Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 59 MINNINGAR BJORG RANNVEIG BÓASDÓTTIR + Björg Rannveig Bóasdóttir fæddist á Reyðar- firði 15. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 9. maí sl. For- eldrar hennar voru Bóas Björnsson út- vegsbóndi og María Guðmundsdóttir. Hún átti þijú systk- ini, systumar Sig- ríði og Oddnýju og bróðurinn Karl. Björg giftist Sig- urði Sveinssyni bif- reiðaeftirlitsmanni 28. desem- ber 1931. Hann var sonur Sig- ríðar Magnúsdóttur og Sveins Hannes- sonar. Sigurður lést 25. desember 1985. Þau eignuðust sjö börn, Oddnýju, hún er látin, Sigríði, Maríu, hún lést vikugömul, Svein, Maríu Þórdísi, Bóas og Karl. Þau bjuggu á Sæbóli á Reyðarfirði og síð- an á Túngötu 7. Björg verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. maí næstkom- andi kl. 15. Við vorum um tíu ára systumar þegar við fengum að dvelja „einar“ fyrir austan að sumri til. Við vorum stelpur „að sunnan“, í nýjum, bláum, útvíðum buxum (ullarefni, sem stakk hryllilega). Og meiningin var að vera sérlega dömulegar og fullorðnar. Þegar við komuna til Reyðar- fjarðar var ljóst að amma Björg hlustaði ekki á að maður væri að sunnan og léki sér aldrei úti og vildi helst vera inni að lesa ástarsögur og dönsku blöðin sem amma átti í bunkum. Hún sagði „þið vitið að ég á þvottavél, mér er sama þótt þið komið drullugar inn. Þið megið leika í ánni,“ og svo vorum við úti. Þetta^ tímabil var helgað ævintýra- leit. Óvissuferð upp á fjall að skoða herminjar, að vaða í ánni, að sökkva í dý. Allt hæfílega innan handar og amma reiðubúin að mana okkur upp í leitinni að ævintýrinu og finna spaugilegu hliðamar á óförunum. Eftir vinnu sína tók hún okkur með í bílferð að eyðibýli hinum megin við Reyðarfjörð, þar var hægt að fara í alvöru búleik við alvöru eldavél. Ég las auðvitað, nóg var að lesa, Nancy og Tom Swift, en eina bók man ég eftir að við ræddum um, það var meira að segja um miðja nótt, þegar • ég hafði ekld getað sofið og her- bergið var bjart af miðnætursól. Bókin var með Atlas líkamsræktar- æfingum, hið mesta undur og mitt uppáhald (að dönsku blöðunum ólöstuðum). Það voru styttri sam- ræður sem við áttum þegar hún fann mig um miðja nótt inni í skáp ofan á dönsku blöðunum með vasa- ljós. Það búa hetjur fyrir austan. Denni frændi minn sagði mér að hann hefði stungið sér í hylinn í ánni og handsamað lax með hönd- unum. Ég sá þetta ljóslifandi fýrir mér og sagði ömmu frá þessu. Hún hló lengi og dillandi hjartanlega og sagði ekkert við því. Amma Björg og afi, voru selskapsfólk, mann langaði að vera skemmtilegur ná- lægt þeim. Það var sérlega skemmtilegt að geta skemmt ömmu. Hún hafði léttan og bjartan hlátur sem kom frá hjartanu og hún gat séð margar óvæntar hliðar á málum sem gerðu hverdaginn skemmtilegan. Fyrir um tíu árum fórum við amma Björg í heimsókn á elliheimili með séríbúðum, að kanna aðstæður. Þegar við komum út sagði hún. „Hér gæti ég ekki búið, hér býr bara gamalt fólk.“ Og svo hló hún, dillandi og prakkaralega, og eins og svolítið hissa á að hún gæti sagt svona. Það er ekki öllum gefið að eiga karakter sem eldist ekki, en þannig var amma Björg. Björg Sveinsdóttir ESTER SVEINSDÓTTIR + Ester Sveins- dóttir fæddist að Kóreksstöðum, Norður-Múlasýslu, 27. apríl 1914. Hún lést á Landakoti 5. maí síðastliðinn Est- er var dóttir hjón- anna Sveins Björns- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Ester var næstyngst fimm systkina, en þau voru Guðrún, Björn, Þórína og Einar og eru þau öll látin nema Þórína. Eftir að faðir Esterar lést giftist móðir hennar Pétri Péturssyni landpósti og átti með honum fimm börn. Þau eru Hulda (lát- in), Hjalti, Eiður (látinn), Asta og Brynjar. títför Esterar fór fram frá Fossvogskapellu 10. maí. fóstra sinn ásamt Jóni fósturbróður sínum til ársins 1936, en þá fór hún að Skriðuklaustri í vist til Gunnars Gunn- arssonar skálds og Fransisku konu hans. Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum í Hallormsstað árin 1938-1941, þar sem hún m.a. lærði vefnað og ýmsar hannyrðir. Eftir að hún hætti á vefnaðarstofunni réðst hún til starfa hjá Al- bert í versluninni Veiðimanninum og vann hjá honum í tíu ár. Síðustu fimm ár starfsæv- innar vann hún svo hjá Ama Arna- syni i skóbúðinni í Suðurveri. Mikill og góður vinskapur tókst með henni og móður minni, sem hélst alla tíð á meðan móðir mín lifði og minnist ég Esterar sem trausts fjölskylduvinar. Hún var föst á skoðunum sínum og gat verið dálítið sérsinna, en hún var sérlega góð- hjörtuð og mátti ekki neitt aumt sjá. Hún og móðir mín áttu sameig- inlegt áhugamál, sem var að lesa dönsku vikublöðin og þótti móður minni vænt um hvað Ester var dug- leg að útvega henni þau blöð. Eg minnist m.a. fjölskylduferðalaga sem Ester tók þátt í eins og skíða- ferðar í Stíflisdal og eftirminnilegar voru berjaferðimar að Króki í Grafningi, þar sem haninn á bænum byrjaði að gala kl. fimm á morgnana og varð að setja hann í poka svo gestirnir gætu sofið. Ester giftist aldrei og var bamlaus, en hún var bamgóð og nutu bömin mín þess þegar þau hittu hana í heimsóknum hjá ömmu sinni. Með aldrinum fór heilsu hennar að hraka og fór að bera á Alzheimersjúkdómi, sem hún að lokum varð að hopa fyrir. Ég þakka Ester góða viðkynningu og blessuð sé minning hennar. Guðmundur Einarssou. Mig langar með nokkmm orðum að minnast Esterar Sveinsdóttur, en henni kynntist ég árið 1942 þeg- ar hún réð sig til starfa hjá móður minni, Karólínu Guðmundsdóttur, sem rak vefnaðarstofu á Asvallagöt- unni. Þegar mest var unnu þar tíu stúlkur hjá henni. Sú vinna virðist hafa fallið Ester vel því hún starfaði í farsæl fimmtán ár hjá móður minni, enda var hún lærður vefari og mikil hannyrðakona, nákvæm og samviskusöm. Ester missti föður sinn þegar hún var tveggja ára og var alin upp hjá fósturforeldrum sinum þeim Þórami Jónssyni og Guðrúnu Magnúsdóttur í Jórvík, Norður-Múlasýslu. Þórarinn var góður vinur Sveins föður hennar en hann og Guðrún áttu fimm böm, þau Ragnhildi, Steinunni, Magnús, Jón og Guðbjörgu. Eftir andlát Guðrúnar annaðist Ester Þórarinn + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN JAKOBSSON fv. framkvæmdastjóri, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. maí kl. 13.30. Þórdís Björnsdóttir, Ruggero Cortellino, Árni Haukur Björnsson, Þórey Bjarnadóttir og barnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KETILSSON mjólkurfræðingur, Starengi 4, Selfossi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands, Sel- fossi, sunnudaginn 9. maí, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 15. maí kl. 13.30. Jón Grétar Guðmundsson, Hildur Guðmundsdóttir, Kristín Anna Guðmundsdóttir, Bogi Karlsson, Helgi Guðmundsson, Margrét Sverrisdóttir, Álfheiður Sjöfn Guðmundsdóttir, Hlöðver Ólafur Ólafsson, Eydis Katla Guðmundsdóttir, Jón Hlöðver Hrafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + ÞORSTEINN ÁSGRÍMSSON frá Varmalandi, Öldustíg 1, Sauðárkróki, lést laugardaginn 8. maí sl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Jarðsett verður á Reynistað. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans, láti Byggðasögu Skagafjarðar njóta þess. Bankareikningur nr. 310-13-136000 í Búnaðar- bankanum á Sauðárkróki. Ingibjörg Sigurðardóttir, Ásgrímur Þorsteinsson, Anne Melén, Ólöf Þorsteinsdóttir, Steinar Mar Ásgrímsson, Þorsteinn K. Ásgrímsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER SIGURÐARDÓTTIR frá Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 15. maí kl.14.00. Þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar. Sigfús Steingrímsson, Sædís Eiríksdóttir, Ólöf Steingrímsdóttir, Jónas Jónsson, Sólveig Steingrímsdóttir, Jón Bjargmundsson, Sigurður Steingrímsson, Sólveig Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTMUNDSSON, Skipholti, lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. maí. Jarðsett verðurfrá Hruna laugardaginn 15. maí kl. 14.00. Kristrún Jónsdóttir, börn, tengdabörn, afabörn og langafabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og fósturföður okkar, ÞORGEIRS ÞÓRARINS ÞORSTEINSSONAR, Grund, Skorradal. Áslaug Þorgeirsdóttir, Ragnar Önundarson, Þorgeir Ragnarsson, Önundur Páll Ragnarsson, Bjarni Pétursson, Magnea K. Sigurðardóttir, Guðrún Pétursdóttir, Davið Pétursson, Jóhanna Guðjónsdóttir, Jón Pétursson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför INGIMUNDAR REIMARSSONAR, Árbliki, Ölfusi. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn Hermannsdóttir. Lokað Rannsóknarstofa í faraldsfræði taugasjúkdóma verður lokuð á morgun, föstudaginn 14. maí, vegna útfarar prófessors GUNNARS GUÐMUNDSSONAR. Ingibjörg Einarsdóttir, verkefnisstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.