Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 60
iiO LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvar er best að búa? ÉG VAR að tala við konu í Reykjavík um daginn. Við ræddum lengi saman um daginn og veginn. Hún vildi kynnast mér og því sem ég var að fást við í Þingeyjarsýslum. Ætli við höfum ekki rætt saman í um það bil hálf- tíma. Þegar við kvödd- umst sagði hún svona rétt tii þess að leggja .áherslu á kveðjuna: „Soffía, það er svo gam- an að tala við fólk utan af landi.“ Þetta fékk mig til að staldra við um stund og hugsa. Ég var greinilega í hennar huga „kona utan af landi“. Þau orð hafa eflaust ákveðna merkingu í hennar huga, en mér varð spurn. Hvað merkir það að vera kona utan af landi? I starfi mínu sem félagsmálastjóri þarf ég að sækja ýmsa fundi og þjónustu til Reykjavíkur. Ég finn sjaldan fyrir því að ég sé einhver sérstök afmörkuð landsbyggðar- stærð og í starfi mínu á Évrópu- grundvelli, þar sem ég sinni málefn- »------------------------------------- um félagsmálastjóra, er ég fullkominn jafn- ingi fulltrúa hinna Evrópulandanna, þó svo að ég komi frá Húsavík. Að fæðast á röngum stað!? Skömmu eftir að ég átti þetta símtal við Reykjavíkurkonuna heyrði ég viðtal við dósent í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands, Gylfa Magn- ússon. Sá maður var að kynna erindi sem hann ætlaði að halda á mál- þingi á vegum háskólans daginn eft- ir um framtíð búsetu á Islandi. Mér fannst viðtalið við hann merkilegt. Hann sagði t.d. að Reykjavíkurborg færi batnandi með hverjum þeim íbúa sem þangað flytti. Það má vel vera. En hann sagði líka að íbúar á landsbyggðinni hefðu ekkert sér til saka unnið annað en það að fæðast á röngum stað! Þama tók ég eftir við- brögðum meðal þess fólks sem í kringum mig var. Ymislegt fauk af Byggðamál Lítill skilningur virðist oft vera fyrir hendi, segir Soffía Gísladótt- ir, þegar landsbyggðar- maður og Reykjavíkur- maður hittast og bera saman bækur sínar. vörum þeirra um þennan mann en ég kýs að hafa það ekki eftir hér. Mismiklar þakkir Ég ákvað að sitja málþingið sem fymnefndur Gylfi Magnússon hafði vitnað til í viðtalinu. Rektor Há- skóla Islands hafði skipulagt mál- þingið það vel að okkur landsbyggð- arfólkinu gafst kostur á að fylgjast með því um gagnvirkan sjónvarps- búnað. Gylfi var þar mættur með erindi sitt. í þetta sinn hlustaði ég á allt erindið og af áhuga. Þetta var ágæt- Soffía Gísladóttir Styður ríkisstjórnin baráttuna gegn barnaþræikun eða ekki? í NÓVEMBER á síðasta ári fjallaði Sam- bandsstjórn ASÍ um stöðu Islands gagnvart Aiþjóðavinnuniálastofn- uninni, ILO. A þessum fundi var kynnt sam- norræn skýrsla um það hvemig Norðurlöndin hefðu staðið sig við að standa við þær skuld- bindingar sem þau hafa tekið á sig gagnvart ILO. Áfellisdómur yfir íslenskum stjórnvöldum I þessari skýrslu kom m.a. fram að Island hefur til þessa einungis fullgilt 18 ILO-sam- þykktir en hin Norðurlöndin hafa \fullgilt á bilinu 66 til 100. Af þeim 26 samþykktum sem gerðar hafa verið innan ILO síðan 1980 hefur ísland einungis fullgilt tvær. ísland er ennfremur hið eina af Norðurlönd- unum sem ekki hefur fullgilt allar 7 grundvallarsamþykktir ILO. Is- lensk stjórnvöld hafa enn ekki full- gilt samþykkt ILO nr. 138 um bann við barnavinnu. I skýrslunni kemur ennfremur fram að íslensk stjórn- völd uppfylla ekki reglur ILO um málsmeðferð gagnvart Alþingi. Samkvæmt reglum ILO ber ríkis- stjórn að leggja fyrir þjóðþingið til- lögur um hvort fullgilda skuli þær samþykktir sem gerðar hafa verið á síðasta þingi ILO. Hér á landi hafa -stjórnvöld yfirleitt kynnt Aiþingi nýjar samþykktir án þess að leggja fram tillögur um málsmeðferð. Af þeim 26 samþykktum sem gerðar hafa verið innan ILO síðan 1980 hefur aldrei verið íjallað um 16 á þar til gerðum vettvangi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ASI til þess að fá úr þessu bætt. Hvað hafa stjórnvöld sagt? A undanfórnum misserum hefur félags- málaráðherra