Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 47
46 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 47 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚTGÁFA ÍSLENSKRAR TÓNLISTAR STÓRHUGUR einkennir Philips-útgáfufyrirtækið sem nú vinnur að því að koma út á geisladiskum upptökum með mörgum fremstu píanóleikurum aldarinnar. Fyrstu diskarnir komu út seint á síðasta ári en alls verða þeir um 200. Tveir diskar eru gefnir út í einu með 150 mínútum af tónlist en allt safnið mun innihalda í kringum fimmtán þús- und mínútur af píanóleik. Islendingar ættu að veita þessu metnaðarfulla framtaki athygli. A þessum vettvangi hefur áður verið bent á það þarfa verkefni að koma upptökum á leik íslenskra tónlist- armanna á aðgengilegt form en Ríkisútvarpið varðveitir til dæmis töluvert af þeim. Annað, stærra og ekki síður mikil- vægt, verkefni yrði að gefa út á nútímalegu formi heildar- safn íslenskra tónverka. Ljóst má vera að íslensk tónlist er að stórum hluta óað- gengileg almenningi. Nokkuð af íslenskri tónlist er raunar ekki heldur til útgefið á prenti sem veldur því að hún er yf- irleitt ekki flutt. Nefna má sem dæmi hluta af æviverki Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, en ekki síður verk margra helztu tónskálda aldarinnar Það væri þarft verk að gera íslenska tónlist aðgengilegri hlustendum. Utgáfa og kynning sænsks útgáfufyrirtækis á verkum Jóns Leifs er gott fordæmi sem ætti að hvetja menn til frekari dáða í þessum efnum. Verk Jóns Leifs hafa ekki aðeins náð eyrum Islendinga í meira mæli en áð- ur heldur og vakið mikla athygli á erlendri grund og má þar ekki sízt nefna Svíþjóð og Þýzkaland. Framþróun í tækni gerir útgáfu tónlistar æ auðveldari og ódýrari. Hins vegar er ólíklegt að nokkur muni ráðast í slíkt stórvirki sem heildarútgáfa á íslenskri tónlist er nema með atbeina hins opinbera. Að minnsta kosti gæti hvatning af einhverju tagi úr þeirri átt orðið til þess að meiri hreyfing kæmist á útgáfu á íslenskri tónlist. KONURÁ NÝKJÖRNU ÞINGI KONUM hefur fjölgað nokkuð á Alþingi eftir þingkosn- ingarnar sl. laugardag. Þær eru nú 22 af 63 þingmönn- um en voru 18. Flestar eru konur í þingflokki Samfylking- arinnar eða 9 en í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru nú 8 konur og 3 í þingflokki Framsóknarflokksins. í þingflokki vinstri grænna eru tvær konur. Athygli vekur að fjórar konur bætast nú við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins þannig að fjöldi kvenna þar tvöfaldast. Þessar tölur sýna, að í síðustu þingkosningum miðaði töluvert í þá átt, að sæmilegt jafnvægi skapaðist á milli karla og kvenna á Alþingi og ekki ólíklegt að enn meiri ár- angur náist að fjórum árum liðnum. Konur sækja alls stað- ar fram í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu og þess sér nú stað með áberandi hætti á vettvangi stjórnmálanna. Talsmaður næst stærstu stjórnmálahreyfingarinnar í landinu er kona. í forystu þingflokkanna hafa konur verið að komast til aukinna áhrifa og líklegt má telja, að í næstu ríkisstjórn íslands verði fleiri konur en nokkru sinni fyrr, ef fram fer sem horfír. Konur eru einnig að komast til for- ystu í einstökum kjördæmum. Þar má nefna Framsóknar- flokk