Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 33 Murdoch veldur usla á þýzkum sj ónvarpsmarkaði Netanyahu fær blessun bókstafstrúaðra gyðinga Allt bendir til ör- uggs sigurs Baraks Jerúsalem. Reuters. Reuters NETANYAHU heilsar upp á kjósendur á Calmel-markaðnum í Tel Aviv en sá borgarhluti er mikið vígi Likudflokksins. ÁSTRALSKI Qölmiðlakóngur- inn Rupert Murdoch hefur nú staðið við fyrri yfirlýsingar sín- ar um að hasla sér völl á þýzka sjónvarpsmarkaðnum með því að tryggja sjónvarpsstöðinni TM 3, sem hann á 66% hlut í, út- sendingarréttinn í Þýzkalandi á Evrópukeppni meist- araliða í knattspyrnu. Heimildir herma að stöðin hyggist borga 200 milljónir marka, andvirði 8 milljarða króna, fyrir útsending- arréttinn, sem er nærri tvöfalt hærri upphæð en RTL-stöðin hefúr greitt fyrir hann. Stór hluthafi í TM 3 Iýsti því síðan yfír um helgina, að stöðin myndi auk þess bjóða í sjón- varpsréttinn að Bundesligunni, þýzku meistarakeppninni í knattspyrnu. Talsmenn annarra sjónvarpsstöðva í Þýzkalandi sögðust á mánudag óttast að „hinir djúpu vasar Murdochs“ myndu gera Bundesligu-rétt- indin of dýr. „Við höfum að sjálfsögðu áhuga, en ekki á hvaða verði sem er,“ sagði tals- maður ARD, sambands opin- berra sjónvarpsstöðva Þýzka- lands, og í sama streng tók tals- maður RTL. Knattspyrna leikur lykilhlut- verk í samkeppni einkarekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu. Með útsendingarréttinum að vinsæl- ustu fótboltaleikjunum nær sú stöð sem á hann til milljóna áhorfenda og getur þar af leið- andi halað inn miklar auglýs- ingatekjur. Með kaupum á knattspyrnuútsendingarréttind- um tókst RTL að breyta stöðu sinni úr hornreku frá Lúxem- borg (þar er stöðin upprunnin) upp í stærstu einkareknu sjón- varpsstöð Þýzkalands. Murdoch á nú þegar útsend- ingarréttinn að ensku úrvals- deildinni (sem hann keypti árið 1996 fyrir um 60 milljarða króna til fímm ára) og hefur notfært sér vinsæla íþróttavið- burði til að byggja upp Fox- sjónvarpsstöðina í Bandaríkjun- um og alþjóðlegt gei-vihnatta- sjónvarpsveldi sitt með heima- höfn í Astralíu. Murdoch hóf afskipti sín af sjónvarpsrekstri í Þýzkalandi með því að kaupa 49,9% hlut í sjónvarpsstöðinni Vox árið 1994. Áhorf á þá stöð var og er takmarkað, en Murdoch lýsti því yfir að sá tími myndi koma að sín dagskrá myndi ná inn á hvert heimili í Þýzkalandi. í fyrra eignaðist hann tvo þriðju í TM 3, lítilli sjónvarpsstöð í Munchen sem sendi út dagskrá sem sérstaklega var ætluð kon- um. Með kaupunum á Evrópu- keppni meistaraliða steig Mur- doch stórt skref í átt að því að láta TM 3-stöðina ná til miklu stærri áhorfendahóps. Samn- ingurinn hljóðar upp á að út- sendingar frá leikjum Evrópu- keppninnar, sem geta borið uppi sjónvarpsdagskrá 33 kvöld á ári, verði í Þýzkalandi aðeins . hægt að sjá á TM 3, þótt þar starfi eins og er ekki einn ein- asti íþróttafréttamaður. Upphæðir sem sprengja buddu keppinautanna Talsmaður RTL, sem hefur haft réttinn að Evrópukeppn- inni frá árinu 1991 og hefur langmestu veltuna og áhorfíð af öllum einkareknum stöðvum í Þýzkalandi, sagði á mánudag að of snemmt væri að segja til um hvort stöðin myndi freista þess að ganga á hólm gegn Murdoch, en hann sagðist hneykslaður á þeim upphæðum sem komnar væru í spilið. „Við erum ekki reiðubúnir að greiða hvaða verð sem er fyrir knattspyrnurétt- indi,“ sagði hann, og benti á að fáeinir mánuðir væru til stefnu til að semja um réttindin að Bundesligunni. Einkastöðin Sat-1 hefur útsendingarréttinn að Bundesligunni út næsta keppnistímabil, þ.e. til júní 2000. Þijár hugmyndir um nýtingu sjónvarpsréttarins í nýjasta hefti Der Spiegel, sem út kom á mánudag, segir talsmaður RTL að móðurfélag RTL, CLT-Ufa, sé að íhuga hugsanlega lagalega mögu- Ieika á því að hindra TM 3 í að nýta réttinn að Evrópukeppn- inni. Þijár hugmyndir eru uppi af hálfu TM3 um nýtingu réttar- ins. Einn er sá að allir leikirnir, sem alltaf eru á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum, verði sendir út í opinni dagskrá TM 3 til að auka áhorf og vinsældir stöðvarinnar. Annar er sá að TM 3 eftirláti - gegn greiðslu - Vox-stöðinni þriðjudagsútsend- ingarnar. Þetta kæmi Bertels- mann-fyrirtækjasamsteypunni vel, sem bæði á RTL og hluta í Vox. Þriðji möguleikinn er sá að selja Leo Kirch - harðasta keppinaut Bertelsmanns - hluta leikjanna, en Kirch ræður yfir nokkrum áskriftarsjónvarps- stöðvum, sem þýðir að leikirnir sem þar yrðu sýndir yrðu að- eins aðgengilegir hinum tak- markaða Ijölda áskrifenda, en slíkt er ekki vinsælt meðal þýzkra knattspyrnuáhuga- manna. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, fékk í gær form- lega stuðningsyfirlýsingu frá rabbín- um bókstafstrúaðra gyðinga en ekki er þó líklegt, að það nægi til sigurs í kosningunum á mánudag því að hinir bókstafstrúuðu styðja hann flestir hvort eð er. Ehud Barak, frambjóð- andi Verkamannaflokksins, hefur enn gott forskot á Netanyahu sam- kvæmt skoðanakönnunum. Akvörðun rabbínanna kemur ekki á óvart en hún bindur þó enda á bollaleggingar um hvort Netanyahu fengi opinberlega stuðning „hinna guðhi-æddu“ eða „haredim“. Helsti stjórnmálaflokkur þein-a er Shas og skoruðu rabbíarnir á áhangendur sína að kjósa hann eða flokk Net- anyahus, Likudflokkinn. Segja fréttaskýrendur, að yfirlýsingin komi sér vel fyrir Netanyahu að því leyti, að hún sýni, að bandamenn hans í ríkisstjórninni standi með honum en á hinn bóginn skipti hún líklegu sáralitlu eða engu í kosning- unum. Skoðanakönnun, sem birt var á þriðjudagskvöld, gaf Barak 44% at- kvæða og Netanyahu 35% í fyrri um- ferðinni 17. maí en ef enginn fram- bjóðandi fær meira en 50% verður kosið aftur á milli tveggja efstu 1. júní. í könnuninni kom fram, að Barak fengi þá 50% en Netanyahu 33%. Týndir töfrar Netanyahu finnst sjálfum sem ísraelsku fjölmiðlarnir hafi snúist gegn sér og í gær bar hann til baka frétt í dagblaðinu Maarív þar sem sagt var, að hann hefði sagt sínum nánustu samstarfsmönnum, að hann byggist við ósigri. „Eg mun ekki bíða ósigur þrátt fyrir heilaþvott fjölmiðlanna,“ sagði hann og kvaðst finna mikla bylgju með sér. Var hann miklu barátt- uglaðari en í sjónvarpsauglýsingu á mánudag þar sem hann skoraði á fyrrum stuðningsmenn sína að „skila sér heim“ á kjördag. Var hann þá mjög afsakandi og viðurkenndi, að sér hefði orðið ýmislegt á í embætti. Þegar Netanyahu sigraði Shimon Peres mjög óvænt í kosningunum 1996 var það ekki síst þakkað því, að hann var ungur, málsnjall og kom af- ar vel fyrir í sjónvarpi. Nú er aftur eins og þessir töfrar hans séu týndir og önuglyndið allsráðandi. Hefur hann gripið til ýmissa óyndisúrræða að margra mati, eins og t.d. að ala á ótta Israela við hermdarverk, en það er eins og vopnin hafi öll snúist í höndum hans. Aukin sundrung með nýja kerfínu Kosningabaráttan í ísrael stendur ekki aðeins um það hver verði for- sætisráðherra, heldur líka um skipt- ingu 120 þingsæta milli flokkanna, sem eru 31 að tölu. Hún mun svo aft- ur ráða því hvemig væntanlegum forsætisráðherra gengur að mynda stjórn. Það mun örugglega verða erfitt hvor sem sigrar, Barak eða Netanyahu, enda er ljóst, að hvorug- ur flokkurinn þein-a mun komast ná- lægtþvi að fá meirihluta. I Israel er hlutfallskosningakerfi og hafa stjórnmálin i landinu ein- kennst af mikilli sundrungu lengst af. Til að vinna gegn því var ákveðið 1996 að bjóða kjósendum upp á það í fyrsta sinn að kjósa forsætisráðherr- ann beinni kosningu. Útkoman er hins vegar allt önnur en að var stefnt. Smáflokkunum hefur fjölgað en að sama skapi dregið af stóru flokkunum, Likudflokknum og Verkamannaflokknum. ÞRÁÐLAUSU KALLTÆKIN Kalltækjunum frá Hapé er stungiö í tengil í 230 volt og hægt er að tala og hlusta úr báðum tækjunum. Tilvalið í sveitabæinn, fjárhúsið, stór hús og vinnustaði. Kr. 5.995 parið SENDUM í PÓSTKRÖFU Glóey ehf. Ármúla 19, sími 568 1620 i/ænalísfan Kynnum náttúrulegu ME húðvörunar frá Marja Entrich í Holtsapóteki á morgun, föstudaginn 14. maí frá 13-18 iö's Náttúrulegu snyrtivörurnar frá ME hafa marga þá eiginleika sem húðin þarfnast til að viðhalda mýkt og raka. Nýja Bio-línan er ómótstæðileg. 20% "j^TÚNÍNGÁRÁFS^ÍyE - fæst nú í apótekum Heildsöludreifing: Evroís ehf. sími 698-2188 Hart tekizt á um knatt- spyrnu- útsendingar- réttindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.