Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 53' þótt hann léti ekM á bera við við- mælendur heldur sýndi heiminum sitt glaða skap og góðu lund. Arni Sædal var í hópi náinna sam- starfsmanna og félaga minna. En hann var meira en það. Eg tel hann í hópi vina og er stoltur af því að telja hann á meðal þeirra. I nafni þess stjórnmálafiokks, sem hann studdi, þakka ég honum verkin hans. Sjálfur kveð ég þennan vin minn með mikl- um söknuði og færi eiginkonu hans, Jónu, börnum og öðrum ættingjum einlægar samúðai-kveðjur vegna frá- falls hans. Árni Sædal andaðist langt um aldur fram. Góður maður er genginn. Sighvatur Björgvinsson, form. Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands. I i I I I I I I Látinn er vinur okkar og Kiwanis- félagi Árni Sædal Geirsson. Árni var félagi í Kiwanisklúbbnum Básum, ísafirði, og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Hann var forseti Bása starfsáiið ‘82-’83. Hann var svæðisstjóri Þórssvæðis árið ‘91-92. Árni var fjölhæfur og áreiðanlegur klúbbfélagi. Ef eitthvað stóð til var hann alltaf með fyrstu mönnum til að mæta á svæðið. Ámi var einn þeirra manna sem brást alltaf ljúfmannlega við hverri beiðni er til hans var beint og vildi skila öllu vel. Það er hægt að segja að stórt skarð hafí verið höggvið í hóp okkar Básafélaga við fráfall Árna Sædal og ekki erum við búnii’ að átta okkur á því hversu stórt það mun vera. Básafélagar kveðja góðan félaga um leið og honum eru þakkaðai’ allar þær ómældu stundir sem við fengum að njóta nærveru hans. Einnig viljum við færa eftirlifandi konu, bömum, tengdabömum og öðram ástvinum og ættingjum samúðai-kveðjui’ við fráfall félaga okkai’. Megi guð styðja ykkur á ei’fiðri stundu og um ókominn tíma. Félagar í Kiwanisklúbbnum Básum, Isafirði. Kveðja frá starfsmannafélagi BYKO Fallinn er frá eftir skamma sjúkralegu góður vinur og sam- starfsféiagi, Björn Hafsteinsson. Með trega minnumst við okkar góða félaga og vinar og þökkum allar góðu stundirnar á liðnurn ár- um, en samstarf margra okkar hefur varað í mörg ár. Við vonuðumst til að veikindin væru eitthvað sem hægt væri að sigrast á en raunveruleikinn er annar. Komið er að kveðjustund sem erfitt er að sætta sig við. Mestur er þó missir Sigrúnar og barnanna. Bjössi var ljúfur og góður drengur sem auðvelt var að eiga samstarf við. Alltaf var hann hress og kátur, vildi hvers manns vanda leysa hvort heldur sem var í leik eða starfi, hjálparhönd var alltaf til taks. Margs er að minn- ast og eigum við öll minningar sem ljúft verður að rifja upp. Það væri ekki í anda vinar okkar að halda um hann lofræðu þó að margar gætu þær orðið. I stjórn Starfsmannafélags Byko var Bjössi til margra ára, bæði sem formaður og gjaldkeri. Margar voru ferðirnar sem farnar voru á Drumboddsstaði til að lag- færa, bæta og gróðursetja og var Bjössi oftar en ekki fremstur í flokki. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðum fé- laga sem Bjössi var, sem við kveðjum með söknuði. Við sendum Sigrúnu og börnun- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi almættið vaka yfir þeim og styðja á sorgarstund. Far þú vel, til hærri heima, þig Herrann megi í faðmi geyma sér um öld og ár. Þín minning er sem fagurt ljóð sem lýsa mun á lífsins slóð þó söknuður þinn sé sár. (Hjálmar.) F.h. Starfsmannafélags BYKO, Steinn G. Einarsson, formaður. LARUS LUÐVIK KJÆRNES TED + Lárus Lúðvík Kjærnested fæddist í Hafnar- fírði 20. mars 1920. Hann lést á sjúkra- deild Hrafnistu í Reykjavík 13. april siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. aprfl. Á morgun er til moldar borinn Lárus Lúðvík Kjæmested tengdafaðir minn eftir langt og strangt veikindastríð. Lárus eða Lalli