Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tónlistarskólinn á Akureyri Byggingaframkvæmdir samþykktar á umdeildu svæði Fjöldi tónleika TVENNIR tónleikar verða á vegum Tónlistarskólans á Akureyri í dag, fímmtudaginn 13. maí. Hinir fyrri verða í blómaskálanum Vín kl. 14.30 þar sem Suzuki-nemendur leika fyrir gesti. Síðar um daginn, eða kl. 16, verða tónleikar alþýðutónlistardeild- ar í veitingahúsinu Græna hattinum. Þrennir tónleikar verða á laugar- dag, 15. maí í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Þeir fyrstu verða kl. 14, en það eru tónleikar Vilhjálms Inga Sigurðarsonar sem er að ljúka 8. stigi í trompetleik. Vortónleikar yngri nemenda skólans verða kl. 16 og eldri nemendur efna til vortón- leika kl. 18. Tvennir útskriftartónleikar verða í Safnaðarheimilinu á sunnudag, en söngdeild skólans mun útskrifa tvo nemendur með 8. stig, þær Bjar- keyju Sigurðardóttur og Sigrúnu Arngrímsdóttur. Tónleikar Bjar- keyjar verða kl. 17 á sunnudag og Sigrúnar kl. 18. Slagverksdeild skólans heldur tón- leika að Hólum, sal Menntaskólans á Akureyri kl. 14 á sunnudag, 16. maí. Bæjarráð um kjaradeilu tónlistarskólakennara Viðræðum slitið BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um kjaradeilu við kennara Tónlistarskólans á Akur- eyri. Lítur bæjarráð svo á að túlka verði samþykkt kennarafundar tón- listarskólans frá því í liðinni viku á þann veg að þeim viðræðum hafi ver- ið slitið sem í gangi voru um þetta mál milli kennara skólans og kjara- nefndar bæjarins. Fundur kennara, sem haldinn var siðastliðinn fóstu- dag, hafnaði því sem hann nefndi „smánarlegt tilboð" kjaranefndar en kennarar telja engin rök réttlæta að tónlistarkennarar njóti ekki sömu kjara og aðrir í kennarastétt Málþing Kynning á lokaverkefnum hjúkrunarfræðinema við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri mánudaginn 17. maí 1999 í Oddfellowhúsinu Akureyri. 13.00 Setning: Elsa B. Friðfinnsdóttir, lektor og settur forstöðumað- ur heilbrigðisdeildar HA. 13.05 Stuðningur við foreldra andvana fæddra barna - Hrafnhildur Rós Gunnarsdóttir og Magna Lilja Magnadóttir. 13.20 Stuðningur/stuðningsleysi við aðstandendur iangveikra barna Friðgerður Ólöf Jóhannsdóttir. 13.35 Rannsóknaráætlun: Viðhorf hjúkrunarfræðinga til eigin þekk- ingar og hæfni i endurlífgun - Jóhanna Júlíusdóttir. 13.50 Leikir og leikmeðferð barna - Nína Hrönn Gunnarsdóttir. 14.05 Hlé. 14.10 Spegill, spegill herm þú mér: Notkun speglunar f hjúkrun - Helgi Þór Gunnarsson og Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir. 14.25 Karlmenn og ófrjósemisaðgerðir - Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir. 14.40 Frjósemi - frjósemisvitund - Friðrikka Jóhanna Jakobsdóttir. 14.55 Hlé: Hollt og gott fyrir sál og líkama. 15.15 Fræðsluþarfir þungaðra unglingsstúlkna - Hrafnhildur Gríms- dóttir og Hrafnhildur Ólafsdóttir. 15.30 Fræðsluþarfir og líðan feðra á barneignatímabilinu - Aðal björg Albertsdóttir og Fjóla Sveinmarsdóttir. 15.45 Að hika er sama og tapa: Viðhorf og líðan kvenna í tengslum við leghálskrabbamein og krabbameinsskoðun - Halldóra Karlsdóttir og Jenný Guðmundsdóttir. 16.00 Hlé. 16.05 Bak við luktar dyr: Reynsla hjúkrunarfræðinga á Norðurlandi af ofbeldi gegn öldruðum - Brynhildur Smáradóttir, Erla Guðlaug Sigurðardóttir og Helga Sif Friðjónsdóttir. 16.25 Örvun meðvitundarlausra - Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir. 16.40 Starfsaðlögun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga: Áhrif á festu í starfi - Eyrún Ólafsdóttir. 