Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNB LAÐIÐ
ÚR VERINU
Fiskréttarverksmiðja á Rifí
Tekur til starfa
í haust
FYRIRHUGUÐ er stofnun fiskrétt-
averksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi og
er áætlað að framleiðsla hefjist í
verksmiðjunni í haust. Stofnað hefur
verið félag um rekstur verksmiðj-
unnar og er nú unnið að frekari und-
irbúningi.
Að stofnun verksmiðjunnar standa
Humall ehf., Frostfiskur ehf.,
Klumba ehf. og Hraðfrystihús Hell-
issands. Þegar hafa verið fest kaup á
húsnæði á Rifi sem hýsa mun starf-
semina.
Afkastar 5-7 tonnum á dag
Humall ehf. hefur framleitt til-
búna fískrétti í 20 ár og segir Bjami
Bærings, framkvæmdastjóri og aðal-
eigandi fyrirtækisins, að með stofn-
un fiskréttaverksmiðjunnar sé fyrir-
tækið að færa út kvíamar. Verk-
smiðjan muni taka við rekstri
Humals ehf. og halda áfram þeirri
framleiðslu sem Humall hafi staðið
að undanfarin ár, auk þess sem
áhersla verði lögð á frekari þróun
fiskrétta. Hann segir að miðað við
þær áætlanir sem uppi séu muni af-
köst verksmiðjunnar verða veruleg,
líklega um 5 til 7 tonn af tilbúnum
fiskréttum á dag og hún verði vænt-
anlega komin í full afköst næsta
haust. Bjami segir verksmiðjunni
hafa verið valinn staður við Breiða-
fjörð vegna góðs aðgengis að hráefn-
is til framleiðslunnar. „Þar kemur
fiskurinn að landi ferskastur og best-
ur,“ segir Bjarni.
Með fullfermi
eftir þrjá daga
ISFISKTOGARARNIR Haraldur
Böðvarsson AK og Sveinn Jónsson
KE fengu sín 100 tonnin hvor af
þorski og vom á leið til Akraness í
gær eftir þriggja daga túr.
Sturlaugur Sturlaugsson, útgerð-
arstjóri hjá Haraldi Böðvarssyni
hf., sagði að bátar fyrirtækisins
hefðu verið fengsælir að undan-
förnu því auk fyrrnefndra togara
hefði gengið vel hjá öðrum. „Við er-
um að landa úthafskarfa úr frysti-
skipinu Höfrungi 111 og er aflaverð-
mætið um 60 milljónir króna eftir
þriggja vikna túr á Reykjanes-
hryggnum. Jón Gunnlaugs hefur
verið á fiskitrolli og gengið mjög vel
en hann var í sama mokinu í þorsk-
inum sem ísfisktogararnir komust
nú í.“
Morgunblaðið/Sigurgeir
GULLBERG VE kemur til Vestmannaeyja í fyrsta sinn en skipið fer væntanlega á sfldveiðar um helgina.
Keypt vegiia kolmunna-
veiða en byrjar á síldinni
GULLBERG VE 292 kom til Vest-
mannaeyja í fyrsta sinn í fyrradag
og er gert ráð fyrir að skipið fari á
síldveiðar um helgina. Ufsaberg
ehf., útgerðarfyrirtæki skipsins, á
fyrir skip með sama nafni sem til
stendur að selja en nýja skipið er
það þriðja sem útgerðin eignast.
Að sögn Eh'nborgar Jónsdóttur,
framkvæmdastjóra Ufsabergs, var
nýja skipið keypt í Noregi en það var
SHHSjg
I
mm
Auglýsendur!
Laugardaginn fyrir
hvítasunnu mun
Morgunblaðið gefa
út blaðauka sem
heitir Garðurinn og
verður gefinn út í
miðformsstærð.
Meðal efnis:
• Skipulag garðsins
• Sólpailar og verandir
• Tré, runnar, blóm
og matjurtir
• Sáning, umhirða og klipping
• Leiðir til að halda illgresi
í skef|um
• Vinnuaðstaða garðáhuga-
mannsins
• Lýsing I garði
• Sólstofur
• Viðhald garðhúsgagna
• Vistvæn garðyrkja
• Hellulagnir
• O.fl.
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar
á auglýsingadeild í síma 569 1111.
Skilafrestur auglýsingapantana ertil kl. 16 föstudaginn 14. maí.
AUGLÝSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
smíðað 1988 og burðargeta þess er
milli 1.200 og 1.300 tonn. Gamla Gull-
bergið, sem var smíðað fyrir útgerð-
ina 1974 og hefur verið mikið endur-
nýjað síðan, var á loðnu í vetur en
fyrst og fremst á að gera nýja skipið
út á síld, loðnu og kolmunna. Kvót-
inn á loðnunni var um 22.000 tonn á
liðinni vertíð en skipið fékk úthlutað
3.440 tonnum úr norsk-íslenska síld-
arstofninum á nýhafinni vertíð.
„Gamla skipið var ekki nógu öfl-
ugt til að fara í kolmunnann en það
er það sem allir mæna á í dag,“
sagði Elínborg. „Þess vegna var
þetta skip keypt því það er með
mjög öflugar vélar en sennilega
byrjar það á síldinni um eða upp úr
helgi. Vonandi er sfldin fundin og
gangi sæmilega verður hún fljót-
tekin því kvótinn er ekki það mik-
ill.“
I Sfldarsmuguna af
kolmunnaveiðum
ELLIÐIAK var rétt ókominn á sfld-
armiðin í gær eftir að hafa verið á
kolmunnaveiðum milli Færeyja og
Skotlands að undanfömu og senni-
lega fer Bjarni Ólafsson AK líka í
Síldarsmuguna í næsta túr en hann
er væntanlega á landleið með um 500
tonn af kolmunna.
„Það er kaldaskítur og leiðinlegt að
eiga við þetta,“ sagði Runólfur Run-
ólfsson, skipstjóri á Bjama Ólafssyni,
við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist
vera kominn með um 500 tonn í
þremur hölum og allt benti til að veið-
in yrði ekki öllu meiri þar sem stefnt
væri að því að fara í Sfldarsmuguna
eftir að hafa landað því sem komið
væri, væntanlega á Seyðisfirði.
Óli í Sandgerði AK fékk um 250
tonn í einu hali í fyrradag, Hákon
SU var kominn með milli 400 og 500
tonn og Sighvatur Bjarnason VE um
300 tonn en Sveinn Benediktsson SU
var nýkominn á miðin.
5,6% fíta í sfldinni
SAMKVÆMT niðurstöðum mælinga
í gær er fituinnihald fyrstu sfldarinn-
ar, sem barst á land í gær og fyrra-
dag úr Sfldarsmugunni, 5,6% en
þurrefnið um 17 til 18%. Að sögn
Magnúsar Bjamasonar, fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystihúss Eski-
Qarðar, er þetta á svipuðum nótum
og í fyrstu sfldarförmunum í fyrra.
„Þetta er heldur lágt en lagast ört
eftir því sem á líður og upp úr miðj-
um júní má gera ráð fyrir að fitan
verði 16 til 18%.“
Emil Thorarensen útgerðarstjóri
steikti sér sfld í hádegismat og sagði
að hún hefði verið mjög góð. „Það er
synd að hún skuli þurfa að fara í
bræðslu," sagði hann.
Samningur um fískveiðar í Barentshafí
Samningurinn
undirritaður
ÞRÍHLIÐA samningur íslands,
Noregs og Rússlands um fiskveiði-
heimildir í Barentshafi verður að
öllum líkindum undirritaður í Pét-
ursborg á laugardag á samstarfs-
fundi utanríkisráðherra Norður-
landanna, Eystrasaltsríkjanna og
Rússlands. Samningurinn öðlast
hinsvegar ekki gildi fyrr en þjóð-
þing landanna hafa samþykkt
hann. Gert er ráð fyrir að Alþingi
samþykki samninginn þegar þingið
kemur saman í júní og sömuleiðis
er búist við að norska stórþingið
samþykki samninginn innan
skamms. Ekki er talið að bera
þurfi samninginn undir rússnesku
Dúmuna, heldur nægi að ríkis-
stjóm Rússlands staðfesti hann.
Hjá Fiskistofu er nú unnið að út-
hlutun þorskaflahlutdeildar til ís-
lenskra fiskiskipa í Barentshafi.
Samkvæmt reglugerð sem sjávarút-
vegsráðuneytið gaf út sl. mánudag
verður heimildum úthlutað til skipa
á grundvelli veiðireynslu þeirra í
þorski miðað við þrjú bestu ár
þeirra á undangengnum sex árum,
frá og með árinu 1993 að telja.
Fiskistofu ber, samkvæmt reglu-
gerðinni, að senda útgerðum þeirra
skipa sem veiðireynslu hafa tilkynn-
ingu um hver afli skipsins hefur
verið á viðmiðunarárunum. Utgerð-
ir hafa síðan frest til 15. júní nk. til
að koma athugasemdum á framfæri.