Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ___________VIDSKIPTI_________________ Sóknarfæri hjá Baugi VERÐMÆTI/Skýrsla Merryl Lynch raunhæfari en samanburður við eina matvörukeðju í Finnlandi Kaupir í Básafelli VERÐBRÉFAÞINGI fslands barst í gær tilkynning um að Guðmundur Kristjánsson, út- gerðarmaður, hefði keypt hlutabréf í Básafelli hf. fyrir 57,84 milljónir króna að nafn- virði. Það jafngildir um það bil 7,6% hlutafjár {félaginu. Básafell sendi frá sér af- komuviövörun fyrr í vikunni þar sem kom fram að afkoma fé- lagsins hefur verið lakari en ráð var fyrir gert, og voru helstu ástæður þess gengis- tap og hrun í rækjuveiðum í september tíl janúar. Stjórnunar- námstefnur DR. PAUL R. Timm heldur tvær námstefnur sem eru sérsniðnar að þörfum stjórnenda og starfsfólks ís- lenskra fyrirtækja miðvikudaginn 28. apríl. Dr. Timm er mörgum Is- lendingum kunnur en hann hefur fímm sinnum áður komið til landsins til að vera með námstefnur. Hátt í 2.500 manns hafa sótt námstefnur hans hér á landi frá því hann kom fyrst til landsins árið 1995. Námstefnumar verða haldnar á Grand Hótel Reykjavík. Fyrri nám- stefnan fjallar um bestu aðferðir í þjónustu og stendur frá kl. 9 til 12. Seinni námstefnan fjallar um há- mai-ksárangur og stendur frá kl. 13 til 18. Skráning er hjá Vegsauka - þekk- ingarklúbbi í síma 552-8800. Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti. Net- fangið er vegsauki@simnet.is. Hægt er að náigast nánari upplýsingar á vefnum á slóðinni: www.vegsauki.is VERÐMÆTI matvörukeðjunnar Baugs hf. gæti legið á bilinu 14-15 milljarðrar króna ef fyrirtækið er borið saman við úttekt Merryl Lynch á nokkrum stórmörkuðum í Evrópu og því umtalsverð sóknar- færi fyrir hendi hjá félaginu. Að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Kaupþings, myndi Baugur verða metið á allt að 50% hærra verði miðað við forsend- ur Merrvl Lynch. „I skýrslunni er litið til 21 stórmarkaðar í ýmsum Evrópulöndum og þeir bornir sam- an útfrá tveimur mælikvörðum, annars vegar V/H hlutfalli og hins vegar virði deilt með veltu. Miðað við V/H hlutfallið ætti markaðsvirði Baugs að vera um 15,3 milljarðar í samanburði við evrópsku keðjurnar en 13 milljarðar ef litið er til virðis deilt með veltu.“ I frétt Morgunblaðsins á fímmtu- dag kom fram gagnrýni fulltrúa Verðbréfastofunnar á verðmati Baugs í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær. Þar var félagið bor- ið saman við fínnsku matvörukeðj- una SPAR, sem Ragnar Þórisson, verðbréfamiðlari, sagði mjög sam- bærilegt fyrirtæki og Baugur. Sam- kvæmt þeim samanburði ætti mark- aðsvirði íslensku keðjunnar að liggja á bilinu 1.811-8.070 milljónir króna. Hreiðar segir kennitölusaman- burð á milli fyrirtækja í ólíkum lönd- um vissulega geta gefíð ákveðnar vísbendingar um raunvirði þeirra. Menn verði hins vegar að sýna mikla aðgát við slíkan samanburð, m.a. vegna ólíki'a reikningsskila- venja, sérstaklega þegar um er að ræða tvö einstök félög í ólíkum lönd- um. „Eg er ekki í nokkram vafa um að skýrsla Merryl Lyneh gefur mun raunhæfara mat á verðmæti Baugs heldur en samanburður við eina matvörakeðju í Finnlandi, sem hef- ur