Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 51
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 51 MINNINGAR skyld börn og jafnvel óskyld börn kölluðu hana ömmu Dúu. Okkar gæfa sem henni kynntumst er að hafa fengið að verða henni samferða á lífsleiðinni um tíma. Nú þegar komið er að kveðjustund viljum við þakka fyrir allt sem hún var okkur. Hugur okkar er hjá Jóni, Þór og Björgu og við vottum þeim okkar innilegustu samúð. Minningin um Dúu lifir með okkur. Anna Dóra og Sigurður. Ég kveð þig með miklum sökn- uði í hjarta, elsku frænka. Ég var svo lánsöm að alast upp með þér og þú varst mér sem önnur móðir. Ég held að það hafi verið einstakt hvemig fjölskyldan stóð saman alla tíð. Fyrst amma og afi með dæturn- ar sex í lítilli íbúð á Ásvallagötunni og síðar fjórar af systrunum og amma og afi á Sundlaugaveginum og enn síðar þú og mamma og við Þór og amma og afi á Rauðalækn- um og að lokum voru það bara þú og mamma og við Þór í Alftamýr- inni. Þið stóðuð saman systumar og bjugguð okkur Þór gott heimili. Mér finnst reyndar oft eins og ég hafi alist upp á hárgreiðslustofunni þinni. Ég var svo mikið þar og þvældist fyrir þér og öðrum. Það sem einkenndi þig alla tíð var dugn- aður og lífsgleði. Þú vannst alla tíð mjög mikið og áorkaðir miklu. Ein af fyrstu æskuminningum mínum er minningin um það þegar við í fjöl- skyldunni stóðum út við gluggann á Rauðalæknum og biðum eftir því að þú keyrðir stolt í hlað á nýja Opeln- um þínum. Á þessum tíma voru það ekki margar konur rúmlega þrítug- ar sem vom búnar að kaupa stóra íbúð, ráku gróskumikið fyrirtæki og keyrðu um á nýjum Opel. En það vom ekki hin efnislegu gæði sem einkenndu þig heldur hversu göfug þú varst, höfðingleg og hjartahlý. Ég held að það sé ekki á neinn hall- að þó ég segi að þú hafir verið stólp- inn í fjölskyldunni okkar. Þú varst okkur systrabömunum öllum meira en bara frænka, þú varst líka vinur okkar og við leituðum öll óspai't til þín. Við töldum okkur öll eiga hluta af þér og þínum tíma. Það hefur oft verið haft á orði að heimilið ykkar Jóns hafi verið eins og járnbrautar- stöð. Fólk kom og fór og allir gerðu sig heimakomna. Gestum og gang- andi var nær undantekningarlaust boðið í mat og var ykkur báðum mjög lagið að töfra fram hinn ljúf- fengasta mat á engum tíma. Það var einstakt að koma til þín upp á Land- spítala og síðar á Líknardeildina í Kópavogi. Það var oft eins og að koma í skemmtilegt boð. Það var alltaf fullt af gestum hjá þér og þér tókst fram á síðasta dag að halda uppi léttu og skemmtilegu and- rúmslofti þrátt fyrir mikil veikindi þín. Það var alveg ljóst að það kom enginn til þín af skyldurækni og all- ir fóru frá þér ríkari en þeir komu, svo mikið tókst þér að gefa af þér. Fjölskyldan hefur misst mikið, syst- ur þínar, við systrabörnin, stjúp- bömin þín og bamaböm en síðast en ekki síst Þór og Jón. Áður en ég kveð þig elsku Dúa langar mig að segja þér frá nýlegu samtali milli mín og Höllu Bjarkar, dóttur minn- ar, sem þú unnir mjög. „Dúa kemur aftur mamma, er það ekki?“ „Nei, Halla mín, hún er núna hjá Guði.