Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 23 Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir STARFSMENN og grillsveit Olís hf. við nýja Uppgripsverslun félagsins á Hellu en Rangæingum var boðið til grillveislu í tilefni opnunar hennar. má geta þess að fyrstu þrjá mánuði ársins varð veruleg aukning á lönd- unum hér og á Breiðdalsvík. 255 tonn af bolfiski komu til vinnslu á Breiðdalsvík samanborið við 48 tonn á sama tíma í fyrra og til 10. mars var landað liðlega 23 þúsund tonnum af fiski hér á Djúpavogi sem er svipað og landað var allt ár- ið undanfarin þrjú ár. Petta er mikil aukning en ég spái því að mesta sprengjan í löndun verði í haust.“ Fyrirtækið stofnaði fiskmarkað á Djúpavogi í byrjun árs. „Við ætl- um honum stórt hlutverk en hann á að vera með þjónustuna á höfninni og leigja út beitningastæði fyrir trillukarlana. Ég held að mikil breyting verði á tekjum þeirra þegar þeir fara að landa öllum sín- um afla á fiskmarkað.“ Pétur sagði að umfangsmiklar og hagkvæmar breytingar hefðu ekki kostað mikla peninga því skipt hefði verið á eignum en samt sem áður hefðu breytingarnar ekki verið mögulegar án velvilja Landsbanka íslands sem væri við- skiptabanki fyrirtækjanna. „Við höfum skipt trollskipi og frysti- togara í tvö línuskip með mögu- leika til að veiða síld. Við höfum skipt á eignunum á Breiðdalsvík og öðrum eignum sem við ætlum að selja til að fjármagna þessar framkvæmdir hérna í landi auk þess sem við höfum lækkað skuld- ir sem nema sölu á bræðslunni. Eftir stendur fyrirtæki með mjög svipaðaðn kvóta og það hafði fyrir en miklu samhæfðara og mjög vel í stakk búið til að takast á við fram- tíðina. Við ætlum að láta verkin tala og lofum engu um framtíðina en lofum samt því að við erum í þessu af heilum hug.“ Af heilum hug Stefán Þórarinsson, stjórnarfor- maður Gautavíkur, tók í sama streng. „Við stefnum að því að treysta rekstur fyrirtækisins og efla það en best er að hafa sem fæst orð og láta verkin tala. Ég legg áherslu á að við komum hing- að af heilum hug með miklar vænt- ingar um góðan árangur og gott samstarf við heimamenn. Við leggjum peninga og krafta okkar í reksturinn og höfum fulla trú á að við séum á rétta staðnum til að gera þetta.“ Sigmar Bjömsson og Elsa Bene- diktsdóttir eru aðaleigendur Gautavíkur en þau hafa rekið út- gerðarfyrirtækið Festi hf. í Gr- indavík í tæp 30 ár. Nýsir er ráð- gjafa- og rekstrarþjónusta Stefáns í Reykjavík og á fyrirtækið hluta í Gautavík. Stefán sagði að þeir sem stæðu að fiskimjölsverksmiðjunni Gautavík hefðu um tveggja til þriggja ára skeið leitað hófanna með útrásartækifæri fyrir starf- semina, einkum með það í huga að nýta uppsjávarveiðiheimildir sem væru á Þórshamri, skipi Festi. „Þegar þessi bræðsla og aðstaða bauðst lá beint fyrir að stökkva út í þetta. Við höfum lengi starfað með Sigmari og það vill þannig til að ég starfaði hjá honum í gamla daga sem háseti, kom þá meðal annars hingað og fékk góðar móttökur. Okkur hefur verið tekið vel á Djúpavogi og fyrsta vertíð okkar hefur farið ágætlega af stað. Við höfum mætt mjög góðu viðmóti starfsfólks, tekið yfir ágætt fyrir- tæki og fengið með því frábæran bræðslustjóra." Hópar stoppa lengur en áður Þórir Stefánsson hótelstjóri sagði að Hótel Framtíð hefði verið lítið fjölskyldufyrirtæki í áratug en með styrk sveitarfélagsins upp á átta milljónir króna hefði verið ráð- ist í viðbyggingu, 18 tveggja manna herbergi með snyrtiaðstöðu og 250 fermetra hátíðarsal. „Þetta eru kærkomnar breyting- ar. Nú getum við verið með leik- sýningar, ráðstefnur og aðra mannfagnaði og þó framkvæmdin sé dýr er ég bjartsýnn á framtíðina og trúi á það sem við erum að gera. Við höfum líka fengið jákvæð við- brögð frá innlendum og erlendum ferðaskrifstofum og þess má geta að í sumar fáum við í fyrsta sinn hópa erlendis frá sem stoppa leng- ur en í þrjá daga. Það hefitr verið helsta vandamál ferðaþjónustunn- ar úti á landi að fá fólk til að dvelja á stöðunum en bætt aðstaða lengir ferðamannatímabilið. Djúpivogur hefur hka upp á svo margt að bjóða og náttúrufegurðin er mikil þar sem Papey er perlan okkar.