lækkað um liðlega helming í verði síðustu tólf mánuði, m.a. vegna lítill- ar markaðshlutdeildar og þ.a.l. lak- ari samkeppnisstöðu en stærri mat- vörakeðjurnar. Auk þess má benda á að samþjöppun á fínnskum mat- vörumarkaði er meiri en í nokkra öðra landi innan Evrópu. Þar era þrjár stærstu keðjumar með um 98% markaðshlutdeild og því Ijóst að stækkunarmöguleikar annarra, þ.m.t. SPAR, era litlir. Hér er þess- um málum öðruvísi farið. Markaðs- hlutdeild þriggja stærstu fyrirtækj- anna er áætluð um 70% og mögu- leikar til vaxtar því umtalsverðir.“ Ef á annað borð á að bera Baug saman við erlend félög í hliðstæðum rekstri, þá telur Hreiðar úttekt Menyl Lynch gefa mun raunhæf- ara verðmat á Baugi en samanburð- urinn við SPAR. „Samkvæmt þeim niðurstöðum þá era allar líkur á að fjárfestar geti fengið góða ávöxtun af hlutabréfum í Baugi, ef rekstur- inn þróast eins og áætlanir gera ráð fyrir,“ að sögn Hreiðars. Markaðsvirði Baugs hf. í milljörðum króna borið saman við úttekt Merryl Lynch á nokkaim stórmörkuðum í Evrópu V/H Velta 1999 1999 Carrefour 24,6 21,9 Jeronomo Martins ; 23,8 23,9 Promodes 21,8 12,8 Ahold 21,1 18,9 Casino 21,0 14,1 Metro 20,4 11,7 Rinascente 19,8 8,0 C.C.Continente 19,8 11,7 Pyca 17,8 23,4 Colruyt 17,3 21,9 Delhaize 17,2 13,7 Superdiplo 12,4 20,4 Modelo Continente 12,7 18,9 Morrison Win 12,7 17,1 Tesco 10,7 14,3 GIB 9,0 3,9 Budgens 8,3 4,8 Sainsbury 8,3 9,3 lceland Group 7,5 6,7 Safeway 7,4 9,0 Somerfield 5,7 5,6 Meðaltal 15,3 13,0 Miðgildi 17,2 13,4 Staðalfrávik 6,0 6,3 STUTT ERLENT AT&T býður 4.200 milljarða í MediaOne •Bandaríski símarislnn AT&T hefur gert tilboð í MediaOne Group Inc. kap- alsjónvarpsstöðina upp á rúma 4.200 milljaröa íslenskra króna, eða 58 millj- arða bandaríkjadala. Áður hafði Comcast Corp boðið 48,2 milljarða dala í sjónvarpsstöðina. „Saman gaetu AT&T og MediaOne náð til fleiri neytenda og boðið þeim upp á myndir, tal og önnur gögn enn fljótar en við erum færir um einir og sér, eða meó öðru fyrirtæki en Medi- aOne," sagði stjórnarformaður AT&T, C. Michael Armstrong, í yfirlýsingu. Comcast-fyrirtækið, sem meðal annars rekur ýmsar kapalsjónvarps- stöðvar auk þess að eiga ísknatt- leikslið og körfuboltaliðið Philadelphia 76ers, hefur ekki tjáð sigum málið eft- ir að móttilboðið barst. Viagra I Kína? •Pfizer Inc. lyfjarisinn ætlar að sækja um leyfi til að hefja framleiðslu og sölu getuleysislyfsins Viagra í Kína. Ef leyfi fæst yrði lyfið framleitt í verksmiðju Pfizer fyrirtækisins í borg- inni Dalian, en prófunum á lyfinu lauk nýlega í borgunum Peking og Shang- hai. Orðið „Viagra" er meðal tveggja best þekktu orðanna í enskri tungu meðal Kínverja, ásamt nafni metsölu- myndarinnar „Titanic", samkvæmt enskri útgáfu dagblaðsins „China Daily", þannig að ekki ætti að verða erfiöleikum bundið að kynna nafn lyfs- ins á meðal kínverskra neytenda. Jón Ásgeir Jéhannesson um viðskiptatengsl Gaums og Baugs Gengi Baugs skiptir meira máli í GREIN Margeirs Péturssonar í Viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn fímmtudag kemur fram gagnrýni á viðskiptatengsl Baugs hf. og Gaums hf., sem er í eigu forstjóra Baugs hf., Jóns As- geirs