í Reykjaneskjördæmi, Vesturlandskjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra, Sjálfstæðisflokk í Austur- landskjördæmi, Samfylkinguna í Reykjavík, á Reykjanesi, Suðurlandi og Norðurlandi eystra og Vinstri græna í Aust- urlandskjördæmi. Þegar á þetta er litið til viðbótar því, að konur hafa stór- aukið áhrif sín í sveitarstjórnum og konur eru í forystu bæði meirihluta og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, fer ekki á milli mála, að valdahlutföllin eru smátt og smátt að breytast í stjórnmálunum og áhrif kvenna verða þar æ meiri - eins og vera ber. „StríðsglæpadómstóIIinn á eftir að hafa veruleg áhrif til lengri tíma“ Lrklegt að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi Náin tengsl eru á milli þess að fá ráðamenn og hermenn sótta til saka fyrir stríðsglæpi og við- bragða alþjóðasamfé- lagsins við mannrétt- indabrotum. Holly Cartner, framkvæmda- stjóri yfír mannréttinda- málum í Evrópu og Mið- Asíu hjá Human Rights Watch, ræddi við Hrund Gunnsteinsdóttur um getu dómstólsins til að framfylgja alþjóðalögum og sækja stríðsglæpa- menn til saka. ALÞJÓÐLEGI stríðsglæpa- dómstóllinn í Haag í málum tengdum fyrrverandi Júgó- slavíu (ICTY) var settur á laggimar í maí 1993. Dómstóllinn var stofnaður i því augnamiði að sækja til saka þá sem fremja eða framið hafa stríðsglæpi í löndum fyrrverandi Jú- góslavíu frá 1. janúar 1991 til dagsins í dag. I júlí 1998 var send nefnd á vegum dómstólsins til sambandsríkisins Jú- góslavíu, sem samanstendur af Serbíu og Svartfjallalandi, til að kanna stöðu mála í Kosovo-héraði í Serbíu. I sept- ember hófst svo undirbúningur að frekari rannsókn á stríðsglæpum í Kosovo. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch (HRW) hafa frá árinu 1989 safnað gögnum um stríðsglæpi og mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kosovo. Morgunblaðið ræddi við Holly Cartner, framkvæmdar- stjóra HRW í New York, yfir mann- réttindamálum tengdum Evrópu og Mið-Asíu, um rannsóknir á stríðs- glæpum í Kosovo, hlutverk dómstóls- ins og framvindu mála. Serbneska ríkisstjórnin hefur ítrek- að neitað fulltrúum glæpadómstóls- ins um leyfi til að ferðast til Kosovo og skoða staði þar sem talið er að stríðsglæpir hafi verið framdir.- Með þessu bíður sönnunarbyrði dóm- stólsins mikinn hnekki og spurning- ar vakna um það hvort það geti hugs- anlega komið í veg fyrir að tak- mark dómstólsins náist, þ.e.- að sækja stríðsglæpamenn til saka. Cartner segir þessar hindranir vissulega skerða starfsgetu dómstóls- ins en þrátt fyrir það hafi starfsmenn hans og óháðra félagasamtaka eins og HRW, getað safnað sönnunargögnum þar sem þau liggja ekki síst í fram- burði vitna og fómarlamba. Öll gögn sem HRW safnar eru að sögn Cartner lögð fyrir dómstólinn sem svo metur hvort hann muni yfirheyra vitnin. En nægja frásagnir einstaklinga einar og sér til sakfellingar? Cartner sagði líkamleg og önnur áþreifanleg sönnunargögn og verksummerki vissulega styrkja mál- sókn verulega. Hins vegar hafi komið fyrir að framburður vitna sé það eina sem dómstóllinn hafi mál sitt á að byggja. Beri svo við, segir Cartner það meginatriði málsóknar að fá sem flesta vitnisburði um sama atburðinn. Hún sagði HRW nota