Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 35 efnavinnu með fulltrúum frá öðrum aðilum Samfylkingarinnar í utanrík- ismálahópnum í fyrra. Sjálfur svai-ar Steingrímur að starfmu hafi verið illa stjórnað, hóp- urinn aðeins hist í nokkrar vikur fyrir aukalandsfundinn og að lokum klofnað. Sjálfur hafi hann mælt með því að viðurkennt yrði í stefnuyfir- lýsingu að ágreiningur væri í Sam- fylkingunni um NATO og hermálið en það hafi Margrét og hennar fólk barið niður. í sjávarútvegsmálum segja Sam- fylkingarmenn að þeir Steingi'ímur og Hjörleifur hafi sem héraðshöfð- ingjar í sínum kjördæmum og á flokksfundum lengi unnið gegn skorinyrtari yfirlýsingum um mis- rétti kvótakerfisins. „Þeir vildu ekki setja sig of harka- lega upp á móti helstu vinnuveitend- um kjördæmanna, sægreifunum. Eg man að eitt sinn var lögð fram álykt- un í miðstjórn um að verkafólk væri farið að flýja land vegna lélegra launa í frystihúsunum. Hjörleifur var á móti, með þessu væri verið að svíkja landsbyggðina, sagði hann. Tillagan var dregin til baka.“ Asakanh' heyrast um ódýr brögð. „Andstaðan við sameiginlega fram- boðið var miklu meiri úti á landi,“ segir andstæðingur Samíylkingar- innar. „Á aukalandsfundinn í fyrra mættu allt í einu tugir fulltrúa af suðvesturhorninu fyiár atkvæða- greiðsluna og fylltu þannig kvóta fé- lagsins Birtingar-Framsýnar, fengu þannig atkvæðisrétt. Þetta gátu landsbygðarfélögin ekki gert fyrir- varalaust. Og auk þess voru margir sem hugsuðu með sér að ekki mætti afhausa forystu flokksins án mála- lenginga, þetta var tillaga bæði for- manns og varaformanns um að stefna að samfylkingu." Tekist var á í kjördæmisráðunum. A fundi kjördæmisráðs Norðurlands vestra var lögð fram samþykkt frá formanni þess þar sem m.a. var hreyft við hættulegu efni, veiði- leyfagjaldi í sjávarútveginum. Ragn- ar Arnalds mótmælti þegar hann komst að raun um að samþykktin hafði aldrei verið borin undir atkvæði en send á skrifstofuna í Reykja- vík án þess að „form- gallans" væri getið. Þetta var rétt fyrir landsfundinn ‘97 þar sem Margrét deildi hart við Ragnar um orðalag tillagna um veiðileyfagjald og minnstu munaði að hún yrði undir á fundinum. Málamiðlun náðist síð- ar með þátttöku Ragn- ars og Jóns Gunnars Ottóssonar, eiginmanns Margrétar. Hatrammir andstæðingar Margrét- ar og hennar manna sökuðu hana síðar um að hafa reynt að falsa skjöl kjördæmisráðsins til að ýta undir eigin stefnu í sjávarútvegs- málunum. Símarnir voi*u rauðglóandi og mikið rejmt af beggja hálfu að notfæra sér gráðuga fjölmiðla til að blása málið upp. Klípa Svavars Ragnar Arnalds var á móti því að ganga jafn langt og Margrét og reyndi lengi að bera klæði á vopnin ásamt Svavari Gests- syni. En Ragnar óttaðist að stefn- unni í NATO- og hermálunum yrðu vaipað fyrir borð ef til samfylkingar kæmi. Hann hafði þó enn meiri áhyggjur af muninum sem var á stefnu A-flokkanna í málum Evr- ópusambandsins; Ragnar er ein- dreginn andstæðingur aðildar ís- lands að ESB. En eitt gerði hann mönnum alltaf ljóst: Hann gagn- rýndi samvinnuhugmyndirnar og benti á hætturnar - en hann myndi ekki ganga úr Alþýðubandalaginu. Staða Svavars Gestssonar var miklu flóknari. í atkvæðagreiðslum í miðstjórn flokksins stóð Svavar lengi með Steingi'ími og Hjörleifi þegar fjallað var um samstarfsmálin. Hann þybbaðist því við. En Svavar komst á sínum tíma til áhrifa með stuðningi hóps sem á langar rætur í Alþýðubandalaginu og nýtur þar mikillar virð- ingar. Hópurinn er oft kenndur við Öddu Báru Sigfúsdóttur en í hon- um er fleira eldra flokksfólk sem á sínum tíma starfaði í Samein- ingarflokki alþýðu - Sósíalistaflokknum, forvera