Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 53
gæddur mikilli stjórnvisku og í
fremstu röð vísindamanna á sínu
sviði. A sama tíma missti hann
aldrei sjónar á öllum þeim andlegu
verðmætum sem liggja utan læknis-
fræðilegrar bókstafstrúar. Gunnar
var mikill fagurkeri, málverkasafn-
ari, vel lesinn í samtímabókmennt-
um, heimspekingur, gleðigjafi og
húmoristi. Þessi fjölmörgu áhuga-
mál gerðu Gunnar að öðruvísi lækni;
öðruvísi kennara sem sótti þekkingu
sína í þann viskubrunn mannlegrar
hugsunar og reynslu sem aldrei úr-
eldist og heldur alltaf gildi sínu. Eg
átti því láni að fagna að vera sam-
tíða Gunnari og fá að sannreyna
þessa þætti í fari hans bæði sem
læknanemi og síðar sem samstarfs-
maður. Eftir að Gunnar lét af störf-
um sem prófessor var honum mikið
í mun að vinna áfram að vísinda-
verkefnum sínum við Rannsókna-
stofu í faraldsfræðum taugasjúk-
dóma með starfsaðstöðu í húsnæði
Háskólans í Sóltúni 1. Þrátt fyrir al-
varleg veikindi og erfiða lyfjameð-
ferð stundaði hann þó fræðastörf sín
af kappi. Þá áttum við oft góðar
stundir saman i Sóltúni þar eð hann
glataði aldrei lífsglöðu yfirbragði
sínu, þreyttist aldrei á því að segja
sögur og hafði brennandi áhuga á
því sem var að gerast í læknadeild-
inni þar til yfir lauk. Læknadeild
sér á eftir ágætum kennara og góð-
um manni sem jók hróður íslenskr-
ar læknastéttar um langt árabO.
Fyrir hönd prófessoraráðs Land-
spítalans og læknadeildar Háskóla
Islands færi ég eiginkonu, börnum
og fjölskyldu hans innilegar samúð-
arkveðjur.
Jóhann Ág. Sigurðsson,
forseti læknadeildar.
Þegar Gunnar Guðmundsson er
kvaddur, hvarflar hugurinn aftur til
sumarsins 1974. Fyrir hálfgerða til-
viljun bjuggum við Gerður kona mín
þetta sumar á sama háskólagarði í
Englandi og þau hjón Gunnar og
Rósa. Minningar frá þeim dögum
era okkur afar kærar, því að þá
hófst vinskapur okkar, sem aldrei
hefur rofnað.
Gunnar Guðmundsson var mikill
gæfumaður í lífi sínu, þótt hann
kæmist ekki hjá sorgum, sjúkdóm-
um og erfiðleikum fremur en aðrir
dauðlegir menn. Hann ólst upp við
ástúð og atlæti foreldra sinna í
Austurbænum í Reykjavík, en veik-
indi móður hans og ótímabært and-
lát hennar vörpuðu skugga á æsku-
árin. Kannski átti þessi reynsla ein-
hvern þátt í því að Gunnar kaus að
nema læknisfræði hér heima og er-
lendis. Hann gerðist snemma frum-
kvöðull í íslenskum læknavísindum
og átti það sameiginlegt með flest-
um þeim, sem markverðum árangri
ná á sviði fræða, að rannsóknir voru
honum epgin kvöð heldur köllun og
ástríða. Áhugaefni og störf fóra full-
komlega saman. Gunnar var þó eng-
inn einfari, sem lokaði sig af í rann-
sóknarstofu, og keppti að frægð og
frama á kostnað mannlegra sam-
skipta. Hann bar ríka umhyggju
fyrir heilsu og velferð sjúklinga
sinna, sem sýndu honum fádæma
vináttu, traust og þakklæti. Ef ein-
hver maður var læknir af Guðs náð,
þá var það Gunnar Guðmundsson.
