Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jón Kr. Gunnarsson lét veiöa Keikó:
VILTU ekki komast í heimspressuna aftur, Keikó minn?
Rýmum fyrir
nýjum vörum
-allt að
ðjl NINTENDO.64
LOEWE.
Á þriðju hæð í verslun okkar
að Lágmúla 8
B R Æ Ð U R N I R
BOSCH
^indesíl1
@ Husqvarna
FINLUX
AEG |“
SANGEAN
OYAMAHA
OLYMPUS ^
IMQKIA
Lógmúla 8 • Slmi 533 2800
jamg
Nikon
ORION
ÆiasCópœ
'M
íþróttasamband fatlaðra 20 ára
Afmælisárið til-
einkað hinum al-
menna iðkanda
Sveinn Áki Lúðvíksson
+ .
ÞROTTASAMBAND
fatlaðra verður 20 ára
17. maí næstkomandi
og af því tilefni verður ým-
islegt um að vera. Sveinn
Áki Lúðvíksson er formað-
ur sambandsins.
„Þegar Iþróttasamband
fatlaðra var sto&að voru
aðildarfélögin fimm. I dag
eru þau orðin tuttugu og
tvö innan 16 héraðssam-
banda.
Við erum ' sérsamband
innan ISI en höfum þá sér-
stöðu að hafa innan okkar
raða mismunandi fatlaða
hópa sem æfa hinar ýmsu
íþróttagreinar. Starfsemi
okkar er því mjög fjöl-
breytt og aðeins öðruvísi
en annarra sérsambanda."
- Hversu margir eru að
æfa innan Iþróttasam-
bands fatlaðra?
„Um 1.500 einstaklingar eru að
æfa og keppa en sumir taka þátt í
fleiri en einni íþróttagrein.“
- Hversu margar íþróttagreinar
eruð þið með innan sambandsins?
„Þær eru fjölmargar og má
nefna frjálsar íþróttir, sund, bog-
fimi, boccia, borðtennis, lyftingar,
blindrabolta, fótbolta og hand-
bolta. Þá höfum við merkt aukinn
áhuga á skíðum og sleðum.“
Sveinn Áki segir að flestir
stundi boccia innan sambandsins
og þá ekki hvað síst aldraðir og
mildð hreyfihamlaðir.
,Á Húsavík eru aldraðir mjög
virkir í boccia og þeir taka m.a.
þátt í Islandsmótum.“
- Hefur íþróttasamband fatl-
aðra ekki líka staðið fyrir nám-
skeiðum fyrir þjálfara ogkennara-
nema?
„Jú, auk þess sem við sinnum
útbreiðslumálum á skrifstofu sam-
bandsins höfum við reglulega
skipulagt námskeið og kynningar
innan skólakerfisins og einnig ver-
ið með námskeið fyrir væntanlega
íþróttakennara svo og fyrir verð-
andi sjúkraþjálfara."
Sveinn Áki segir að þjálfarar
hjá íþróttafélögum um land allt
hafi sótt námskeið og þá ekki hvað
síst af landsbyggðinni þar sem
ekki er aðstaða til að leiðbeina fótl-
uðum sérstaklega.
-Nú hafa ýmsir innan sam-
bandsins náð góðum árangri í
íþróttum?
„Já, og við höfum náð mjög góð-
um árangri í sundi og frjálsum
íþróttum. Þar eigum við ólympíu-
meistara og sá sem fyrstur náði
athygli fjölmiðla var Haukur
Gunnarsson sem varð ólympíu-
meistari í Seoul árið 1988 í frjáls-
um íþróttum.“
Hann segir að annar sem hafi
náð mjög góðum árangri sé Geir
Sveinsson en hann hreppti verð-
laun í sundi og fijálsum íþróttum
þegar keppt var í Barcelona árið
1992. Auk þessara
drengja eru fjölda-
margir sem hafa náð
mjög góðum árangri
og frægt er orðið þeg-
ar Sigrún Huld
Hrafnsdóttir sópaði
að sér níu gullverð-
launum í Madrid árið
1992 og sigraði á heimsmeistara-
keppninni í Svíþjóð árið 1989 og á
Möltu árið 1994. Fleiri má nefna
eins og Kristínu Rós Hákonardótt-
ur, Báru B. Erlingsdóttur, Ólaf
Eiríksson og Pálma Guðmundsson
og marga aðra sem náð hafa góð-
um árangri fyrr og síðar í sögu
sambandsins.
- Eru miklar framfarir í tækja-
búnaði fyrir fatlaða sem stunda
íþróttir?
►Sveinn Áki Lúðvíksson er
fæddur í Reykjavík árið 1947.
Hann hefur lengst af starfað
sem sölumaður og vann um ára-
bil hjá Hugbúnaði hf. og starfar
nú hjá Landsteinum.
Sveinn Áki hefur verið viðrið-
inn fþróttasamband fatiaðra frá
upphafi, hann gerðist þjálfari
fatlaðra í borðtennis frá árinu
1974 og hefur verið fararsljóri
á flestum ólympíumótum fatl-
aðra fram að þessu.
_ Hann hefur verið formaður
Ólympíuráðs fatlaðra frá árinu
1980 og formaður fþróttasam-
bands fatlaðra frá árinu 1996.
Sveinn Áki er kvæntur Sig-
rúnu Jörundsdóttir og eiga þau
tvo syni, Jörund Áka og Svein
Áka.
„Já, þær hafa verið mjög örar
að undanfomu en að sama skapi
eru þær mjög dýrar. Það má tál
dæmis nefna að Danir hafa látið
hanna litla stóla fyrir þá krakka
sem vilja stunda innanhússbolta.
Það væri mjög gaman að eiga slík-
an búnað en hver stóll kostar á bil-
inu 200.000-300.000 krónur. Að
sama skapi eru ýmis tæki að koma
á markað fyrir fatlaða einstaklinga
sem hafa áhuga á vetraríþróttum
eins og til dæmis sleðar.“
-Þið eigið 20 ára afmæli á
næstu dögum. Hvað er framundan
hjá ykkur á afmælisárinu?
„Við ætlum að halda upp á af-
mælisdaginn 17. maí með móttöku
í Ársölum á Hótel Sögu. Forseti
Alþjóða ólympíusambands fatl-
aðra, dr. Robert Steadward, ætlar
að heiðra okkur með nærveru
sinni. Þá verðum við með sérstak-
an ratleik í Laugardalnum klukk-
an 14 hinn 16. maí.“
Sveinn Áki segir að afrnælisárið
sé tileinkað hinum almenna
iðkanda og af því tilefni á að senda
um 40 þroskahefta þátttakendur á
mót tfl Raleigh í N-
Karólínu. Þar verður
keppt er í öllum hugs-
anlegum íþróttagrein-
um.
„Þá ætlum við líka
að senda mörg böm á
norrænt bama- og
unglingamót í sumar
og höldum að lokum sérstakt nám-
skeið fyrir leiðbeinendur mikið
fatlaðra í haust.
Við emm auk þess að undirbúa
fór okkar á ólympíumótið í Sydney
á næsta ári og stefnum að því að
senda að minnsta kosti tíu þátttak-
endur þangað. Þá er framundan
þátttaka í mótum fyrir afreksfólk-
ið í sundi, borðtennis og ftjálsum
íþróttum auk móta innanlands og
sumarbúða á Laugarvatni."
Um 1.500 ein-
staklingar
æfa og keppa
innan sam-
bandsins