“ „Jú víst, hún kemur alltaf aftur til okkar í draumunum." Elsku Dúa mín, takk fyrir allt sem þú varst mér. Ég er eins sann- færð og dóttir mín um að minning þín mun lifa í hjörtum okkar og draumum. Vilborg Lofts. Það var fyrir réttum þrjátíu og fjórum árum, árið 1965, að ég hitti þig fyrst, þegar ég hóf nám í hár- greiðslu undir þinni leiðsögn. Þú varst ákveðin ön óskaplega ljúf. Það var mikil reynsla að stíga sín fyrstu skref á hárgreiðslustofunni Lótus, sem var stærsta stofan í Reykjavík. Alltaf fékk maður mikla hvatningu hjá þér þannig að ungur nemi kepptist við að sanna sig í stórum hópi á stofunni. Af ein- hverjum ástæðum spunnum við streng á milli okkar sem aldrei slitnaði þó svo að sambandið væri lítið eftir að ég fór að reyna sjálf fyrir mér í atvinnurekstri og eign- aðist fjölskyldu. Sjaldan hef ég kynnst konu með stærra hjarta og sást það best á því hvað heimili þitt var alltaf opið öllum. Ánægjulegt var að kynnast systrum þínum og þá ekki síst Þór Bjarkar, en ég passaði hann stundum á kvöldin og átti ég ánægjustundir með honum við að sjá jólasveinana í miðbæn- um. Það var ekki í fyrsta sinn að þú komst róti á huga minn þegar þú hringdir í mig 1988 og spurðir mig beint út hvort ég vildi taka við rekstrinum á hárgreiðslustofunni Lótus. Þá varst þú búin að vera rúm 40 ár í hárgreiðslu og það frá- bær fagmanneskja og ótrúlega af- kastamikil í vinnu. Dugnaður þinn og smekkvísi sýndu sig vel þegar þú stofnaðir verslunina Lótus, jafnframt rekstri hárgreiðslustof- unnar. Ég féllst á að taka við rekstrinum á stofunni og hef ég notið þess að vera í návist þinni hvern dag. Guð geymi þig elsku Dúa og haf þú þökk fyrir allt. Elsku Jón, Þór Bjarkar og nánasta fjölskylda, Guð styrki ykkur í sorginni. Svava Haraldsdóttir. „Þér er nú alveg óhætt að koma hingað og leyfa mér að sjá þig, þó hann sé ekki heima. Mig langar að kynnast þér.“ Nú eru fimmtán ár síðan. Það var ekki amalegt að fá svona viðtökur frá bláókunnugri konu. Konu sem var að verða amma barnsins míns. Hvílíkur léttir. Ég hafði ekki hug- mynd um það þá hver hún var, hún Dúa í Lótus. Mér lærðist það fljótt að hér var einstök kona á ferð. Kona með stórt hjarta. Kona sem vissi hvernig mér leið því sjálf hafði hún staðið í sömu sporum rúmum 20 ár- um áður. Hún tók mér opnum örmum og fljótlega kynntist ég þeim öllum. Honum Jóni og systrum hennar þeim Höllu, Grímu, Erlu og Huldu. Einnig Villu, Önnu, Stínu, Hjöddu, Óla og Sæju. Þetta var ein stórfjöl- skylda og allir hittust hjá Dúu. Hún var miðjan og hélt um fjölskyldu- böndin. Ég fann strax að ég var vel- komin í hópinn með væntanlegt barnið. Og ég komst að raun um hversu stór fjölskyldan var og hve vinmörg Dúa var, þegar Björg dótt- ir okkar Þórs fæddist. Ég efa að nokkru barni hafi verið færðar fleiri gafir og ég þekkti ekki alla gefend- urna. Dúa hafði hætt hárgreiðslustörf- um þegar ég kynntist henni og ein- beitti sér að versluninni, enda versl- unarmaður af Guðs náð. Hún hafði þann meðfædda hæfileika að þjóna fólki og skynjaði af innsæi hvers við- skiptavinurinn óskaði. Það var alltaf gott að koma í Álftamýrina og oftast var einhver í heimsókn. Ef ekki einhver úr fjöl- skyldunni, þá vinir, vinkonur eða spilafélagar. Allir voru velkomnir. Oft var glatt á hjalla, sérstaklega ef allar systurnar voru samankomnar, og ég dáðist að því hve gott og náið samband þeirra var. Og börnin þeirra allra voru sem einn stór systkinahópur. Dúa útskýrði skyldleika á sinn hátt, eins og þegar hún kynnti mig sem einhvers konar tengdadóttur sína. Og þegar hún hafði kynnst mannsefni mínu bauð hún hann jafn velkominn í fjölskylduhópinn sinn. Það var því skondið, en langsótt, þegar hún talaði líka um hann sem nokkurs konar tengdason