Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skipverjar á Ægi gerðu nýjar mælingar á stærð Kolbeinseyjar Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson KOLBEINSEY minnkar stöðugt, samkvæmt nýjustu mælingum skipverja á varðskipinu Ægi. Á myndinni má sjá Auðun F. Kristinsson yfirstýrimann og Hermann Sigurðsson háseta á Kolbeinsey og í baksýn er varðskipið Ægir. Ekkert lát á niður- broti Kol- beinseyjar SKIPVERJAR á varðskipinu Ægi gerðu sér ferð út í Kol- beinsey í lok aprílmánaðar sl. til þess að mæla stærð eyjunnar. I ljós kom að eyjan hefur minnkað töluvert frá því að hún var síð- ast mæld. Niðurbrot eyjunnar gerist hratt og er talið að hún muni brátt hverfa. „Við þurfum ekki að bíða lengi eftir því að Kolbeinsey hverfi í hafið. Þessar nýjustu tölur sýna að hún er stöðugt að eyðast og það hefur ekkert hægt á veðruninni. Það er vart hægt að búast við því að eyjan Iifi langt fram á 21. öldina,“ segir Árni Hjartarson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun. Við þessa nýj- ustu mælingu reyndist eyjan vera 14 metra löng frá norðri til suðurs, 24 metra breið frá austri til vesturs, og 3-4 metra há. Vegna sjógangs reyndist erfitt að hafa mælinguna nákvæma, að sögn skipverja. Af samanburðartölum frá ár- unum 1986, 1978 og 1971 er greinilegt að eyjan hefur minnk- að mjög mikið. Hinn 14. júlí árið 1971 mældist hún 41 metra löng, 39 metra breið og 6-8 metra há. Árið 1978 var hún hins vegar 43 metrar á lengd, 38 metrar á breidd og 5,4 metrar á hæð. Ár- ið 1986 var hún 42 metrar á lengd og komin niður í 32 metra á breidd. í dag má sjá að eyjan hefur styst um 27 metra á lengd- ina og um 15 metra á breiddina frá árinu 1971. Þá hefur hún lækkað um 3-4 metra á hæðina. Að sögn Árna spáðu hann og Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingur því fyrir nokkrum árum að eyjan yrði horfin fyrir árið 2020 og segir hann nú að með þessu áframhaldi þá gæti sú spá staðist. Er úr hrauni sem brotnar auðveldlega Árni segir að eyjan brotni hraðar niður en flestar eyjur. „Kolbeinsey er úr mjög lélegu hrauni sem stendur illa af sér veður. Það er gropið og sjórinn á auðvelt með að brjóta það nið- ur. Hafís hjálpar einnig til við niðurbrotið en hann er oft að finna á þessum slóðum," segir Árni. Aldur Kolbeinseyjar er ekki þekktur en að sögn Árna gæti hún verið á milli 5 og 10.000 ára gömul. Eyjan var fyrst mæld ár- ið 1616 af mönnum á vegum Guðbrands Hólabiskups og reyndist hún þá vera 690 metrar á lengd og 100 metra breið. Á þeim tímum var mikið af fugli og varpi í eynni sem biskupssetrið á Hólum átti og hafði aðgang að. Allt þar til fyrir nokkrum ár- um gegndi Kolbeinsey mikil- vægu hlutverki sem grunnlínu- punktur en hún jók íslensku efnahagslögsöguna um tæpa 10.000 km2 við útfærsluna í 200 mflur. Eftir að samningar um skiptingu hafsvæðanna náðust fyrir nokkrum árum var ekki lengur miðað við eyna. Fram að því hafði verið lögð áhersla á að styrkja hana og veija fyrir ágangi sjávar, en eftir að samn- ingar náðust var ekki talin ástæða til að leggja út í shkar framkvæmdir. Þegar hafði þó verið ráðist í styrkingu eyjunn- ar, þegar þyrlupallur var reistur á henni árið 1989. Ríkið sýkn- að af skaða- bótakröfu ÍSLENSKA ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknað af 30 milljóna króna skaðabótakröfu eig- anda og framkvæmdastjóra inn- flutningsíyrirtækis, sem hefur um árabil flutt inn forsteiktar og frosn- ar franskar kartöflur Stefnandi byggði bótakröfu sína á því að hann hefði verið sýknaður í Hæstarétti hinn 12. mars 1998 af þeim refsikröfum, sem legið hefðu til grundvallar tveggja ára fangels- isdómi, sem kveðinn var upp yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 24. nóvember 1995 fyrir van- greidd aðflutningsgjöld á 75 vöru- sendingum að upphæð 33 milljónir króna. Gjald það sem hann var dæmdur íyrir