Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
+ *
Framkvæmdastjóri RUV segir sjónvarp og útvarp verða að aðlagast breyttum lífsháttum Islendinga
Tíma frétta breytt
til frambúðar
MARGAR ástæður liggja að baki
þeirri ákvörðun Ríkisútvarpsins að
færa kvöldfréttatíma sjónvarps og
útvarps að sögn Halldóru Ingva-
dóttur, framkvæmdastjóra út-
varpsins. Frá og með 1. júní nk.
verður aðalfréttatími sjónvarpsins
sendur út klukkan 19 á hverju
kvöldi og aðalfréttatími útvarpsins
klukkan 18.
„Þetta fyrirkomuiag er til fram-
tíðai’. Um er að ræða ákvörðun
sem byggist á forsendum dag-
skrárinnar en ekki fjárhagslegum
forsendum og ég vona að í fram-
haldinu getum við frekar aukið
þjónustuna en dregið úr henni,“
segir hún.
Minni hlustun
eftir klukkan 19
Að sögn Halldóru byggist
ákvörðunin m.a. á könnun sem
Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið í
lok síðasta árs. Heildarfjöldi svar-
enda var 834 á aldrinum 1&-75 ára
og af þeim gáfu 68% upp heim-
komutíma, ríflega 17% sögðu mjög
misjafnt hvenær þeir kæmu heim
og ríflega 14% eru mestmegnis
heima á daginn. Samkvæmt svör-
um þeirra sem gáfu upp heim-
komutíma má draga þá ályktun að
um 74% Islendinga séu komin
heim úr vinnu fyrir klukkan 19.
„Meirihluti þjóðarinnar virðist
hafa breytt lífsháttum sínum og
það má búast við að hinir geri það
einnig. Það er kannski aðallega í
sveitum sem búast má við óá-
nægju fyrst í stað, en við vonum
að þar muni einnig ríkja sátt fyrr
en varir.“
Halldóra segir að könnunin hafi
ekki beint sjónum að einstökum
starfsstéttum, heldur hafi verið
um að ræða slembiúrtak af landinu
öllu.
„I þessu sambandi er ómögulegt
að velta fyrir sér einstökum hópum
og hversu fjölmennir þeir eru í
hlutfalli við eitthvað annað. Við
verðum að miða við lífshætti meiri-
hluta þjóðarinnar. Við höfum séð
þróunina í þá veru að fólk hlustar
meira á útvarp á morgnana og
fram undir kvölddagskrá sjónvarps
og viijum leggja áherslu á þann
tíma. Við leggjum ekki þyngdina í
þann tíma sem hlustun er minni og
því miður sáum við að almenn út-
varpshlustun minnkar mjög mikið
upp úr klukkan 19,“ segir hún.
Halldóra segir þó að fjöl-
miðlakannanir hafi ekki ráðið úr-
slitum um þessa breytingu, enda
hafi niðurstöður þeirra verið að
mestu leyti hagstæðar íyrir ríkis-
fjölmiðlana. „Stöð 2 er vissulega
farin að nálgast mjög áhorf frétta
sjónvarpsins og við höfuny gert
okkur grein fyrir því lengi. Eg tel
það tengjast breyttum lífsháttum,
því fólk er komið fyrr heim, og við
hljótum að fylgja þeirri þróun sem
gætir í þjóðfélaginu.
Umræðan um breytingar á út-
sendingartímum er líka miklu
eldri hjá RUV en þessar fjöl-
miðlakannanir. í Morgunblaðinu á
þriðjudag talaði fréttastjóri Stöðv-
ar 2 um að horfun á ísland í dag
væri orðin tvöfalt meiri en hlustun
á kvöldfréttir útvarps. Ef ég gríp
niður í síðustu könnun sem ég hef í
höndunum virðist Stöð 2 hafa 26%
áhorf klukkan 19 en útvarpið er
með 17% hlustun. Eg vona að
tvisvar sinnum sautján jafngildi
ekki tuttugu og sex hjá frétta-
stjóra Stöðvar 2,“ segir Halldóra.
Tillögum starfshóps fylgt
Hún segir að útvarpsstjóri,
framkvæmdastjórar og frétta-
stjórar hafi sent útvarpsráði bréf
í mars síðastliðnum, þar sem
færð voru helstu rök fyrir þess-
um breytingum. „Eg setti á fót
vinnuhóp í september í fyrra sem
skoðaði þessi mál varðandi út-
varpið og skilaði hann af sér um
miðjan janúar síðastliðinn. I nið-
urstöðunum var eindregið mælt
með því að færa útvarpsfréttirnar
og þær voru einnig lagðar til
grundvallar ákvörðun RUV.
