Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 62
- 62 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ EITT erfiðasta svið ríkisrekstrarins er heil- brigðismálin. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þurfum við á þjónustu heilbrigðis- kerfísins að halda ein- hvem tímann á lífsleið- inni. Tvö mál hafa verið efst á baugi í heilbrigð- isumræðu undanfarandi ára. Pað eru annars vegar biðlistamir og hins vegar rekstrarhalli sjúkrahúsanna, sérstak- lega stóra sjúkrahús- anna á höfuðborgar- svæðinu. Bæði þessi vandamál tengjast fjár- mögnun sjúkrastofnana og heil- brigðiskerfísins í heild og eins rekstrarformi heilbrigðisstofnana. Þau mætti bæði leysa með breyttri fjármögnun og fjölbreyttari rekstr- arformum. Ef skynsamlega væri tekið á málum og vel tækist til fengj- um við meiri og betri þjónustu fyrir sama eða minni pening. Fjármögnun heilbrigðisstofnana Flestar stofnanir heilbrigðiskerf- isins era fjármagnaðar á fóstum fjárlögum. Þetta er einfalt fjár- mögnunarkerfí en ósveigjanlegt og fylgifiskur þess er biðlistar þegar þrýst er á um breytingar eða hag- ræðingu í rekstri. Það er kominn tími til að breyta þessu kerfi, gera það sveigjanlegra og betur til þess fallið að takast á við breytingar í umfangi og auka möguleika til hagræðingar í takt við betri tækni og nýja stjómunarhætti. Það fjármagn sem stofnun- um er ætlað þarf að ákvarðast af þeirri þjónustu sem stofnun- inni er ætlað að veita en einnig breytingum sem verða á umfangi í rekstri stofnunar hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þjón- ustusamningar sem byggjast á kostnaðar- mati á þjónustunni sem stofnanir veita í heild með tilteknum sveigjanleika eða greiðslur fyrir þau Heilbrigðisþjónusta Ríkið hefur nánast einkaleyfi, segir Arni M. Mathiesen, á því að veita heilbrigð- isþjónustu. verk sem unnin era á stofnunni era skynsamlegustu leiðimar. Slíkt kerfi er líklegt til þess að draga úr biðlistum. Ríkið hefur nánast einkaleyfi á því að veita heilbrigðisþjónustu. Rekstur án aðhalds eða saman- burðar við aðra er að öðra jöfnu ekki eins líklegur til þess að leita hagræðingar eða veita bestu þjón- ustu. Þess vegna er nauðsynlegt að fleiri rekstrarform fái að spreyta sig á því að veita heilbrigðisþjón- ustu. Þá er um að ræða rekstur sveitarfélaga, líknarfélaga eða jafn- vel einkaaðila. Hér er ekki um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að ræða því rekstrarformin geta verið fjölbreytileg og skilað mögu- leikum til rekstrarhagræðingar og betri þjónustu óháð því hver greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna. I frjálsara kerfi fjármögnunar eins og lýst er að ofan er hins vegar al- veg bráðnauðsynlegt að saman- burður á milli stofnana eigi sér stað og fjölbreyttari rekstrarform auka möguleikana á því að síkur saman- burður skili sér í bættum rekstri og þjónustu. Sjúkratryggingar Það er skoðun undirritaðs, og um það hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis ályktað, að sjúkratrygg- ingar sem gi’eiði fyrir þjónustu við sjúklinga í samræmi við kostnað séu betri kostur en bein fjármögnun úr ríkissjóði. Tryggingar era í eðli sínu þannig að ákveðinn réttur til þjón- ustu hefur verið keyptur íyrirfram og staða viðskiptavinarins sem þjón- ustuna þiggur því mun betri en í öðram kerfum. Skylduaðild yrði að slíku kerfi og greiðsla iðgjalds kæmi á móti lækkun skatta og öllum yrði tryggð aðild að sjúkratryggingun- um. Með þeim breytingum sem hér hefur verið lýst væri lagður grannur að betra og öraggara heilbrigðis- kerfí en við búum við í dag. Höfundur er alþingismaður. Betri heilbrigð- isþjónusta Árni M. Mathiesen Caritas ísland efnir til söfnunar fyrir flóttafólk á Balkanskaga ENN í dag era háð staðbundin stríð og ástunduð hryðjuverk víða í veröldinni. Menn kalla þjáningu yfír héruð og lönd í nafni þjóðemis- og trúarof- stækis og heiftar eins og nú blasir við í Kosovo. Meira að segja í hjarta menn- ingarálfunnar