Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
Okkar ^
sj ónarmið
urðu ofan á
Stjórnarmenn Heimdallar, starfsárið
1968-1969, komu nýlega saman til hádegis-
verðarfundar og rifjuðu upp gamlar minn-
ingar og pólitískar sviptingar fyrir þrjátíu
árum. Sveinn Guðjónsson kynnti sér
störf og stefnu stjórnarinnar og hleraði
samræður undir borðum...
Stjórn Heimdallar starfsárið 1968-1969. Efri röð f.v.: Kolbeinn Pálsson, Önundur Björnsson, Árni
Árnason, Pétur J. Eiríksson, Geir H. Haarde, Sigurður Ágúst Jensson. Fremri röð: Pétur Sveinbjarn-
arson, Baldvin Jónsson, Steinar Berg Björnsson formaður, Pétur Kjai-tansson og Jón Steinar Gunnlaugsson.
s
AAÐALFUNDI Heimdallar
hinn 24. október árið 1968
var Steinar Berg Björns-
son kjörinn formaður fé-
lagsins. Með honum í stjórn völdust
ungir og áhugasamir menn, sem að
sjálfsögðu höfðu kjörorð félagsis að
leiðarljósi: „Gjör rétt, þol ei órétt."
Þessir menn eru nú komnir af
léttasta skeiði, en bera aldurinn vel,
eins og glöggt mátti sjá þegar þeir
komu saman til hádegisverðaifund-
ar á Hótel Borg, nú þrjátíu árum
síðar.
Formaðurinn, Steinar Berg
Björnsson, hefur dvalið langdvölum
erlendis og starfar sem fram-
kvæmdastjóri á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Aðrir stjórnai'menn, sem
mættu til fundarins voru: Baldvin
Jónsson verkefnisstjóri, Pétur
Sveinbjarnarson framkvæmda-
stjóri, Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður, Pétur J. Ei-
ríksson framkvæmdastjóri, Pétur
Kjartansson framkvæmdastjóri,
Geir H. Haarde fjármálaráðherra,
Onundur Björnsson, sóknarprestur
á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, og
Kolbeinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Iþróttabandalags Reykjavík-
ur. Fjarverandi voru Arni Arnason
forstjóri, sem var staddur erlendis
og Sigurður Ágúst Jensson, sem
búsettur er í Bandaríkjunum.
I upphafi fundar lýsti formaður-
inn þeirri skoðun sinni að þeir félag-
ar gætu vel við unað. „Öll okkar
stefnumál hafa náð fram að ganga
og gott betur,“ sagði hann hróðugur
og í framhaldi af því fóru menn að
rifja upp hver þessi stefnumál hefðu
verið. Einhver hafði á orði að lík-
lega hefði „mjólkursölumálið“ verið
veigamesta málið, sem Heimdallur
beitti sér fyrir á þessum áram, enda
hefði það rutt brautina í baráttunni
fyiár rýmkun verslunarfrelsis í
landinu.
tír skýrslu stjórnar
Þegar gluggað er í skýi-slu
stjórnar starfsárið 1968-1969 kem-
ur fram að starfsemin hefur verið
blómleg á þessum árum:
„Félagsheimilið er mikið notað á
starfstímabilinu. Haldin eru mörg
umræðukvöld, skemmtikvöld og
kvikmyndakvöld. Heimdallarfélag-
ar í MR og MH halda sameiginlega
jólagleði í félagsheimilinu þann 27.
desember og Heimdallarfélagar í
Hagaskóla hafa þar jólagleði kvöld-
ið eftir. Heimdallarfélagar í VÍ og
KI halda síðan sameiginlegan
nýársfagnað í félagsheimilinu þann
2. janúar. Mjög vel var vandað til
þessai’a skemmtana og þátttaka al-
menn.
Á starfsárinu er efnt til 8 fjáröfl-
unardansleikja. Haldin er hausthá-
tíð á Hótel Sögu þann 29. ágúst og
eru ræðumenn þeir Jóhann Haf-
stein og Steinar Berg Björnsson.
Klúbbfundir eru sex á starfsár-
inu. 2. nóvember Magnús Jónsson
„Hvernig er eðlilegast að mæta
efnahagsvandanum". 7. desember
Hannibal Valdimarsson „Horfur í
verkalýðsmálum að loknu ASÍ
þingi“. 18. janúar Aron Guðbrands-
son „Aðild íslands að NATO“. Þann
15. febrúar Sigurður Bjarnason
„Prent- og skoðanafrelsi á íslandi".
29. febrúar Bjarni Benediktsson
„Stjórnmálaviðhorfið" og 26. apríl
Einar Sigurðsson „Atvinnurekstur í
sjávarútvegi og fiskiðnaði."
Dagana 8. og 9. febrúar er haldin
ráðstefna um kjördæmamálið.
Skoðanir manna eru mjög skiptar á
ráðstefnunni.