Könnun Gallup var sérstaklega til
stuðnings fyrir þennan vinnuhóp
og þær vísbendingar sem hún gaf
um lífshætti íslendinga í dag,“
segir Halldóra.
„I könnuninni kom mér talsvert
á óvart að fólk er tekið að borða
kvöldmat svo snemma að það var
helst eldra fólkið sem hlustaði á
kvöldfréttir yfir matnum en ekki
yngra fólkið."
Þá segir Halldóra að hafa verði í
huga að RÚV sendir ekki aðeins út
á Rás 1 og Rás 2, heldur einnig á
svæðisstöðvunum á Norðurlandi,
Austurlandi og Vestfjörðum, auk
langbylgju.
Haustið 1986 var ákveðið að
færa fréttatíma sjónvarpsins, sem
sendur hafði verið út klukkan 20
frá upphafi útsendinga 1966, til
klukkan 19.30.- Halldóra segir að
þessi breytti útsendingartími hafi
aðeins staðið í tvo mánuði, en þá
ákvað útvarpsráð að færa frétta-
tímann til fyrra horfs. Halldóra
kveðst telja það mistök að hafa
hætt við þessa breytingu á sínum
tíma.
Átti ekki að breyta aftur
„Það komst aldrei reynsla á
þennan fréttatíma, sem er miður,
því það tekur mun lengri tíma að
festa nýjan tíma í huga notenda og
fá fram raunveraleg viðbrögð
þeirra við breytingunni. Breyting-
in var því ekki marktæk. Fólk er
svo vanafast og það voru uppi
raddir um að þessi breyting væri
ómöguleg, en fólk fékk aldrei tíma
til að aðlagast henni, auk þess sem
alltaf heyrist mest í óánægjurödd-
unum. Það hefði verið skynsam-
legra að halda fast við breyting-
una á sínum tíma, því ef maður
gerir breytingar held ég að maður
eigi að standa við þær,“ segir
Halldóra.
„Á þessum tíma var að hefjast
samkeppni við Stöð 2 og menn
vissu ekki hvernig hún yrði í fram-
kvæmd, þannig að kannski var
ákveðið reynsluleysi í samkeppn-
inni.“
Reshetov
sæmdur
stórkrossi
FORSETI íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, hefur
sæmt Jury Reshetov, fyrr-
verandi sendiherra Rúss-
lands á Islandi, stórkrossi
hinnar íslensku fálka-
orðu. Stórkrossinn er
æðsta heiðursmerki sem
íslenska ríkið veitir ís-
lenskum eða erlendum
borgara fyrir utan þjóð-
höfðingja. Jón Egill Egils-
son, sendiherra íslands í
Moskvu, afhenti Reshetov
orðuna við hátíðlega at-
höfn í sendiráðinu að við-
staddri fjölskyldu Res-
hetovs og vinum. Á mynd-
inni er Jury Reshetov
ásamt konu sinni, Ninu
Nikolawvnu, en þau áttu
brúðkaupsafmæli daginn
sem athöfnin fór fram,
fimmtudaginn 6. maí.
Kísilgúrsjóður auglýsir eftir umsóknum um áhættulán og styrki
Reynt að minnka styrkveit-
ingar og auka hlutafj árkaup
*
Islandsvinur
látinn
LÁTINN er í Vínarborg mikill ís-
landsvinur, dr. Hermes Massimo, 84
ára að aldri. Að sögn Einars Sig-
urðssonar landsbókavarðar kviknaði
Islandsáhugi Hermes á unga aldri
við kynni af bókum Nonna en það
var ekki fyrr en eftir 1974 að hann
vandi komur sínar hingað til lands.
„Mun sá maður vandfundinn sem
víðar hefur farið um ísland enda
varði dr. Massimo sex vikum til
þremur mánuðum, samfleytt í tólf
ár, í gönguferðir um landið,“ segir
Einar.
Eftir að Hermes lét af sínum
reglubundnu gönguferðum stundaði
hann sumarvinnu 1 Háskólabóka-
safni og síðan hinu nýja safni í Þjóð-
arbókhlöðu. Hann ætlaði að halda
uppteknum hætti nú í sumar og
hefði það orðið 28. íslandsferð hans
á rúmlega aldarfjórðungi.
Einar segir að Hermes hafi haldið
áfram háskólanámi eftir síðari heims-
styrjöldina og lokið doktorsprófi í
heimspeki árið 1948. Eftir það hafi
hann aðallega stundað bókasafns-
störf, m.a. í þjóðbókasafninu í Vínar-
borg. Honum hafi safnast allmikið af
bókum um dagana. „Hann ákvað að
færa Landsbókasafni Islands - Há-
skólabókasafni bækur sínar að gjöf,
þær þeirra sem safnið átti ekki fyrir,
og afhenti hann þær sumarið 1996,
alls 350 bindi,“ segir Einar.
