Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR EIRÍKUR BJÖRN FRIÐRIKSSON + Eiríkur Bjöm Friðriksson fæddist að Auðnum í Ólafsfirði, 11. júní 1913. Foreldrar hans vora Friðrik Magnússon, bóndi á Kálfsá í Ólafsfirði og k.h. Snjólaug Björg Kristjánsdótt- ir. Systkin: Sigur- laug Hólmfríður, f. 16. júní 1898, m. Jón Ásmundsson, bjuggu í New York, Bandaríkjunum. Kristján, sjómaður Ólafsfirði, f. 4. sept. 1900, k. Jóm'na Kristín Sigurðardóttir. Rögnvaldur Kristinn, dó í bernsku. Sigurður Anton, verka- maður Ólafsfírði, f. 13. okt. 1903. Friðbjörg Siguijóna, ráðs- kona Akureyri, f. 25. mars 1905. Páll Gunnlaugur, dó í bemsku. Páll Gunnlaugur, f. 12. jan. 1909, sjómaður Ólafsfirði, k. Sigrún Sigurðardóttir. Sólveig Stein- unn, f. 16. apríl 1912, býr í New Jersey, Bandaríkjunum. Anna, f. 29. des. 1914, m. Trausti F. Gunnlaugsson, búsett á Akur- eyri. Einungis Sólveig og Anna lifa systkin sín. Eiríkur kvæntist 1. janúar 1945 Jófríði Helgadótt- ur, Syðstabæ í Ólafsfirði. Þau eiga tvær dætur en son misstu þau í frumbernsku. Þær eru: 1) Helga, f. 5.9. 1941, m. Gunnar Helgi Jó- hannsson, synir þeirra a) Eiríkur Jó- hann, unnusta hans Sara Karlsson og b) Gunnar Freyr. 2) Guðlaug Pálína, f. 23.11. 1944, ni. Árai Ragnar Árnason, böra þeirra a) Guð- rún, m. Brynjar Harðarson, eiga 5 börn, b) Hildur, m. Ragnar Þóriri Guð- geirsson, eiga 2 böra, c) Bjöm, k. Ragna Áraý Lárusdóttir og d) Árni. Eiríkur og Jófríður settust að í Ólafsfirði. Eiríkur var sjómaður og netagerðarmaður, en þá fóru áhafnir með bátum suður á Suð- urnes til vetrarróðra. 1952 réð- ist Eiríkur til starfa hjá verk- tökum við uppbyggingu Kefla- víkurflugvallar og 1953 fluttu þau hjón til Keflavíkur. Þar byggðu þau hús að Hringbraut 82 og bjuggu þar lengst af, en síðan á Smáratúni 25. Eiríkur stundaði verkamannastörf, olíu- afgreiðslu og var síðast toll- þjónn. Eiríkur verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudag- inn 14. maí og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er í Keflavík Eiríkur Björn Friðriksson, sjómaður, netagerðar- maður, verkamaður og tollvörður, nærfellt 86 ára að aldri. Eiríkur var fæddur í Ólafsfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum á bænum Kálfsá. Fjölskyldan var efnalítil, lífskjörin erfið og takmarkaða menntun að fá við þær aðstæður. Þegar hann óx til manndóms voru að eflast stjómmála- og félagsmálahreyfingar sem vildu efla mátt og dáð landsmanna, vinna að almennri menntun þjóðarinnar og atvinnumenningu ásamt félagslegum úrbótum. Margt af þeim hugmyndum hefur verið rakið til hinnar svonefndu aldamótakynslóðar, þeirrar sem hóf þáttöku í atvinnulífi í byrjun aldar. Eiríkur var af þeirri kynslóð sem næst tók við. Hún lagði engu að síður með starfi sínu grundvöll að byltingu í lífskjörum og lífsgæðum þessarar þjóðar, af dugnaði og fróðleiksþorsta sem færði okkur langt á leið og af fórnfýsi í garð okkar sem síðar höf- um gengið. Sú kynslóð kveður nú um þær mundir sem ný öld gengur í garð, með nýjum hugmyndum, möguleikum og væntingum, sem allt er reist á þeim grunni sem áður var lagður. Eiríki voru þjóðfélagsmál ávallt mjög hugleikin, hann fylgdist mjög vel með öllum fréttum og sýndi einstakan áhuga á velgengni atvinnu- vega og atvinnufyrirtækja. Við rædd- umst oft við