“ Vantar fólk Ibúar í Djúpavogshreppi eru tæplega 500 en 20. júní nk. verður þess minnst að 410 ár eru frá því að Djúpivogur fékk formlegt versl- unarleyfi. Sveitarfélagið hefur lagt metnað sinn í að gera upp gömul hús á staðnum, þar á meðal Löngu- búð þar sem m.a. er safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara og Ráð- herrastofa Eysteins Jónssonar. Skrifstofur sveitarfélagsins flytja í haust í Geysi sem er um aldargam- alt hús og bókasafnið er í gamla „Faktorshúsinu“ sem er frá 1840. Að sögn Olafs Ragnarssonar sveitarstjóra hefur atvinna verið stöðug í kjölfar fyrrnefndra skipu- lagsbreytinga en til að geta fylgt uppbyggingunni eftir hefði verið nauðsynlegt að fá nýja höfn í Gleði- vík á móts við fiskimjölsverksmiðj- una. Framkvæmdir hæfust í sumar og yrði höfnin mjög góð að öllu leyti en dýpið yrði átta til 10 metr- ar og aðkoma góð frá sjó og landi. „Þessi uppbygging hefur veruleg áhrif á atvinnumálin í heild og bæt- ir þjónustu við sjófarendur. Hér hefur verið reglubundin vinna alla daga eftir áramót og hér er gott að vera en okkur vantar tilfinnanlega fólk í nánast flest störf. Okkur vantar sjómenn, verkafólk, starfs- fólk í verslun og þjónustu, kennara og starfsfólk í heilbrigðisstofnan- Fimmtánda Uppgrips- verslun Olís opnuð Hellu - Ný og endurbætt bensínstöð Olís hf. var opnuð í byrjun maí á Hellu, en félagið hefur árum saman rekið bensínstöð á staðnum og var hún fyrir löngu búin að sprengja ut- an af sér starfsemina. Nýja stöðin er við hlið þeirrar gömlu þar sem Grillskálinn á Hellu var áður til húsa og hefur nú verið innréttuð þar Uppgripsverslun, sú fimmtánda á landinu að sögn Thomasar Möller, markaðsstjóra Olís hf. I nýju stöðinni er áherslan lögð á bílinn, heimilið og ferðalagið, en mánaðarleg tilboð á margvíslegum vörum verða á boðstólum, þar sem sama verð mun gilda í öllum Upp- gripsverslunum. Við opnunina á Hellu hófst grillherferð Olís um landið en starfsmenn félagsins munu grilla á 23 stöðum á næstu vikum og kynna framboðið á útigrillum. A Olísstöðvunum er hægt að kaupa samsett útigrill, fá það heimsent og losna við gamla grillið, sem sent verður í endurvinnslu. Að sögn Thomasar verður í fram- haldinu gengið irá umhverfi stöðvar- innar í haust, en þá verður byggt skyggni yfir stöðina, planið malbikað og nýjar bensíndælur settar niður. Samstarfssamn- S ingur LI og UMFG Grindavík - Knattspyrnudeild UMFG og Landsbanki Is- Lands í Grindavík hafa gert með sér samstarfssamning. Að sögn Valdimars Einarssonar, útibússtjóra LÍ, sér Landsbankinn sér hag í því að vera sýnilegur innan vailar hjá UMFG ekki síst þar sem liðið leikur í efstu deild og öll aðstaða og umgjörð til fyrirmynd- ar. Þá er hið mikla unglingastarf ekki síður hvetj- andi og fá allir félagar í Gengis- og Sportklúbbi Landsbankans frítt á heimaleiki auk þess sem félag- ar í Námunni fá 50% afslátt. „Samstarf knattspyrnudeildar og Landsbankans hefur staðið alveg frá því að knattspyrnudeildin varð sérstök deild innan UMFG, árið 1977. Þetta er búið Morgunblaðið/Garðar Páll FRÁ undirritun samnings, f.v. Bjarni Andrésson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, og Valdimar Einarsson, útibússtjóri LÍ í Grindavík. að vera farsælt samstarf og verður það áfram,“ sagði Bjarni Andrésson, formaður knattspyrnudeild- ar, þegar samningar voru undirritaðir. NÝ SENDING FRABÆRT URVAL AF FALLEGUM SUMARSKÓM Cinde^ella skór Blu di blí Laugavcgi 83 • Sími 562 3244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.