Allir þeir eðliskostir, sem vinir hans
dáðu hann fyrir, gerðu hann að
framúrskarandi lækni, vísinda-
manni og félaga. Gunnar var glað-
lyndur og jafnlyndur og í senn
virðulegur og líflegur. Hann var alla
jafna ljúfur, nærfærinn og yfirlætis-
laus í framkomu, hver sem í hlut
átti, en jafnframt skarpur, vand-
virkur og nákvæmur rannsakandi,
sem lét sér ekkert mannlegt óvið-
komandi.
Kímnigáfu hafði Gunnar í meira
lagi. Allt til síðasta dags sá hann
skoplegu hliðamar á tilveranni og
raunar má segja, að góðvild í garð
annarra blönduð. kímni hafi verið
eitt helsta einkenni Gunnars. Sam-
töl við hann um menn og málefni
enduðu oftar en ekki með fyndinni
athugasemd eða smásögu og upp
hófst hlátur. Hann kunni vel að
njóta víns og matar í skynsamlegu
hófi og sjaldan naut Gunnar sín bet-
ur en við kvöldverðarborð með fjöl-
skyldu sinni eða í góðra vina hópi.
Þá var hann hrókur alls fagnaðar á
sinn fágaða og milda hátt, hélt uppi
fjörugum samræðum og sagði
smellnar sögur af mikilli list. Þá
naut sín djúp mannþekking Gunn-
ars, skopskyn hans og mikil lífs-
reynsla. Það era ekki nema nokkrar
vikur síðan við áttum slíka stund
með honum á heimili okkar. Þá var
hann helsjúkur, en lítt var það að
merkja á útliti hans og í engu á
framkomunni. Hann lét alla við-
stadda gleyma því, hvernig komið
var fyrir heilsu hans, lét okkur njóta
augnabliksins, sem hann kunni
fiestum mönnum betur að gera,
vegna þess að hann gjörþekkti
hverfulleika stundarinnar, tengsl
lífs og dauða.
Vinnudagur Gunnars var firna-
langur. Þegar hann lét af störfum
prófessors og yfirlæknis á síðasta
ári, hafði hann mikið verk af hönd-
um leyst og hróður hans sem vís-
indamanns farið víðar en flestra
landa hans. En starfi vísindamanns
lýkur í raun aldrei og Gunnar var
ekki sú manngerð, sem hefði getað
sest í helgan stein, á meðan kraftar
vora óþrotnir. Hann hélt áfram að
vinna með félögum sínum við rann-
sóknarverkefni fram í andlátið, og
sú vinna var honum til hugarhægðar
í baráttu við illkynja sjúkdóm.
Þeim stopulu stundum, sem
Gunnari gáfust utan vinnutíma,
varði hann að langmestu leyti með
fjölskyldu sinni. Samband þeirra
hjóna var einstakt, enda vora þau
oft nefnd í sömu andrá, svo sem ger-
ist, þegar hjónabandið er traust.
Saman vekja nöfnin, Gunnar og
Rósa, hughrif, sem kunnugir
þekkja. Það er dálítið slitið orðtak,
að á bak við flesta karlmenn, sem
fram úr skara, standi góð kona. Orð-
tak þetta hefur augljóslega orðið til
löngu fyrir daga jafnréttissjónar-
miða samtímans, en það á við um
Gunnar, að eiginkona hans studdi
hann með ráð og dáð, og til hennar
sótti hann styrk og hamingju. I húsi
Gunnars og Rósu ríkti mikill kær-
leikur, gleði og hlýja, sem hver mað-
ur hlaut að skynja, sem þar var
gestkomandi. Þeir voru vissulega
ófáir, því að heimilið hefur ævinlega
staðið opið öllum vinum og vanda-
mönnum þeirra hjóna og bamanna
fjögurra, sem öll bera foreldrum
sínum og uppeldi fallegt vitni, hvert
á sinn hátt.
Þegar litið er til þess, hvernig
Gunnar lifði lífinu, gegnir engri
furðu, að hann væri sáttur við sinn
hlut, þótt ekki næði hann hárri elli.
