Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LISTAMAÐURINN Mark og lögfræðingurinn Joanne í tangó. Rúnar Freyr Gíslason og Margrét Eir Iíjartardóttir. HEIMSPEKINGURINN Collins og klæðskiptingurinn Angel. Atli Rafn Sigurðarson og Helgi Björnsson. | Dúndrandi rokkópera „Það er auðvitað meira spennandi að setja upp söng- leik sem er óþekktur, fólk þekkir ekki tónlistina eða söguna, svo það er hægt að fara eigin leiðir við upp- setninguna,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri söng- leiksins Rent sem frumsýndur verður annað kvöld af Þjóðleikhúsinu í Loftkastalanum. Hávar Sigurjónsson átti samtal við Baltasar af þessu tilefni. Morgunblaðið/Ásdís ELSKENDURNIR Mímí og Roger. Björn Jörundur Friðbjörnsson og Brynhildur Guðjónsdóttir. Rent var frumsýnt af New York Theatre Workshop utan Broadway í febrúar 1996. Söngleikurinn sló strax í gegn og var fljótt fluttur í stærra leikhús á Broadway þar sem hann var sýndur við miklar vinsældir næstu tvö árin. Rent hlaut bæði Tony verðlaun og Pu- litzer verðlaun það árið.. Eftir að leyft var að sýna Rent utan Broadway hefur hvert leik- húsið á fætur öðru tryggt sér sýningarrétt- inn og er Þjóðleikhúsið í hópi hinna fyrstu sem tekur verkið til sýninga. Lést fyrir frumsýningu Höfundur Rent, bæði texta og tónlistar var Jonathan Larson, sem lést sviplega rétt áður en forsýningar á verkinu hófust. Hann hafði unnið að samingu verksins meira og minna í sjö ár, lengst af án þess að eygja möguleika á sviðsetningu þess. Dauði Lar- sons ýtti enn frekar undir alla umfjöllun um verkið en það fjallar um fjölbreytt mannlífið í East Village í New York, persónur verksins eru fátækir lista- og menntamenn, fatafella, eyðnisjúklingar, eiturlyfjaneytendur, homm- ar, lesbíur, lögfræðingar og klæðskiptingar. Larson var sjálfur fátækur listamaður en banamein hans var þó hvorki eyðni né eitur- lyf, heldur lést hann úr meðfæddum æða- sjúkdómi. „Menn verða alltaf frægastir ef þeir deyja á réttum tíma,“ segir Baltasar. „Það sem gert hefur verið úr dauða hans í kringum Rent vinnur samt á vissan hátt gegn verkinu. Það verður stærra en það nokkum tíma var og væntingar fólks verða óraunhæfar. Verkið hefur fengið yfir sig hálfgerða helgislepju og menn hafa varla þorað að taka á því og ydda það til fyrir hverja uppsetningu. Larson dó frá sýningunni áður en hún var tilbúin þannig að það getur vel verið að hann hefði gert breytingar á sýningunni ef hann hefði lifað.“ Þær breytingar sem Baltasar ýjar að eru kannski flestar smávægilegar en þó er gerð veigamikil breyting í lok verksins þar sem Mímí í upprunalegu sýningunni lifnaði við eftir tímabundið andlát, en þetta segir Baltasar að sér hafi þótt fáránlegt þegar hann sá það í New York. „Ég fékk svona aumingjahroll og ákvað að þessu skyldi ég breyta." Mímí deyr sumsé að fullu og öllu, rétt eins og Mimi Puccinis hefur ætíð gert í rúma öld. Byggt á La Bohéme Efnislega byggir Rent á óperunni La Bohéme eftir Puccini og er söguþræði fylgt nokkuð nákvæmlega, flestar persónur eru í grunninn hinar sömu þó allt sé fært til nú- tímans og umhverfið og persónumar taki mið af því. „Við höfum leitast við að gera sögunni í verkinu eins góð skil og okkur er unnt. Sagan er nokkuð margslungin sem er óvenjulegt fyrir söngleik, yfirleitt eru þeir fremur einfaldir. Hér em mörg ástarsam- bönd í gangi í einu og tengslin á milli persón- anna þurfa auðvitað helst að vera svo skýr að áhorfandinn sé alveg með á nótunum," segir Baltasar. Höfundurinn Jonathan Larson var fæddur í White Plains í New York árið 1960. For- eldrar hans vom frjálslyndir gyðingar í milli- stétt og eftir hefðbundna skólagöngu stund- aði Larson nám í leiklist við Adelphi háskól- ann. Hann hafði þá þegar vakið nokkra at- hygli fyrir leiklistar- og tónlistarhæfileika sína. Eftir að námi lauk fluttist hann til West Village í New York og hóf að reyna fyrir sér sem leikari og tónlistarmaður og framfæri sitt hafði hann af því að vinna á veitingastað nokkra daga í viku. Hann samdi og flutti ein- leik sem hann nefndi Tick, tick...Boom sem hann byggði á eigin reynslu sem listamaður. Einnig samdi hann tónlist fyrir bamaefni, myndbönd og dansverk. Uppmnalegma hug- myndin að Rent kom frá leikskáldinu Billy Aronson sem var mikill óperaunnandi og