sinn. Björg óx og dafnaði og undi sér vel hjá ömmu Dúu og afa Jóni. Ást- úð og væntumþykja var mikil. Þeg- ar ég svo eignaðist syni mína, þá Ingvar Kristin og Guðna Pál, varð engin breyting á. Dúu fannst það sjálfsagt og eðlilegt að þeir kölluðu sig og Jón ömmu og afa. Svo hefur alltaf verið. Nú hefur Dúa fengið hvíldina eftir stutt en erfitt stríð. En við sem söknum og syrgjum höfum margs að minnast og þakka fyrir. Hún gaf okkur svo mikið. Ég þakka henni allar samverustundirnar og góðvild í garð fjölskyldu minnar. Elsku Jón, Þór og ástvinir allir, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni og tómarúmið fyllast af yndislegum minningum um góða konu. Með virðingu og þökk. Sigríður Ingvarsdóttir. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig hald- ið ... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í móti til ljóssins: Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu ... (Óþekktur höfundur.) í dag er kvödd ein af færustu hár- greiðsludömum þessa lands, Þóra Björk Ólafsdóttir eða Dúa í Lótus eins og hún var alltaf kölluð. Allt of fljótt hefur hún kvatt, þessi góða kona. Ég var ekki nema sjö ára þegar ég kom með móður minni á hár- greiðslustofuna Lótus í Bankastræti og horfði með aðdáun á Dúu greiða hár. Ég var strax ákveðin, þetta ætl- aði ég að læra, og Dúa sagði mér að tala við sig þegar ég stækkaði. Sautján ára gömul var ég orðin ein af nemendum hennar og naut þess að vinna hjá henni í því skemmtilega andrúmslofti sem ávallt einkenndi hárgreiðslustofuna hennar, en árið 1962 var Lótus stærsta og vin- sælasta hárgreiðslustofan á Reykja- víkursvæðinu, með margt starfsfólk og óvenju stóran hóp viðskiptavina. Dúa var fyrsta flokks fagmaður og unun að horfa á hana vinna. Margir af okkar bestu fagmönnum hafa einmitt lært hjá henni. En ekk- ert okkar náði þó, að mínu mati, því fágaða handbragði sem einkendi allt sem hún lét frá sér fara. Hún var einstök og kenndi okkur ekki aðeins hárgreiðslu því námið hjá henni var einnig góður lífsins skóli. Hún gerði margt fyrir nemana sína, sem fáir hefðu gert, og kom þannig fram við okkur, að hún átti virðingu okkar og vinskap alla tíð. Á kveðjustund er margs að minn- ast og allt eru það góðar minningar. Hjá Dúu eignaðist ég eina af mínum bestu vinkonum, hana Fríðu, og með Dúu og Huldu systur hennar fórum við í okkar fyrstu sólarlandaferð til Spánar fyrir þrjátíu og fimm árum. Seint getum við þakkað henni hversu góð hún var okkur og hve vel hún gætti okkar. Ferðin er ógleym- anleg, en það var vegna þess að Dúa skipulagði hana og valdi aðeins það besta, enda heimskona sem vissi hvað hún vildi. Dúa mín, við Fríða þökkum þér fyrir allt sem þú kenndir okkur og hve góð fyrirmynd þú varst. Guð geymi þig og styrki ástvini þína, sem við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Ólafía Árnadóttir (Lólý) Mig langar til að minnast Þóru Bjarkar, hennar ömmu Dúu eða ömmu Lótus, eins og við gjarnan kölluðum hana fyrir norðan. Við vor- um ekki vinkonur, varla kunningja- konur og ekkert skyldar, en við átt- um sameiginlega barnabarnið, hana Björgu. Atvikin höguðu því svo, að foreldrar Bjargar, sonur Þóru Bjarkar og dóttir mín áttu ekki eftir að deila kjöi’um á lífsleiðinni. Það kom hinsvegai- ekki í veg fyrir að amma Dúa sinnti þessari sonardótt- ur sinni. Hún elskaði þetta barn og dekraði við það. En amma Dúa lét ekki þar við sitja. Hún lét sér annt um mömmu