Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Faðmlag við landið Jón Leifs í Salnum VORIN eru góður tími fyrir ljóð og í viku bókarinnar þegar suin- arið byrjar er tilvalið að gefa út ljóðabók. Ein þeirra sem kom út í vikunni heitir Blálogaland og er eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Hún er fædd 1973 og hefur áður birt skáldskap í blöðum og tíma- ritum og fengið fyrir hann viður- kenningar. Þetta er fyrsta bók Sigurbjargar. Upphafsljóðið í Blálogalandi heitir Föðurland og er svona: „Landið þitt er snjó- breiða / þú á gangi / og ísbjörn í grennd." Það gefur tóninn og í ljóðununi sem fylgja á eftir eru gjarnan sterkar náttúrumynd- ir og stundum ein- hver grunur um háska. Ljóðin kallast á við norðlæga vetr- arliti og dramatískt veðurfar. Þau leika með orð, eru einföld á yfirborðinu og fáguð en líka skapmikil. „Bókin er dálítið faðmlag við landið," segir Sigurbjörg þeg- ar hún er spurð um bókina. „En hér er ekki guðs- græn náttúra þar sem horft er á blómin vaxa heldur náttúra með fjöllum, ís, snjó og himni. Bláloga- land er að vissu leyti ísland. Eg er mjög tengd íslensku landslagi. Samanlagt hef ég búið í útlöndum í um það bil tvö ár og þá hef ég kannski skrifað tvö Ijóð á hálfs árs fresti. Þegar ég bjó í Arabíu var eyðimörkin ekki bara þar heldur líka í höfðinu á mér. Þeg- ar ég kom svo til íslands í frí hljóp ég niður í fjöru og síðan heim og byijaði að skrifa og skrifa. Mig hafði einfaldlega vant- að sjó og rok og liimin til þess að komast í gang. Ég byrjaði að skrifa þegar ég var lítil og fram eftir aldri orti ég heilu ljóðabálkana sem ég gaf fólki við ýmis tækifæri, í afmælis- gjafír og brúðargjafir. Bálkarnir voru rígbundnir, með stuðlasetn- ingu og rími. í fyrstu voru þeir frumstæðir en svo fór ég að kunna reglurnar og sætti mig ekki við önnur ljóð en hin hefð- bundnu. Seinna gekk ég svo í gegnum einhvers konar trúskipti og sá að ljóð þyrfti ekki rím til þess að vera ljóð. Mig langaði til að búa til fal- TOMJST Norræna húsið GÍTARTÓNLEIKAR Einleiksverk eftir Giuliani, Sor, Legnani, Hiibler, Dowland, Britten, Tarrega, Albeniz, Sörensen, Villa-Lo- bos og Rojko. Magnus, Andersson, gítar. Fimmtudaginn 22. apríl kl. 17. SÆNSKI gítarleikarinn Magnus Andersson hélt tónleika hér á landi í fyrsta sinn í Norræna húsinu sum- ardaginn fyrsta með mestmegnis sí- gildum viðfangsefnum. Ekki þætti manni ósennilegt, að þessi sérís- lenzki tyllidagur, sem hvergi fyrir- fínnst á almanökum annarra landa, hafí haft sitt að segja um dræma að- sókn; var hálfpínlegt að verða vitni að því, að einn fremsti gítarleikari Svía sem svo er kynntur skyldi að- eins kalla fram fimmtán áheyrendur að tveimur gagnrýnendum meðtöld- um. En vonandi batnar staðan á sunnudag, þegar Andersson mætir aftur til leiks með nýrri dagskrá og verkum eftir m.a. Karólínu Eiríks- dóttur. Það setti aukastrik í reikninginn hvað fremur þurr salur Norræna hússins gerir lítið fyrir veikróma klassískan gítar, sem líklega þarf lega bók og ef fegurðin er ein- hvers staðar þá grunar mig að liana sé að finna í sambandi gleði og háska. Já og fegurðin er líka alls staðar, ekki bara í síðkjólum og kórónum á sviði. Fallegustu ljóð sem ég hef lesið eru til dæmis ort af ítölsku skáldi ofan í skot- gröfum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var umkringdur látnum mönnum og hélt sjálfur að hann væri á sömu leið og þeir. Ég er ekki berdreymin en ég hef komist að því að stundum yrki ég fyrir hlutum. Ljóð verður til og svo löngu síðar upplifi ég