Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 78
78 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
SKÓUERSLUN
KÓPAVOGS
HAMRABORS 3 • SÍMi 5 54 17 54
kökur.
kæli
\r í Kolaportinu
POSTULÍN, KOPARVARA,
KRiSTALGLÖS, UÓSAKRÓNUR,
POSTULÍNSSTYTTUR, KÖNNUR,
MATAR. OG KAFFiSTELL,
FRIiSENBORG POSTULÍN OG
MOKKASÖLUUI
Faliegar Art-Deco svefn-
herbergishúsgögn frá
árinu 1920. Rúmkassi,
náttborð, tvær taborettur
(útsaumaðar) og snyrti-
borð með spegli.
á Sprencjiverði
Brauðristar
Kaffivélar
Ryksugur
Samlokugrill
Vöfflujárn
Suðukönnur
Hitateppi
Útvarpstæki
Vasadiskó
Klukkur
Fjöldi annarra tækja á verði sem ekki hefur
sést hér á landi - Sjón er sögu ríkari.
+ Kartöflur Síld Kjöt Lax
Fiskur Flatkökur Sœlgœti
Ostar tm Kökur^^f Hangikjöt Hákarl
Harðfiskur Síld
Sœlgœti,.—iT-J Egg Silungur ^
Rœkja Hörpuskel Saltfiskur
Kompudótið flæðir vm allar götur og alltaf |afnskemmtilegt að
gramsa eg leita. Notaða muni er að finna i miklu úrvali og oft
haegt að gera útrúlega gúð kaup. Uttu vlð, s|ón ar súgu rikarl!
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORC
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver kannast við fólkið?
ÞESSAR myndir fundust í dánarbúi og gætu gefið upplýsingar vinsamlega haf-
er leitað eftir því hvort einhver kannist ið samband Jónínu Guðmundsdóttur í
við fólkið á þessum myndum. Þeir sem síma 431 4131.
„Húsfylli af vinstri
mönnum“
ÞETTA segir Indriði G.
Þorsteinsson í umsögn um
dagskrá ríkisfjölæmiðla
hinn 8. maí sl. í Morgun-
blaðinu. Já, sannarlega
vel að orði komist hjá Ind-
riða sem fyrr.
í laugardagsþætti Rík-
isútvarpsins voru 3 vinstri
menn til frásagnar og yf-
irheyrslu á sjálfan kosn-
ingardaginn.
Hvernig er þetta hægt
og hvílík stjórn á þessari
fréttastofu á kosninga-
degi ársins 1999. Þessi
stöðugi pólitíski áróður
vinstri manna í útvarpi og
sjónvarpi gerir einnig
þessa ríkisstofnun óvin-
sæla hjá fjölda lands-
manna og ýtir undir kröfu
um sölu hennar og óá-
nægju með afnotagjöldin.
Starfsmenn verða að
meta og þekkja sín tak-
mörk í pólitískum áróðri
og láta slíkt ekki henda
aftur og aftur undir hin-
um ýmsu frétta- og er-
indaflutningi. Slíkt er
ekki trúverðugt og síst til
þess fallið að vekja traust
á stofnuninni og frétta-
stofu.
Hlustandi.
Orðsending til út-
varpsstjóra
VEGNA fyrirhugaðrar
breytingar á fréttatíma
Ríkisútvarpsins og -sjón-
varpsins, þá er verið að
útiloka allt sveitafólk frá
því að horfa á kvöldfréttir
og einnig húsmæður, því
að á flestum heimilum er
matartími klukkan 7. Er
útvarpsstjóri beðinn um
að endurskoða þessa
ákvörðun.
Sigríður Atladóttir.
Dýrahald
Grár fress týndist
í Hafnarfirði
GRÁR fress týndist frá
Suðurhrauni sl. miðviku-
dag. Hann er með marg-
lita ól um hálsinn. Þeir
sem hafa orðið hans varir
hafí samband í síma
897 7166.
Tinna týndist á
Seltjarnarnesi
KÖTTURINN Tinna
hvarf af Seltjarnamesi 9.
maí. Hún er svört og hvít
á litinn og er með svarta
ól með bjöllum á. Ef ein-
hver hefur fundið hana þá
vinsamlega hringið í síma
562 0964. Hennar er sárt
saknað..
HÖGNI HREKKVÍSI
/MSnotum ekki ör&atiltazkiéí „ hunda -
poti" hér/xa
SKAK
llmsjón Margeir
I'étursson
STAÐAN kom upp í viður-
eign tvegggja heimamanna
á minningarmótinu um
Capablanca sem nú stend-
ur yfir í Havana á Kúbu.
Diasmany Otero (2.400)
hafði hvítt og átti leik gegn
Humberto Pecorelli-
Garcia (2.430).
22. Hxd5! (Þetta er miklu
sterkara en 22. Dd3 - Hfd8
og svartur gæti drepið til
baka með hrók á
d5) 22. - exd5 23.