mjög nákvæma aðferðafræði við gagnasöfnun sem miðast við að vitnisburðir séu eins ná- kvæmir og unnt er og að framburður nokkurra vitna styðji hver annan. „Til að mynda getur vitni að atburði Reuters STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLLINN í Haag rannsakar stríðsglæpi sem framdir hafa verið í fyrrverandi Júgdslavíu frá 1991 til dagsins í dag. Hér sjást sérfræðingar að störfum í Lion-kirkjugarðinum í Sarajevo þar sem fjöldagröf fannst í nóvember sl. frá Bosm'u-stríðinu, 1992-1995. Lög eru ekki „samn- ingsatriði“ lagt áherslu á að karlar hafi verið að- skildir frá konum á sama tíma og ann- að vitni að sama atburði, leggur áherslu á hversu margir hafi fallið í valinn. Með svona sönnunargögnum reynum við að setja atburðarásina í samhengi og fá upp heildarmynd.“ Cartner sagði sönnunarbyrði vissu- lega fara eftir aðstæðum og að stund- um væri aðeins eitt vitni að atburði, sem þó gæti nægt til að fá af honum heildarmynd. Cartner sagði það gífurlega mikil- vægt að ríki sem tæki við flóttafólki legði dómstólnum lið með því að ræða við flóttafólkið og skrá niður gögn um stríðsglæpi sem framdir hafa verið í Kosovo. „Einnig höfum við hvatt þau lönd sem hafa hernaðarleyniþjónustu eins og Bretland og Bandaríkin, og hafa haft njósnara á svæðinu, til að láta dómstólinn hafa aðgang að öllum þeim gögnum sem þau búa yfir.“ Cartner sagði þá vinnu ganga ágæt- lega. „Undanfarnar vikur höfum við heyrt að breska stjómin ætli að láta dómstólinn hafa mikið magn af upp- lýsingum. Bandaríska stjómin hefur nú þegar gert það, en þó hefur hún verið treg til þess því hún vill ekki eiga á hættu að það komist upp hver heim- ildarmaðurinn, eða njósnarinn, er.“ Cartner sagði það skoðun HRW að nafn njósnarans þurfi ekki að gefa upp. „Eg tel að Bandaríkin ættu að leggja sig meira fram við að láta dóm- stólnum upplýsingar í té en þau hafa gert til þessa. Þörfin á því er einfald- lega það mikil fyrir störf dómstólsins." Alþjdðasamfélagið ræður miklu um árangur ddmstdlsins HRW og önnur óháð félagasamtök og mannréttindahópar hafa gagnrýnt alþjóðasamfélagið fyrir að hafa ekki beitt serbnesku ríkisstjórnina nægilegum þrýstingi til að framfylgja ákvæðum dómstólsins og virða alþjóðleg mannrétt- indi. Skortur á slíkum þrýstingi hafi alvarleg áhrif á störf dómstólsins þar sem virkni hans bygg- ist að verulegu leyti á því að þessi þrýstingur sé til staðar. „Já, við höfum verið mjög áhyggju- full yfir því að Bandaríkjastjórn, ásamt öðrum aðilum alþjóðasamfé- lagsins, hefur bmgðist seinlega við því að taka á mannréttindabrotum sem framin hafa verið í Kosovo, allt frá ár- inu 1989. HRW hefur safnað gögnum um mannréttindabrot í Kosovo frá þeim tíma og höfum við ítrekað skráð upplýsingar um kúgun gegn Kosovo- Albönum. Bandaríska ríkisstjórnin brást ekki nægilega hratt og vel við þessum mannréttindabrotum. Það er mat HRW að ef rétt hefði verið tekið á málum þá og ríkisstjórn Serbíu beitt pólitískum þrýstingi hefði það getað komið í veg fyrir það sem nú er orðið í Kosovo og Serbíu. Ég vil líka leggja áherslu á að er Dayton-friðarviðræðumar í Bosníu fóra fram beittum við alþjóðasamfé- lagið miklum þrýstingi í þá átt að handtaka þá sem þegar höfðu verið ákærðir