ítrekað lofað umbótum á þessu sviði. Staða okkar varðandi samþykktina um bann við barna- þrælkun er verulega ámælisverð og okkur til hneisu. Fullgildingu þessarar samþykktar hefur ítrekað verið lof- að, m.a. í svörum ráð- hérra við fyrirspurn- um á Aiþingi. ILO- nefndin, sem ASÍ á m.a. aðild að og sér um undirbúning fullgildinga ILO-sam- þykkta, náði í vetur samkomulagi Barnavinna Með aðgerðarleysi ís- lenskra stjórnvalda, segir Ari Skúlason, liggur einfaldlega ekki fyrir hvort þau styðja alþjóðlega baráttu gegn barnaþrælkun. um að leggja til að tvær samþykktir yrðu fullgiltar. Þar var um að ræða samþykkt nr. 138 um barnavinnu og samþykkt nr. 156 um sömu mögu- leika og sömu meðferð karla og kvenna á vinnumarkaði og starfs- menn með fjölskylduábyrgð. Hvorug þessara samþykkta var fullgilt af Alþingi þannig að á þessu kjörtímabili var engin ILO-sam- þykkt fullgilt þrátt fyrir ítrekuð lof- orð. Hver er skýringin á þessu? Vill íslenska ríkisstjómin ekki taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn barna- vinnu? Innihald þessarar sam- þykktar, sem er helsta baráttutæk- ið gegn barnaþrælkun í heiminum, felur ekki í ser neinar nýjar skuld- bindingar af Islands hálfu og er ein- ungis táknræn aðgerð um að við tökum þátt í þessari baráttu. Er ríkisstjórnin líka á móti því að bæta aðstæður fólks á vinnumarkaði sem er með fjölskylduábyrgð? Sam- þykkt nr. 156 felur einmitt slíkar umbætur í sér. Félagsmálaráðherra hafði lofað að sú samþykkt yrði full- gilt en það loforð var ekki efnt. Hver er skýringin? Kom hinn stjórnarflokkurinn kannski í veg f'yrir fullgildingu? ísland styður ekki baráttuna gegn barnavinnu Á næsta þingi ILO nú í sumar á að hefja vinnu við nýja samþykkt um barnaþrælkun. Með þeirri sam- þykkt er stefnt að þvi að koma í veg fýrir verstu tilvik barnaþrælkunar sem snúa t.d. að vændi og klámiðn- aði. Það er verulega hryggilegt til þess að vita að ísland, eitt Norður- landanna, kemur að því starfi án þess að hafa fullgilt þá samþykkt sem verið hefur í gildi til þessa. Fullgildingu hefur ítrekað verið lof- að og ráðherrar hafa tjáð sig digur- barkalega um málefni bama og fjöl- skyldna, einnig á alþjóðavísu. Það liggur hins vegar í augum uppi að aðkoma Islands að þessari nýju samþykkt er ekki sérlega tráverð- ug. Með aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda liggur einfaldlega ekki fyrir hvort þau styðja alþjóðlega baráttu gegn barnaþrælkun. Þessi staðreynd er smánarblettur á Is- landi í alþjóðlegu samstarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri A1■ þýðusambands /s/ands. Ari Skúlason MARIA LÖVISA FATAHÖNNUN Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. is erindi þegar á heildina er litið en mér finnst þó gagnrýnivert hversu höfuðborgarmiðuð framsetningin var. Ég tel að Reykvíkingar og aðr- ir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi verið mjög ánægðir með erindið og mjög sammála Gylfa. Enda vakti erindi hans mikla athygli og var tí- undað á Stöð 2 sama kvöld. Fundar- stjórinn, Ann^a Agnarsdóttir, dósent við Háskóla íslands, þakkaði Gylfa sérstaklega fyi'ir gott erindi og ítar- leg svör. Það hefði í sjálfu sér verið mjög eðlilegt - ef aðrir ræðumenn hefðu hlotið sams konar þakkir. Þar er ég að vísa til Guðnýjar Sverris- dóttur, sveitarstjóra í Grýtubakka- hreppi, sem var með mjög gott er- indi um ímynd landsbyggðarinnar. Guðný var mjög raunsæ í sínu er- indi og fjallaði meðal annars um samkeppnina sem á sér stað á milli sveitarfélaga á landsbyggðinni. Þegar hún hafði lokið erindi sínu þakkaði Anna Agnarsdóttir henni kærlega fyrir að segja okkur frá því hvernig væri að búa í sveitinni! Er- indi Guðnýjar hl.aut ekki hærri sess en þetta í huga Önnu. Hvers vegna skyldi það vera? Ég ákvað eftir þessa reynslu mína af hugmyndum Reykvíkinga um landsbyggðina að setjast niður og skrifa grein eða greinar um byggðamál og varpa um leið fram spurningunni: Hvar er best að búa? Hefur