um þau efni og eitt sinn sagði hann mér það sem mér hefur síðan sýnst mjög lýsandi fyrir hann. Raunar einnig fyrir þau átök sem uppi munu hafa verið í Ólafsfirði og um landið allt þegar hann ungur var að móta afstöðu sína til hugmynda og viðfangsefna í stjórnmálum. Hann sagðist hafa átt erfitt val milli Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Foringjar þessara stjómmálaflokka hefðu að hans mati borið höfuð og herðar yfir aðra, hugmyndir þeirra og sjónarmið farið best saman við hans eigin hugmyndir og því náð mjög vel til hans. Hugmyndir Al- þýðuflokksins um þjóðfélagslegan jöfnuð og þó einkum samhjálp féllu Eiríki best. Þar gerðist hann liðs- maður og vann heill og ótrauður að framgangi þeirra allt fram á síðustu ár. Vegna afstöðu sinnar til efna- hagsmála og frjálsræðis er jafn ljóst að hann hefur þar verið í hópi hægri- sinnaðra. Ég kom í fjölskyldu þeirra Eiríks og Jófríðar er við Guðlaug dóttir þeirra gengum í hjónaband. Eigum við margs að mir.nast eftir langa samleið og mikil og náin samskipti. Eiríkur var maður áhugasamur um menn og málefni, fróður og stálminn- ugur. Samtölin og umræðumar voru því fræðandi um það sem hann hafði séð og reynt um langa ævi og var þar enda af mörgu að taka. Fyrstu ferð- imar með þeim hjónum til Ólafs- fjarðar, heimabyggðar þeirra, em ógleymanlegar. Þar þekktu þau hvern mann og konu, hvern bæ og hvert hús, gátu rakið atvik, samtöl og viðbrögð hvar sem við komum. Mest er um vert að hafa fengið að kynnast og njóta mannkosta Eiríks. Eljusemi og dugnaður einkenndu allt hans dagfar og meðan heilsu naut við féll honum ekki verk úr hendi. Snyrtimennsku hans var við bragðið og birtist hún vel í ástandi og hirðu alls sem hann annaðist og umgekkst. Samúð átti hann í ríkum mæli og mátti ekkert aumt sjá án þess að bæta úr eða rétta hjálparhönd. Tæk- ist það ekki rann honum svo til rifja að sjálfum leið honum illa. Greiðvikni hans og lipurð var af sömu gerð, frá honum gekk enginn bónleiður til búð- ar. Börnin okkar og bamabömin hafa í hvívetna notið þeirra Eiríks og Jó- fríðar. Margar eru þær orðnar gistinætumar og enn fleiri dagstund- irnar hjá ömmu og afa á Smára, og margar heimsóknimar til að sjá börnin, hampa þeim, passa þau og dekra svolítið. Þau sakna nú kær- leiksríks afa og biðja elskulegri ömmu huggunar í harmi. Við Gulla þökkum góðum fóður og vini sam- fylgdina. Hún var ekki alltaf auðveld, en alltaf góð því hann var okkur góð- ur. Við máttum það skilja þegar hon- um varð Ijóst að hverju dró, að hann hafði mestar áhyggjum vegna þeirra sem hann átti fyrir að sjá. Ekki síst þess vegna var honum óbærilegt að verða öðrum til byrði, ófær um að gegna sjálfur sínu hlutverki. Því stríði er nú lokið og hann sjálfur hvíldinni feginn, enda saddur lífdaga. Við biðjum honum góðrar móttöku í ríki hins alvalda fóður þar sem þján- ingar og áhyggjur eiga sér hvorki stað né stund en friður og kyrrð veita þreyttum hvíld. Þótt við höfum öll vitað að hverju dró varð andlát hans okkur samt óvænt og við óviðbúin að mæta missi og sorg. Mestur er missir Jófríðar móður okkar og tengdamóður. Við biðjum henni huggunar í harmi. Bestu þakkir færum við yfirlækni, læknum og hjúkranarfólki á Heil- brigðisstofnun Suðumesja fyrir hjúkrun og umönnun Eiríks, svo og prestum