Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Flugfélagið Atlanta hlýtur útflutningsverðlaun forseta fslands 1999 Velgengnin sýnir stórhug eigendanna FLUGFÉLAGINU Atlanta hf. hafa verið veitt útflutningsverðlaun forseta íslands 1999. Afhending verðlaunanna, sem nú eru veitt í ellefta sinn, fór fram við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á sumardag- inn fyrsta. Hjónin Þóra Guðmunds- dóttir og Amgrímur B. Jóhannsson tóku við verðlaununum fyrir hönd Atlanta, úr hendi forseta Islands, hr. Olafs Ragnars Grímssonar. Utflutningsverðlaunin eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir mark- vert framlag til eflingar útflutn- ingsverslun og gjaldeyrisöflun ís- lensku þjóðarinnar. Við veitingu þeirra er m.a. tekið mið af verð- mætisaukningu útflutnings, hlut- deild útflutnings í heildarsölu og markaðssetningu á nýjum markaði. I ávarpi Páls Sigurjónssonar, formanns úthlutunamefndar kom fram að flugfélagið Atlanta hefði haslað sér völl á erlendum markaði, „í mikilli alþjóðlegri samkeppni, þar sem sérstaða íslensks fyrirtæk- is er einvörðungu fólgin í þekkingu, reynslu og útsjónarsemi stjómenda og starfsmanna félagsins." Vöxtur og velgengni félagsins að þessu leyti sýndi stórhug eigenda þess. Páll sagði Atlanta mjög mikil- vægt íslensku þjóðarbúi þar sem það væri dæmi um fyrirtæki sem „gæti á arðbæran hátt boðið þjón- ustu sína um víða veröld“. Flugfé- lagið Atlanta ætti ennfremur drjúgan þátt í framföram í sam- göngum milli landa „íyrir hönd okkar Islendinga". Fram kom að fyrirtækið rekur nú 16 farþegaþot- ur og að starfsmannafjöldinn er tæplega 1.000 manns þegar mest er. í úthlutunamefnd sátu, auk Páls, Komelíus Sigmundsson, fi'á embætti forseta íslands, Brynjólf- ur Sigurðsson, fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Islands, Einar Benediktsson, fulltrúi Landsnefndar alþjóða Verslunar- ráðsins og Þórann Sveinbjömsdótt- ir, fulltrúi Alþýðusambands ís- lands. Verðlaunagripurinn er gerð- ur af listakonunni Brynhildi Þor- geirsdóttur og heitir verkið FLUGS. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lloyds-TSB leitar út HJÓNIN Arngrímur B. Jó- hannsson og Þóra Guðmunds- dóttir með viðurkenningar- skjal vegna útflutningsverð- launa forseta Islands. Verð- launagripurinn sést hægra megin. Páll Sigurjónsson, for- maður úthlutunarnefndar, sagði Atlanta mjög mikilvægt íslensku þjóðarbúi þar sem það væri dæmi um fyrirtæki sem „gæti á arðbæran hátt boðið þjónustu sína um víða veröld". BRESKI bankinn Lloyds-TSB er á höttunum eftir samstarfsað- ila í bankageiranum utan Bret- lands. „Það er ekkei't leyndar- mál að við myndum vilja stækka með samruna eða kaupum á tryggingafyrirtækjum, íbúða- lánasjóðum og svipuðum aðil- um,“ segir Peter Éllwood aðal- bankastjóri Lloyds-TSB. Hann bætti við að allir stórir samning- ar af því taginu myndu líklega verða stöðvaðir af samkeppnis- yfirvöldum í Bretlandi, þar sem engum einum aðila er leyft að ráða yfir meira en 25% af nein- um einstökum hluta fjármála- geirans. Sala hlutabréfa Nýherja hf. CQ) til hluthafa NÝHERJI Dagana 26. apríl til 7. maí verður hluthöfum í Nýherja hf., miðað við hlutaskrá félagsins kl. 17.00 þann 15. aprfl 1999, boðið að kaupa ný hlutabréf í félaginu á genginu 13,75. Hluthöfum verða boðin til sölu hiutabréf að fjárhæð krónur 16.934.908,- að nafnverði, í réttu hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína og geta þeir nálgast útboðs- og skráningarlýsingu ásamt áskriftarblaði á skrifstofu Nýherja, Skaftahlíð 24, Reykjavík. Samanburður á ársreikningum árið 1998 EIMSKIP SAMSKIP Rekstur 1998 1998 Ftekstrartekjur Milljónir króna 16.573 12.028 Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 737 294 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (95) 193 Hagnaður af reglulegri starfsemi 482 101 Aðrar tekjur 833 53,3 Haqnaður 1.315 154 Veltufé frá rekstri 2.106 492 Efnahagur 31. desember Eigið fé Milljónir króna 8.097 1.234 Eiginfjárhlutfall 41% 18% Arðsemi eigin fjár nÉ 19% 13% Veltufjárhlutfall 1,30 il 1>09 SAMSKIP Afkoma skipafélaganna á síðasta ári 8 í i Verði einhver hlutabréf óseld að lokinni sölu til hluthafa mun Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. kaupa þau hlutabréf sem eftir standa. Hlutabréfin verða ekki boðin í almennri sölu. Áður útgefin hlutabréf Nýherja að fjárhæð krónur 240 milljónir að nafnverði eru skráð á Aðallista Verðbréfaþings íslands. Þau hlutabréf sem seld eru að þessu sinni verða jafnframt skráð á Aðallista og er þess vænst að skráning verði í maí 1999. Umsjón með útboði og skráningu hefur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. Unnt er að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu og önnur þau skjöl sem vitnað er til í henni hjá Nýherja, Skaftahlíð 24, Reykjavík sem og heimasíðu Nýherja www.nyherji.is og hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. að Ármúla 13a, Reykjavík og heimasíðu FBA www.fba.is. FJARFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS H F Ármúli 13a 108 Reykjavík Sími: 580 50 00 Fax: 580 50 99 www.fba.is Samanlagðar rekstrartekjur tæp- lega 30 milljarðar SAMANLAGÐAR rekstrartekjur Eimskips og Samskipa námu tæp- lega 29 milljörðum króna á síðasta ári, en félögin hafa bæði skilað árs- reikningum fyrir 1998. Rekstrartekjur Eimskipafélags- ins vora tæplega 17 milljarðar á ár- inu en 12 milljarðar hjá Samskipum sem juku tekjur sínar um rúmlega 88% frá fyrra ári. Hagnaður Eim- skipafélagsins var öllu meiri, eða l. 315 milljónir króna á móti 154 m. kr. hjá Samskipum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu var arð- semi eigin fjár Eimskipafélagsins 19% en 13,4% hjá Samskipum. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, sagðist þokkalega ánægður með afkomu félagsins í fyrra. Hann sagði óvenju stóran hluta hagnaðar félagsins vera til- kominn vegna sölu eigna þar sem sala skipsins Vegu í fyrra réði mestu. Jafnframt benti hann á um- talsverðan hagnað af sölu hluta- bréfa Burðaráss en talið er að fjár- festingarfélagið sé nú um 40% af heildarverðmæti Eimskipafélags- ins. Aðspurður um horfurnar á þessu ári sagðist Hörður reikna með svipuðum rekstri og umsvifum og í fyrra. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, sagði heildarafkomu sam- stæðunnar heldur lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum en af- koma móðurfélagsins sé hins veg- ar framar væntingum. Hann segir að auk sameiningar við Bischoff Group skýrist aukin velta félagsins einnig af flutningum út af vestur- strönd Noregs, þar sem félagið er með tvö skip í rekstri auk þess sem velta innanlands hafi aukist um 840 m.kr. Ólafur Ólafsson segir að í áætlunum Samskipa sé gert ráð fyrir meiri hagnaði í ár en í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.