sjálf að- stæðurnar sem það lýsti. En yfírleitt yrki ég um það sem ég hef þegar fundið, séð eða reynt. Og oft er eins og Ijóðið sé til áður en það er ort og það getur tekið mann tíma að finna það. Maður byijar og veit að þetta á ekki að vera svona og vinnur þangað til að maður finnur: Já, svona á það að vera! Eins og ljósmyndari framkallar á pappír það sem hann sér þá framkalla ég mína sýn eða hugs- un með orðum á pappír. Og það er ekki sama með hvaða orðum. Það tekur mislangan tíma að finna þau réttu. Sum ljóð eru eins og polaroid-myndir, þau fram- kallast strax, önnur þurfa miklu lengri tíma. Það er undarlegt að þurfa allt í einu að svara því hvers vegna ég skrifa. Hingað til hef ég bara skrifað og aldrei velt því fyrir mér hvers vegna ég get ekki hætt. Af óútskýranlegum ástæð- um hef ég vanið mig á að skrifa Ijóð í stað þess að mála, syngja eða tala út í eitt.“ För Tálga sverð úr innvið að höggva mér leið gegnum skóginn kannski verð ég lögð í gegn fyrir vikið kannski mæti ég gömlu ljóni kannski er þetta ekki skógur heldur runni en allur er varinn góður þorpsfíflið sver allra hljóðfæra mest á góðri svörun að halda, og hefði að því leyti verið betra að nota t.a.m. litla kirkju, Hafnarborg eða Hásali. A móti komu munnlegar kynningar einleik- arans, sem voru sérlega fróðlegar, íbyggnar og vel orðaðar á skýrri sænsku. Hlustendum var þannig, við forkynningu á Tilbrigðum Mauros Giulianis um stef eftir Hándel Op. 107 („The Harmonious Blacksmith"), gerð grein fyrir út- hverfa og glæsilega ítalska gítar- skólanum, sem staðið hefði í skugga hins mun þekktari en hlutfallslega íhugulli spænska stíls, allt frá því er Segovia dró götuhljóðfærið inn í konsertsalina. Tilbrigðin voru alls fimm, útheimtu mikla fími, og And- ersson dró hvergi undan hraða, þótt kostaði smá fúsk á stöku stað. Tveir menuettar eftir Fernando Sor voru síðan leiknir af þokka, en hefðu mátt sitja aðeins betur í rytma. Tvö örverk komu næst, „Capriccio" eftir TOMLIST Salurinn KAMMERTÓNLEIKAR Sigrún Eðvaldsdóttir, Finnur Bjarna- son, Marta Haildórsdóttir, Orn Magn- ússon og Camerarctica kvartettinn skipaður Hildigunni Halldórsdóttur, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, Guðmundi Kristmundssyni og Sigurði Halldórs- syni fluttu tónlist eftir Jón Leifs. Fimmtudagskvöld kl. 20.30. 1. MAÍ næstkomandi verða liðin hundrað ár frá fæðingu Jóns Leifs. Þess verður minnst með ýmsu móti; Kammersveit Reykjavíkur, Sinfón- íuhijómsveit Islands og fleiri halda tónleika til að minnast tónskáldsins. Fyrstu afmælistónleikarnir voru í Salnum að kvöldi sumardagsins fyrsta. Þar lék Camerarctica kvar- tettinn Variationi pastorale, eða Til- brigði við tema eftir Beethoven frá þriðja áratugnum, í útgáfu tón- skáldsins fyrir strengjakvartett, og kvartettinn E1 Greco frá miðjum sjöunda áratugnum. Marta HaO- dórsdóttir söng Þrjú kirkjulög op. 12 við sálma Hallgríms Pétursson- ar, og Finnur Bjarnason söng Þrjú sönglög op. 23 og Þrjá sögusöngva op. 24 og lék Örn Magnússon með þeim á píanó. Örn lék líka einleiks- verk eftir Jón; Píanólög op. 2, Valse lento, Prelúdíu og Ballöðu og Strákalag op. 49. Þá lék Sigrún Eð- valdsdóttir Studie op. 3 fyrir ein- leiksfiðlu. Það er ekki langt síðan Sinfómu- hijómsveit Islands lék Variationi pastorali fyrir hljómsveit. Það var ánægjulegt að heyra nú kvartettút- gáfu verksins, því sá búningur fer verkinu talsvert betur. Engu að síð- ur vantaði nokkuð á að flutningur verksins væri eins og best verður á kosið, hann var daufur og tilþrifalít- ill, og