eins og hann var ætíð kallaður var verkstjóri í máln- ingarverksmiðjunni Hörpu hf. í ára- tugi, en hann byi’jaði að starfa þar aðeins 17 ára gamall og vann þar þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. Eg kynntist Lalla þegar ég byrj- aði að starfa í Höi-pu. Hann átti gull- fallega dóttur, Sigrúnu Kjærnested, sem vann hjá fóður sínum á sumrin. Eg tók vel eftir henni sem endaði með hjónabandi og eigum við þrjú heilbrigð börn og eitt barnabarn. Lárus var ávallt heilsuhraustur allt sitt líf eða þar til hann fékk hinn hræðilega sjúkdóm alzheimer sem náði yfirhöndinni að lokum. Elsku tengdamamma, það er sárt að horfa á eftir eiginmanni sínum en samt viss léttir, því hann var orðinn fársjúkur og þjáður maður. Elsku tengdapabbi, ég þakka þér fyrir samfylgdina í þessu lífi. Megi Guð almáttugur hjálpa þér yfir móð- una miklu til ljóssins skæra. Vertu sæll, elsku tengdapabbi. Ivar Magnússon. Afa verður hvorki lýst í fáum né mörgum orðum, því svo einstakur var hann í mínum huga. Eg bjó hjá afa og ömmu á Hraunteignum fyrstu ár ævi minnar. Amma fór með mig á leikskólann og afi Lárus sótti mig. Síðan hefur heimili þeirra verið mitt annað heimili. Afi Lánis var mikill sundmaður og fórum við oft í sund saman þegar hann var búinn að vinna á daginn. Hann kenndi mér að synda og kall- aði mig sunddrottninguna sína. Efir að þú veiktist, afi minn, og fórst inn á Hrafnistu fannst mér erfitt að heimsækja þig því þú þekkt- ir mig ekki, en gott fannst þér að láta halda í höndina á þér og fá kaffi og súkkulaði. Alltaf áttii’ðu til bros handa mér, elsku afi minn. Amma mín, sorg þín er mest og bið ég góðan guð að styrkja þig og þína í þessari miklu sorg. Elsku afi minn, þú verður ávallt til í huga mér og hjarta. Bryndfs Björk Karlsdóttir og fjölskylda. Lái-us afi er dáinn. Það er erfitt að trúa því en það er víst staðreynd en þannig er það nú með þetta líf, öll deyjum við einhvern tímann. En það er alltaf sárt að horfa á eftir ástvini sínum. Afi var búinn að vera með alzheimer-sjúkdóminn í mörg ár og dvaldi sín síðustu ár á Hrafnistu í Reykjavík. Afi var alla tíð heilsu- hraustur og má það kannski þakka lauknum góða en hann borðaði lauk eins og epli. Undir það síðasta var hann orðinn mikið veikur en þrátt fyrir það hélt maður innst inni að afi myndi ná að harka þetta af sér eins og hann var vanur að gera. En Guð tók völdin í sínar hendur og færði afa hvíldina góðu. Það er margs að minnast þegar ég hugsa til Lalla afa á Hraunteig 30 en þar bjó hann öll sín hjúskaparár með ömmu minni og nöfnu Huldu Guð- rúnu Kjærnested. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til afa og ömmu. Sérstaklega man ég eftir því þegar ég og bróðir minn og nafni afa míns fórum í sundlaugarnar, þá var stutt að fara til ömmu og afa og fá eitt- hvað að borða eftir sundið. Afi útvegaði mér vinnu á sumrin hjá málningarverksmiðj- unni Hörpu hf. og var gott að vinna með afa. Afi kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni þar og foreldar mínir kynntust líka þar sem er dálítið sérstakt. Margar eru minningarnar um elskulegan afa minn sem nú hefur fengið hvíldina góðu. En síð- ustu minningamar era frá heimsóknum okkar hjóna til afa á Hrafnistu. Dóttir mín sem er fimm ára gömul þekkir afa aðeins þaðan en hún mun eins og við ætíð muna eftir brosinu sem hann gaf okkur þegar við heimsóttum hann. Þó svo að hann talaði ekki mikið og þekkti okkur ekki með nöfnum var það brosið og hlýjan sem gaf okkur svo mikið. Stundum þegar ég rifjaði upp visst lag sem hann kenndi mér hló hann svo mikið að það komu tár í augu hans. Honum fannst gott að fá heimsóknir, þó sérstaklega ef ég og aðrir í fjölskyldunni komu með súkkulaði því afi var mikill sælkeri og með því besta sem hann fékk var sætt kaffi og súkkulaði. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín mjög mikið og það verður skrítið að fá ekki að heimsækja þig oftar upp á Hrafnistu og gefa þér súkkulaðibita og kyssa þig á kinnina. En þú verður alltaf til í minningunni og fyrir hana er ég þakklát. Elsku afi, þakka þér fyrir að vera afi minn. Eg bið Guð að styrkja fjölskyldu mína, ömmu mína sem nú hefur misst mikið og mömmu mína og hennar systkini sem hafa nú misst föður sinn. Eg bið Guð að styrkja ykkur öll. Guð blessi þig, afí minn. Hvíl í friði. Þín Hulda Lilja. Og þri varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þú blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Hrfl þú í friði, elsku afi. Jens Pétur og Guðrún Helga. Glaður, hress og umfram allt góð- ur afi er það fyrsta sem kemur upp í huga minn er ég minnist Lalla afa. Það gustaði ávallt af honum og mér eru ógleymanlegar allar Skoda-bif- reiðarnar sem afi átti. Vegna vinnu sinnar voru honum hæg heimatökin ef litur bílanna var farinn að fara í taugarnar á honum en þá var ein- faldlega málað, með málningu frá Höi-pu að sjálfsögðu, yfir gamla lit- inn. Mér finnst eins og afi hafi átt hundrað bíla. Ég man eftir því að afi kenndi mér að fylla út fyrsta getraunaseðilinn minn og þótt ég hafi ekki fengið 12 rétta í það skiptið sést að sigrar era ekki það eina sem stendur upp úr, minningamar lifa. Þegar pabbi var í landi var fátt skemmtilegra en að fara í heimsókn til afa og ömmu sem á sínum tíma vann einnig í Hörpu. En á fimmtudögum gerðu þau sér leið út í Sefgarða og komu aldrei án þess að hafa tvær stórar kók og kókósbollur meðferðis og færðu okk- ur Allý. Það varð að vana að bíða eft- ir komu þeirra og sérstaklega var spennandi að sjá hvort afi hefði látið ömmu „ómeðvitað" setjast á kókós- bollurnar, þvi að hann var einstak- lega stríðinn þó að hann gætti þess alltaf að fara ekki yfir strikið. Hann var „glanni“ í umferðinni á köflum og var eins nálægt næsta bíl fyrir framan og hann mögulega gat, ömmu til mikillar skelfingar oft á tíð- um. Þetta þótti mér hins vegar fynd- ið og skellihló ávallt í aftursætinu á bílnum. Nokkrum bíltúram og árum seinna var afi hins vegar farinn að halda sig á báðum akreinum þegar hann var á ferðinni og ljóst að tími var að koma á kynslóðaskipti og nú í mínum verkahring að aka, en hans að sitja aftur í og reykja vindil en ósjaldan fórum við Állý systh’ og sóttum ömmu og afa þegar matarboð voru í Sefgörðum. Veikindi vora far- in að setja strik í reikninginn hjá afa en ég veit að nú líður honum vel. Elsku afi, manstu nú fyrir stuttu þegai’ ég kom í eitt af síðustu skipt- unum á Hrafnistu og hvíslaði í eyra þér nokkru sem við einir vitum. Við- brögðum þínum við orðum mínum gleymi ég aldrei, þú skellihlóst og brostir þrátt fyrir að vera orðinn þjakaður af langvarandi sjúki-alegu. Þetta segir allt sem segja þarf um persónuleika þinn. Nú þegar þú ert kominn í himnaríki skaltu kveikja þér í einum „London Docks“ vindli en mundu samt að það er óhollt að reykja, a.m.k. of mikið! Guð geymi þig, elsku Lalli afi, alltaf, alls staðar. Kristinn Kjærnested. Við fráfall Lárusar Kjærnested verður manni hugsað til æskuáranna er ég fluttist í Laugarneshverfið. Þá kynntist ég strax fjölskyldunni á Hraunteig 30, Magga vini mínum og foreldram hans, Lalla er hér er kvaddur og Gunnu konu hans. Ég tók strax eftir Ijúfmennskunni í fari Lalla og alltaf tók hann okkur strákunum vel þegar við komum við í Hörpu á Skúlagötunni, er við vor- um á leið í eða úr miðbænum og skipti þá engu máli hvort við voram tveir eða heil hersing. Við strákarnir fullorðnuðumst og þá fundum við í