Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Afrakstur Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sýndur í Gerðubergi FALLVÖRN Eyglóar Benediktsdóttur, 12 ára nemanda í Hjallaskóla í Kópavogi. Morgunblaðið/Goiii DÓTATÍNIR Guðfinns Baldurs Skæringssonar, 10 ára nemanda í Foldaskóla í Reykjavík. V erðlaun fyrir uppfinningar og útlits- og formhönnun Skólatdn- leikar Tón- listarskóla Isafjarðar HEFÐBUNDNIR vortónleikar Tónlistarskóla Isafjarðar hefjast í dag, fimmtudag. A Isafirði verða fernir tónleikar: í dag, fimmtudag, kl. 15 og kl. 17, laugardaginn 15. maí kl. 15 og kl. 17. Mismunandi efnisskrá verður í hvert skipti. Mest ber á einleikurum, sem eru hátt á annað hundrað, einnig nokkur samspilsatriði, og barna- kórinn syngur á seinni tónleikun- um á fimmtudag. Tónleikamir á Isafirði fara allir fram í sal Grunnskóla Isafjarðar. Agóðinn af miðasölunni rennur til kaupa á flyglí í hinn nýja sal Tónlistarskólans. Vortónleikar á Suðureyri Tónlistarnemendur á Suðureyri halda vortónleika í Bjamarborg, húsi Verkalýðsfélagsins, sunnudag- inn 16. maí kl. 17. Þar munu nem- endur leika á píanó og ýmis blást- urshljóðfæri. --------------- Lesið ur ljóða- bók Þorsteins frá Hamri HJALTI Rögnvaldsson leikari les úr ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Ný ljóð í kvöld, fímmtudag, kl. 22 á Næsta bar, Ingólfssstræti la. Bók- in kom út árið 1985. KÚSTAHLÍF, hjálparhönd, vax- haldari, fótahaldari, tónlistarskór, hringsigti, dekkjaormur og blikk- belti. Ennfremur dótatínir, ástarút- rásarpúði, tvöfaldur tannbursti, sjó- mannahringur og eksemputtar. Þessar uppfinningar og fleiri má sjá á sýningunni Hugvit og hönnun, Ný- sköpunarkeppni grunnskólanem- enda og Fantasi design, sem hefst í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á laugardaginn kl. 14. Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nemenda er nú haldin í áttunda sinn og að þessu sinni í samvinnu við Fantasi design sem er samnorrænt verkefni og farandsýning þar sem lögð er áhersla á hönnun og hugvit barna og unglinga. Forseti íslands afhendir verðlaun Forseti íslands, herra Ólafur Ragn- ar Grímsson, mun afhenda verðlaun við opnun sýningarinnar í Gerðubergi á laugardag og þá verða jafnframt verðlaunahafamir og verk þeirra kynnt sérstaklega. Til sýnis verður allur afrakstur nýsköpunarkeppninn- ar, alls rúmlega 50 hlutir. Þrjátíu hug- myndir verða svo sendar á Fantasi design farandsýninguna í Kalmar í Svíþjóð næsta vor, en hún kemur hingað til lands í september 2000, sem hluti af dagskrá Reykjavíkur menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Veitt verða sex verðlaun, þrenn í flokki uppfinninga og önnur þrenn í flokki útlits- og formhönnunar. Verð- launin veita Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins, Samtök iðnaðarins, ITR, Tækniskóli Islands, Mjólkursamsalan o.fl. Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nemenda er styrkt af Altech, Össuri, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, menntamálaráðuneytinu, forsætis- ráðuneytinu og iðnaðarráðuneytinu. Dagskráin í Gerðubergi á laugar- dag stendur frá kl. 14 til 16 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, að því er segir í fréttatilkynningu. Sýningunni lýkur 27. ágúst. FÉLAG ELDEI BORGARA Ásgarður - Glæsibæ Eldri borgarar! - Danir í heimsókn Tökum vel á móti dönskum eldri borgurum sem eru í heimsókn og vilja hitta og skemmta sér með okkar fólki föstudaginn 14. maí. Matur kl. 19.30 Sjávarréttasúpa og steiktur lax. Verð kr 1.500, dansleikur innifalinn. Húsið opnað kl. 19 fyrir matargesti. Skemmtiatriði, söngur og gaman. Borðapantanir í síma 588-2111 og 568-5660. Almennur dansleikur frá kl. 22. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur. Ahugaleiksýning ársins Stæltu stóðhestarnir í Þjóðleikhúsinu SÝNING Leikfélags Keflavíkur á Stæltu stóðhestunum eftir Stephen Sinclair og Anthony McCarten í leik- stjóm Andrésar Sigurvinssonar hef- ur verið valin Ahugaleiksýning árs- ins af dómnefnd Þjóðleikússins. Að venju verður sérstök hátíðarsýning af þessu tilefni býður Þjóðleikhúsið Leikfélagi Keflavíkur að sýna Stæltu stóðhestana á Stóra sviði Þjóðleik- hússins sunnudagskvöldið 16. maí 1999. Samkeppni Þjóðleikhússins um at- hyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú verið haldin sjötta árið í röð, en hún er opin öllum aðildarfélögum Bandalags íslenskra Söluaðili: Hrafn Sturluson, löggi tur bílasali, s. 899 5555, 581 2474 Bílasala og ráðgjöf. Útvegum bílalán. Innflutningur notaðra, nýlegra bíla á hagstæðu verði. Til sölu M. Benz E 230 Accentgarde, 1996, ek. 115 þús. m/flestum auka- búnaöi, s.s. sjálfsk., loftkælingu, Xanon Ijós o.fl. Gullfallegur bíll. M. Benz 190, 2,5 diesel, 1992, ek. 176 þús. Álfelgur, topplúga o.fl. s.s. ökukennslubúnaður. Tilvalinn bíll fyrir ökukennara. HRINGIÐ OG FAIÐ UPPLYSINGAR. tír SÝNINGU Leikfélags Keflavíkur á Stæltu stóðhestunum, Áhugaleiksýningu ársins 1999. leikfélaga. í fréttatilkynningu Þjóð- leikhússins segir að undirtektii’ leik- félaganna hafi sem fyrr verið afar góðar, og óskuðu alls tólf félög eftir að koma til greina við valið með sýn- ingar sínar á þessu leikári. Dómnefnd Þjóðleikhússins í ár var skipuð Stefáni Baldurssyni þjóðleik- hússtjóra, Melkorku Teklu Ólafsdótt- ur, leiklistarráðunauti Þjóðleikhúss- ins, og Þórhalli Sigurðssyni leik- stjóra. I umsögn dómnefndar um sýn- inguna segir: „Sýning Leikfélags Keflavíkur á Stæltu stóðhestunum er afar kraftmikil og skemmtileg sýning. Öll burðarhlutverk í sýningunni eru í höndum yngri kynslóðar leikara í fé- laginu, og hefur leikstjóranum, Andrési Sigurvinssyni, tekist óvenju vel að vinna með þessum ungu leikur- um, sem margir hverjir ná að skapa einkar trúverðugar og hugstæðar persónur, hverja með sínum sérkenn- um. Leikmynd er fremur einiold en útsjónarsöm og umgjörð sýningar- innar er heildstæð og skemmtileg. Dansatriði í þessari sýningu eru ákaf- lega vel heppnuð, en það er Emelía Jónsdóttir sem er höfundur þeirra. Það er einnig athygli vert að hér er um frumflutning á erlendu verki að ræða hérlendis. Sýning Leikfélags Keflavíkur er vel unnin áhugasýning, sem ber vott um mikinn metnað og alúð aðstandenda hennar.“ Að almennri umsögn dómnefndar kemur einnig fram að mikill metnað- ur ríki í starfi áhugaleikfélaganna, m.a. hvað varðar verkefiiaval. At- hyglisvert sé að nokkur félaganna ráðast í að frumflytja eriend verk á íslandi. Einnig sé gleðilegt að sjá hversu íslensk verk eru áberandi á verkefnaskrá félaganna. Þá er þess sérstaklega getið hversu lofsverð viðleitni það sé hjá mörgum leikfé- laganna að ýta undir íslenska leik- ritagerð með því að fá íslenska höf- unda til að skrifa fyrir sig. Fjórar af þeim tólf sýningum sem komu til greina við valið í ár voni sýningar á nýjum íslenskum verkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.