vantaði nokkuð á snerpu. Leikur Arnar Magnússonar í píanó- lögum Jóns verður hins vegar ör- ugglega lengi í minnum hafður. Þar skein í gegn sú alúð og vinna sem Örn hefur lagt í við að stúdera þessa tónOst. Innrænn og fíngerður Valse lento var sem kOðmjúkur seiður í höndum Arnar, í þungstíg- um marsi Islands farsælda fróns magnaðist upp sterk og dramatísk stígandi og í Ballöðu var einnig fal- legt ris og mikil spenna þar til stef Jóns sprakk út í tignarlegu niður- lagi. Þetta var dýnamískur, yfirveg- aður og fullkomlega músíkalskur fiutningur. Marta Guðrún Halidórs- dóttir söng Kirkjulög op. 12a við sálma Hallgríms Péturssonar. samstarfsmann Paganinis, Luigi Legnani, og „Reisswerk" e. þýzka módernistann Klaus Húbler er frumflutt var í Darmstadt; hljóm- laust en kostulegt skijáf um háls og bak gítarsins, líkt og leikið væri af fingrum og handarbaki fram. Stokkið var aftur um fjórar aldir að Fantasíu lútusnillingsins Dowlands, sem Andersson lék mjög vel með skýrum hermikontra- punkti, og sem síðasta atriði fyrir hlé fjaraði hið litríka en ögn lang- dregna „Nocturnal“ Brittens fallega út með tilvitnun í lag sama meist- ara. Barceiónumeistarinn Francisco Tarrega var næstur á skrá með þrem kunnum smáverkum, „La- grima“ („Tár‘j, „Adelita" og „Recuerdos de La Alhambra"; allt ágæta vel flutt, einkum fyi'stnefnt, sem streymdi flosmjúkt og syngj- andi, þó að maður hafí heyrt sívirka bakgrunnstremólóið við minning- Rödd Mörtu er sem sniðin fyiir þessi lög, björt og tær. Vængjaðar melismur lagsins Vertu guð faðir faðii' minn svifu hátt yfir minimal- ískum og þungum fímmundar- hljómum píanósins eins og andi sem losnar úr viðjum efnisins. Allt eins og blómstrið eina er hrífandi fallegt í útgáfu Jóns. Þar er lagið flúraðra en í þeirri útgáfu sem venjulega er sungin, en þannig heyrði Jón það sungið af gamalli konu á Vestur- landi á árunum uppúr 1920. Upp, upp mín sál er tígulegt lag, bjart og rismikið. Marta söng iögin vel, en einhvern veginn nær píanóið ekki þeirri dýpt og þeirri þyngd, sem orgel nær í flutningi þessara laga, en þannig era lögin oftar flutt. Sig- rún Eðvaldsdóttir lék Stúdíur op. 3, Prelúdíu og fúghettu. Sígilt fonn prelúdíu og fúgu er uppistaða þessa verks, en rammíslensk fimmund er uppistaða tónferlisins. Ef hægt er að segja að verk sé „of mikið" spO- að, þá átti það við um leik Sigrúnar. Það vai’ of mikið í lagt, með heitu, þungu víbrató og rómantískum innileik. Kaldari og fjarlægari stemmning og meiri yfirvegun er meira í anda verksins. Þetta er auð- vitað spurning um smekk í túlkun, og sannarlega lék Sigifin verkið mjög vel, þrátt fyrir þessa skoðun gagnrýnanda. Finnur Bjarnason og Örn Magnússon fluttu tvö sett af söngvum, Þrjú sönglög op. 23 við ljóð Sigurðar Grímssonar og Hall- dórs Laxness og Þrjá sögusöngva við kvæði úr Egils sögu, Kormáks sögu og Njálu. Túikun Finns á þessum hljómrænu og hljómmiklu lögum var gríðarlega sterk og fal- leg, og samspO þeirra Arnar frá- bært. Síðustu tvö verkin á efnisskránni vora frá síðustu árum tónskáldsins, Strákalag op. 49 frá 1960 og Þriðji strengjakvartett Jóns, E1 Greco frá 1965. Örn Magnússon lék Strákalag af miklum þrótti. Verkið er byggt á stefi sem Jón samdi í rímnalagastfl, og það er síðan útfært í tilbrigðum. Hrynjandi verksins er sterki þráð- urinn, hinn þungstígi, þjóðlegi slag- ur í taktinum 1, 2, 3, 4 - 1, 2, 3 - 1, 2, 3, 4 - 1, 2 eins og mörg þeirra þjóðlaga sem Jón Leifs notaði mest í verkum sínum. Lokaverkið á efn- isskránni, kvartettinn E1 Greco, er