hugarfar áhrif á búsetu? Er komin upp sú kynslóð fólks sem hefur litla sem enga reynslu af búsetu á landsbyggðinni? Fólk sem fætt er og uppalið í Reykjavík og þar um slóðir og þekkir ekki líf á landsbyggðinni nema af fréttaflutn- ingi og öðrum áhrifum fjölmiðla? Lítill skilningur virðist oft vei'a fyrir hendi þegar landsbyggðar- maður og Reykjavíkurmaður hittast og bera saman bækur sínar. Það er að segja á annan veginn því flest landsbyggðarfólk, leyfi ég mér að halda, hefur tiltölulega skýra mynd af búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Það er stundum hægt að líkja hug- arfari Reykjavíkurmannsins saman við hugarfar Vesturlandabúans sem telur að íslendingar búi í snjóhús- um þegai' um vanþekkingu á búsetu úti á landi er að ræða. Ef staðreyndin er sú að það er vanþekkingu um að kenna að hug- arfar höfuðborgarbúans er á þenn- an veg þá eram við um leið að tala um fordóma. Fordómar festa gjarn- an rætur þar sem reynslu- og þekk- ingarleysi er fyrir að fara og því stærri sem sá hópur verður því meiri fordómar. Höfunclur er félagsmálastjóri Þing- eyinga og skipar 3. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Skattlagning Smugukvótans? NÚ HEFUR verið samið um veiðar í Smugunni. Eru flestir aðilar sammála um að nauðsynlegt hafi verið að semja um veiðar þar, bæði til að koma skynsamlegri stjórn á veiðarnar og til að þjóðir eins og Island, Noregur og Rússland standi ekki í harðvítug- um deilum. Á því er engin laun- ung að Smugukvótinn er kominn til vegna veiða útgerða sem tóku áhættu og sendu skip sín norður í höf til að leita efth' auknum afla annars stað- ar en hér við land. Nú gera íslensk stjórnvöld samning við hluteigandi þjóðir um veiðar á alþjóðlegu hafsvæði og takmarka um leið frelsi þeirra út- gerða sem þarna hafa stundað veiðar. Líklega munu þau skip sem þarna stunduðu veiðar fá kvóta í samræmi við veiðireynslu sína sem vonandi verður framseljanlegur milli skipa eins og annar kvóti hér við land. Þá kemur upp „vandamál" hjá sumum frambjóðendum í kosning- um til Alþingis nú í vor. Þar sem hægt verður að framselja kvóta milli útgerða myndast verðmæti sem þörf er á að skattleggja að þeirra mati. I Smugunni vora engin verð- mæti en þar urðu til verðmæti við veiðar skipanna. Síðan kemur ríkið og takmarkar veiðarnar og skaðar þar með útgerðina til skemmri tíma þótt aflatakmörkunin sé nauð- synleg á ofveiddum stofnum til lengri tíma. Útgerðin aðlagar sig takmörkuninni með hagræðingu á veiðum og sameiningu veiðiheim- ilda á færri skip. I stað þess að gera flókna samninga um veiðina, leigja menn á milli sín kvótann fyrir ákveðið verð og þeir sem fara í Smuguna njóta af- rakstursins ef einhver verður. En þá vilja menn skattleggja kvóta sér- staklega. Er ekki nóg að skattleggja hagn- aðinn ef hann verður þá einhver? Halda þessir aðilar að sér- sköttun eins og um er rætt verði til þess að hvetja menn til áhættufjárfestinga í veiðum á nýjum svæð- um eða vannýttum tegundum sem era enn utan kvóta (einsog gulllax og litlakarfa)? Ég tel að íslenskur sjávarútveg- Fiskveiðistjórnun Er ekki nóg að skatt- leggja hagnaðinn, spyr Svanur Guðmundsson, ef hann verður þá einhver? ur eigi góða möguleika í framtíð- inni hér á landi og erlendis ef hann fengi meira frjálsræði til sóknar. Þess vegna er óþolandi að heyra í fi'ambjóðendum sem era að bjóða sig fram til starfa á Alþingi Islend- inga að flestir vilja breyta kei-flnu einhvem veginn en koma ekki með tillögur um öfluga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarátveg. Það skal tekið fram að þetta er skoðun höfundar og endurspeglar ekki skoðun Landsbréfa. Höfundur er yfirmaður sjávarút- vegsgreiningar Landsbréfa hf. Svanur Guðmundsson Ræktaðu þinn innri mann - ég skal siá um garðinn þinn „ . , o ' ° r Hringdu Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • ( 898 4332 Fréttir á Netinu (g'mbUs SKÓLAVÖRÐUSTfG 3A • S 562 6999 Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.