að svikið undan, sem var umdeilt jöfnunargjald, var síðar dæmt ólögmætt með dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur. Stefnandi fór fram á endurupp- töku refsimálsins að gengnum dómi héraðsdóms frá 11. júní 1997 og samþykkti Hæstiréttur þá beiðni. I dómsniðurstöðu héraðsdóms í gær kom fram að í málinu væri óumdeilt að lagastoð fyrir jöfnunar- gjaldi skorti á því tímabili sem meint brot stefnanda voru framin. Þó hefði það ekki legið fyrir fyrr en eftir að stefnandi hafði tekið út þriggja mánaða fangelsisrefsingu. Þá kom ennfremur fram í dóms- niðurstöðunni að í umræddum sýknudómi Hæstaréttar hefði kom- ið fram að gögn dóms héraðsdóms frá 24. nóvember 1995, sem sakfell- ingin var byggð á, hefðu aðeins að óverulegu leyti verið lögð fyrir Hæstarétt. Úrlausn um sýknu hefði hins vegar ekki verið byggð á því að jöfnunargjaldið hefði verið ólög- mætt. Taldi dómurinn því að ekki hefðu komið fram viðhlítandi rök fyrir því að stefnandi hefði saklaus þolað refsingu eða refsidóm. Morgunblaðið/Ásdís í LEIKSKÓLANUM Holtaborg í Sólheimum stendur yfir dýravika sem fer fram með þeim hætti að starfsmenn dagvistarinnar koma með gæludýr sín, stór og smá í leikskólann til að fræða börnin um umhirðu þeirra og hegðun. Dýravikan hófst á mánudag þar sem komið var með hamstra og daginn eftir voru þijú reiðhross kynnt fyrir börnunum. Dýravika í Holtaborg Að sögn Jóhönnu Bjargar Óla- dóttur, leiðbeinanda á Holta- borg, voru börnin furðuspræk að fara á bak, en að hennar mati hefur um fjórðungur barnanna ekki setið hest áður. f gær, miðvikudag, var röðin komin að páfagaukum og á morg- un, föstudag, lýkur síðan dýravik- unni með hundadegi. Dýravikan er tiltölulega ný hugmynd starfsmanna og var kynnt fyrir foreldrum barnanna með góðum fyrirvara m.a. með tilliti til hugsanlegs ofnæmis fyrir dýrahárum. Viðskiptaráðherra segir að Norsk Hydro hafí litist vel á aðstæður Framhaldið ræðst eftir viðræður í júní FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ræddi í gærmorgun við fulltrúa Norsk Hydro, sem staddir hafa verið hér á landi, ásamt fulltrúum Landsvirkjunar. í júní verður haldinn annar fundur og takist vel til þá verður að sögn Finns hafin leit að fjármögnunaraðil- um til að taka þátt í að reisa ál- ver ásamt Islendingum og Norðmönnum. Fyrst og fremst um kynnisferð að ræða Finnur lagði í gær áherslu á að hér hefði fyrst og fremst ver- ið um kynnisferð að ræða þar sem forstjóri álsviðs Norsk Hydro, Jon Harald Nielsen, væri nýr í starfi. Ásamt Nielsen komu hingað Tormod Bjork, yf- irmaður byggingadeildar áls- viðs, og Jostein Flo, sem nú er yfirmaður súrálsdeildar álsviðs- ins, en fer með ráðagerðir um álver á Reyðarfirði. „Þeir fóru austur á Reyðar- fjörð til að skoða aðstæður," sagði Finnur. „Niðurstaðan af þessari ferð er nú sú að þeim líst ágætlega á aðstæður fyrir austan. Þeir sjá að þar er starf- andi stóriðjuíyrirtæki - síldar- vinnslan í Neskaupstað - þótt í annarri grein sé og þeir hafa sannfærst um það að hægt sé að reka svona starfsemi á svona stöðum.“ Finnur sagði að þetta verk- efni, 120 þúsund tonna álver, gæti kostað um 30 milljarða króna. Eigið fé yrði 40%, eða um tólf milljarðar: „Af þessum tólf milljörðum gætum við átt 30 til 40% hlut eða eitthvað í kringum fjóra milljarða. Norð- mennimir munu eiga einhvern hlut og sömuleiðis aðrir. Það er ekki hægt að nefna ákveðna prósentu, hlutirnir era í þessari vinnslu." Ekki tímamótafundur Finnur sagði ekki hafa verið um tímamótafund að ræða nú, en á fundinum, sem halda ætti hér á landi í júní, ætti að móta verkefnið frekar: „Ef vel tekst til og menn segja við skulum halda áfram að vinna að verk- efninu verður í framhaldi af þeim fundi farið að leita að fjár- mögnunaraðilunum, sem yrðu með Islendingum og Norð- mönnum í þessu.“ p í-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.