Keflavíkurkirkju sem báðir hafa reynst Eiríki og okkur fjöl- skyldufólki hans góðir vinir. Vertu sæll faðfr og vinur. Nú ert þú frjáls frá erfiði, þjáningum og áhyggjum. Árni Ragnar Árnason. Drottinn, lát mig í heimi hér haga mér kristilega svo ég rétt jafnan þjóni þér og þóknist alla vega. Hræsni, ágimd og óhlýðni aldrei í mínum huga sé, forða mér tjóni og trega. Guðlausra manna glæpasið gef þú ég varast kynni, haltu mér sannleiks veginn við, vél heims mig engin ginni. Höstug ranglátra refsing bráð rétt fái aldrei til mín náð, minnst mín í miskunn þinni. Frá hjartans blindni og harðýðgi herrann Jesús mig geymi, af allri hreinsuð saurgun sé sál mín í þessum heimi. Hugskot og eyrun opna þú, efl með mér hlýðni, von og trú, ást þín mér aldrei gleymi. Þess eins af hug og hjarta ég bið, herra minn dýrðar sæli, hreinan lærdóm mér haltu við, holds skynsemd mig ei tæli. Hvorki mannanna vald né vild vinátta bh'ð né heiftin gild frá þínum sannieik fæh. (Hallgr.Pét.) Hann Eiríkur frændi, foðurbróðir okkar, hefði orðið 86 ára 11. júní ef honum hefði enst aldur til. Hann var næstyngstur en yngst var Anna af 11 bömum þeirra ömmu og afa. Amma og afi vora fátækt bænda- fólk og þegar Eiríkur var á fjórða ár- inu var honum komið í Burstabrekku til Ingibjargar og Halldórs til að létta á heimilinu. Þá sagði litli drengurinn: „Bágt á Eiki, nú á Eiki hvergi heima.“ Sú góða kona Ingibjörg sagði að hann hefði ekki grátið en hún sá hvað drengnum leið og skilaði honum aftur í hópinn sinn, þar vildi hann vera. Þegar pabbi og mamma vora á Kálfsá vora þau Eiríkur og Anna eiginlega komin til þeirra og þau fylgdu þeim út í Hólkot þegar þau fóru að búa þar og fóra ekki frá þeim fyrr en búið var að ferma þau. Eiríkur og Anna hafa alltaf verið sérstaklega samrýnd systkin, enda sagði Anna að Eiríkur hefði sagt við sig er þau vora að reiða heim torf í Hólkoti: „Við skulum alltaf vera vin- ir,“ og þau hafa svo sannarlega verið vinfr og þótt svo innilega vænt hvoru um annað og sýnt það í verki á svo margan hátt. Anna sendir bróður sín- um hinstu kveðju og þakkir fyrir samleiðina og biður honum Guðs blessunnar. Hún þakkar honum líka fyrir drengina sína og sérstaklega biður Kiddi sonur hennar fyrir kveðju og þakklæti til frænda síns. Nú eru þær bara eftir tvær systurn- ar Anna og Veiga, Veiga sem fór til Ameríku árið 1939 og hefur verið bú- sett þar æ síðan. Hún hefur látið sér annt um systkinabömin sín, ekki síð- ur Eiríks en hinna. Nú er hún las- burða og getur því aðeins beðið fyrir bróður sínum, og hún biður fyrir samúðarkveðjur til Jófríðar konu hans og alfrar fjölskyldunnar. Við systkinin í Stjánahúsi munum hann Eirík frænda vel. Eitt er okkur Huldu systur þó minnisstætt, þegar hann var á kvistinum heima. Eitt vorið þegar hann kom af vertíð frá Vestmannaeyjum kom hann ekki tómhentur heim, okkur gaf hann fín kjólefni og hvíta leista. Eiríkur var greiðugur og svo kattþrifinn að aldrei sást kusk á honum, hvort held- ur hann var í vinnufötunum eða spariklæddur, hann var lítillátur og þurfti ekki mikið pláss. Okkur þótti svo innilega vænt um hann Eirík frænda, ég gleymi aldrei þegar hann hringdi í mig, þá leið mér ekki sem best, bauð mér að koma til þeirra hjóna Jófríðar og hans og vera hjá þeim um helgi, þau áttu fallegt