Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 33 Nýir kostir í boði I koraandi Alþingiskosningum er óvenju niikið um ný framboð. Oft hefur verið reynt að binda enda á sundrungu vinstriaflanna er hófst þegar konimún- istar klufu sig út úr Alþýðuflokknum 1930. Árið 1938 gekk Héðinn Valdimarsson úr Alþýðuflokkn- um til liðs við kommúnista og stofnaður var Sa- meiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. Al- þýðubandaiagið varð fyrst til sem kosningabanda- lag Sósíalistaflokksins og Málfundafélags jafnaðar- manna, sem starfaði undir forystu Hannibals Valdi- marssonar árið 1956 en var gert að formlegum stjórnmálaflokki árið 1968. Þá yfirgáfu Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson Alþýðubandalagið _ og stofnuðu Samtök frjálslyndra og vinstrimanna.Á níunda áratugnum varð Bandalag jafnaðarmanna til undir forystu Vilmundar Gylfasonar. Undir lok sama áratugar boðuðu formenn A-flokkanna, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Gríms- son, samstarf „Á rauðu ljósi“. í þingkosningunum 1995 klauf Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokkinn og stofnaði Þjóðvaka. I Morgunblaðinu í dag er fjallað um bakgrunn Samfylkingarinnar og þær umræður og átök, sem staðið hafa innan þeirra flokka og flokksbrota, sem standa að myndun henn- ar siðustu árin. I næstu viku verður fjallað um aðra nýja stjórn- málaflokka, sem koma fram á sjónarsviðið í Alþing- iskosningunum 8. maí n.k., bakgrunn þeirra og stöðu svo og smáflokka á borð við flokk húmanista og Kristilega lýðræðisflokkinn. Morgunblaðið/Kristinn HELSTU fulltníar samstarfsaðilanna þriggja í samfylkingarviðræðunum, Guðný Guðbjörnsdóttir, Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir. Draumurinn hittir veruleikann Eftir áratuga samkeppni og heitingar þurfti að beita mikilli lagni til að eyða tortryggni milli A-flokkanna. Aðdragandi samfylking- ar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista var ekki áfalla- laus. Kristján Jónsson ræddi við ýmsa sem að málinu komu. MARGIR segja að það sé ekki fyrr en 1997 sem ótviræð teikn fari að sjást á lofti um að gamall draumur vinstrimanna rætist; efnt verði til sameiginlegs kosninga- bandalags félagshyggjufólks, jafn- aðarmanna og kvenfrelsissinna í Alþingiskosningunum 1999. Árið 1996 sendir flokksþing Alþýðu- fiokksins frá sér ótvíræða yfirlýs- ingu um samstarf félagshyggjuafl- anna og næsta ár er Alþýðubanda- lagið, sem hafði ályktað um sam- starf 1995, einnig með skorinorða yfírlýsingu þar sem orðið sameig- inlegt framboð er jafnvel nefnt. Kvennalistinn tók í sama streng á landsfundi sínum um haustið. En hvernig gengu viðræðurnar milli A-flokkanna og Kvennalista um samstarf? Flestir sem þar komu við sögu eða fylgdust vel með vilja halda nafnleynd. Sumir voru opinskáir og einn sagðist sýna með því hve viss hann væri um að verstu erfiðleikarnir væru að baki. Samfylkingin þyldi vel að rætt væri um hindranirnar sem hefðu orðið á vegi hennar. Ótvírætt umboð Sighvats Ljóst virðist af samtölum við al- þýðuflokksmenn að þótt veruleg toi-tryggni væri þar á bæ vildu menn ganga langt og Sighvatur Björgvinsson fékk í reynd ótvírætt umboð 1996 til að leggja til sameig- inlegt framboð. „Það kom mér á óvart að margt af eldra fókinu var ótrúlega já- kvætt,“ segir Sighvatur. „Það hafði vissulega áhyggjur af málum eins og varnarmálum en jafnvel gamhr og gegnir stjórnmálamenn sem hafa staðið lengi í þessum slag milli A-flokkanna eru mjög sáttir við niðurstöðuna. Minn gamli lærifaðir í flokknum, Gylfi Þ. Gíslason, skipai1 heiðurs- sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, það segir sína sögu.