fyrir stríðsglæpi. Bandaríkja- stjóm var þá sérstaklega treg til og var meira að segja lengi að viður- kenna rétt NATO hersveita í Bosníu til að handtaka einstaklinga sem höfðu verið ákærðir. Hefðu Radovan Karadzic og Ratko Mladic, tveir æðstu leiðtogar her- sveita Serba í Bosníu-stríðinu, verið handteknir snemma árið 1996 hefði það gefið serbnesku ríkisstjórninni mjög sterk skilaboð um að stríðsglæp- ir væra ekki liðnir. I staðinn era þess- ir tveir, hæst settu mennimir sem ákærðir hafa verið til þessa, enn frjálsir ferða sinna. Hvers konar skilaboð sendir það þá Milosevic um það hversu alvarlega alþjóðlega sam- félagið lítur á stríðsglæpi? Hér tel ég að alþjóðasamfélagið hafi bragðist hlutverki sínu og af því eram við að súpa seyðið í dag. Það á ekki að líðast að Milosevic svíki samkomulag eins og gerðist í október er Milosevic sveik samkomu- lagið vikum eða jafnvel dögum eftir að gengið var frá því.“ En hvers vegna þessi tregða af hálfu alþjóðasamfélagsins til að grípa til aðgerða? „Það tel ég mega rekja til þess að menn töldu Milosevic eina manninn sem framfylgt gæti friðarsamkomu- laginu í Bosníu af hálfu Serba. Hann var álitinn raunsæismaður og að mörgu leyti góður samningsaðili. Því miður hefur síðar komið í ljós að það er hann sem skapar deilur og þegar hann hefur náð pólitísku markmiði sínu með þeim, stígur hann fram sem sáttaraðili." Cartner sagði það sína skoðun að umheimurinn hafi tekið þátt í leik- brögðum Milosevics. „Ég tel alþjóða- samfélagið hafa komið sér í algjöra sjálfheldu, því nú er komin upp sú staða að Milosevic er sá eini sem hægt er að semja við vegna þess að öðram hefur ekki verið veitt rými til samn- inga. Það er mjög stórt vandamál," sagði Cartner. Sem stendur sagði Cartner engan aðila standa uppúr sem hægt væri að semja við í Serbíu. „En við vitum ekki fram ef alþjóðasamfélagið færi að koma fram við Milosevic sem stríðs- glæpamann. Það verður að viðurkennast að hann er sá valdamesti, en það er nauðsyn- legt að styðja önnur öfl í landinu til að annar valkostur komi hugsanlega fram á sjónarsviðið." En fyrirfinnst annað slíkt afl í Ser- bíu? „Ég held að það séu sterkir einstak- lingar í Serbíu sem era fulltrúar raun- veralegs lýðræðis en því miður held ég að hópurinn sé ekki mjög stór núna. Ef fólk fengi hins vegar að tjá sig vitum við ekki hvemig þau mál gætu þróast með tímanum. Við þá kúgun sem verið hefur í Serbíu sl. ár gagnvart stjórnarandstöðunni, mann- réttindahreyfingunni og óháðum fjöl- miðlum, er mjög erfitt að gera sér grein fyrir tilvist þeirra og hversu fjölmennur þessi hópur er.“ Geta dómstólsins til að framfylgja alþjóðalögum Serbneska ríkisstjómin lítur á deil- una í Kosovo sem innanríkismál og segir lögsögu dómstólsins ekki ná til Júgóslavíu. Undir þessum formerkj- um hefur ríkisstjórnin meinað fulltrú- um dómstólsins frá Júgóslavíu og hindrað þannig störf þcirra. Hvaða ráðum getur dómstóllinn beitt til að framfylgja lögum við slíkar aðstæður? „Því fýlgja vissulega vandamál er ríkisstjórnir virða alþjóðalög að vettugi. En á sama tíma er þetta ein önnur sönnun þess að júgóslavnesk yfirvöld brjóti alþjóðalög í sífellu." Cartner sagði lögsögu dómstólsins hins vegar liggja skýrt fyrir