Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 74
J 74 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bóksala stúdenta efnir til stórútsölu á þúsundum titla. FRANK THE PHYSICS TIPLER OF IMMORTAUTY ( AHíHNÍ.) I!\ í M.inic 'llicrni(Hlvmitiií<!« i innmi) THRUST TECTONICS § m s Rethínking T.ifp TWh mm.tk * ^§| IHE flNSNCES OF THE EUROPtAN UKIÖH • ii iotKNu* PRin\"IL VISI0M5 ' ■ ' - HARMACOLOGY H % Sæktu kjarabótina til okkar núna! Bækur um allt milli himins og jarðar! 5C-7CI afsláttur Útsalan stendur til 30. apríl OPIÐ í DAG FRÁ KL. 10:00 - 16:00 Þú getur pantað útsölubækurnar á netinu og fengið þær sendar hvert á land sem er fyrir aðeins 200 kr. sendingargjald bók/ðÍÁ. /túdervfo Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími 5700 777 www.boksala.is FRÉTTIR HÚS Kaupfélags Þingeyínga á Húsavík, byggt 1883, var eitt þeirra húsa sem styrkt var. Húsfriðunarnefnd veitir 178 styrki Á FUNDI Húsfriðunarnefndar ríkisins nýlega voru samþykktar styrkveitingar úr Húsfriðunar- sjóði fyrir árið 1999. Veittir voru 178 styrkir samtals að upphæð 59.050.000, aðallega til endur- bygginga og viðhalds gamalla húsa um land allt. Sú nýbreytni var tekin upp árið 1996 að veita stóra styrki, að upp- hæð ein milijón hver, til verkefna í hverjum landshluta í samræmi við stefnumörkun Húsfriðunar- nefndar. Þessi styrkur hefúr nú verið hækkaður í 2.000.000. Eftirtalin hús fengu slíkan styrk: Fríkirkjan í Hafnarfirði, byggingarár 1913, Þingeyrar- kirkja 1877, Breiðabólsstaðar- kirkja í Fljótshlíð 1912, Gamla sjúkrahúsið á fsafirði 1925, Hús Kaupfélags Þingeyinga, Húsavík, 1883. Húsfriðunarnefnd stjórnar Hús- friðunarsjóði en hlutverk sjóðsins er að veita styrki tii viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Þá eru veittir styrkir til húsa sem hafa menn- ingarsögulegt eða listrænt gildi að mati nefndarinnar. Ennfremur styrkir sjóðurinn gerð húsakannana og rannsóknir á íslenskum byggingararfi og út- gáfu þar að lútandi. Ritið „íslensk byggingararfleið 1“ ágrip af húsa- gerðarsögu 1750-1940 eftir Hörð Ágústsson kom út á árinu ásamt ritinu „Gömul timburhús, útvegg- ir, grind og klæðning“ í ritröð Húsfriðunarnefndar um viðgerðir gamalla timburhúsa. Áður eru út- komin ritin „Trégluggar" og „Leiðbeiningar um gerð bæja- og húsakannana“. I Húsfriðunarnefnd silja eftir- taldir: Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt, formaður, Guðrún Kristins- dóttir, forstöðumaður Minjasafns Akureyrar, Guðmundur Gunnars- son arkitekt, Magnús Karel Hann- esson, fyrrum oddviti Eyrar- bakkahrepps og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Framkvæmda- stjóri Húsfriðunarnefndar er Magnús Skúlason arkitekt. Opið hús Samvinnu- háskólans á Bifröst EINS og mörg undanfarin ár verður staðið fyrir opnu húsi í Samvinnuháskólanum á Bifröst og að þessu sinni hefur laugar- dagurinn 24. apríl orðið fyrh- valinu. Á opnu húsi gefst þeim er hyggja á nám og öðrum áhuga- sömum kostur á að sækja Bifröst heim og kynna sér þær aðstæður sem nemendum eru búnar. Tekið verður á móti gest- um og þeim boðið að fara í fylgd nemenda eða kennara í kynnis- ferð um skólann þar sem meðal annars kennslustofur, bókasafn, vinnuaðstaða nemenda og tölvu- aðstaða verða til sýnis. Einnig gefst gestum kostur á að skoða hinar nýju vistarverur nemenda, á síðasta ári voru tek- in í notkun 48 ný einstaklings- herbergi í samtals fjórum hús- um. Þá verða til sýnis 3^4 her- bergja fjölskylduíbúðir sem eru í raðhúsum. Loks verður leik- skólinn á svæðinu opinn en hann sækja að jafnaði 15-20 börn nemenda og starfsmanna skól- ans, á aldrinum 1-6 ára. Skóflustunga verður tekin að nýju sundlaugarsvæði á Bifröst kl. 16.30. I sumar stendur til að klára fyrsta áfanga að sundlaug- arsvæðinu, vaðlaug og setlaug. Hollvinasamtök Samvinnuhá- skólans hafa safnað fé til þess- ara framkvæmda. Kaffisala verður í skólanum og hefst opna húsið klukkan 13 og stendur til klukkan 16. Bestu fréttaljósmyndir ársins 1998 í Kringlunni til 3. maí. Ljósmynd: Harry Borden, Bandarikin, Independent Photographers Group fyrir Observer Mogarine í Bretlandi. ísland er fyrsta landið þar sem sýningin er opnuð utan Hollands. Komið og sjáið heiminn með augum bestu fréttaljósmyndara heims. KRINGWN HANífEmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.