heimili og góðgerðirnar gleymast ekki, fyrir öll hans góðu kynni viljum við þakka systumar og makar okkar. Eiríkur og Jófríður eignuðust þrjú börn, tvær dætur og fallegan and- vana son, sem þau syrgðu mjög. Barnabömin urðu sex og barnabörn- in era orðin mörg og allt er þetta mesta myndarfólk. Jófríður hefur verið óþreytandi að annast hann í veikindunum, einnig dætur þeirra, tengdasynir og ástvinir allir. Og Anna systir hans var svo lánsöm að komast suður og vera hjá honum síð- ustu stundirnar. Eiríkur var af alþýðufólki kominn, enda jafnaðarmaður alla tíð. Hann hafði mikinn áhuga á pólitík og fylgd- ist alla tíð vel með sínum flokltí og vann honum vel. Það var því tákn- rænt að hann skyldi kveðja þetta líf einmitt á kosningadaginn. En von- andi hefur honum auðnast að fylgjast með úrslitunum, þó úr öðram heim- kynnum væri. Við sendum öllu fólkinu hans inni- legar samúðarkveðjur. Snjólaug og Hulda Krisijánsdætur. + Björa Jakobs- son, fv. fram- kvæmdastjóri, var fæddur 8. júní 1924. Hann lést 4. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans vora Jakob Jens Jóhannsson, bóndi á Finnsstöð- um og síðar að Spá- konufelli og kona hans Emma Pálína Jónsdóttir, hús- freyja. Systkini Björns voru: Ástríð- ur, f. 1917, d. 1980; Jón, f. 1918, d. 1991; tvíburabróðir Jóns var Árni, en hann lést aðeins fárra ára gam- all; Jóhann, f. 1920, d. 1994. Kona Björas var Kristín Svein- ' Nú í byrjun sumars þegar birtan og sólarhitinn veita okkur aukinn kraft og bjartsýni þá kveð ég ást- kæran tengdaföður minn og afa dætra okkar Árna, þeirra Ástríðar Birnu og Regínu Maríu en afi Björn dó í svefni 4. maí síðastliðinn. Á kveðjustund ber mér að þakka þær góðu móttökur sem ég fékk á heimili Arna þegar við byrjuðum að vera björnsdóttir, f. 10.5. 1930. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Þórdís, f. 1956, húsfreyja, gift Ruggero Cor- tellino, hagfræðingi og eiga þau tvo syni. 2) Árni Hauk- ur, f. 1958, lögfræð- ingur, kvæntur Þóreyju Bjarnadótt- ur, sölustjóra og eiga þau tvær dæt- ur. 3) Björn Bragi, f. 1962, d. 1994. Kristín og Björn skildu. Útför Björns fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 14. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. saman og allan þann áhuga og hlýju sem Bjöm sýndi dætrum okkar í leik og starfi. Lífsins gangur er um margt líkur árstíðunum. Það er vor og sumar og vetur og haust. Björn er síðastur þeirra systkina frá Spákonufelli að kveðja þennan heim. En þau voru Ástríður f. 1917 d. 1980, Jón f. 1918 d. 1991 tvíbura- bróðir Jóns hét Árni, en hann lést aðeins fárra ára gamall, og Jóhann f. 1920 d. 1994. Björn var framkvæmdastjóri heildv. Páls Jóhanns Þorleifssonar sem hann rak ásamt Gunnari J. Páls- syni forstjóra. Saman stofnuðu þeir teppaverslunina Persíu. Björn hafði mikinn áhuga á sögu og tónlist og eftir að starfsferli hans lauk þá helg- aði hann sig þeim hugðarefnum. Eiginkona Bjöms var Kristín Sveinbjörnsdóttir og eignuðust þau auk Áma mannsins míns, Þórdísi sem býr á Italíu, hennar maður er Ruggero Cortellino hagfræðingur hjá Efnahagsbandalaginu og eiga þau tvo syni þá Luigi Bjöm og Jacomo Þór. Yngstur þeirra systkina var Björn Bragi sem lést eftir lang- vinn veikindi árið 1994. Þó að skuggi saknaðar hvíli nú yfir fjölskyldu Bjöms um