Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Bæjarstjórn Djúpavogs og stærstu fyrirtækin snúa vörn í sókn Breytt skipulag- skapar ný sóknarfæri Ástand í atvinnumálum á Djúpavogi hefur ekki veríð séríega traustvekjandi undan- farín misseri en skipulagsbreytingar 1 helstu atvinnustarfsemi á staðnum lofa góðu, að sögn sveitarstjóra og ráðamanna fyrírtækjanna. Steinþór Guðbjartsson tók púlsinn á forystumönnunum fyrir austan. VÍSIR HF. í Grindavík keypti meirihluta í sjávarútvegsfyrirtæk- inu Búlandstindi hf. á Djúpavogi í desember sem leið og í kjölfarið ríkti nokkur óvissa á meðal heima- manna varðandi framhaldið eins og kom fram í Morgunblaðinu. Sér- staklega virtist fólk óöruggt með kvótann, hvort hann yrði áfram í byggðarlaginu, en samt sem áður kom fram ánægja með nýja menn í viðtölum. „Það yrði dauðadómur fyrir Djúpavog ef kvótinn yrði fluttur í burtu,“ var haft eftir Ivari Björg- vinssyni verkalýðsformanni í febr- úar en Ólafur Ragnarsson sveitar- stjóri áréttaði að meðan hagkvæmt væri að veiða og vinna fisk yrði það gert á Djúpavogi. Jákvæðar breytingar Ráðamenn á Djúpavogi kynntu um helgina rekstrarbreytingarnar á staðnum og áhrif þeirra. „Hér hafa orðið miklar og ánægjulegar breytingar," sagði Ólafur Ragnars- son sveitarstjóri og nefndi auk fiskvinnslunnar stofnun fiskmark- aðar sem hefur tekið yfir daglegan rekstur hafnarinnar, framkvæmdir við nýja höfn í Gleðivík, stuðning Fiskimjölsverksmiðjunnar Gauta- víkur hf. og Búlandstinds við grunnskólann en fyrirtækin kosta tölvunámsefni í 1. til 10. bekk næstu þijú árin, og stækkun Hótels Framtíðar sem skapaði ný sóknarfæri í ferðaþjónustu. Margir möguleikar „Astæða þess að við slógum til og komum hingað er sú að við telj- um að hér séu margir möguleikar, tækifæri þar sem við getum nýtt þekkingu okkar og tæki tii að gera betur,“ sagði Pétur Hafsteinn Páls- son, stjómarformaður Búlands- tinds og framkvæmdastjóri Vísis. „En til að fyrirtækið verði blóm- legt og verði áfram á staðnum verður það að geta nýtt sér mögu- leikana sem hér eru og vera arð- bært. Þegar við komum að Búlandstindi var fyrirtækið á hraðri siglingu í greiðslustöðvun, að okkar mati, og því þurfti að breyta allri samsetningu eigna.“ Hann nefndi að frystitogarinn Sunnutindur hefði notað allan kvóta fyrirtækisins og því hefðu tvö frystihús þess verið fisklaus. Jafnframt hefði fiskimjölsverk- smiðja verið í endumýjun en hún hefði hvorki haft skip né kvóta né nokkum mögulegan hlut til að byggja á. Hann sagðist hafa nefnt Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR Ragnarsson, sveitarstjdri á Djúpavogi, og Pétur Hafsteinn Pálsson, stjdrnarformaður Búlandstinds hf. og framkvæmdastjdri Vísis hf., fylgjast með löndun úr Sævík GK. Morgunblaðið/RAX STÖÐUG vinna hefur verið í saltfiskverkun Búlandstinds á Djúpavogi. þegar á aðalfundi að fyrirtækið ætti aðeins að vera í saltfiskvinnslu og uppsjávarfiski og reksturinn miðaðist við það. Mikið tap í fyrra Samkvæmt uppgjöri Búlands- tinds fyrir síðasta reikningsár, sem var það sama og kvótaárið, var 194 millj. kr. tap á rekstrinum eða 19% af rekstartekjum en skuldir jukust um 600 milljónir á árinu. „Þrátt fyrir að fyrirtækið stæði ekki í neinum breytingum varðandi eigin rekstur kostaði 90 milljónir að halda því gangandi,“ sagði Pétur. Hann sagði að áhrifa nýrra eigenda gætti ekki í upp- gjöri vegna fyrstu sex mánaða yf- irstandandi reikningsárs því tíma hefði tekið að skipuleggja starf- semina en tapið á umræddu tíma- bili væri 56 milljónir fyrir fjár- magnsgjöld og afskriftir. „Stóra málið var að fá samstarfsaðila að bræðslunni sem hefði yfir að ráða kvóta. Okkur lánaðist að selja Gautavík bræðsluna og það á eftir að verða mikil gæfa í uppbyggingu fyrirtækisins." Búlandstindur og Gautavík hafa gert með sér samstarfssamning um veiðar og vinnslu á uppsjávar- físki. Félagið Landsnes hf. var stofnað sem hluti af samningnum í þeim tilgangi að vinna að uppbygg- ingu sjávarútvegs á Djúpavogi. Pétur sagði að sala á frystihúsi Búlandstinds á Breiðdalsvík hefði verið mikilvæg og hefði hagur allra verið hafður að leiðarljósi. „Til að skerða ekki kvóta hreppsins hefur sú stefna verið mörkuð að ná til baka þeim veiðiheimildum sem við seldum með Mánatindi og Breið- dalsvík og allar líkur eru á að okk- ur takist það að mestu leyti.