og að júgóslavneska stjómin virtist vera sú eina sem efaðist um það. Cartner segir hlutverk alþjóðasam- félagsins vera gríðarlega miMlvægt er kemur að getu dómstólsins til að framfylgja alþjóðalögum. „Til að framfylgja lögunum getur alþjóðasamfélagið til að mynda beitt hernaðar- legu valdi, til dæmis líkt og gert var í Bosníu. Aðrar leiðir era þá að beita pólitískum og efnhagslegum þrýst- ingi. Sá þrýstingur sem serbnesk stjórnvöld hafa verið beitt hefur ekki verið nægur. Einnig er gífurlega mik- ilvægt að handtaka ákærða stríðs- glæpamenn til að sýna að alvara liggi að baki dómstólnum," sagði Cartner. Meðan samið er við Milosevic vakna spurningar um það hvort hann muni nokkurn tíma verða sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sem hann er sagður skipuleggja. Cartner sagði Þarf að hand- taka stríðs- glæpamenn hvaða lýðræðislegu öfl gætu stigið | það hins vegar liggja ljóst fyrir að dómstóllinn þjónaði ekki pólitískum hagsmunum; að lög væra ekki „samn- ingsatriði." „Liggi óumdeilanlegar sannanir fyrir því að Milosevic og hersveitir undir hans stjórn hafi framið stríðs- glæpi ætti að sakfella hann. Ég geri ráð fyrir að er dómstóllin hefur byggt upp mjög sterkt mál gegn Milosevic þá muni hann verða ákærður," sagði Cartner. „Reyndar verður dómstóllinn að fá leyfi til að fara inn í landið til að geta handtekið Milosevic, sem gæti orðið erfitt. Hins vegar kemur það ekki í veg fyrir að hægt sé að gefa út hand- tökuskipun á hendur honum. Nú þeg- ar era líklega tU næg sönnunargögn til að sakfella hann, bæði frá Bosníu- stríðinu og nú í Kosovo. Ég hef trú á því að Milosevic eigi eftir að verða ákærður og tel að dómstóllinn sé að vinna að því núna. Það væri mikU- vægur þáttur í starfi hans að kæra Milosevic. Varðandi það að samþykki Milos- evies þurfi að liggja fyrir tU að full- trúar dómstólsins fari inn í Júgó- slavíu til að handtaka hann er rétt að minnast þess að hersveitir NATO fóra inn í serbneska lýðveldið Sprska í Bosníu gegn vilja stjórnvalda þar og handtóku stríðsglæpamenn,“ sagði Cartner. Vonandi að dómstóllinn dragi úr stríðsglæpum í framtíðinni En hvað um meðlimi frelsishers Kosovo, KLA? Eru serbnesk stjórn- völd ekki í góðri aðstöðu til að stjórna sönn unarbyrðinni ef það er í þeirra valdi að veita rannsóknaraðilum og öðrum fulltrúum dómstólsins leyfí til að fara inn í Júgóslavíu og þá hvert þeirfara? „Vissulega er það svo. Hins vegar hefur HRW tekist að afla gagna á stöðum þar sem talið er að serbneskir hermenn hafi framið stríðsglæpi. Þetta var gert með leyfi serbneskra stjórnvalda. En eins og við vitum var aðgangur þó ekki alltaf leyfður.“ Styrkur dómstólsins hefur verið sagður liggja ekki síst í því að hann muni draga úrlíkum á að stríðsglæpir verði framdir. Að hermenn og yfir- menn herja hætti við að fremja stríðsglæpi er þeir hugsi um afleið- ingar gjörða sinna og að þeim verði refsað fyrír þær, líkt og í borgaraleg- um samfélögum. Hefur dómstóllinn í raun þessi áhrif er út á vígvöllinn er komið? „Stríðsglæpir munu líklega alltaf verða framdir, þvi miður. Hins vegar er eina leiðin til að draga veralega úr þeim í framtíðinni að gera ráðamönn- um og hershöfðingjum grein fyrir að hegðun þeirra muni sæta