honum bæði góðan vin og félaga. Lalli missti heilsuna fyrir nokkrum árum. Þá vistaðist hann á Hrafnistu í Reykjavík og ándaðist hann þar. Við Inga sendum Gunnu, börnum hennar og fjölskyldum þeiraa okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhann G. Guðjónsson. Móðurbróðir okkar Lárus Kjærnested hefur nú fengið lausn frá stríði ströngu. Aldrei kvartaði hann á meðan hann mátti mæla - sagðist alltaf hafa það ágætt - enda enginn hávaðamaður um eigin hagi. Hann hafði ljúfa lund, var hlýr og glettinn - lagði aldrei illt til nokkurs manns - hætti að heyra, ef honum líkaði ekki umræðan. Heimili foreldra okkar og Lárusar og Guðrúnar, konu hans, voru við sömu götu, Hraunteiginn, alla tíð og samgangur á milli mikill - voru móð- ir okkar og Láras tengd afar sterk- um böndum - enda hann alltaf kall- aður Lalli bróðir af okkur systkinun- um. Láus var verkstjóri í Hörpu, bón- góður og hjálpfús, og því alltaf leitað til hans, þegar þurfti að mála - og má með sanni segja, að hann hafi oft gefið lífinu lit - bæði í eiginlegri og óeiginlegi’i merkingu, því oft var kátt í koti á Hraunteigi 11, þegar hann og Diddi frá Brokey vora þar að störf- um. Kæra frændfólk, minningar frá liðinni tíð leita á hugann nú við leið- arlok, þær verma og frá þeim stafar birtu, sem umvefur þá sem syi-gja nú. Þín mæta minning lifir í muna okkar hér, og heljar hafi yfir guðs himin augað sér. Þar blómgast háir hlyuiir hins hljóða anda-lands þar hittast horfnir vinir í heimi kærleikans. (Jakob Jóh. Smári.) Blessuð sé minning Lárusar Lúð- víks Kjærnested. Steinunn, Magnús og Ásmundur. Elsku afi, alltaf varstu svo góður við alla. Man ég hvað mér fannst gaman að koma til þín á Hrafnistu að tala við þig og sjá þig hlæja. Og þegar við komum til þín með súkkulaði varstu alltaf svo ánægð- ur því þér þótti það svo gott. Og það var svo erfitt að sjá þig deyja því mikið barðistu fyrir því að vera hér með okkur. En þótt það sé sárt þá var það best fyrir þig að fá að fara. Þú munt alltaf vera i hjarta mínu, elsku afi minn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sé er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja ídauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Þín Sólveig Lára. LUKKA ÞÓRHILDUR ELÍSDÓTTIR + Lukka Þór- hildur Elísdóttir fæddist á Hólshús- um á Borgarfirði eystra 27. septem- ber 1908. Hún lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 13. aprfl síðastliðinn. Lukka var dóttir Elís Guð- jónssonar frá Norð- firði og Guðbjargar Gísladóttur frá Mel- um á Kjalarnesi, sem bjuggu lengst á Hólshúsum, Húsa- vík, Borgarfirði Elsku systir mín. Mig langar að þakka þér fyrir samverastundirn- ar. Á meðan þú varst barn pössuð- um við Oskar bróðir þig, vegna þess að þú varst svo lasburða og áttir erfitt með að vera ein. Við minnumst allra heimsókn- anna austur til þín, sem við fórum, ég, Oskar maðurinn minn og Pét- ur dóttursonur minn, sem sat langdvölum hjá þér. Mamma okk- ar og bróðir önnuðust þig fram á fullorðinsár, er þú dvaldir hjá for- eldrum þínum að Vinamynni á eystra. Þau eignuð- ust tíu börn. Þau eru auk Lukku Þór- liildar: Þórhildur Sigrún; Guðrún Sig- ríður; _ Þórhildur Sigrún Ólafía; Guð- rún; Þórdís; Gísli Guðbergur; Björg Elísabet, ein eftir á lífi; Óskar Júlíus; og Oddrún. Útfor Lukku Þór- hildar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Seyðisfirði. Eftir það fórstu á sjúkrahúsið á Seyðisfirði, þar sem þér leið vel og vel var um þig hugsað. Sérstaklega vil ég þakka lækn- um og hjúkrunarfólki fyrir frá- bæra umönnun. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig guð í skjóli þínu. Þín systir, Björg E. Elísdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.