“ Samningar tryggja mikla löndun Pétur sagði að nýtt skipulag fæli í sér verkun á saltfiski og síld. A stjómarfundi sl. föstudag hefði verið tekin ákvörðun um byggingu nýs 1.750 fermetra vinnsluhúss og kaup á frekari tækjabúnaði til salt- fiskverkunar og síldarvinnslu en um væri að ræða allt að 100 millj- óna króna fjárfestingu. Samhliða kaupum á Arnþóri EA yrði gerður löndunarsamningur til tveggja ára á uppsjávarfiski við fyrrverandi eigendur skipsins auk þess sem samstarfssamningur um löndun við Amey hf. í Sandgerði væri áfram í gildi. „Með þessum samningum höfum við tryggt löndun hér á um 50.000 tonnum á ári af uppsjávar- fiski en sambærileg tala áður var um 4.000 tonn. í þessu sambandi Unnið og sofið undir sama þaki Djúpavogi. Morgunbladið. VÍSIR hf. í Grindavík er nú meirihlutaeigandi hlutafjár í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. 80 sjómenn vinna hjá fyrirtækinu á fimm skipum, í landi vinna um 50 manns. Má því segja að Vísir hf. sé eitt af fáum, stórum fjöl- skyldufyrirtækjum sem eftir eru í greininni. Vísir hf. er í eigu Páls H. Páls- sonar í Grindavík og fjölskyldu hans. Páll Hreinn Pálsson er fæddur 3. júní árið 1932, hann er alinn upp í Dýrafirði. 21 árs gamail hóf hann útgerð ásamt fleirum á Þingeyri. Hann fluttist til Keflavíkur árið 1956, þar sem hann stundaði sjómennsku, bæði sem skipstjóri og stýrimaður. Árið 1964 fór hann í útgerð ásamt tveimur öðrum og keypti þá fiskhús og bátinn Vísi og þar með varð tii útgerðarfyrirtækið Vísir. Nokkrum árum síðar keypti hann félaga sína út úr fyrirtæk- inu og stofnaði fjölskyldufyrir- tækið, sem sannarlega hefur stækkað og dafnað og teygir nú anga sína allt frá Grindavík til Djúpavogs. En fólki leikur forvitni á að vita eitthvað meira um þetta fólk, sem hefur eignast eitt stærsta fyrirtækið á Djúpavogi, og er því orðinn stór hlekkur í öllu mannlífinu hér. Eiga barnaláni að fagna Páll Hreinn Pálsson er kvæntur Margréti Sighvatsdótt- ur sem fædd er í Ártúnum á Rangárvöllum 23. mai árið 1930. Hún ólst sfðan upp í Fló- anum. Þau eiga sex börn, fjórar dætur, tvo syni og 18 barna- börn. Börnin eru Margrét, fædd árið 1955, Páll Jóhann, fæddur 1957, Pétur Hafsteinn, fæddur 1959, Kristín Elísabet, fædd 1961, Svanhvít Daðey, fædd 1964 og Sólný Ingibjörg, fædd 1970. Bræðurnir, tengdadæturnar og þrír tengdasynir vinna við fyrirtækið, hinar dæturnar eru kennarar. En hvað varð til þess að þessari fjölskyldu gekk svo vel sem raun bar vitni? Hver er galdurinn við þessa velgengni? Ekki gefist upp I stað þess að taka karlmenn- ina á beinið, eins og gert er í flestum tilfellum, var spurning- unni beint til Margrétar Sig- hvatsdóttur. „Það hefur verið ánægjulegt hve allir hafa staðið saman. Við bjuggum í tvö ár með fimm börn á aldrinum eins til tíu ára í verbúð í fiskhúsinu. Var unnið þar dag og nótt. Vertíðar- mennirnir bjuggu í sama húsi og allt gekk mjög vel. Núna í seinni tíð sé ég árangur erfíðisins og er fegin að við skyldum ekki hafa gefist upp. Á þessum árum hálf skammaðist fólk sín fyrir að vinna í fiski og þótti finna að vinna við eitthvað annað,“ segir Margrét. Núna hefur dæmið snúist við og Margrét segist hreykin af því að vera í þessari grein, sem nú virðist vera orðin með mest metnu atvinnugreinum landsins. „En það er ljóður á að ef ein- hveijum gengur vel, þá heldur fölk að inaður fái þetta fyrirhafn- p arlaust. Þetta hefur verið mikil vinna og það hefur hjálpað mér mikið í lífinu að hafa verið tón- elsk og ef eitthvað hefur bjátað á hef ég oft fengið mikla útrás í tónlistinni. Nei, þetta hefst ekki nema með stöðugri vinnu og út- sjónarsemi, sagði Margrét. „Maður hefur treyst börnunum og sem betur fer er unga fólkið bjartsýnt og ég vona að allt eigi eftir að fara vel í framtíðinni," segir Margrét. Sighvatsdóttir, stórútgerðarkona í Grindavík. HJÓNIN Páll Hreinn Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.