rannsókn. Að þeir verði saksóttir, sakfeUdir og þeim refsað ef hegðun þeirra reynist brjóta alþjóðalög. Við vonum að refs- ingar fyrir stríðsglæpi komi til með að hafa sömu áhrif og gengur og ger- ist í borgaralegum samfélögum þar sem lögregluvald ríkir. Ég tel að lög dómstólsins eigi eftir að hafa áhrif á einstaklinga í hernum. Þó svo að þeir verði ekki handsamað- ir strax þá geti þeir t.d. ekki ferðast úr landi. Ef við tökum Arkan sem dæmi, þá er ef til vill ekki líklegt að hann náist í Serbíu í dag. [Arkan er alræmdur foringi vopn- aðra sveita sjálfboðaliða sem sagðir eru fremja hræðUeg grimmdarverk í Kosovo í dag, líkt og í Bosníu-stríðinu] Hins vegar mun Milosevic ekki alltaf verða við völd og ný stjórn mun líklega ekki vilja vernda fólk eins og Arkan. Við leggjum áherslu á að þrýstingur verði settur á þessa aðila með því að frysta bankainnistæður þeirra og beita öðr- um efnahagslegum þrýstingi. Áhrifa dómstólsins mun gæta tU lengri tíma og þau munu verða hermönnum og ráðamönnum víti til varnaðar. Hinn kosturinn sem við höfum er að við- halda algjöru refsileysi sem er ekki fýsilegur kostur.“. ÞÝSKUR verðbréfamiðlari f kauphöllinni í Frankfurt les dagblað fyrr á árinu þar sem greint er frá afsögn Oskars Lafontaines sem fjármálaráðlierra. Rudi Dornbusch segir í grein sinni að brotlending Lafontaines sé gott dæmi um hvað megi og hvað megi ekki í þýskri efnahagsumræðu. Þýska skjaldbakan og bandaríski hérinn Hefur áráttan til ofstjórnunar staðið þýsku efnahagslífí fyrir þrifum. Hagfræðiprófessor- inn Rudi Dornbusch spyr þessarar spurning- ar og veltir fyrir sér muninum á þýsku og bandarísku efnahagsiífí. Project Syndicate. UMRÆÐUR um efnahagsmál hafa verið fyrirferðarmiklar í Þýskalandi næstum allan þennan áratug og mörgum spumingum verið varpað fram. Meðal annars hafa menn velt því fyrir sér hvort sveigjanleikinn á þýskum vinnumarkaði sé nógu mik- ill; hvort launin séu of há og hvort verið geti, að ofstjómunaráráttan sé farin að standa eðlilegum framförum fyrir þrifum. Hvemig eiga þýsk fyr- irtæki að standa sig í samkeppninni þegar þau eru bundin í báða skó af ríkisvaldinu og verkalýðsfélögunum? Fáum dettur í hug að fara banda- rísku leiðina en flestir eru sammála um, að eitthvað verði að breytast. Þótt orðin séu til alls fyrst þá hef- ur fátt bitastætt komið út úr þessari umræðu og hún steinþagnaði raunar fyrr á árinu þegar Oskar Lafontaine, fyrrverandi fjármálaráðherra, kom með alveg nýtt innlegg í hana. „Skattleggjum fyrirtækin meii-a" var að hans mati lausnin á þýska efnahagsvandanum. Það tók atvinnulífið nokkurn tíma að ná vopnum sínum á nýjan leik eft- ir þetta útspil Lafontaines en það og eftirminnileg brotlending hans sýndu vel hvað það er, sem má og má ekki í þýsku samfélagi. Lafontaine virðist hafa gleymt þeirri meginsannfæringu þýskra jafnaðar- manna, að ekki megi stugga við neinum. Það má ekki troða fyrir- tækjunum um tær eins og Lafontaine gerði og það má ekki styggja verkalýðsfélögin eins og Gerhard Schröder kanslari gerði þegar hann gældi við Thatcher/Bla- ir-aðferðina í því skyni að örva efna- hagslífið. Hver er munurinn? Breska vikuritið The Economist varpaði því fram nýlega hvort Þýskaland og Evrópuríkin