Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 37
Kvöldstund með Marlene Dietrich í Tjarnarbíói
„Eg skapa mína
eigin Marlene“
LOLA, Johnny, Boys in the
Backroom og fleiri lög sem Marlene
Dietrich gerði ódauðleg munu
hljóma í Tjarnarbíói á fóstudags- og
laugardagskvöld í bland við önnur
minna þekkt. „Kvöldstund með
Marlene Dietrich“ er yfirskrift dag-
skrár sem þýska söng- og leikkonan
Kerstin Marie Mákelburg og píanó-
leikarinn Martin Lingnau flytja.
„Eg stend á sviðinu og er Marlene
- ég set mig í hennar spor. Eg tala
ekki um hana, heldur er ég hún. Ég
tala um líf „mitt“, um það hvaða
augum ég lít hlutina, sem er mjög
oft mjög ólíkt því sem annað fólk
heldui' að líf Marlene hafi verið,“ út-
skýrir Kerstin Marie.
„Markmið mitt með þessari dag-
skrá var ekki einungis að heiðra
hana og dást að henni sem persónu
eins og svo margir hafa gert, sem
hafa sett saman dagskrár um hana.
Ég vildi líka sýna hennar veiku
hliðar og jafnvel þær kvikindislegu,
hliðar sem geta verið sjokkerandi
og pirrandi - án þess þó að ég vilji
eyðileggja hinar háu hugmyndir
sem ég hef um hana, því ég dáist
mjög að henni. Mig langaði bara til
að sýna á henni fleiri hliðar. Ég hef
heyi't af mörgum stórum Marlene-
sýningum, þar sem hún og líf henn-
ar er sýnt í einhverjum dýrðar-
ljóma. Ég hef áhuga á því sem leyn-
ist undir glamúrnum," heldur Ker-
stin Marie áfram. Hún segist hafa
séð fjöldann allan af kvikmyndum
og lesið helling af bókum um Mar-
lene Dietrich, en mest hafí hún þó
fengið út úr því að rýna í gamlar
ljósmyndir af söngkonunni. „Ég
skapa mína eigin Marlene en ekki
eftirlíkingu af henni.“
Kerstin Marie segir um helming-
inn af dagskrá sinni í Tjamarbíói
vera söng og helminginn tal. „Það er
ekki þannig að ég ætli að rekja sögu
hennar frá fæðingu til dauða í réttri
tímaröð, heldur leiðir lag af sér sögu
og öfugt. Henni koma í hug ýmis at-
vik og lög og svo talar hún - ég held
líka að Marlene hafi sjálf verið
þannig," segir hún.
Dagskrána flutti Kerstin Marie
fyrst í Schmidt-leikhúsinu í Ham-
borg 1997 og hefur hún gengið þar
síðan við miklar vinsældir. Sýning-
arnar eru nú orðnar 50 talsins. Sýn-
ingin vakti athygli fyrir nútímalega
túlkun, tilkomumikla búninga og
hrífandi sviðsframkomu, auk söngs-
ins. Lögin úr sýningunni hafa
einnig verið gefín út á geislaplötu
en segja má að dagskráin hafí náð
hámarki velgengni sinnar þegar
Kerstin Marie var boðið að flytja
hana á skemmtiferðaskipinu Queen
Vortón-
leikar Rarik-
kórsins
ÁRLEGIR vortónleikar RARIK-
kórsins verða haldnir í Árbæjar-
kirkju í dag, fímmtudag, kl. 20.
Á dagskránni eru innlend og er-
lend lög. Aðgangur er ókeypis.
Hinn 11. júní nk. mun RARIK-
kórinn halda í tónleikaferð til
Færeyja og halda tónleika í Klakks-
vík. Með þeim tónleikum lýkur 19.
starfsári RARIK-kórsins.
-----»♦♦------
Sýningum lýkur
Byggðasafn Árnesinga
MÁLVERKASÝNINGUNNI
„Bæjamyndir Matthíasar málara"
Sigfússonar lýkur sunnudaginn 16.
maí. Sýningin hefur verið uppihang-
andi í borðstofu Hússins á Eyrar-
bakka nú í vor.
Morgunblaðið/Golli
I MIÐJUNNI er Kerstin Marie Mákelburg, henni á vinstri hönd er pí-
anóleikarinn Martin Lingnau og henni á hægri hönd Frank Albers,
forstöðumaður Goethe-Zentrum í Reykjavík, við uppsetningu á ljós-
myndasýningu um Marlene Dietrich í Kringlunni.
ÞÝSKA söng- og leikkonan Kerstin
Marie Mákelburg í fullum skrúða sem
Marlene Dietrich.