„Dr. Hermes Massimo var ein-
stakt ljúfmenni og eignaðist fjöl-
marga vini hér á landi. Síðasta hálfa
árið dvaldist hann á heimili fyrir
eldri borgara og lést þar af hjarta-
bilun 7. maí síðastliðinn. Dr.
Massimo lætur eftir sig eiginkonu
og dóttur," sagði Einar Sigurðsson
að lokum.
KÍSILGÚRSJÓÐUR hefur aug-
lýst eftir umsóknum um áhættulán
sem sjóðurinn veitir og einnig eftir
umsóknum um styrki, auk þess
sem sjóðnum er heimilt að kaupa
hlut í nýjum og starfandi félögum.
Fyrirtæki, félagasamtök og ein-
staklingar geta sótt um stuðning
sjóðsins og er þá m.a. horft til und-
irbúningskostnaðar verkefna,
vöruþróunar, átaks til markaðsöfl-
unar og náms eða starfsnám-
skeiða.
Atvinnuþróunarfélag Þingey-
inga annast rekstur sjóðsins. Kjör
á lánum sjóðsins taka mið af kjör-
um hliðstæðra lána hjá fjárfesting-
arlánasjóðum. „Ég tel fyrirsjáan-
legt að þessi sjóður starfi áfram.
Hann mun þó reyna að draga úr
styrkveitingum og auka fremur
hlutafjárkaup, með það að mark-
miði að hægt sé að endurheimta
útlagt fé að einhverju leyti þegar
viðkomandi hlutar eru losaðir,"
segir Árni Jósteinsson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfé-
lags Þingeyinga.
Um 10 milljónir í sjóðnum
Tilgangur sjóðsins er að kosta
undirbúning aðgerða til eflingar
atvinnulífs í þeim sveitarfélögum
sem nú eiga verulegra hagsmuna
að gæta vegna starfsemi Kísiliðj-
unnar hf. Arni segir að kísilgúr-
sjóðurinn sé umhverfissjóður sem
ríkið hafi stofnað fyrir allmörgum
árum, en árið 1994 var rekstur
sjóðsins endurskoðaður og hann
fjármagnaður á nýjan leik. „Sjóð-
urinn er annars vegar fjármagn-
aður með framlagi frá umhverfis-
ráðuneytinu, sem byggist á hluta
af námagjaldi Kísiliðjunnar, eða
alls um 700 þúsund krónur á ári,
en hins vegar koma bein framlög
á fjárlögum sem nema um 5 millj-
ónum króna á ári. Hlutverk sjóðs-
ins er að styrkja og örva atvinnu-
starfsemi og atvinnusköpun í
þeim sveitarfélögum sem eiga
mikið undir rekstri Kísiliðjunnar,
til að skjóta stoðum undir aðra
þætti en þá sem tengjast kísilnám-
inu beint og gætu verið til staðar
þegar að því kemur að Kísiliðjan
hættir rekstri einhvern tímann í
framtíðinni," segir Árni. í sjóðn-
um eru alls um tíu milljónir króna
um þessar mundir og er auglýst
efth- umsóknum tvisvar á ári.
Árni segir að fram að þessu
hafi eingöngu verið veittir styrkir
til verkefna, auk þess sem keypt
hafi verið hlutafé í nokkrum fyr-
irtækjum. „Megnið hefur runnið
til aðila sem hafa lagt fram nýjar
viðskiptahugmyndir á þessu
svæði, markaðskannanir og vöru-
þróun. Alls hafa 39 aðilar verið
styrktir síðan 1994 og var hæsta
úthlutunin 2,2 milljóna króna
styrkur til Skútustaðahrepps
þegar hann kom á sínum tíma
upp svokölluðum Náttúruskóla.
Þá má einnig nefna að Atvinnu-
þróunarfélag Þingeyinga hefur
einnig fengið styrk, þar á meðal
árið 1994 þegar ferðamálafulltrúi
var ráðinn. Flestir styrkir eru á
bilinu 200 til 500 þúsund krónur,“
segir hann.
Þá hefur sjóðurinn meðal ann-
ars keypt hlutafé í fjórum iðn- og
ferðaþjónustufyrirtækjum.
Stjórn sjóðsins er skipuð full-
trúum umhverfisráðuneytisins,
iðnaðarráðuneytisins, samgöngu-
ráðuneytisins, Húsavíkurkaup-
staðar, Skútustaðahrepps og
Kísiliðjunnar.