Dd3 - Hfe8 24.
Dh7+ - Kf8 25.
e6 - Dxf4 26. Re5!
- Dxe5 (Svartur
verður að láta
drottninguna til
að forðast mát)
27. Hxe5 - Bd6
28. He3 - Re5 29.
Dh8+ - Ke7 30.
Dxg7+ - Kxe6 31.
f4 og svartur
gafst upp.
Að loknum
þremur umferð-
um voru sex skák-
menn efstir og jafnir á að-
almótinu með tvo vinninga,
þeir Miles, Englandi, Tyrk-
inn Atalik og Kúbumenn-
irnir Arencibia, De la Paz,
Becerra og Bruzon.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI veltir því fyrir sér,
hvers vegna menn reikna ávallt
hlutfallstölur í kosningum án þess
að hafa auð og ógild atkvæði með.
Aðeins eru talin í hlutfallinu at-
kvæði greidd ákveðnum listum, en
auð atkvæði og ógild eru ekki talin
með í hlutfallsútreikningunum.
Nú er það viðurkennt að fólk ger-
ir atkvæði sín viljandi ógild eða það
skilar auðum seðli, það telur sig
ekki geta gert upp á milli framboðs-
lista - eða er jafnvel að lýsa óá-
nægju sinni með þau framboð, sem
eru á seðlinum og vill ekkert þeirra
kjósa. Sumt fólk fer einfaldlega á
kjörstað og skilar auðu til þess að fá
frið frá kosningavélum framboð-
anna, sem hætta þá að hringja
sýknt og heilagt til þess að minna
fólk á að fara á kjörstað.
Víkverja finnst það nokkur óvirð-
ing við þessa frambjóðendur, að
þegar hlutfallstölur flokka eru
reiknaðar út, þá eru þessi atkvæði
ekki talin með. Þessi reikningsað-
ferð veldur því að prósentuhlutfall
þessara framboða hækkar örlítið
miðað við þá reikningsaðgerð. Til
dæmis fékk Sjálfstæðisflokkurin
40,74% atkvæða við síðustu kosn-
ingar, 8. maí, og forsætisráðherra
lýsti því yfir að það hafi ávallt verið
einhver tregða í því að flokkurinn
kæmist yfir 40 prósenta markið. Og
hann gerði það í þetta sinn. En
reikni menn með auðum og ógildum
atkvæðum, varð Sjálfstæðisflokkur-
inn aðeins undir 40 prósenta mark-
inu, hefði samkvæmt því fengið
39,85% atkvæða. Með sömu reikn-
ingsaðferð hefði Samfylkingin ekki
fengið 26,78% atkvæða heldur
26,19% og Framsóknarflokkurinn
hefði ekki náð 18 prósenta markinu
eða fengið 18,35% atkvæða, heldur
17,95%.
En allt kann þetta að vera vegna
þess að þær flóknu reikningsreglur,
sem notaðar eru við útreikning upp-
bótarþingmanna miða alls ekki að
jöfriun atkvæða milli kjósenda,
heldur jöfnun atkvæða milli flokka á
landsvísu. Þannig eru aðeins 1.139
atkvæði að baki hvers þingmanns
fýrir Vestfirði á meðan atkvæði á
bak við hvern þingmann Reyknes-
inga eru 4.558. Hins vegar ef jöfnun
atkvæða milli þingmanna flokkanna
er útreiknuð eru þeir allir með rétt
yfir 2.500 atkvæði að baki hvers
þingmanns. Atkvæði að baki þing-
manns Framsóknarflokksins er
2.535 atvkæði, að baki þingmanna
Sjálfstæðisflokksins 2.597 atkvæði,
að baki þingmanna Samfylkingar-
innar 2.610 atkvæði og að baki þing-
manna Vinstri hreyfingarinnar -
græns framboðs 2.519 atkvæði.
Flest atkvæði að baki þingmanna
eru svo meðal Vestfirðinganna
tveggja, sem komust á þing fyrir
Frjálslynda flokkinn eða 3.460 at-
kvæði.
Þessi mismunun er auðvitað
ástæðan fyrir því að nú vilja menn
enn breyta kjördæmaskipaninni,
því að menn sjá að ótækt er að at-
kvæði Vestfirðinga séu nærri fjór-
föld á við atkvæði Reyknesinga. Því
hefur nú í síðasta sinn verið kosið
samkvæmt þessari gömlu kjör-
dæmaskipan og ný tekur við næst
þegar alþingiskosningar fara fram.
Utreikniaðferðin miðast að því að
jafna mismun atkvæða milli flokk-
anna, svo að þingstyrkur þeirra
verði sem mest í samræmi við styrk
þeirra meðal þjóðarinnar. Það er
kannski sanngjarnt, en óneitanlega
stingur í augu misjafnt vægi at-
kvæða eftir því hvar menn búa á
landinu.