Fyrir vini hans, vandamenn og
skjólstæðinga, sem eftir lifa, skilur
dauði hans hins vegar eftir mikið
skarð, svo kær og mikilvægur sem
hann var okkur. Ég hef reynt að
bregða hér upp mynd af Gunnari,
eins og hann kom mér fyrir sjónir,
en sú lýsing er eðli málsins sam-
kvæmt einhliða og ófullkomin. Efst
er mér þó í sinni, að Gunnar bar
með sér eitthvað, sem ég fæ ekki
með orðum lýst, en birtir jafnan af í
huga mér, einnig nú þegar ég minn-
ist hans látins.
Við Gerður kona mín og dætur
kveðjum okkar hjartans vin. Megi
Guð veita honum frið og eiginkonu
hans, börnum og fjölskyldu allri
styrk á sorgarstund.
Þór Whitehead.
Það er mikið lán fyiir ungan há-
skólastúdent að kynnast læriföður
viðlíka dr Gunnari Guðmundssyni.
Ég átti því láni að fagna í lækna-
deild Háskólans. Dr Gunnar kenndi
mér fjölmargt í taugalæknisfræði,
en þó vó einnig þungt kennsla hans í
umgengni við manneskjuna. En slík
nálgun Gunnars einkenndist af fín-
legu næmi hans, mannsskilningi og
hlédrægri kurteisi. Það er mikið
vegarnesti að hafa fengið að kynn-
ast slíkri fágun, og ég vona að ég
hafi tileinkað mér eitthvað af því
sem dr Gunnar kenndi mér. Það var
ekki síst vegna kynna minna af
Gunnari Guðmundssyni að ég lagði
stund á framhaldsnám í læknisfræði
í Lundúnum. Og ég naut stuðnings
hans meðan á námi mínu þar stóð.
Dr Gunnar nam taugalæknisfræði í
Lundúnum og hafði mikið dálæti á
borginni. Ég þykist skynja hversu
vel kurteist viðmót og hnífskörp
dómgreind Gunnars hefur fallið að
skapgerð Lundúnabúa.
Síðast bar fundum okkar Gunnars
saman sl. haust. Hann var þá enn
sæmilega hraustur, og var að ganga
frá hlutum í skrifstofunni á tauga-
deild Landspítalans. Ég var þá enn
á Bretlandi, en við afréðum að hitt-
ast á ný við heimkomuna nú í vor.
Það dróst eitthvað að við hittumst,
og svo fór að hann lést á Landspít-
ala áður en af fundum okkar varð.
Það er einmitt þess vegna sem ég
leyfi mér að kveðja hann hér með
þessum örfáu orðum. Ég þakka hon-
um fyrir vináttu hans og hlýju, og
það vegarnesti sem hann gaf mér.
Nú að leiðarlokum votta ég dr
Gunnari virðingu mína.
Ingólfur Johannessen.
Það vora margar minningar sem
fóra í gegnum huga minn þegar
Einar Orn sagði mér að Gunnar
væri látinn. Prófessor Gunnar var
einstakur maður, skarpgreindur,
hjartahlýr og sérstaklega skemmti-
legur. Ég tel það með mestu gæfu-
sporum mínum í lífinu að hafa feng-
ið að kynnast Gunnari og fjölskyldu
hans á Laugarásvegi 60. Kynnin
hófust á menntaskólaáranum þegar
vinskapur tókst með mér, Éinari
Emi og Gunnari Steini, vinskapur
sem síðar átti eftir að styrkjast ár
frá ári. I reynd finnst mér það eins
og að hafa verið í sérstakri akadem-
íu að umgangast prófessor Gunnar.
Heimili hans og frú Rósu stóð alltaf
opið vinum þeima, því allir vinir
barnanna urðu strax þeirra vinir
einnig. Vegna þessa hlýja umhverfis
á Laugarásveginum hefur gesta-
gangur þar alltaf verið mikill.