stund þá hefur vinarþel margra vina og kunningja hjálpað okkur að yfirstíga þröskuld sorgarinnar. Hvíli Björn í Guðs friði. Eyja. Elsku afa okkar viljum við þakka fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Hann var oft hjá okkur og eigum við margar góðar minningar tengdar honum. Osköp var gott að koma heim úr skólanum og afí Björn var tilbúinn með kleinur úr bakaríinu og mjólk handa okkur. Svo vildi hann líka að við tækjum lýsi með kornflexinu á morgnana en við voram nú ekki alltaf til í það. Einu sinni vorum við saman úti á Italíu hjá Dísu frænku. Þá fóram við í göngutúr út í skóg. Afi lét okkur hafa stórt prik en það áttum við að nota til að verja okkur ef við rækj- umst á snáka. Hann lét okkur halda á prikinu til skiptis. Við hittum enga snáka, bara broddgölt og íkorna og þetta var frábært ævintýri. Afa þótti gaman að fara í göngutúr niður í bæ og var þá oftast í flottum frakka með hatt og regnhlíf. Alltaf svo fínn. Við eigum eftir að sakna afa okkar og biðjum að Guð og englarnir passi hann á himnum. Ástrfður Birna og Regína María. Við Björn, vinur minn, kynntumst fyrst í Guðspekifélaginu fyrir ca 8 árum. Þar sem við áttum mörg sam- eiginleg áhugamál þá myndaðist fljótlega góð vinátta á milli okkar. Ég skynjaði fljótt að Björn var mjög fróður og vel lesinn maður um margt og hafði skoðanir á hlutunum. Hann hafði bæði mikinn áhuga á heimspeki, andlegum málefnum, stjórnmálum og tónlist. Hann var sannkallur heimsmaður. Hann bjó til skiptis á Italíu hjá dóttur sinni og hér á íslandi. Á Ítalíu er sér sjón- varpsrás fyrir klassíska tónlist og tók Björn iðulega upp merk verk á myndbandsspólur og kom með fær- andi hendi til íslands. Lítill vinahóp- ur Björns fór að halda árviss tónlist- arkvöld þar sem horft var á og hlustað á hinar merkustu upptökur meistaraverka sem Björn hafði með- ferðis. Voru allir að ég held farnir að hlakka til þessara kvölda. Það kem- ur til með að verða stórt skarð í þessum vinahópi nú þegar Björn er farinn. Eitt sumar, nýlega, vorum við saman í sumarskóla Guðspekifé- lagsins á Flúðum og þá bauð Björn stórum hópi fólks með sér í Galtafell í sumarbústað til sonar síns Árna og tengdadóttur Þóreyjar og áttum við þar yndislegan dag í veðri eins og það gerist best á Islandi og nutum frábærrar gestrisni. Fengum við þar að skoða gamla sumarbústaðinn hans Einars Jónssonar myndhöggv- ara sem þau hjón Árni og Þórey hafa haldið við og gert upp. Var það ógleymanlegur dagur fyrir okkur. Við Björn sátum einu sinni saman í leshring þar sem þróunarheimspeki var viðfangsefni okkar. Þar sem og annars staðar kom vel í ljós hvað Björn var vel að Sér í mörgum mál- um. Björn átti góðan vinkvennahóp í Guðspekifélaginu og var okkur mjög brugðið þegar við fréttum af snöggu andláti hans. Eigum við allar eftir að sakna hans mjög. Hann ætlaði að flytja til Italíu í lok maí og vorum við að undirbúa að halda honum kveðjuhóf áður en hann færi. En Björn hefur eflaust farið á mjög góðan stað hjá Guði og getur þar haldið áfram að sinna sínum mörgu hugðarefnum. Við biðjum Guð að blessa hann og minnumst hans með þakklæti. Við sendum fjölskyldu hans allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sigríður Einarsdóttir. BJORN JAKOBSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.