yfirleitt stæðu sig nokkuð svo illa í saman- burði við Bandaríkin. Hagvöxtur og framleiðniaukning hafa verið meiri í Bandaríkjunum en Evrópu síðustu tvo áratugina og því mætti ætla, að Reuters STYTTA af rithöfundinum Friedrich Schiller fyrir framan höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. Ekki óttast öll þýsk fyrirtæki innrás á Bandaríkja- markað og á síðasta ári festi Deutsche Bank kaup á Bankers Trust, áttunda stærsta banka Bandaríkjanna, og myndaði þar með stærsta banka heims. lífskjörin þar hefðu batnað að sama skapi. Ef svo er ekki, er þá ekki allt tal um „amerísku leiðina“ bara eins og hvert annað froðu- snakk? Það kann að vera rétt og hugsanlegt er, að lítil samkeppnisgeta og lítill sveigjanleiki séu forsend- urnar fyrir langvarandi árangri í efnahagsmálunum. Frumkvæði og framtak skipta mestu Kannski stöndum við á tímamótum, kannski er ameríska sápukúlan að springa og nú þegar unnt að slá því fóstu, að þetta hafi aldrei getað gengið, ekki með þennan viðskipta- halla, lítinn spamað og velsæld, sem byggðist á pappírspeningum. Ef aðeins er miðað við hagvöxtinn hafa þó Bandaríkin staðið sig betur en Þýskaland sl. 20 ár, 2,8% til jafn- aðar á móti 2,2%. Það er þó ekkert stórkostlegt og jafnvel þótt það geri 35% á hálfri öld, þá er engin ástæða til að falla í stafi. Að treysta á sjálfan sig Hér munar þó meiru en þessu. Bandaríkin hafa unnið bug á óvini sínum númer eitt, verðbólgunni, en Þjóðverjar hafa orðið að láta í minni pokann fyrir erkifjanda sínum, at- vinnuleysinu. Það virðist vera komið til að vera. Bandaríkjamenn hafa líka haft betur í glímunni við annan óvin, fjárlagahallann, sem blés út á stjórnarárum Reagans. Ríkissjóður skilar afgangi og er að greiða niður skuldir en þýska stjórnin hefur aftur á móti reynt að vinna sér tíma með svokölluðum Waigel-samningi. í þriðja lagi og sem mestu máli skiptir hefur áhugi Bandaríkja- manna á kapitalismanum og eigin ábyrgð aukist en í Þýskalandi er enn ” litið á ríkisvaldið sem lokasvarið. Þýskir ráðherrar og ríkisstarfsmenn treysta því, að til sé nokkuð, sem heiti þekkingarsamfélag, og land, sem búi við góða menntun, muni ávallt verða í fremstu röð. Þeir hafa gleymt því, að mikilvægara háskóla- gráðunni er að treysta á sjálfan sig, sitt eigið frumkvæði og framtak. An þess er menntunin eins og hjólalaus bíll, ekki ósvipaður öðram en hreyf- ist ekki úr stað. Meðalmennskan Til er lítil saga af stórri, þýskri samsteypu, sem vildi kaupa banda- rískt hátæknifyrirtæki. Starfsmenn- imir heimafyrir risu þá upp á aftur- fætuma og mótmæltu hástöfum: „Við getum gert það sama og Banda- ríkjamennirnir,11 sögðu þeir og þegar spurt var hvers vegna þeir hefðu þá ekki gert það, var svarið þetta: „Við höfum ekki verið beðnir.“ Þetta er meðalmennsk- an í hnotskurn. Þjóðverj- ar eins og Japanir standa sig nú aðeins vel í meðal- tækninni. Hátæknin vefst fyrir hinu agaða og inngróna starfsumhverfi r þar sem stjórnendur eru meira metnir en gráðugir framkvæmda- menn. Höfundurínn er Ford-prðfessor við Tækniháskólann í Massachusetts (MIT) og áður helsti efnahagsráðgjafi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrís- sjóðsins. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.