Þannig vildi Gunnar líka hafa hlut-
ina. Hann var mikil félagsvera og ég
held að enginn sem hitti hann hafi
ekki orðið snortinn af þeim sterka
persónleika sem hann var. Við vin-
irnir hreinlega sóttum í félagsskap
hans og nutum þess að ræða við
hann. Það var sama hvert umræðu-
efnið bar okkur, sem ekki var alltaf
mjög jarðbundið, alltaf hafði Gunn-
ar skemmtilegar og hnyttnar at-
hugasemdir, ábendingar eða sögur
og samhliða því gefa okkur ráðlegg-
ingar á hinum ýmsu sviðum mann-
lífsins af sinni miklu þekkingu. Það
er mikill missir að prófessor Gunn-
ari í lífi þeirra sem hann þekktu.
Hann var tilbúinn að veita aðstoð og
stuðning hvenær sem þörf var á og
hann var einstaklega næmur að
finna hvenær þörf var á slíku. Elsku
Siguraós, Guðmundur, Oddný,
Gunnar Steinn og Einar Örn. Ég
sendi ykkur öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Karl Steinar Valsson.
Andlátsfregnin kom ekki á óvart.
Hægt og nagandi hafði hinn ólækn-
andi sjúkdómur grafið um sig og
rænt hann þreki og kröftum. Aðeins
fáum dögum fyrir andlátið hafði ég
heimsótt minn gamla vin og skóla-
bróður og við rifjað upp minningar
úr Menntaskóla og hverfinu okkar í
efri Þingholtum.
Dr. Gunnar Guðmundsson var þá
sem jafnan samur við sig, sló á létta
strengi og spjallaði um allt nema
sjúkdóm sinn. Báðum var jafnljóst
hvert stefndi, en æðruleysi og hetju-
lund Gunnars lét engan bilbug á sér
finna.
Ég tel mig lánsaman að hafa átt
jafn góðan vin og nágranna á
Menntaskólaárum okkar og var ég
þá tíður gestur á æskuheimili Gunn-
ars, en foreldrar hans vora víðkunn
meðal skólabræðra fyrir gestrisni
og velvild við skólasystkini hans,
sem ósjaldan komu þar og þáðu góð-
gerðir og hjartahlýju. Að loknu
stúdentsprófi 1947 hélst áfram gott
samband okkar í læknadeild, leiðir
skildi um sinn að loknu kandidats-
prófi, þar sem Gunnar hélt til fram-
haldsnáms í Bretlandi en undirrit-
aður til Vesturheims. Aldrei rofnaði
þó sambandið og þótt um ólíkar sér-
greinar væri að ræða áttum við ætíð
sameiginleg áhugamál.
Með dr. Gunnari Guðmundssyni
er genginn fremsti sérfræðingur
okkar á sviði taugasjúkdóma og
barst hróður hans víða utanlands og
innan fyrh’ rannsóknir hans og vís-
indastörf. Þrátt fyrir mikinn starfs-
frama sem prófessor og yfirlæknir á
taugadeild Landspítalans, þá bar
jafnan hæst í fari dr. Gunnars hóg-
værð og fágun heimsmanns,
blandna hárfínni kímni, sem særði
þó engan. Um hann lék andi vísinda-
manns, sem jafnframt var hið sanna
ljúfmenni.
Öðlingurinn Gunnar Guðmunds-
son er kvaddur með sárum söknuði
og tel ég mig mæla þar fyrir munn
allra samstúdenta frá 1947, svo og
fjölmargra kollega. Eiginkonu, sem
stóð við hlið hans og haggaðist ekki
í erfiðum veikindum, eru sendar
hugheilar samúðarkveðjur, svo og
börnum og öðram ástvinum. Hann
hvíli í friði.
Jón K. Jóhannsson.
„Pað syrtir að er sumir kveðja."
D.St.
Dr. Gunnar Guðmundsson hefur
lagt í sína hinstu för, hans er sárt
saknað af ótal mörgum, sem urðu
þeirrar gleði aðnjótandi að kynnast
honum og eiga samleið með honum.
