Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 84
84 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
W MORGUN, föstudags-
Akvöld, verður Quarashi
með tónleika á Kaffí
i Thomsen. Þetta eru
V fyrstu tónleikar sveit-
^ arinnar í átta mánuði
en hljómsveitin ákvað að taka sér
frí í ágúst síðastliðnum, en hefur nú
komið saman aftur og er að taka
upp nýja plötu.
- Af hverju ákváðuð þið að taka
ykkur hlé frá spilamennskunni síð-
asta sumar?
„Við vorum búnir að spila stöðugt
í eitt og hálft ár og vorum eiginlega
þurrausnir. Við vildum víkka sjón-
deildarhringinn og byrja svo aftur
ferskir,“ segir Sölvi.
- Hvað tók þá við?
„Sölvi fór í pílagrímsferð til Suð-
ur-Ameríku, ég fór til Chicago í
Bandaríkjunum, Höskuldur fór til
írlands og Bjössi fór til Ítalíu að
búa til tölvuleik," segir Steini.
I félagsskap Jóa kakkalakka
- Það hefur aldeilis verið flakk á
ykkur. Hvað varstu að gera í Suður-
Ameríku, Sölvi?
„Eg fór til Bogota í Kólumbíu og
lék þar um sex mánaða skeið í sápu-
óperu. Það kom mjög óvænt upp og
ég ákvað bara að slá til og reyna
fyrir mér í þessum bransa. En það
átti ekki alveg nógu vel við mig því ég
var ekki alveg nógu klár í tungumál-
inu enda bara nýbúinn að læra
j. spænsku," segir Sölvi.
„Þátturinn heitir Confessiones sem
þýðir Játningar og er talsvert vinsæll
í Bogota. Þetta er hryllingssápuópera
með geimfaraívafí og ég lék hvíta
djöfulinn, eða el diablo blanco. Þetta
var frábær reynsla fyrir mig. Ég var
þama í sex mánuði og ég kom mikið
út úr skápnum með það hver ég er og
hvað ég vil.“
„Já, Sölvi kom út úr skápnum í
þessari ferð,“ segir Steini hlæjandi en
það er strax borið festulega til baka.
- Varstu að ieita að sjálfum þér í
ferðinni?
„Já, ég var náttúrlega bara að
reyna að slá í gegn. Var að reyna að
búa mér til leiklistarferil, en það er
svolítið erfítt í öðru landi.“
Sölvi segir að sápuóperan hafí
verið mjög melódramatísk. Ekki lét
Sölvi sér nægja að sýna leiklistar-
hæfileika sína í Kólumbíu því hann
fór einnig í ferð inn í Amazon-frum-
skóginn. „Það var nú aðallega til að
yfirvinna skordýrahræðslu," segir
hann.
- Var ferðin ein allsherjar atferl-
ismeðferð?
„Já, það má segja það.“ Blaða-
maður er farinn að sjá Sölva fyrir
sér á ferðalagi inn í innstu myrkur,
nýbúinn að leika hvíta djöfulinn og
hvem skyldi hann hafa hitt í fmm-
skóginum?
„Eg held hann hafí ekki hitt
neinn Kurtz, nema kannski Kurtz í
sjálfum sér,“ segir Höskuldur spek-
ingslega.
„Ég hef alltaf verið brjálæðislega
hræddur við skordýr og þegar ég
var kominn inn í skóginn og allt
fullt af skordýmm alls staðar ákvað
ég að skýra þau bara einhverjum
Quarashi með fyrstu tónleikana eftir langt hlé
Aftur saman eftir
ævintýralegan vetur
Ein vinsælasta hljómsveit síðasta sumars. Quarashi. tók sér langt
hlé frá spilamennskunni og lagði land undir fót. Ddra Ósk Hall-
dórsdóttir hitti hljómsveitarmeðlimi og innti þá frétta úr fríinu.
heimilislegum nöfnum. Kakkalakk-
inn hét Jói og tarantúlan Andri og
þannig urðu þau bara eins og vinir
mínir. Þetta er alveg frábær með-
ferð við skordýrahræðslu og ég er
ekkert frá því að ég muni koma
þessu á framfæri í framtíðinni. Fólk
getur verið svo ótrúlega hrætt við
svona skordýr."
Árás í Chicago
-En hvað varst þú að gera í
Chicago, Steini?
„Ég var nú bara að slappa af.
Systir mín á heima þama og ég
ákvað að vera hjá henni. En ég var
samt talsvert einn þarna enda mikill
einfari í mér. Ég fór talsvert á blús-
barina og kynntist fullt af skemmti-
legu fólki. Reyndar var ég stunginn
í fótinn meðan ég var og fékk áfalla-
hjálp. Ég ætlaði að vera í tvo mán-
uði en varð að vera í þrjá því ég var
í mánuð í meðferð út af árásinni."
-Hvað gerðist eiginlega?
„Ég var á skemmtistað og það
var ráðist á mig og ég var stunginn
þrisvar í fótinn og blæddi næstum
því út á staðnum. Það réðust á mig
þrír svertingjar þegar ég sagðist
QUARASHI. Frá vinstri: Biöm Tno-í Mo,W“bla«««rii
ojafsson, ■Æjssssaar1'"
w
>
Hættu að raka á þér fótleggina!