Elizabeth II. Hin sögufræga leið
yfir Atlantshafíð frá Southampton
til New York var einmitt sú leið
sem Marlene Dietrich kaus sér oft-
ast á ferðum sínum frá Evrópu til
Nýja heimsins og var Kerstin
Marie ráðin með það fyrir augum
að gera þessar ferðir fyrri tíma aft-
ur lifandi fýrir farþegum nútímans.
„Þetta var stórkostleg reynsla,“
segir hún um það að standa þar í
sömu sporum og Marlene, „tíminn
hvarf.“
Samstarf þeirra Kerstin Marie og
Martins Lingnau nær aftur til árs-
ins 1992. Þau eru bæði fastráðin við
Schmidt-leikhúsið, þar sem hann er
tónlistarstjóri. Fyrir utan það að
Lagerlausnir
í tengslum við sýningu
þeirra Kerstin Marie
Mákelburg og Martins
Lingnau hefur verið sett
upp í Kringlunni sýning á
ljósmyndum af Marlene Di-
etrich, sem nefnist „Goð-
sögn í myndum“. Hluti
hennar verður í anddyri
Tjarnarbíós meðan á sýningunum
þar stendur og flyst að því búnu í
bókasafn Goethe-Zentrum að Lind-
argötu 46. A ljósmyndasýningunni
gefur að líta einkamyndir af dívunni
Marlene Dietrich og myndir eftir
tískuljósmyndara. Ennfremur frá
kvikmyndaupptökum í Þýskalandi
og Bandaríkjunum, m.a. með Gary
Cooper og John Wayne. Ljós-
myndasýningin er fengin að láni hjá
Goethe-stofnuninni í Munchen og
styrkt af Marlene Dietrich Collect-
ion í Berlín og Munchen og
Deutsche Kinemathek í Berlín.
_ •
Trimniili
vinna saman búa söngkonan
og píanóleikarinn saman.
Dagskráin í Tjarnarbíói á
fostudags- og laugardags-
kvöld hefst kl. 20 bæði
kvöldin og er forsala að-
göngumiða í Goethe-Zentr-
um og Bókabúð Máls og
menningar.
Ljósmyndasýning
í Kringlunni og
Tjarnarbíói
Brettarekkar - Smávöruhillur
- Innkeyrslurekkar o.fl.
Lagerkerfi sem uppfylla staðla
(INSTA, German Standard o.fl.)
TRIUMPH sundbolir og
bikini í miklu úrvali
Útsölustaðir: Útilíf, Glæsibæ,
Hagstætt verð - Hagstæð lausn
POfnasmiðjan
Verslun Háteigsvegi 7 - sími 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • slmi 555 6100
Sportkringlan, Músík og sport,
Hafnarfirði, Axel Ó., Vestm.,
Lækurinn, Neskaupstað,
KB, Borgarnesi.
Heildsöludreifing: Aqua Sport ehf.,
Hamraborg 7, sími 564 0035.
au/cK3iLvsa Á l b a t a r
I ' : :
Utanborðsmótorar
VÉLORKAHF
Grandagarður 3 - Reykjavík.
Sfmi 562 1222
www.velorka.is
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. maí 1999.
1. flokkur 1989: Nafnverð: Innlausnarverð:
500.000 kr. 1.162.104 kr.
50.000 kr. 116.210 kr.
5.000 kr. 11.621 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð:
500.000 kr. 1.025.995 kr.
50.000 kr. 102.599 kr.
5.000 kr. 10.260 kr.
2. flokkur 1990: Nafnveró: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 2.055.398 kr.
100.000 kr. 205.540 kr.
10.000 kr. 20.554 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.910.541 kr.
100.000 kr. 191.054 kr.
10.000 kr. 19.105 kr.
3. flokkur 1992: Nafnveró: InnLausnarverð:
5.000.000 kr. 8.431.258 kr.
1.000.000 kr. 1.686.252 kr.
100.000 kr. 168.625 kr.
10.000 kr. 16.863 kr.
2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.778.437 kr.
1.000.000 kr. 1.555.687 kr.
100.000 kr. 155.569 kr.
10.000 kr. 15.557 kr.
2. flokkur 1994: Nafnveró: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.933.177 kr.
1.000.000 kr. 1.386.635 kr.
100.000 kr. 138.664 kr.
10.000 kr. 13.866 kr.
3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.806.433 kr.
1.000.000 kr. 1.361.287 kr.
100.000 kr. 136.129 kr.
10.000 kr. 13.613 kr.
Innlausn húsbréfe fer fram hjá íbúðatánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og veróbréfafýrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
íbúðalánasjóður
| Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800