16.55 Ráðstefnuslit. Veggspjöld: Rannsóknaráætlun, þekking og endurmenntun hjúkrunar- fræðinga í endurlífgun - Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir. Fræðsla um næringu til verðandi mæðra - Guðrún Valdimarsdóttir. Málþingsstjóri: Sigfríður Inga Karlsdóttir lektor. Allir hjartanlega velkomnir - aðgangurókeypis - Málið verður kært til úrskurðarnefndar MEIRIHLUTI skipulagsnefndai- Akureyrar samþykkti á fundi sín- um í vikunni tillögu þess efnis að leyfa byggingu tveggja 5 hæða íbúðarhúsa með lyftu og bílakjall- ara, vestan Mýrarvegar og norðan Akurgerðis, með alls um 30 íbúð- um. Vilborg Gunnarsdóttir, for- maður skipulagsnefndar, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Ibúar í næsta nágrenni við bygg- ingarsvæðið hafa haft uppi hávær mótmæli gagnvart fyrirhuguðum framkvæmdum og m.a. átt viðræð- ur við bæjaryfirvöld vegna málsins. Tryggvi Þór Haraldsson, íbúi í Kotárgerði, sagði að ef tillaga meirihluta skipulagsnefndar yrði samþykkt í bæjarstjóm, væri eini möguleiki íbúanna að kæra málið til úrskurðarnefndar skipulags- mála, „og við munum gera það. Það er mikil óánægja meðal íbúa með þessa hæð húsanna en flestir eru þeir tilbúnir að sættast á að þama verði byggð hús til samræmis við önnur hús á svæðinu, tveggja til þriggja hæða. Aðrir íbúar era al- farið á móti því að þama verði byggt nokkuð“, sagði Tryggvi Þór. fbúðir fyrir fullorðið fólk Ámi Ólafsson skipulagsstjóri sagði að tillagan sem samþykkt var væri í meginatriðum eins og aug- lýst var upphaflega en um er að ræða breytingu á deiliskipulagi. Hins vegar vom í upphafi hug- myndir um að byggja 7 hæða hús og talsvert sunnar. „Það hafa ýms- ar lagfæringar verið gerðar, húsin lækkuð, bilið milli þeirra breikkað og tillögum um bílastæði frá því sem auglýst var verið breytt. Það era ekki bílastæði við Mýrarveg lengur, heldur inni á lóð og þá er megnið af bílastæðunum í bílakjall- ara neðan jarðar.“ Árni sagði að meginþorri íbúa á svæðinu hefði sent frá sér harðorð- ar athugasemdir við þessar hug- myndir og að margar þeirra væra vissulega réttmætar, enda um að ræða miklar breytingar. „Nefndin velur hins vegar þá hagsmuni þyngra að gera búsetumöguleika í hverfinu fjölbreyttari og verða við óskum um sérhæfðar íbúðir fyrir fullorðið fólk.“ AKO/PLASTOS augiýsti eftir starfsfólki Tæplega 90 um- sóknir bárust GÍFURLEGUR áhugi er fyrir störfum hjá AKO/PLASTOS á Akureyri. Fyrirtækið auglýsti ný- lega eftir fólki til starfa í nýjum framleiðsludeildum í bænum og bárust tæplega 90 umsóknir. Her- mann Herbertsson aðstoðarfram- leiðslustjóri sagði þennan mikla áhuga mun meiri en hann hefði gert ráð fyrir. Hermann sagði stefnt að því að ráða 4-5 starfsmenn strax en þeim myndi svo fjölga enn frekar næsta haust. Hann sagði að tæplega helm- ingur starfsumsóknanna væri frá fólki sem þegar væri í fastri vinnu en vildi breyta til. Umsækjendur era á besta aldri, af báðum kynjum og búa á Akureyri og í næsta ná- grenni bæjarins. AKO/PLASTOS, sem varð til við sameiningu Akoplasts á Akureyri og Plastos-umbúða í Garðabæ, er að flytja framleiðsludeildir fyrir- tækisins frá Garðabæ til Akureyr- ar og hefur komið fram í máli for- svarsmanna fyrirtækisins að við það muni störfum í bænum fjölga um 50. Fyrirtækið hefur keypt SUMAR ’99 er yfirskrift sýningar sem verður í íþróttahöllinni á Akur- eyri um helgina, eða dagana 15. og 16. maí. Sýningin verður opin frá kl. 11 til 17 báða dagana. Á sýningunni kennir margra grasa, en aðaláherslan er lögð á ým- islegt það sem viðkemur sumrinu eins og nafnið bendir til. Tvö bfla- umboð sýna, Hekla og Honda, þá verða fellihýsi, tjaldvagnar og upp- sett tjöld á sýningarsvæðinu. Útivi- starfatnaður, garðáhöld og garðhús- FÉLAGAR í unglingadeildum Slysavamafélagsins á Dalvík og á Árskógsströnd ætla að dvelja í gúmmíbjörgunarbáti í einn sólar- hring utan við höfnina á Dalvík, frá nk. fóstudegi til laugardags. Tilgangurinn er að safna pening- húsnæði Rafveitu Akureyrar við Þórsstíg, þar sem starfsemin verð- ur í