Notaðu One Touch 4-6 vikna vaxmeðferð - One Touch á íslandi 112 ár.
Svo einfalt er það
Hitið vaxið í tækinu og rúllið því
yfir hársvæðið. Leggið strimil yfir
og kippið honum næst af.
Húðin verður mjúk,
ekki hrjúf!
One Touch
er ofnæmisprófað
Fæst í apótekum og stórmörkuðum.
■■■nmBnMHHMHn|
wwniiiwíiffffffiro
vera rappari og kunnu greinilega
ekkert að meta það. En ég vil samt
taka það fram að ég hef ekkert á
móti svörtu fólki, þrátt fyrir að
þetta hafí gerst.“
Steini segir að ferð hans til
Bandaríkjanna hafi verið gerð á
svipuðum forsendum og hjá Sölva
og greinilegt að strákarnir em ekk-
ert að taka lífinu spurningalaust.
„Þetta er hin andlega leitj“ segir
Höskuldur og hinir hlæja. „Ég hefði
nú eiginlega þurft tvo mánuði í við-
bót úti til að finna mig alveg,“ segir
Steini. „Já, við þurfum að senda
hann reglulega í bandaríska sendi-
ráðið svo hann sé í lagi,“ segir Sölvi
við mikla kátínu hinna.
Ofstopamaðurinn í sveitinni
Bjöm er búinn að vera frekar
þögull það sem af er viðtalinu og því
ákveðið að beina nokkrum spurn-
ingum til hans. Þú varst ekki í
hljómsveitinni áður?
„Nei, en á síðasta ári hringdi
Höskuldur í mig og ég spilaði með
þeim á Prodigy-tónleikunum."
„Prodigy vildi ráða hann en við
sögðum honum ekki frá því,“ segir
Höskuldur.
„Já, ég er núna fyrst að frétta
það,“ segir Björn og hjá strákunum
upphefjast miklar sögur um hvernig
þeir hafi sagt hinum einstaklega
ljúfa Keith í Prodigy að Björn væri
slíkur ofstopamaður að ekki væri
hreinlega verandi nálægt honum.
Bjöm tekur undir þessi orð með fá-
dæma ró og ljóst að æði djúpt er á
ofstopanum í karli.
- Hvað hefurðu verið að gera?
„Ég er að útskrifast úr Verslunar-
skólanum núna, en undanfarið er ég
búinn að vera að hanna tölvuleik fyr-
ir Sinclair Spectmm. Ég hef mikla
trú á þessari gömlu tölvu og PC og
Macintosh mega bara fara að vara
sig.“
- Hvernig leikur er þetta?
„Þetta er svona ævintýraskotleik-
ur. Ég er ennþá að þróa leikinn.
„Þessi leikur er algjör snilld,“ segir
Sölvi og látæði sveitarmeðlima er
þesslegt að blaðamaður veit ekki
hvort allt sem fram hefur komið sé
hrein ímyndun frekar en gallharður
raunveruleiki svo ákveðið er að snúa
sér að Höskuldi sem stundar núna
nám í íslensku í Háskóla Islands.
Féiagi Paul
„Ég fór í fyrirtíðarbrúðkaupsferð
til írlands með minni verðandi og
hitti þar marga merkistónlistar-
menn eins og Bono og Edge. Ann-
ars heitir Bono réttu nafni Paul
Hughes, en ég kalla hann Paul,“
segir Höskuldur grafalvarlegur.
„Eg var aðalsprautan í því að Bono
hélt þessa tónleika milli andstæðra
fylkinga í stríðinu sem á sér núna
stað milli sambandssinna og kaþ-
ólikka á írlandi. Hann hringdi í mig
og sagðist þurfa á ráðum og halda
og ég sagði: Já, hvað Paul. Þá sagð-
ist hann vera í vanda staddur út af
ástandinu. Þá sagði ég: Haltu tón-
leika, Paul. Tónlistin er alþjóðlegt
tungumál.
Það er nú kannski rétt að það
komi fram að aðdragandi þess að
við tókum okkur hlé síðasta haust
var að ég fékk taugaáfall á Akur-
eyri,“ segir Höskuldur. „Það var
búin að vera mikil pressa á okkur
allt sumarið, eða eiginlega miklu
lengur og ég bara þoldi það ekki
lengur.“
- Var mikið sukk á ykkur?
„Nei, nei, ekkert meira en gerist
og gengur hjá hljómsveitum," segir
Sölvi. „En núna er önnur tíð. Ég fer
til dæmis reglulega í jóga með
mömmu,“ bætir hann við.
-Hverju má fólk búast við frá
ykkur á tónleikunum á föstudaginn?
Bera lögin ferðalögunum vitni og
heyrast þarna salsataktur, ítalskar
ballöður, blús og írsk þjóðlög í
bland við rappið?
„Fólk má búast við óvenjulegustu
tónleikunum sem við höfum haldið
til þessa,“ segir Steini. „Þetta verð-
ur bara mjög skemmtilegt," segir
Höskuldur. „Við notum svolítið mik-
ið af nýjum hljóðum, en ég veit nú
ekki með salsataktinn og hitt,“ segir
hann, „en það getur vel verið að
ferðalögin komi þarna einhvers
staðar inn. Hver veit?“