Evrópu '** berast menn á bana- spjót, slíka ofstækis annó 1999. Heims- byggðin stendur agn- dofa og fylgist með þeim ótrálegu atburð- um sem eiga sér nú stað í Kosovo, sem enginn gat látið sig dreyma um að gerðust eftir „helfórina" miklu þegar milljónir gyðinga létu líf sitt á altari kyn- þáttafordóma. Þótt liðin sé um hálf öld frá þeirri hrylli- legu útrýmingu, sem nasistar á dögum Hitlers stóðu fyrir á þjóðarbrotum og minnihlutahópum í Evrópu, bryddar enn víða á hliðstæðum for- dómum og ofstæki á líðandi stundu eins og nú blasir við í Kosovo. Hundrað þúsundir manna era á flótta utan heimaslóða sinna, íjöldi einstaklinga, ekki síst bama, deyr ótímabæri- legum dauða. Grimmd- in er ógurleg og að- stæður í flóttamanna- búðunum era ógnvekjandi. Þetta fólk býr við ótta um hag og líf sinna nánustu. Flóttafólkið sem kom til Is- lands lýsti hvemig samlandar þess hefðu verið myrtir með köldu blóði. Söfnun Grimmdin er ógurleg, segir Sigríður Ingvars- ddttir, og aðstæður í flóttamannabúðunum eru ógnvekjandi. Einn flóttamannanna sagði „að það væri ólýsanlegt hvemig hermenn með alvæpni skutu á allt og alla, réð- ust inn á heimili, tóku allt sem þeir festu hendur á. Þeir skutu út um allt, skutu út um glugga og hentu öllu út“. Utrýmingaraðferðir gagnvart ákveðnum þjóðarbrotum eru óverj- andi, að ekki sé nú talað um mann- úð og náungakærleika. Sú siðferði- lega skylda hvílir því á nágrönnum þessa fólks, og raunar öllum þjóð- um Evrópu, að hlaupa undir bagga með því meðan vandamál þess verða leidd til farsælla lykta. Viðbrögð íslensku ríkisstjómar- innar, að taka við 100 manns frá þessu hrjáða héraði í Júgóslavíu, eru góður vitnisburður um þá djúpu samkennd og einlægu samúð sem hún vill sýna nauðstöddu flóttafólki frá Kosovo. Við vitum öll að við fær- um þessu fólki ekki ástvinina sem það hefur misst, en við viljum gera hvað við getum til þess að þeir sem nú gh'ma við mikla erfiðleika þurfi ekki jafnframt að takast á við áhyggjur dægurþrasins. Atburðirnir í Kosovo hrópa sem aldrei fyrr á hjálp umheimsins. Caritas á Islandi (hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar) hefur ákveð- ið að efna til söfnunar í öllum kaþ- ólskum kirkjum til að aðstoða nauðstatt flóttafólk frá Balkanskaga, sunudaginn 24. apr- íl. Gíróreikningur Caritas á íslandi er 0900-196002. Höfundur stnrfar hjá Sotheby’s og er formaður Caritas fsland. Utankjörfundar- atkvæóagreiösla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin um land allt. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum. í Reykjavík er kosið í Hafnarbúðum við Tryggvagötu alla virka daga frá kl. 10-12, 14-18 og 20-22. Utankjörfundarskrifstofa Samfylkingarinnar er að Austurstræti 10, sími 551 1660 og veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utankjörfundar. Samfylkingin Qf99 www.samfylking.is Sigríður Ingvarsdóttir Að sjá hlutina í samhengi Á AUSTURLANDI er tekist skarpar á um umhverfismál og bvggðamál en í öðrum kjördæmum. Við stöndum frammi íyrir miklum virkjanafram- væmdum sem tengjast áformum um byggingu risaálvers í Reyðar- firði. Hagkvæmni þessara stórfram- kvæmda fyrir fjórð- unginn hefur verið kynnt^ í sérstöku riti SSA. I kynningunni er gert htið úr allri gagn- rýni og athugasemdum sem komið hafa fram á fyrirhugaðar stórvirkjanir og álver. Málinu er stillt upp sem vali milli þess að annaðhvort verði hér upp- bygging í fórðungnum eða hér leggist allt í eyði. Hér sé val um 13.000 geldgæsir eða 13.000 manns. Þetta er auðvitað fáránlegur mál- flutningur og sæmir ekki fólki, sem á að bera ábyrgð á þróun mannhfs á Austurlandi til lengri tíma. Við getum og eigum að læra af mistök- um annarra þjóða og þannig vill til að við getum lært mikið af Norð- mönnum bæði í virkjana- og stór- iðjumálum. Þeir viðurkenna nú að þeir hafi farið offari í að virkja vatnsföllin og eru að reyna að bæta úr. Þeir sjá nú að stóriðjan bjargaði ekki hinum fámennu og oft af- skekktu byggðum eins og haldið var þegar stóriðjurnar voru settar þar niður. Því skyldi þetta ekki eiga við hér á landi þar sem vatnsorkan er ekki ótakmörkuðið, náttúran við- kvæm og þjóðin fámenn? Stefnur flokkanna Umhverfisvernd og óheft mark- aðs- og frjálshyggjustefna geta aldrei farið saman. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sig við útgefið virkjanaleyfi Fljóts- dalsvirkjunar og neit- ar kröfu um umhverf- ismat. Það á að ná sátt án þess að breyta nokkru. Framsóknar- flokkurinn hefur átt bæði umhverfis- og iðnarðarráðherra síð- asta kjörtímabil og bera þvf mesta ábyrgð á því að ekki hefur verið leitað sátta varðandi virkjana- framkvæmdir Fljóts- dalsvirkjunar. Þeir hljóta einnig að bera ábyrgð á því að lög um umhverfismat voru ekki Austurland Samfylkingin, segir Þuríður Backman, virðist hafa a.m.k þrjár stefnur í umhverfísmálum. endurskoðuð á síðasta þingi. Eftir því sem hægt er að skilja stefnu Samfylkingarinnar þá virðist hún hafa a.m.k. þrjár stefnur í um- hverfismálum: I fyrsta lagi: Fyrir löggjöfina (aðstandendur fylking- arinnar greiddu atkvæði gegn skipulagshlutverki og ábyrgð sveitarfélaga á sínu landi). I öðru lagi: Umhverfismat á að fram- kvæma á öllum stærri mannvirkj- um í öðrum fjórðungum en hér og í þriðja lagi: Hér á að rísa stór- virkjun, sem ekki þarf að fara í Þuríður Backman Nýjar fréttir og gamlar í UMRÆÐU síðustu daga um það hvort ís- land gæti samið sig und- an sjávarútvegsreglum ESB, ef það vildi gerast aðili, hefur mjög verið vitnað til nýlegs fundar ASI með embættis- mönnum ESB og því haldið fram að þar hafi komið fram ný sannindi. Það er af og frá. Hitt er hins vegar rétt að ís- lensk stjómvöld hafa kosið að halda þessum sannindum lítt á loft. Félag íslenskra iðn- rekenda - FÍI (einn af forverum Samtaka iðn- aðarins) fékk árið 1991 Stefán Má Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðing í Evrópurétti, til þess að taka saman greinargerð um sjáv- arútvegsreglur ESB. Ritið, Sjávar- útvegsreglur ESB, var gefið út í september 1991 og var tilgangurinn „að stuðla að því að umræður um þessi málefni byggist á staðreyndum en ekki getgátum“, eins og þáver- andi formaður og framkvæmdastjóri FÍI, þeir Gunnai’ Svavarsson og Olafur Davíðsson, orðuðu það í for- mála ritsins. í síðasta kafla ritsins, sem ber heitið: Líkleg samnings- staða nýrra aðildarríkja, segir Stef- án Már Stefánsson um lagakerfi ESB: „Nýtt aðildarríki verður að ganga inn í svonefnt „acquis communautaire“ bandalagsins. Með þessu er átt við að nýtt aðildarríki verður að ganga að allri löggjöf bandalagsins og dómafordæmum eins og þau era á þeim tíma sem aðildin tekur gildi. Frá þessu hafa aðeins verið veittai- tímabundnar undanþág- ur fram til þessa. Þó skal tekið skýrt fram að í aðildarsamningi (aðild- arlögum) hvers nýs að- ildarríkis er unnt að semja um hvaða fyrir- komulag sem vera skal, þar á meðal um ótíma- bundnar undanþágur eða öryggisákvæði sem lúta að því að aðildarrík- ið skuli hafa einkarétt yfir hafsvæði sínu að nokkru leyti eða öllu eða að greiðslur fjrir seld veiðileyfi á þvi svæði skuli renna til þess ríkis í tilteknum mæli. Slíkur aðildarsamn- ingur yrði EB réttur sem væri jafn- rétthár Rómarsamningnum sjálfum að öllu leyti og gæti vikið ákvæðum hans til hliðar tímabundið eða falið í sér endanlega breytingu á ákvæðum hans. Slíkar undanþágur og breyting- ar verða þó að vera alveg skýrar ef þær eiga að halda. Vandinn felst hins vegar í því að ná fram samningum sem nýtt aðildarríki kynni að telja sér hagstæða í framangreinda átt. Má fastlega búast við að á brattann yrði að sælga í því eftii.“ Fyrirfram uppgjöf Af þessu má ráða að embættis- menn ESB sögðu ekkert annað en gamalkunn tíðindi og af þeirri ástæðu ekki tilefni til að láta eins og um nýja uppgötvun hafi verið að ræða. Hitt er sýnu verra að íslensk stjómvöld virðast aldrei hafa tekið þessar staðreyndir alvarlega og hafa Jón Steindór Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.