Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 63
UMRÆÐAN
20% grunnskólanema
í Reykjavík án tann-
læknisþj ónustu
MEÐ breytingu á
lögum um almanna-
tryggingar 1992 og
1993 var forráðamönn-
um gert skylt að greiða
hluta tannlæknakostn-
aðar vegna grunnskóla-
nemenda, en skóla-
tannlækningar höfðu
áður verið þeim að
kostnaðarlausu. Jafn-
framt var sett reglu-
gerð um að sjúkra-
tryggð börn og ung-
lingar, 16 ára og yngri,
skyldu hafa einn
ábyrgðartannlækni og
greiðslur sjúkratrygg-
inga fyrir almennar
tannlækningar takmarkast við að
ábyrgðartannlæknir viðkomandi
barns eða unglings hafí unnið tann-
læknisverkið. Frá 1. september
1993 varð því sú breyting á starf-
semi skólatannlækna í Reykjavík að
einungis þeir nemendur sem óskað
hafði verið eftir að fengju þjónustu
Skólatannlækninga Reykjavíkur
voru kallaðir inn til skoðunar. Áður
höfðu allir grunnskólanemar í
Reykjavík verið skoðaðir af skóla-
tannlækni minnst einu sinni á ári.
Sá tannlæknir sem undrritaði fyrsta
reikning til Tryggingastofnunar
vegna tannviðgerða einstaklings
eftir 1. sept. varð sjálfvirkt skráður
ábyrgðar-tannlæknir þess einstak-
lings, óháð því hvort um bráðahjálp
eða fullnaðartannviðgerð var að
ræða. Og dæmi voru um að tann-
læknar vissu ekki um sína skjól-
stæðinga.
Kannað var hjá Tryggingastofn-
un ríkisins tveimur árum eftir
breytinguna hverjir grunnskóla-
nema hefðu fengið endurgreidda
reikninga frá einkatannlæknum,
einn eða fleiri, og þar með skráðan
ábyrgðartannlækni. Við samanburð
á lista yfir þá nemendur sem skóla-
tannlæknar sinntu kom í ljós að um
fimmtungur grunnskólanema í
Reykjavík, alls 2.800 böm og ung-
lingar, hafði enga tannlæknisþjón-
ustu fengið þetta tíma-
bil. Seinni kannanir
staðfestu þá tölu.
Skólatannlækningar
hafa verið stundaðár í
Reykjavík frá 1922
sem liður í heilsugæslu
skólabama. Vegna
tannlæknaskorts urðu
þó tannviðgerðir lengi
vel færri en svo að full-
nægðu þörfum, of
margar tennur voru
dregnar úr og fyrir-
byggjandi aðgerðir
vom í lágmarki. Það
var fyrst eftir 1980 að
skólatannlæknar náðu
yfirhendinni í barátt-
unni gegn tannskemmdum, holur
vom fylltar og fáar tennur voru
dregnar úr.
Nú gátu skólatannlæknar snúið
sér í auknum mæli að fyrirbyggj-
Tannlækningar
Skólatannlækningar,
segir Stefán Yngvi
Finnbogason, eru hluti
af heilsuvernd í skólum.
andi aðgerðum, skorufyllum og flú-
orlökkun. Eftir þetta dró mjög
hratt úr tannskemmdum og fylling-
um fækkaði.
Árið 1992, síðasta árið sem skóla-
tannlæknar skoðuðu öll skólaböm,
vom 20% grannskólanema í
Reykjavík með allar tennur heilar
og óviðgerðar en tíu ámm áður taldi
þessi hópur innan við 3%. Nú er að-
eins vitað um tannástand þeirra
barna sem em undir eftirliti skóla-
tannlækna, því engar skýrslur em
gerðar um þá nemendur sem ganga
til einkatannlækna.
Aðalstarf skólatannlæknis er nú
eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir,
en var tannfylling og tannúrdráttur
fyrir tuttugu ámm. í starfsreglum
um Skólatannlækningar Reykjavík-
ur sem giltu fyrir 1. sept. 1993 seg-
ir:
„Allir nemendur grannskólanna
skulu skoðaðir af skólatannlækni
minnst einu sinni á ári. Mæti bam
ekki til tannskoðunar eða tannvið-
gerðar þegar því ber skal með að-
stoð skólahjúkmnarfræðings og/eða
kennara leita orsakanna og ráða bót
á.“
Eftir síðustu breytingar á lögum
um almannatryggingar geta þessar
starfsreglur ekki gilt og viss hópur
lendir utanveltu.
Heilsuvemd í grunnskólum er
ásamt ungbarnaeftirliti og mæðra-
vernd undirstöðuþáttur í heilbrigð-
iskerfi hverrar þjóðar.
Heilsugæsla í skólum hefur verið
lögbundin hér á landi síðan snemma
á öldinni. Læknir skoðar vissa ald-
urshópa, mæld er hæð og þyngd,
sjón og heym prófuð, gert er
berklapróf og bólusett gegn mænu-
sótt og rauðum hundum. Áherslur
hafa breyst þar með árunum án
þess að dregið hafi verið úr þjón-
ustu. Lögð er aukin áhersla á að
sinna bömum sem era í áhættuhópi
vegna llkamlegra, andlegra og fé-
lagslegra vandamála, eins og segir í
starfsreglum frá Landlæknisemb-
ættinu. Engum dettur í hug að inn-
heimt verði gjald fyrir heilsuvernd í
skólum.
Skólatannlækningar era hluti af
heilsuvernd í skólum. Þeirra hlut-
verk er eftirlit með tannheilsu og
tannþroska barnanna, fyrirbyggj-
andi aðgerðir og ekki síst að finna
áhættueinstaklinga sem þurfa á
aukinni tanngæslu að halda.
Gjaldtaka í skólatannlækningum
mglar það skipulag sem komið var
á, dregur úr þjónustunni og stjakar
til hliðar þeim börnum sem ef til
vill þurfa mest á þjónustunni að
halda.
Höfundur er yfirskdlatannlæknir í
Reykjavík, sérfræðingur í
bamatannlækningum.
Opið hús í dag!
Til söiu björt og falleg 107
fm efri sérhæð í þessu húsi.
Sérinngangur. Parket á gólf-
um, endurnýjað baðherbergi
og eldhús. Stórar og góðar
stofur með svölum í suður.
Góð staðsetning. Áhv. 6,0
millj. Verð 11,9 millj.
Marinó og Harpa taka á móti þér og
þínum í dag á milli kl. 14 og 16.
Gimli fasteignasala,
Þórsgötu 26, s. 552 5099.
SUMARFATNAÐUR
sá ✓ *# ** áé
oJLMJaA oXÁMA,
SÍMI 553 3366
G L Æ S I B Æ
Falle?ri höð.
hár o? ne?lur
Ef þú vilt bæta húð þína, hár og neglur reyndu þá Silica Forte
- þú finnur stóran mun eftir 3 til 6 mánuði!
C O S M E T I C
f* ' *
BÆTT MEÐ O VÍTAMÍNI
Kísill (Silica) er eitt mikilvægasta
steinefnið fyrir líkamann. Hann fyrirfinnst
meðal annars í elftingu og kísilþörungum.
Silica Forte inniheldur einstakt kísilþykkni
sem er mjög auðugt af flavóníðum.
kynningarafsláttur
dagana 13.-22. mai
dlsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri
’r
0