Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 74

Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 74
J 74 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bóksala stúdenta efnir til stórútsölu á þúsundum titla. FRANK THE PHYSICS TIPLER OF IMMORTAUTY ( AHíHNÍ.) I!\ í M.inic 'llicrni(Hlvmitiií<!« i innmi) THRUST TECTONICS § m s Rethínking T.ifp TWh mm.tk * ^§| IHE flNSNCES OF THE EUROPtAN UKIÖH • ii iotKNu* PRin\"IL VISI0M5 ' ■ ' - HARMACOLOGY H % Sæktu kjarabótina til okkar núna! Bækur um allt milli himins og jarðar! 5C-7CI afsláttur Útsalan stendur til 30. apríl OPIÐ í DAG FRÁ KL. 10:00 - 16:00 Þú getur pantað útsölubækurnar á netinu og fengið þær sendar hvert á land sem er fyrir aðeins 200 kr. sendingargjald bók/ðÍÁ. /túdervfo Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími 5700 777 www.boksala.is FRÉTTIR HÚS Kaupfélags Þingeyínga á Húsavík, byggt 1883, var eitt þeirra húsa sem styrkt var. Húsfriðunarnefnd veitir 178 styrki Á FUNDI Húsfriðunarnefndar ríkisins nýlega voru samþykktar styrkveitingar úr Húsfriðunar- sjóði fyrir árið 1999. Veittir voru 178 styrkir samtals að upphæð 59.050.000, aðallega til endur- bygginga og viðhalds gamalla húsa um land allt. Sú nýbreytni var tekin upp árið 1996 að veita stóra styrki, að upp- hæð ein milijón hver, til verkefna í hverjum landshluta í samræmi við stefnumörkun Húsfriðunar- nefndar. Þessi styrkur hefúr nú verið hækkaður í 2.000.000. Eftirtalin hús fengu slíkan styrk: Fríkirkjan í Hafnarfirði, byggingarár 1913, Þingeyrar- kirkja 1877, Breiðabólsstaðar- kirkja í Fljótshlíð 1912, Gamla sjúkrahúsið á fsafirði 1925, Hús Kaupfélags Þingeyinga, Húsavík, 1883. Húsfriðunarnefnd stjórnar Hús- friðunarsjóði en hlutverk sjóðsins er að veita styrki tii viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Þá eru veittir styrkir til húsa sem hafa menn- ingarsögulegt eða listrænt gildi að mati nefndarinnar. Ennfremur styrkir sjóðurinn gerð húsakannana og rannsóknir á íslenskum byggingararfi og út- gáfu þar að lútandi. Ritið „íslensk byggingararfleið 1“ ágrip af húsa- gerðarsögu 1750-1940 eftir Hörð Ágústsson kom út á árinu ásamt ritinu „Gömul timburhús, útvegg- ir, grind og klæðning“ í ritröð Húsfriðunarnefndar um viðgerðir gamalla timburhúsa. Áður eru út- komin ritin „Trégluggar" og „Leiðbeiningar um gerð bæja- og húsakannana“. I Húsfriðunarnefnd silja eftir- taldir: Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt, formaður, Guðrún Kristins- dóttir, forstöðumaður Minjasafns Akureyrar, Guðmundur Gunnars- son arkitekt, Magnús Karel Hann- esson, fyrrum oddviti Eyrar- bakkahrepps og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Framkvæmda- stjóri Húsfriðunarnefndar er Magnús Skúlason arkitekt. Opið hús Samvinnu- háskólans á Bifröst EINS og mörg undanfarin ár verður staðið fyrir opnu húsi í Samvinnuháskólanum á Bifröst og að þessu sinni hefur laugar- dagurinn 24. apríl orðið fyrh- valinu. Á opnu húsi gefst þeim er hyggja á nám og öðrum áhuga- sömum kostur á að sækja Bifröst heim og kynna sér þær aðstæður sem nemendum eru búnar. Tekið verður á móti gest- um og þeim boðið að fara í fylgd nemenda eða kennara í kynnis- ferð um skólann þar sem meðal annars kennslustofur, bókasafn, vinnuaðstaða nemenda og tölvu- aðstaða verða til sýnis. Einnig gefst gestum kostur á að skoða hinar nýju vistarverur nemenda, á síðasta ári voru tek- in í notkun 48 ný einstaklings- herbergi í samtals fjórum hús- um. Þá verða til sýnis 3^4 her- bergja fjölskylduíbúðir sem eru í raðhúsum. Loks verður leik- skólinn á svæðinu opinn en hann sækja að jafnaði 15-20 börn nemenda og starfsmanna skól- ans, á aldrinum 1-6 ára. Skóflustunga verður tekin að nýju sundlaugarsvæði á Bifröst kl. 16.30. I sumar stendur til að klára fyrsta áfanga að sundlaug- arsvæðinu, vaðlaug og setlaug. Hollvinasamtök Samvinnuhá- skólans hafa safnað fé til þess- ara framkvæmda. Kaffisala verður í skólanum og hefst opna húsið klukkan 13 og stendur til klukkan 16. Bestu fréttaljósmyndir ársins 1998 í Kringlunni til 3. maí. Ljósmynd: Harry Borden, Bandarikin, Independent Photographers Group fyrir Observer Mogarine í Bretlandi. ísland er fyrsta landið þar sem sýningin er opnuð utan Hollands. Komið og sjáið heiminn með augum bestu fréttaljósmyndara heims. KRINGWN HANífEmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.