langaði til að skrifa nútímasöngleik upp úr La Bohéme um ungt listafólk sem lifir fyrir listina. Samstarf þeirra hófst 1989 en hug- myndir þeirra um efnistök reyndust ólíkar svo uppúr slitnaði en Larson fékk leyfi til að halda áfram með verkið einn. Mun hann oft hafa verið við það að gefa upp vonina um að verkið kæmist nokkum tíma á svið en loks árið 1995 komst hann í samstarf við New York Theatre Workshop um sýningu á verk- inu. Eftir að fengist höfðu framleiðendur að verkinu var írumsýning ákveðin 13. febrúar 1996 en Larson lést þann 25. janúar. Tónlistin er aðalatriðið Baltasar segir að auðvitað fylgi Rent sterkur New York blær. „í fyrstu fannst mér þetta næstum óbærilega amerískt. En við nánari skoðun er það bara yfirborðið. La Bohéme gerist í París og þó við reynum ekki að færa þetta til íslands er fjölmargt í verk- inu, persónum þess og söguþræði, sem höfð- ar til okkar. Svo má auðvitað ekki gleyma því sem skiptir mestu máli og það er tónlistin. Hún er hafin yfir öll landamæri og söngleik- ur stendur nú fyrst og fremst og fellur með tónlistinni. Ég tel að þetta sé besta rokk- ópera sem komið hefur fram síðan á áttunda ■ áratugnum eftir Hárið, Súperstar og Rocky “ Horror.“ Tónlistarstjóri sýningarinnar er Jón Ólafsson og að sögn Baltasar tóku þeir þá ákvörðun að haga útsetningum á nokkuð annan veg en gert var uppranalega. „Við vildum forðast ameríska rokkstíl níunda ára- tugarins sem aldrei höfðaði neitt sérstaklega til okkar íslendinga." Um leikmyndina segir Baltasar að hún sé byggð á hugmyndum frá I East Village í New York. „Einkenni á hverf- U inu era svokallaðir raslaskúlptúrar sem fólk ■ ■ býr til út á götu. Þeir era útum allt og urðu grannurinn að þeirri leið sem við fóram með leikmyndina." Ekki fer á milli mála að Rent er dúndr- andi rokkópera, hvert númerið rekur annað þar sem leikararnir fjórtán syngja, leika og dansa án þess að virðast nokkurn tíma hafa gert annað. „þetta er mun erfiðara en það lítur út fyrir að vera, tónlistin er mjög flók- in og erfið í söng. Það er svo sannarlega ekki á allra færi að gera þetta og ég tel að jjj fyrir tíu árum hefðum við ekki átt mögu- p leika á að setja saman 14 manna leikhóp sem hefði klárað sig af þessu,“ segir Baltasar. Hann segir val leikara í sýning- una hafa verið mikið umhugsunarefni. „Verkið gerir miklar kröfur til leikaranna þar sem atburðarásin er byggð inn í söngat- riðin. Þau verða því að leika og dansa á fullu um leið pg þau eru að syngja mjög erfiða tónlist. Ég fékk mjög góðan danshöfund i : með mér, Aletta Collins, heitir hún. Við völdum þá leið að semja ekki beinlínis ■ dansa í sýninguna heldur semja hreyfing- * arnar og sporin útfrá hugmyndum leikar- anna sjálfra. Þau eiga því talsvert í þessu enda gengum við í þetta sem eins konar leiksmiðjuverkefni." Nýir leikarar Það vekur athygli að í leikhópnum eru nokkrir ungir og upprennandi leikarar sem lítið hafa áður birst á leiksviði. I þeim hópi ■ eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Margrét Eir §1 Hjartardóttir og Bjöm Jörandur Frið- ■ bjömsson. Öll hafa þau stundað leiklistar- nám erlendis undanfarin ár en Margrét Eir hafði áður vakið athygli íyrir söng sinn í Hárinu og Björn Jörandur er vel þekktur úr hljómsveitinni Nýdönsk. „Brynhildur var al- veg óþekkt stærð en hún vakti athygli í vetur fyrir hlutverk Tinkerbell í Pétri Pan í breska þjóðleikhúsinu í vetur. Hún smellpassaði í hlutverkið," segir Baltasar. Annar nýliði er f Rúnar Freyr Gíslason sem útskrifast eftir f; nokkra daga úr Leiklistarskóla Islands. ■ Hann er þó ekki alveg óþekktur því margir p muna sjálfsagt eftir honum úr söngleiknum Grease í fyrra. Yngst í hópnum er Alfrún Ömólfsdóttir 18 ára en hún á engu að síður talsverðan leik- og dansferil að baki úr kvik- myndum og sýningum Þjóðleikhússins und- anfarin ár. Aðrir leikendur era Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Pálmi Gestson, Helgi Bjömsson, Atli Rafn Sigurðarson, Vigdís Gunnarsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Bald- ur Trausti Hreinsson og Linda Ásgeirsdótt- f ir. Leikmynd gerir Vytautas Narbutas, Lýs- ingu Bjöm Bergsteinn Guðmundsson, bún- •■ inga Helga I. Stefánsdóttir og þýðingin er verk Karls Ágústs Úlfssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.