“ Menn segja Sighvat hafa unnið markvisst. „Hann hófst strax handa með viðræðum við Margréti, dró úr umsvifum flokksins, áhersla var lögð á að greiða skuldir, Al- þýðublaðið lagt niður,“ segir al- þýðuflokksmaður í Reykjaneskjör- dæmi. „Þingflokkar Þjóðvaka og krata voru sameinaðir og fólk búið undir meiri uppstokkun. Sumum fannst Sighvatur fara of hratt en ég held að ekki sé hægt að segja að hann hafi þurft að kvarta undan skorti á stuðningi í flokknum. Það var eining um markmiðið. Og Sig- hvatur lagði allt undir, það kom í ljós að hann hafði veðjað á réttan hest þótt þetta liti oft illa út. Kannski má segja að nauðsyn- legt hafi verið, svona sálfræðilega, að Alþýðuflokkurinn sýndi að al- vara væri á ferð, flokkurinn stefndi að því að leggja sjálfan sig niður smám saman ef Samfylkingin kæmist á koppinn. Einhver varð að ríða á vaðið.“ Margrét Frímannsdóttir segist hafa verið falið það verkefni á landsfundi Alþýðubandalagsins 1995 að vinna að samfylkingu. „Vinstrimenn hafa auðvitað fengið áður gullin tækifæri til að samein- ast, t.d. 1978. En við höfum alltaf klúðrað þeim vegna þess að undir- búningurinn hefur verið lítill og menn hafa vaðið áfram, ætlað sér of stóra hluti strax, kannski ekki gefið sér nægan tíma og ekki sýnt störfum og stefnu þeirra flokka og samtaka sem um ræðir nægilega virðingu." Sumir segja að með formlegum klofningi Alþýðubandalagsins sé búið að gera þar ákveðna hunda- hreinsun. Erfiðustu andstæðingar Alþýðuflokksins í kvótamálum og talsmenn hefðbundinnar framsókn- arstefnu í t.d. byggðamálum séu horfnir á braut. Er Sighvatur sam- mála? „Samfylkingin fylgir ekki fram- sóknarstefnu í byggðamálum, það er alveg ljóst," segir hann. „Við viljum skoða þau mál frá nýju sjón- arhorni vegna þess að þær aðgerð- ir sem menn hafa notað hafa aug- ljóslega ekki skilað árangri. En ég vil ekki orða þetta þannig að þetta sé einhvers konar hundahreinsun. Steingn'mur og félagar hans tóku sjálfir þá ákvörðun að vilja ekki vera með, þeir voru ekki „hreinsað- ir“„. Sighvatur segir ennfremur að Kvennalistinn hafi haft veruleg áhrif á verkefnaskrána sem lögð var fram fyrir skömmu. „Til dæmis í jafnréttismálum kynjanna og þá ekki síst í sam- bandi við fæðingarorlof. En þær höfðu einnig mjög sterkar skoðanir í auðlindamálunum og voru okkur Alþýðuflokksmönnum mjög sam- mála í þeim málum. Við höfum breytt okkar stefnu í virkjanamál- um einfaldlega vegna þess að heimurinn er ekki sá sami og hann var, aðstæður hafa breyst. Virkj- unaráform verður að endurskoða til samræmis við nýja stefnu í um- hverfismálum sem ekki síst tekur tillit til hagsmuna fólks á norður- slóðum." Einn vandinn var að menn óttuð- ust í báðum flokkunum að illt byggi undir. Sumir viðmælendur úr báð- um A-flokkum minntust á „Mann- ránskenninguna" og „Landvinn- ingastefnuna“. Var þá meðal ann- ars átt við að kratar ætluðu sér bara enn eina ferðina að næla sér í einstaka liðsmenn Alþýðubanda- lagsins, eins og oft áður í sögunni. Sama undirhyggjan réði reyndar hjá Alþýðubandalaginu þótt mögu- leikarnir væri minni, sögðu menn. Samstarfstalið og samfylkingar- hugmyndirnar væru aðeins yfir- skin. Báðir flokkarnir vildu auk þess klófesta leifar Kvennalistans. Alþýðubandalagsmenn veltu fyr- ir sér mótleikjum, til vonar og vara. Margrét Frímannsdóttir lagði sig t.d. fram um að halda góðri vináttu við Jóhönnu Sigurð- ardóttur. „Margrét taldi síðla árs 1997 ljóst að Alþýðubandalagið gæti klofnað, samfylkingarhugmyndin gæti samt strandað, meðal annars vegna persónudeilna og hvar stæði hún þá með nýjan vinstriflokk Steingríms J. á bakinu? Hún vildi eiga möguleika á að safna þá liði, vildi ekki láta krötunum alla mögu- leika eftir. Góðai- líkur væni á að Jóhanna gengi til liðs við Alþýðu- bandalag sem búið væri að losna við gamla gengið, nú eða ný sam- tök undir forystu Margrétar," sagði heimOdarmaður með rætur í báðum A-flokkum. En þrátt fyrir þetta virðist sem Sighvatur og Margrét hafi fljótt sannfærst um að sæmileg heilindi væru í viðræðum þeirra. Hinn