Önnur fundastarfsemi er mjög
blómleg. 9. janúar er fundur um
efnið „Er pólitískt vald í nefndum
og ráðum hins opinbera óhóflegt?“
Frummælendur Halldór Blöndal og
Jón E. Ragnarsson. 13. febrúar
„Stjórnmálaflokkarnir og áhrif
kjósenda á starf þeirra". Frum-
mælendur Haraldur Blöndal og
Friðrik Sophusson. 21. apríl „At-
vinnumál skólafólks", frummælandi
Ingólfur Jónsson. Almennur borg-
arafundur er 26. febrúar um mjólk-
ursölumál. Frammælendm-: Björg
Stefánsdóttir, Höskuldur Jónsson,
Sigurður Magnússon og Vignir
Guðmundsson. Fundinn sóttu um
800 manns. 1. marz er almennur
fundur um íþróttamál. Frummæl-
endur Alfreð Þorsteinsson, Torfi
Tómasson, Þorsteinn Hallgrímsson
og Hannes Þ. Sigurðsson. Fundur-
inn var mjög fjölsóttur. Efnt var til
kappræðufunda Heimdallar og Fé-
lags ungra Framsóknarmanna í
Reykjavík 2. febrúar um utanríkis-
mál. Framsögumenn Heimdallar
vora Jón E. Ragnarsson og Hörður
Einarsson og 2. marz um Efna-
hagsmál. Framsögumenn
Heimdallar vora Steinar Berg
Björnsson og Styrmir Gunnarsson.
Fundirnir voru fjölmennir og um-
ræður fjörugar. Allmargir kynning-
arfundir voru haldnir með
Heimdallarfélögum úr framhalds-
skólunum og nýjum félögum.
Stjóm Heimdallar sigrar stjórn
SUS í handknattleik, en dómari í
leiknum var Geir Hallgrímsson.
Stjórn SUS brást vel við ósigrinum
og boðar til sameiginlegs stjórnar-
fundar Heimdallar og SUS-stjórn-
ar.
Málfundanámskeið er í lok janú-
ar. Ólafur B. Thors er leiðbeinandi
á námskeiðinu.
Haldinn er sameiginlegur fundur
stjórnar Heimdallar, stjórnar Týs í
Kópavogi og Stefnis í Hafnarfirði í
félagsheimili Heimdallar 25. nóvem-
ber.
Efnt er til 7 umræðukvölda í fé-
lagsheimilinu fyrri hluta starfsárs-
ins og voru gestir félagsins á þeim
Guðmundur H. Garðarsson, Baldvin
Tryggvason, Magnús Þórðarson,
Höskuldur Jónsson, Styrmir Gunn-
arsson og Guðmundur J. Guð-
mundsson.
Tvær kynnisferðir á Keflavíkur-
flugvöll era farnar seinni hluta vetr-
ar og 28. júní er farin kynnisferð í
Búrfell og þann 9. ágúst í álverið í
Straumsvík.
Auglýsingablaði er dreift í des-
ember og eru ritstjórar þess Ingvar
Sveinsson og Páll Stefánsson.
Um haustið er haldið SUS þing á
Blönduósi og sækja það um 70
Heimdallarfélagar.
Framkvæmdastjóri á starfsárinu
er Páll Stefánsson. Stjórnin heldur
51 bókaðan stjórnarfund og efnt er
til 3 fulltrúaráðsfunda. 7 starfs-
nefndir voru skipaðar. Félagið er
rekið með nokkni tapi á starfsár-
inu.“
Á bak við tjöldin
Hin opinbera skýrsla stjórnar
segir þó ekki alla söguna. Þegar
blaðað er í fundagerðabókum frá
þessum árum kemur í ljós að nokkr-
ar sviptingar hafa verið í félaginu á
bak við tjöldin. Pétur Sveinbjarnar-
son hafði, í tilefni af þessum tíma-
mótum, tekið saman nokkrar bók-
anir sem sýna kannski frekar hina
skondnu hlið mála og skulu hér til-
færðar nokkrar:
„Strax að loknum aðalfundi kom
hin nýkjörna stjórn saman til fund-
ar til að skipta með sér störfum.
Upp kom mikill ágreiningur og
hófst nú hörð kosningabarátta um
varaformannsembættið. I framboði
voru Pétur Sveinbjarnarson og
Baldvin Jónsson. Var þá fundi
frestað. Á öðram stjórnarfundi hélt
varaformmannsslagurinn áfram.
Pétur dró framboð sitt til baka, en
harður kosningaslagur fór fram
milli Baldvins Jónssonar og Péturs
Kjartanssonar. Sigraði Pétur með 7
atkvæðum gegn 5. Full sátt náðist
um kosningu í önnur mikilvæg emb-
ætti. Baldvin Jónsson var kjörinn
ritari og Jón Steinar Gunnlaugsson
gjaldkeri."