Alþýðubanda- lagsins. Þetta er fólk sem enn svíður að klofningurinn og átökin milli jafnaðarmanna og sósíalista á fjórða ára- tugnum og síðar, eink- um vegna NATO, skyldu verða jafn hatrömm og raunin varð. Miklu sé fómandi til að græða þau sár. Svavar var milli steins og sleggju, að sögn heimildarmanns í miðstjórn flokksins. Hann hlaut að taka til- lit til hópsins og þess að meirihluti almennra flokksmanna í Reykja- vík fylgjandi náinni samvinnu og jafnvel samruna. En sjálfur var hann innst inni á móti eins og kemur skýrt fram í skrifum hans og hiki í fyrra. Svavar hélt sig nokkuð til hlés á átakafundinum sl. sumar en sakaði á vefsíðu sinni nokkium dögum eftir fundinn Margréti um að hafa sýnt ósveigjanleika, hún hefði viljað láta sverfa til stáls. Svavar sagði auk þess að samfylkingartillaga hennar hefði fengið mun minna fylgi en spáð hefði verið (hún fékk rúm 70%). „Nú er ímynd Alþýðubandalags- ins átök enn einu sinni. Fyrrverandi formaður þess, Ólafur Ragnar Grímsson, taldi átök nauðsynleg í flokknum. Þar með varð átakaí- myndin aðalsvipur flokks okkar um margi’a ára skeið. Það var nú að lag- ast; ekki síst með þeirri málamiðlun sem náðist á landsfundinum í fyrra," segir Svavar á vefsíðu sinni, Hug- mynd, 6. júlí 1998. Svavar lýsti loks ákveðnum stuðn- ingi við Samfylkinguna á miðstjórn- arfundi 31. október. „Hann óttaðist að ef gengið yrði til liðs við-kratana myndu þeir heimta galopin prófkjör og þá gæti hann vegna kaldastríðsí- myndar sinnar tapað illa,“ sagði einn af heimildarmönnum blaða- manns um Svavar. „Hann heimtaði uppstillingu í Reykjavík, ella væri hann farinn. Margrét ákvað að fara í hart við kratana til að halda honum inni og Sighvatur var reiðubúinn að samþykkja þetta.“ En í nóvember og desember réð- ust örlög hans. Alþýðubandalags- menn höfðu heimtað fyrsta sætið í Reykjavík fyrir Svavar en Gísli Gunnarsson sagnfræðingur, einn af þrem fulltrúum Alþýðubandalagsins í nefnd Samfylkingarinnar um að- ferð við að velja á lista í Reykjavík, ákvað nú að skerast úr leik og styðja málamiðlunartillögur ki'ata um for- val, sanngirnisreglu og „sérákvæði“ er sett var vegna Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Þótt farin væri millileið í desember og ákveðið að kosið yrði í flokkshólfum leist Svavari ekki á horfurnar og dró sig í hlé. Ljóst var hins vegar strax að Hjörleifur Guttormsson myndi aldrei sætta sig við neina samein- ingu við krata. „Hjörleifur lagði í undirbúnings- vinnunni vegna Samfylkingarinnar jafnvel fram tillögur sem voru svo róttækar að hann hafði ekki fengið þær samþykktar í Alþýðubandalag- inu! En hann má eiga það að hann var hreinn og beinn, allir vissu hvar þeir höfðu hann í þessum málum. Hann vildi ekkert samkrull, vildi enga tilslökun í hermálunum, vildi ekki neitt sem lyktaði af stefnu Ólafs Ragnars," segir frammámaður í Alþýðubandalaginu. „A átakafund- inum sumarið 1998, áður en at- kvæðagreiðslan um samfylkingará- formin fór fram, vissi Hjörleifur að málið var tapað. Hann gekk um og heilsaði með handabandi öllum sem honum var ekki beinlínis mjög illa við! Hann var að kveðja." Ögmundur Jónasson hlýtur sömu einkunn, hann hafi komið hreint fram en þess verður að geta að hann var óháður þótt hann starfaði í þing- flokknum og kom því lítið við sögu í innanflokksátökunum. I þingflokknum var hann ávallt á móti samfylkingarhugmyndunum og taldi ljóst að niðurstaðan yrði út- vötnun vinstristefnunnar. Hann nefndi oft Verkamannaflokk Tony Blairs í Bretlandi sem víti til varn- aðar; þar væri nú rekin ómenguð hægristefna og miðjumoð. Sannir vinstrimenn hefðu látið taka sig í gíslingu í nafni