ins og Leikfélags Akureyrar. Mið- vikudaginn 28. apríl er mömmumorgunn í Safnaðarheimil- inu kl. 10-12. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir flytur þar erindið; „Vandinn við að vera fjölskylda". Félag einstæðra foreldra Félagsfundur á mánudag FELAG einstæðra foreldra heldur almennan félagsfund mánudaginn 26. apríl nk. kl. 20 á Fosshóteli KEA. Fundarefni verða þau málefni sem félagið hefur sett sér sem forgangs- mál, .eins og réttindi barna til sam- neytis við báða foreldra, fæðingaror- lof, meðlagsgreiðslur, skattfríðindi barna í stað bóta, áhrifamátt sýslu- manna og dómsmálaráðuneytis á líf einstaklinga og barna eftir skilnað og fleira. Fulltrúar stjórnmálahreyfinga ásamt félagsmálastjóra er boðið á fundir.n og er það von félagsins að allir ábyrgir foreldrar sjái sér fært að mæta. -------------- Norræna félagið á Akureyri Aðalfundur á mánudag NORRÆNA félagið á Akureyri heldur aðalfund sinn mánudaginn 26. apríl. Fundurinn er haldinn í Glerár- götu 26 og hefst kl. 20. Félagið hefur staðið fyrir fjöl- breyttu starfi undanfarin ár, auk þess sem Nord Job er mikilvægur þáttur í starfi Norrænu félaganna. Stjórn félagsins á Akureyri bendir fólki þó á að best sé að taka þátt í fé- lagsstarfinu og kynnast af eigin raun þeim ótæmandi og skemmtilegu verkefnum sem alltaf eru fyrir hendi. Til sölu er Lónsá við Akureyri Gistiheimili í fullum rekstri. Á eignarlandi standa tvö hús: - Steinhús á tveimur hæðum, stærð samtals 364,3 fm. - Timburhús á einni hæð, stærð samtals 125,9 fm. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan ehf. ^ranuteiagsgotu e.n. Sími 462 I 878 - Fax 461 1878 Hermann R. Jónsson sölustjóri. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla, vegna alþingiskosninga sem fram fara laugardaginn 8. maí 1999, er hafin. Kosið er fró kl. 9.00 til 21.00 ó skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, fró mónudegi til föstudags og milli kl. 14.00 og 17.00 á laugardögum og sunnudögum. Á kjördag er opið frá kl. 10.00 til 21.00. Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu á Dalvík er kosið milli kl. 9.00 og 15.00 frá mánudegi til föstudags. Kosið er hjá hreppstjórum í Grýtubakkahreppi, Grímsey og hjá settum hreppstjóra í Hrísey, Pétri Bolla Jóhannessyni, eftir samkomulagi við þá. Sýslumaðurinn á Akureyri, 24. apríl 1999, Björn Jósef Arnviðarson. Framboðsfundir í Norðurlandskjördæmi eystra - sameiginlegir fundir allra flokka Sameiginlegir fundir allra flokka sem bjóða fram í Norðurlands- kjördæmi eystra í komandi alþingiskosningum verða haldnir sem hér segir: Þórshöfn: Sunnudaginn 25. apríl kl. 15.00 í félagsheimilinu Þórsveri. Raufarhöfn: Sunnudaginn 25. apríl kl. 20.30 í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Húsavík: Mánudaginn 26. apríl kl. 20.30 í Félagsheimili Húsavíkur. Dalvík: Þriðjudaginn 27. apríl kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu á Dalvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.