Síðan segir í fundargerð: „Þessu
næst fór fram umræða um þjóðmál-
in og landsmálin almennt og stýrði
formaðurinn þeirri umræðu, sem
var á þann hátt, að hann lét menn
fyrst segja það sem þeim fyndist
vera að, síðan hver orsökin væri og
að lokum hver væri lausnin. Voru
þessar umræður allfjörugar og
komust menn að raun um að það
lægi fyrir stjórninni alldrjúgt verk-
efni,“ eins og segir orðrétt í fundar-
gerðinni.
Þótt jólahátíðin færi nú í hönd
ríkti ekki fullui’ friður í Heimdalli. Á
stjórnarfundi 13. desember las for-
maðurinn upp bréf frá Heimdelling-
um í MR, þar sem farið er fram á að
Þórður Gunnarsson taki sæti í
stjórn Heimdallar sem fulltrúi MR.
Einnig er farið fram á í bréfinu, að
þremur Heimdallarfélögum verði
vísað úr félaginu. Samþykkt var að
Steinar B., Jón Steinar og Pétur
Kjartansson tækju að sér að finna
mann úr MR til að taka sæti í
stjóminni. Tilmælum um að vísa
þremur félögum úr félaginu var vís-
að frá.
í fundargerð frá stjórnarfundi 11.
janúar 1969 er kostuleg bókun und-
Afhverju kemur sinadráttur?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Karlmaður hringdi og
hafði þetta að segja: Að undan-
fórnu hef ég nokkrum sinnum
fengið heiftai’legan sinadrátt í
hægri fótlegg. Þetta lýsir sér
þannig að kálfinn verður grjót>
harður og ég get ekki hreyft fótinn
á meðan þetta er að ganga yfir. Af
hverju stafar sinadráttur og er
hætta á að sinarnar slitni ef maður
passar sig ekki á meðan köstin
ganga yfir? Er eitthvað hægt að
gera til að fyi’irbyggja sinadrátt?
Það skal tekið fram að ég er kyrr-
setumaður og stunda hvorki göng-
ur, hlaup né líkamsrækt.
Svar: Sinadráttur er ósjálfráður,
kröftugur og sársaukafullur sam-
dráttur í einum vöðva eða
nokkrum samliggjandi vöðvum. Al-
gengasta ástæða sinadráttar er
óvenjuleg og mikil áreynsla eins og
getur orðið við íþróttaiðkun, erfiða
göngu eða áreynslu í starfi. Auð-
velt er að koma í veg fyrir sina-
drátt með því að stilla áreynslunni
í hóf eða gera teygjuæfingar að
henni lokinni. Sumai- konur eru illa
haldnar af sinadrætti á vissu tíma-
bili meðgöngutímans. Sinadráttur,
t.d. í kálfavöðvum, getur líka komið
að kvöld- eða næturlagi án sér-
stakrar ástæðu. Sinadráttur af
þessu tagi er algengastur í kálfum,
lærum, fótum og höndum en hann
er yfirleitt alveg meinlaus og leiðir
Sinadráttur
mjög sjaldan til skemmda á vöðv-
um og enn sjaldnar á sinum. Ein-
staka sinnum er sinadráttur svo
bagalegur að grípa þarf til lyfja-
gjafa og reynist þá yfirleitt best að
nota kíníntöflu að kvöldi. Kínín má
þó alls ekki nota á meðgöngu og þó
að flestir þoli það vel geta sumir
fengið ofnæmi eða aukaverkanir
frá miðtaugakerfi og meltingarfær-
um. Stundum er sinadráttur merki
um sjúkdóm og rétt er því að leita
læknis ef hann er til baga mánuð-
um saman. Sinadráttur getur t.d.
fylgt Pai’kinsonsveiki, sykursýki,
vanstarfsemi skjaldkii’tils, æða-
kölkun og ýmsum sjúkdómum í
heila og úttaugakerfi. Þeir sem eru
í gervinýra eða taka viss krabba-
meinslyf fá oft sinadrátt. Ýmsar
truflanh’ á blóðsöltum geta stuðlað
að sinadrætti og jafnvel valdið
ki-ömpum og má þar nefna truflan-
ir á magni natríums, kalíums, kals-
íums og magnesíums í blóði. Slíkar
truflanir geta t.d. orðið við það að
tapa miklum vökva eins og við
óhóflega svitnun vegna hita eða
áreynslu eða við mikil uppköst. Til
að hindra slíkt tap á vökva og sölt-
um er mikilvægt að reyna hæfilega
mikið á sig, borða fjölbreyttan og
hollan mat, drekka nægjanlega
mikið af vökva og klæða sig rétt
miðað við aðstæður. I miklum hita
þegar fólk tapar vökva með svita
skiptir miklu að bæta vökvatapið
upp, ekki bara með vatni heldur
líka söltum (ölkelduvatn, blandað-
ur ávaxtasafí eða gosdrykkir).
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á
bjarta. Tekið er á móti spurningum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í
síma 569 1100 og bréfum eða símbréf-
um merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Einnig geta lesendur sent fyrirspumir
sínar með tölvupósti á netfang Magnús-
ar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com