fyrr- nefndi naut þess að hafa Alþýðu- flokkinn tiltölulega óskiptan á bak við sig. „Þetta fór í taugarnar á mörgum. í Alþýðubandalaginu sögðu sumir við Margréti að samn- ingsstaða hennar væri allt of veik þá stundina gagnvart krötunum vegna úlfúðarinnar hjá okkur. En hún hélt sínu striki, hún er þrautseig,“ segir áhrifamaður í Al- þýðubandalaginu. Hitnar í kolunum Margrét fékk öflugra umboð á landsfundi haustið 1997 til að halda áfram viðræðum en nú var orðið ljóst að heitt var í kolunum í Al- þýðubandalaginu og þá fyrst og fremst í þingflokknum. Staðfesti Ragnar Arnalds í samtali við blaða- mann að sumarið ‘97 hefðu menn áttað sig á að til átaka og jafnvel klofnings gæti komið. En málinu var frestað fram á aukalandsfund sumarið 1998, þar sem klofningurinn varð staðreynd. Átök á landsfundinum 1997 um auðlindamál tengdust að líkindum deilunni um sameiginlegt framboð. Margrét reyndi að treysta stöðu sína og um leið rétta Alþýðuflokkn- um sáttahönd með því að nálgast flokkinn í þessum málaflokki. Viðræðurnar héldu áfram og haustið 1997 ákvað Kvennalistinn að taka þátt í þeim. Farin var sú leið vorið 1998 að safna öllu sem sameiginlegt þótt í stefnuskrám flokkanna tveggja og Kvennalistans og á þeirri vinnu og starfi málefnahópa byggðist mál- efnaski-áin sem birt var sl. haust, „Oskalistinn". Þótti ýmsum sem þar væri enn þá fremur reynt að breiða yfir ágreininginn en finna málamiðlun. „Stefnuskrá flokka, og það á við alla flokka, er sambland af einstök- um verkefnum, t.d. hver eigi að vera skattleysismörk og þess hátt- ar en einnig framtíðarmúsík, lýsing á því þjóðfélagi sem menn vilja búa í,“ segir Sighvatur. „Hún er því uppsuða ólíkra viðfangsefna. Mál- efnaskráin var þess konar sam- bland og varð því svolítið grautar- leg eins og önnur slík plögg.“ Samið var um samstarf þing- flokkanna 1998-1999. En eftir var erfiðara verkefni, nefnilega að koma saman verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil. Lokaniðurstaða í þri starfi birtist ekki opinberlega fyrr en nú í apríl. Á fundum formanna A-flokk- anna, sem oft voru haldnir á skrif- stofum þeirra í Austurstræti og Vonarstræti, voru stundum fleiri fulltrúar, meðal annaira Rannveig Guðmundsdóttir og Svavar Gests- son. Eftir að Kvennalistinn bættist við voru þær Guðný Guðbjörns- dóttir og Þórann Sveinbjarnardótt- ir stundum á fundunum. Hins veg- ar varð strax Ijóst að Þjóðvaki, sem var nær allur genginn í Alþýðu- flokkinn, fengi ekki aðild sem formlegt „fjórða afl“. Jóhanna neit- aði að ganga aftur í Alþýðuflokkinn en fékk þó sem sárabót fyrir u.þ.b. ári sæti í 10 manna stýrihópi sam- fylkingaraðilanna þar sem annars vora þrír fulltrúar frá hverjum. Mun Margrét hafa lagt áherslu á að Jóhanna mætti ekki einangrast og ræddi málin við hana á einka- fundum. Sighvatur var tortrygginn á fundi með Margréti og Guðnýju í árslok 1997 og spurði Margréti hvort hún ætti í einhverju leyni- makki með Jóhönnu. Það vildi Margrét ekki kannast við. „Og Kvennalistinn var beggja blands. Hann var á móti því að Jó- hönnu yrði hampað um of, taldi víst réttilega að þá yrði hlutur hans minni en ella. Guðný tók undir þá skoðun að Jóhanna mætti ekki „fara í fýlu“ en benti krötunum á að Jóhanna væri þeirra Þjóðvaka- vandamál. Sighvatur mun hafa ver- ið reiðubúinn að veita Jóhönnu að- ild að viðræðunum ef hún gæti komið inn í þær á vegum Alþýðu- flokksins með einhverjum hætti,“ sagði ónefndur heimildai-maður. Erfítt að hundsa Jóhönnu Staða Jóhönnu var sérkennileg í öllu þessu ferli. Hún hafði of mikið persónufylgi til að þorandi væri að hunsa hana en var jafnframt víða óvinsæl vegna þess sem kallað var „stöðugur einleikur hennar í póli- tík“. Niðurstaðan vai'ð sú að bæði Margrét og Sighvatur ræddu sam- einingarmálin á einkafundum með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.