samheldninnar og yi'ðu að láta allt yfir sig ganga. Það var því rökrétt niðurstaða hjá Ög- mundi og hans fólki í félaginu Stefnu, sem hann stofnaði í fyrra, að ganga til liðs við Vinstrigi'æna. Engu gleymt Gömlu deilurnar í Alþýðubanda- laginu eru eins og draugar sem stinga stöðugt upp kollinum. „Gott dæmi er örlög Guðrúnar Helga- dóttur, segir heimildarmaður í Al- þýðubandalaginu. Guðrún fylgdi Steingi'ími út úr flokknum þegar ljóst var í fyrra að Samfylkingar- menn höfðu sigrað. Nú stóð Guðrún í þeirri meiningu að hún fengi gott sæti á lista Vinstrigrænna í Reykjavík, jafnvel þingsæti þar sem hún hafði lengi verið ein af skrautfjöðrum Alþýðubandalagsins í menningarmálum og vinsæll rit- höfundur. Reyndin varð önnur, henni var útskúfað. Á níunda áratugnum var Guðrún í sveit með þeim sem vildu endurnýj- un og studdu hugmyndir Ólafs Ragnars Grímssonar. Guðmn kaus hann í formannskjörinu gegn Sigríði Stefánsdóttur 1987, þegar Svavar Gestsson hætti. Menn eru lang- minnugir á vinstrislóðum. Svavar Gestsson Ragnar Arnalds EFTIRTALDfR AÐILAR ERV A SVNINGUNNI: FJÖLDf FVRIRLEÍTRA OPNUNARTimit SmSPll MANNS OG NATTURU íTónstmm í perii/nivi ctendur sem hæjt DAG og A Erla Stefansdóttir tónlistarkennari og sjáandi mun leiða fólk um huliðsheima í Öskjuhlíð á laugardag og sunnudag. Báðar ferðir hefjast kl. 14.00. ATHUGIÐ að þessi sýning er líka sölusýning. Mörg áhugaverð tilboð í gangi alla daga sýningarinnar. Láttu þessa sýningu EKKI fram hjá þér fara Þetta er önnur sýningin sem haldin er undir þemanu „Samspil manns og náttúru" og tilgangur hennar er að kynna vörur og þjónustu sem leiða til vist- og umhverfisvænna samspils mannsins við náttúruna og sjálfan sig. Fjöldi fyrirtækja tekur þátt í sýningunni og kynnir allt frá umhverfisvænum bílum, gólfefnum og málningu, yfir í hreinlætisvörur, hljómlist, bækur, bætiefni, matvæli, umhverfisfræðslu og ótal margt fleira. Á meðan á sýningunni stendur verður fluttur fjöldi stuttra fyrirlestra um hin ýmsu málefni sem tengjast þema sýningarinnar. Áheyrendum gefst tækifæri til fyrirspurna. Eftirtaldir fyrirlestrar verða fiuttir: Lougordagurinn 24. apríl Kl. 13.30 Thomas Möller markaðsstjóri Olís. Umræðuefni: „Umhverfissfefna stórfyrirtækja". Kl. 14.30 Annti Ðóra Sæþórsdóttir, iandfræðingur hjó Nóttúruvernd ríkisins. Umræða: „Hvnð er umhverfisvæn ferðomennskn?" Kl. 15.30 Guðlougur Bergmann verkefnastj. Umræiuefni: „Einnota efnohagskerfi" Kl. 16.30 Jóhannn B. Mngnúsdóttir umhverfisfr. Umræðuefni: „Gildi umhverfissnmtnkn". Sunnudogur 25. opril Kl. 13.30 Dr. Gunnnr Á. Gunnarsson. Umræðuefni: „Vottun lífrænna mntvæln". Kl. 14.30 Dr. Árni Brngason forstj. Nóttúruverndar rikisins. Umræðuefni: „Þjóðgnrðar og friðlýst svæði". Kl. 15.30 Stefón Benediktsson þjóðgnrðsvörður. Umræðuefni: „Hvers vegna nóttúruvernd?" kl. 16.30 Dr. Ása L. Aradóttir sviöstj. rannsókna- og þróunarsviðs Landgræðslu ríkisins Umræðuefni: „Hnignun og uppbygging vistkerfa". Akur Gróður Fyrir (ólk í Landnómi Ingólfs Nóttúruvernd ríkisins Ágúst Pétursson, Stjörnukort Heilsubúðin Olís Bókaf. Bifröst, Bókakl. Birtings Heilsuhornið SG Hús Bruuðhúsið Heilsuhúsið Síon, KBM Clean Trend ehf. Ishestar Teppaland Dreifing KareMor Tóboksvarnonefnd Ferðaskrst. Landnúma Leiðarljós Tónoflóð Fiat umboðið, ístraktor Lífsorko, Immunocal Umhverfisverndorsamtök íslands Fiskofurðir, Lýsisfélag, islensk fjollagrös Loflhreinsikerfi Vottunarstofan Tún Friðarmiðstöðin Magnús Kjoron ehf. Vggdrnsill Gróðrarst. Lambhaga Múlnlng ehf. Æskulrnd Laugardagur 24. apríl frá kl. 13.00 til 18.00, Sunnudagur 25. aprfl frá kl. 13.00 til 18.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.