framtíðinni öll undir sama þaki. 2.000 fermetra viðbygging Húsnæði Rafveitunnar er um 1.800 fermetrar að stærð og hefur AKO/PLASTOS þegar fengið hluta þess afhent. Innan skamms verður íyrirtækið komið með allt húsnæðið undir starfsemi sína nema skrif- stofuhúsnæðið. í næsta mánuði er svo stefnt að því að hefja fram- kvæmdir við 2.000 fermetra við- byggingu, sem tilbúin verður í haust. Ráðgert er að lokið verði við flutning framleiðslusviðsins norður fyrir næstu áramót. AKO/PLASTOS auglýsti jafn- framt eftir íbúðum til leigu í bænum eða næsta nágrenni fyrir þá starfs- menn og fjölskyldur þeirra sem eru að flytja til bæjarins. Lítil viðbrögð urðu við þeirri auglýsingu og fyrir- tækið hafði ekki erindi sem erfiði. Það má því ætla að ekki sé mikið um lausar íbúðir á leigumarkaðnum. gögn, fjórhjól og grill af margvís- legu tagi verða einnig sýnd. Vörar verða kynntar og gestum gefst kostur á að bragða á góðgæti. Krakkahorn verður á sýningar- svæðinu þar sem boðið verður upp á bamapössun og afþreyingu fyrir yngstu gestina sem einnig geta tek- ið þátt í teiknimyndasamkeppni. Gestir geta tekið þátt í getraun þar sem vegleg verðlaun era í boði. Að- gangur að sýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir. um í ferðasjóð vegna fyrirhugaðrar ferðar á landsmót unglingadeilda björgunarsveita í sumar. Alls taka um 20 ungmenni þátt í verkefninu en ekki er ætlunin að hópurinn dvelji allur um borð í einu, heldur munu ungmennin skiptast á. Tónlistarskóli Eyjafjarðar Vortón- leikar VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Eyjafjarðar era nú að hefjast en þeir verða sjö talsins á þremur stöðum, í Þelamerkurskóla, á Grenivík og í Freyvangi. Tvennir tónleikar verða í Frey- vangi vegna fjölda nemenda í Eyja- fjarðarsveit, hinir fyrri vora í gær- kvöld, en þeir seinni verða á laugar- dag, 15. maí kl. 14 þar sem yngri nemendur koma fram. Tónleikarnir á Grenivík verða fóstudagskvöldið 14. maí í Gamla skólahúsinu og hefj- ast þeir kl. 20.30. Tónleikamir í Þelamerkurskóla verða kl. 11 á laug- ardag, 15. maí. Skólaslit verða í Möðruvallakirkju í Hörgárdal fóstudagskvöldið 21. maí næstkomandi. Þar verða prófskír- teini afhent og tónlistaratriði flutt. -------------- Þroskahjáip á Norðurlandi eystra Fundur um atferlismótun FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra verður á Fosshóteli KEA á sunnu- dag, 16. maí, frá kl. 11 til 14. Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræð- ingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fjallar um atferlismótun ein- hverfra og bama með skyldar þroskahamlanir. Sigríður Magnús- dóttir foreldri segir frá reynslu sinni af því að vinna með barn sitt í atferl- ismótum. Að lokum verða fyrir- spurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn og er þátttökugjald 1.000 krónur, léttur hádegisverður er innifalinn. -----♦-♦-♦---- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Kyrrðar- og fyrirbænastund fellur niður í dag, uppstigningardag. Guðsþjónusta verður kl. 14. Kór aldraðra syngur undir stjóm Guðjóns Pálssonar. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup predikar. Sóknarnefnd býður eldri borgurum til kaffiveitinga í Safnaðar- heimili eftir guðsþjónustu. Rúta fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð og Kjarnalundi. GLERARKIRKJA: Messa í dag, uppstigningardag, kl. 14 á degi aldr- aðra. Sr. Om Friðriksson, fyrrver- andi prófastur, predikar. Kirlg'ukaffí verður í safnaðarsal að messu lokinni. Kór Glerárkirkju gleður kirkjugesti með léttum söng í kirkjukaffinu. LAUFÁSPRSTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 16. maí kl. 21. Sýning í íþróttahöllinni Sumar ’99 Fjársöfnun á Dalvík I björgunarbáti í sólarhring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.