í tuttugu ár var hann yfirmaður
minn við störf mín á Landspítalan-
um og áttum við samskipti nánast á
hverjum degi.
Milli okkar skapaðist vinátta, sem
aldrei bar skugga á og leiddi til þess
að utan vinnudagsins eignuðumst
við hjónin vináttu Gunnars, Rósu
konu hans og bama þeirra, vináttu
sem var heil og ósvikin og okkur
meira virði en tjáð verður með orð-
um.
Við sendum dýpstu samúðar-
kveðjur til fjölskyldu hans með upp-
hafi 121. Davíðssálms:
,Ég hef augu min til fjallanna, hvaðan kemur
mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni
skapara himins og jarðar."
Lára og Jóhann Guðmundsson.
Okkar kæri vinur dr. Gunnar
Guðmundsson er látinn.
Gunnar var afar hjartahlýr maður
sem mátti ekkert aumt sjá. Glettni
og glaðværð einkenndi hans per-
sónu og létti hann mörgum lífið með
gamansemi sinni. Hjálpsemi hans
og umhyggjusemi var einstök og
reyndi hann að greiða götu allra
þeirra sem leituðu til hans og taldi
það ekki eftir sér. Það höfum við í
fjölskyldunni reynt og viljum við
þakka af alhug þá hjálp og þann
stuðning sem hann veitti okkur,
hvenær sem við leituðum til hans.
Hver mmning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Rósa, börn, tengdaböm og
bamaböm. Megi góður Guð styrkja
ykkur í ykkar djúpu sorg.
Guð blessi minningu Gunnars
Guðmundssonar.
Guðrún (Gunna), Jón
og fjölskylda.
Góðvinur í áratugi hefur kvatt í
hinsta sinn. Ekki er ofsagt að með
Gunnari Guðmundssyni er fallinn í
valinn einn af merkustu mönnum í
íslenskri læknastétt.
Gunnar sérhæfði sig í taugalækn-
ingum hjá nafntoguðum sérfræðing-
um um árabil. Eftir heimkomu kom
í ljós afburða kunnátta hans í sér-
grein sinni og að mannkostum var
hann spakur.
Lífshlaup Gunnars kom því ekki á
óvart. Hann var skipaður yfirlæknir
við nýstofnaða taugalækningadeild
Landspítalans, hann varði doktors-
ritgerð um flogaveiki á Islandi við
læknadeild Háskóla íslands, var
skipaður prófessor í taugalækning-
um við Háskóla Islands, kjörinn
heiðursfélagi í fagfélagi sínu og þáði
riddarakross hinnar íslensku fálka-
orðu úr hendi forseta Islands.
Gunnar var ekki aðeins góður
læknir og kennari heldur einnig
mikill fræðimaður sem sinnti vís-
indastörfum af miklu kappi allan
starfsferil sinn. Aðumefnd doktors-
ritgerð er sígilt verk í heimi lækna-
vísinda, en einnig skrifaði hann
fjölda greina um rannsóknir sínar á
öðram taugasjúkdómum sem birtar
voru í erlendum vísindaritum.
Þrátt fyrir miklar annir stóð
heimili Gunnars og Rósu ávallt opið
og var gestrisni þeirra rómuð. Allir
nutu fjörugra samræðna þar sem
einu gilti hvort rætt var um vísindi,
listir, skáldskap, ættfræði eða hin
hversdagslegu efni hins daglega lífs.
Það er óumflýjanlegt lögmál lífs-
ins að eitt sinn skal hver deyja.
Gunnar greindist með illkynja mein.
Hann gerði sér ljóst að hverju
stefndi og með dyggri aðstoð sinna
nánustu háði hann harða baráttu
gegn þessum vágesti. Hann var
kvíðalaus um dauðann en vildi ein-
faldlega halda réttri stefnu sem
lengst; dagsverkinu væri ekki lokið.