byggt á áhrifum þeim sem Jón Leifs varð fyrir ei' hann kynntist verkum spænska málarans E1 Greco. Þetta er eitt magnaðasta verk Jóns, stíllinn fullþroskaður og verkið hlaðið höfundareinkennum hans. Verkið var ágætlega leikið, en það vantaði herslumun að það næði arnar úr Ljónagarðinum í Al- hömbru leikið stöðugi-a en þetta. Umritun Tarregu á Sevillu, píanó- stykki Albeniz, var sennilega full- hröð og varð fyrir vikið að sæta nokkrum óróleika. Hið örstutta „Angelús Waltz“ eftir Danann Bent Sörensen einkenndist af tvírödduð- um tremólóum og komst vel til skila. Heitor Villa- Lobos var öðrum fremur sá „er kom gítarnum til að syngja“, og var það sannmælt um túlkun Anderssons á frægu Forspili nr. 1 í valstakti og um líðandi niður- lag hinnar annars fremur hvössu Æfíngar nr. 11. Hafði gítaristinn sænski gott lag á að draga fram „rómantísku bogana" sem hann kallaði í tóntaki brasílska tónskálds- ins. Tónleikunum lauk með „Passing Away“ slóvenska háðfuglsins Uros- ar Rojkos, furðuáhrifamiklu nú- tímaverki þrátt fyrir sáraeinfalda grannhugmynd - sítrekað klukkutif mflli tveggja strengja, þar sem formbyggingin var reist á stöðugt stigbreytandi litaáferð og dýnamík. Lýsingin hljómar þurrpumpuleg, en í hnitmiðaðri endursögn Anders- sons á gítarinn var útkoman aOt önnur - fersk og hugfangandi frá upphafi til enda. Ríkarður Ö. Pálsson að kveikja þann neista sem í því býr. Tii þess hefði þurft enn meiri snei'pu og enn meiri dýnamík. Það er sorglegt ef íslenskir tónlist- arunnendur ætla að missa af því tækifæri sem gefst um þessar mundir, að heyra fjölmörg og fjöl- breytt verk Jóns Leifs í flutningi okkar bestu tónlistaiTnanna. Því miður vora allt of fáir í Salnum þetta indæla vorkvöld. Nú þegar verið að draga mörg þessara verka fram í dagsljósið eftir langa þögn gefst það einstaka tækifæri að heyi'a íslenska tónlistarmenn takast á við og máta sig við þessi verk. Þar er í raun verið að skapa mörgum þeim verkum, sem hafa legið í glatkistunni aOt of lengi, nýtt Of. Bergþóra Jónsdóttir VERK Daða Guðbjörns- sonar sem sýnd eru á Álftanesinu minna á vorið. Daði Guð- björnsson sýn- ir á Alftanesi DAÐI Guðbjörnsson sýnir málverk í Haukshúsum á Álftanesi 24. og 25. apríl. Daði á rætur að rekja á Alftanesið og ólst þar upp fram á ung- lingsár. Það er Lista- og menningar- félagið Dægi-advöl á Álftanesi sem stendur fyrir sýningunni. Húsið er opið frá kl. 14-18 báða dagana. Fiðlu- og píanótónleikar á ísafirði SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Selma Guðmunds- dóttir píanóleikari halda tón- leika í sal Grunnskólans á Isa- firði á morgun, sunnudag, kl. 16-, Á efnisski'á tónleikanna eru sónötur fyrir fiðlu og píanó eft- ir Robert Schumann og W.A. verka eftir Brahms, Bartók og Jón Leifs. Frá árinu 1986 hafa þær Sigrún og Selma marg- sinnis leikið saman á tón- leikum, bæði hér heima og erlendis, m.a. héldu þær tónleika í Camegie Hall árið 1995. Þær hafa gefið út tvær geisla- plötur. Sigrún Eð- valdsdóttir hefur hlotið margs konar fyrir leik sinn. Hún starfar nú í Reykjavík sem konsertmeistari Sinfóníu- hijómsveitar íslands. Selma hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis og gefið út nokkrar geislaplötur. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarí'élags ísafjarðar og eru áski'iftartónleikar Tónlist- arfélagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir Ferskt og hugfangandi Mozart, auk Signín Eðvaldsdóltir ' Selma Guð- mundsdóttir viðurkenningar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.