Jóhannessonar, og fóður hans, Jóhannesar Jónssonar. Seg- ir í greininni að þar sem Gaumur hf., sem virðist stefnumótand hlut- hafí í Baugi hf., sé í viðskiptum við Baug hf. sitji forstjóri Baugs báð- um megin borðsins og eigi meiri hagsmuna að gæta af því að Gaumur græði en almennings- hlutafélagið Baugur. Segir einnig að slíkt eigi ekki við í því nýja við- skiptaumhverfi sem þeir feðgar hafi tekið þátt í að skapa, og sé þeim ekki sæmandi. Jón Asgeir sagði í samtali við Morgunblaðið að greinarhöfundur væri greinilega illa upplýstur. Hann segir að fyrirtæki Gaums, sem talað er um í gi-eininni og eigi viðskipti við Baug, sé kjötvinnslan Ferskar kjötvörar en það fyrir- tæki selji fyrirtækjum innan Baugs, Hagkaupi, Nýkaupi og Bónus, ásamt öðram félögum óskyldum Baugi, kjötvörar. „Það gefur augaleið að það skiptir meira máli fyrir okkur að almenningshlutafélagið Baugur, sem Gaumur á stóran hlut í, hagn- ist frekar en Ferskar kjötvörur. Það á við um öll fyrirtæki sem Gaumur á í að ekkert þeirra fær að njóta þess að Gaumur eigi í einhverju öðra. Hvert fyrirtæki verður að reka sig á sínum eigin forsendum, hvort sem það er apó- tek, veitingastaður, kjötvinnsla eða Baugur sjálfur," segir Jón Ás- geir. Aðspurður segir Jón Asgeir að viðskipti Ferskra kjötvara við Baug nemi um 3% af veltu Baugs, en velta Baugs er um 22 milljarðar króna á ári. „Það er líka undir hverjum framkvæmdastjóra innan Baugs komið hvort hann kaupir vörur af Ferskum kjötvörum eða af öðr- um kjötvinnslum," sagði Jón As- geir. Oskar Magnússon, stjórnarfor- maður Baugs hf., vildi aðspurður ekki tjá sig um viðskiptatengsl Baugs hf. og Gaums hf. Fyrirtækjalausnir Nýherja - á Hótel Úrk 7. og 8. maí Nýherji blæs til ráðstefnunnar „Fyrirtækjalausnir Nýherja" 7. og 8. maí á Hótel Örk í Hveragerði og er það í sjöunda skipti sem Nýherji efnir til slíkrar ráðstefnu sem ávallt hafa verið feikivel sóttar. Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að kynnast flestum þeim lausnum og nýjungum sem fyrirtækið hefur að bjóða íslenskum fyrirtækjum. Ráðstefnunni lýkur á hádegi laugardaginn 8. maí. Haldnir verða yfir 30 fyrirlestrar og margir þeirra af erlendum fyrirlesurum. Umfjöllunarefni er mjög fjölbreytt, s.s. IBM AS/400 nýjungar og lausnir, IBM RS/6000 og IBM WebSphare, netverslun og SET staðalinn, System/390, Lotus NoteS lausnir, SAP fjárhagsupplýsingakerfið, nýjungar og lausnir í netbúnaði, PC sparnaðarmöguleikar, Netfinity netþjóna,nettölvu IBM,Tivoli netumsjónarbúnað,fjármögn- unar- og rekstrarleigu, Canon nettengdar Ijósritunarvélar, afgreiðslukerfi, ráðgjöf Nýherja og þjónustudeild Nýherja. Þátttaka tilkynnist með rafrænni skráningu frá heimasíðu Nýherja http://www.nyherji.is eigi síðar en föstudaginn 30. apríl nk. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má einnig finna á heimasíðu Nýherja. ¥ #\\ Vorráðstefna * Sparaðu þínu fyrirtæki fé með lausnum Nýherja * Hittu alla helstu tölvuumsjónarmenn landsins *■ Eigðu Ijúfa daga í sveitasælunni í Hveragerði * Bókaðu strax því þátttakendafjöldi er takmarkaður NÝHERJI Skaftahlíð 24 • S:569 7700 http://www.nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.