A leiðarenda kvaddi góðvinurinn
með reisn. Ævistarf Gunnars og af-
rek varpa ljóma á nafn hans og
heiðra nú minningu hans. Rósu okk-
ar og fjölskyldunni allri vottum við
einlæga samúð.
Auður og Þórir.
Hugurinn reikar til baka og mér
verður hugsað til fyrstu kynna
minna af dr.med. Gunnari Guð-
mundssyni prófessor og yfirlækni.
Það eru sextán ár síðan ég veiktist
skyndilega og var lögð inn á deild-
ina, þar sem hann var yfirlæknir og
hann tók á móti mér og sagði setn-
ingu, sem ég hengdi hatt minn á og
hélt mér gangandi, sem mitt hald-
reipi þangað til ég komst í gegnum
veikindin en á þeim tíma lá ég á
deildinni með nýfædda dóttur mína
og háði baráttu mína við að komast
til heilsu með ómetanlegri hjálp
Gunnars og hinna góðu liðsmanna
hans. Ég náði heilsu á ný og Gunnar
hvarf út af mínu sjónarsviði.
En vegir okkar allra era órann-
sakanlegir og fyrir eitt slíkt atvik
örlaganna Iágu leiðir okkar saman á
ný, mörgum árum síðar, og nú af því
að eiginmaður minn og hann fóra að
starfa saman í Vísindaráði. Þar
völdust þeir þrír formenn hver í
sinni deild : Gunnar á sviði líf- og
læknisvísinda, Þórir Kr. Þórðarson í
hugvísindadeild og eiginmaður minn
Sigfús A. Schopka á sviði raunvis-
inda. Það tókst strax mikill vinskap-
ur með þeim félögunum og þrátt
fyrir nokkurn aldursmun var ekkert
kynslóðabil. Þórir Kr. lýsti þeim
þremenningunum þannig, að sjálfur
væri hann uppi f skýjunum, Sigfús
væri niðri í hafdjúpunum en Gunnar
væri sá eini þeirra, sem væri niðri á
jörðinni og þannig gætu þeir unnið
svo vel saman.
Þeii’ þremenningarnir fóru að hitt-
ast utan funda og við eiginkonurnar
fengum að njóta þeirra forréttinda
að fá að vera með. Því miður féll
Þórir Kr. frá alltof snemma og nú er
Gunnar okkar mikli vinur líka geng-
inn, alltof snemma. En lífið er
svona, sumir hafa svo mikið að gefa
og miðla öðram, að maður á erfitt
með að sætta sig við að þeir séu
ekki lengur á meðal okkar. Manni
finnst fráfall þeirrra alltaf ótíma-
bært. Við hjónin vora svo lánsöm að
eignast vináttu Gunnars, Sigurrósai’
konu hans og barna þeirra. Sam-
stillt fjölskylda og hlý í viðmóti.
Gunnar og Rósa höfðu næmt auga
fyrir list. Þau áttu fagurt og vel búið
heimili þar sem gestrisni var í há-
vegum höfð og alltaf glatt á hjalla.
Gunnar kunni frá mörgu að segja,
enda hann bjó yfir mikilli lífsreynslu
úr lífi og stai-fi bæði hérlendis og er-
lendis. Frásagnargáfa hans var
ótrúleg, enda hafði hann kímnigáfu
til að bera í ríkum mæli. Léttvæg
atvik urðu ævintýraleg í frásögn
hans og hann sagði svo skemmtilega
frá, að maður veltist um af hlátri.
En ég mun ætíð minnast hans sem
eins besta manns sem ég hef kynnst
á lífsgöngu minni. Ég held ég geti
sagt það, að af vandalausu fólki hef-
ur Gunnar reynst mér og okkur
hjónunum einna best af þeim sam-
ferðamönnum sem hafa orðið á vegi
okkar. Ætíð var hann boðinn og bú-
inn til að liðsinna og miðla af sinni
miklu þekkingu og lífsspeki sem
hjálpaði mér á erfiðum stundum í
lifí mínu, sérstaklega þegar mér
SJÁ NÆSTU SÍÐU