Bjargar og vildi hjálpa henni og aðstoða á allan hátt. Þegar Björg eignaðist tvo bræður var amma Dúa líka amma þeirra. Ef mamma þeirra átti erindi í bæinn var sjálfsagt að skilja öll börnin eftir hjá ömmu Dúu. Björg fór oft upp í Kjós með ömmu Dúu og Jóni afa og stundum fengu strákarnir að fara með. Það kom fyrir að Björg gat ekki farið með í Kjósina, en strák- arnir fengu samt að fara. Ég vil þakka ömmu Dúu og hennar fólki elsku og umhyggju í garð dóttur minnar og bamabarna. Aðstandend- um sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur og minnist mætrar konu, sem ég í raun þekkti bara af afspurn. Björg Friðriksdóttir. RÓSA JÓNA KRIS TMUNDSDÓTTIR + Rósa Jóna Kristmunds- dóttir fæddist í Mel- rakkadal í Þorkels- hólshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu hinn 14. janúar 1934. Útför Rósu fór fram frá Lang- holtskirkju 11. maí. Þegar moldin umlykur þigvinur og þú ert laus úr búri þínu sé ég þig svífa eins og frjálsan fugl frá mér syngjandi af gleði. Egvildiéggæti flogið með þér í ónumin lönd og átt vináttu þína þar sem hér áður. Envinurégkemst ekki með þér núna svo ég óska þér góðrar ferðar. (Gísli Gíslason.) Elsku Rósa. Minningin um þig hófst þegar ég var um 12 ára. Nonni frændi, uppáhalds frændinn minn, sem síðar varð eiginmaður þinn, kom þá með þig inn í okkar fjölskyldu. Ég var orðin úrkula vonar um að Nonni frændi gengi út og var bú- in að geta þess við fjölskylduna að ég yrði að verða konan hans, því hann var síðastur af sínum systkinum að eignast maka þótt elstur væri, en það er greinilegt að hann var að bíða eftir þeirri réttu. En einn eftirmiðdag fyrir löngu síðan bauð Nonni frændi ömmu minni, mömmu sinni á tón- leika með karlakór Reykjavíkur þar sem hann söng á tónleikum eins og svo oft áður. Enn í þetta sinn, þegar amma var að nálgast bílinn hans Nonna, þá sér hún að í bílnum er kona, og ekki nóg með það, heldur var hún komin nærri barnsburði. Ég var svo forvitin að sjá þessa konu, að ég mátti til að trufla matarboð sem amma hélt þeim dag einn eftir þessa tón- leika, þrátt fyrir að amma bæði mig um að koma ekki, því hún vildi hafa ró og næði, til að kynn- ast þér sem best. Ég var víst ansi fjörugur krakki en þú tókst mér vel og ég þakka þér fyrir það. Þegar amma hugsaði til baka, þá gat þetta alveg passað, að Nonni hefði kynnst konu, því sokkarnir hans Nonna voru hættir að koma í þvott til ömmu og til viðgerðar, en á þeim tíma var gert við alla sokka. Þið eignuðust yndislegan son hann Guðmund frænda, en hann kom eins og himnasending inn í mitt líf. Þarna stækkaði litla fjöl- skyldan mín og ekki var langt að bíða að yndisleg stúlka, Elín, kæmi í heiminn líka, en amma lifði það ekki að sjá Áslaugu, yngstu dóttur ykkar og alnöfnu sína. Ég var stolt frænka að fá það hlut- verk að halda á Ásu litlu undir skírn og vil þakka fyrir það. Nú eru krakkarnir þínir litlu orðnir fullorðnir og ábyrgir einstak- lingar, og þau lögðu mikla umhyggju í þann tíma sem þú átt- ir eftir með þeim frá því að þú veiktist. Enda gafst þú þeim mikið af þér og en eins og máltækið seg- ir „Þú uppskerð sem þú sáir.“ Þú hlúðir að eiginmanni, börnum og barnabörnum. Krökkunum mínum fannst alltaf gott að koma til Nonna og Rósu því þar voru börn velkomin. Alltaf var eitthvað til fyrir alla, en hann Jóakim sonur minn sem er með mjólkurofnæmi fer helst ekki í veislur, nema til Nonna og Rósu, því þar var alltaf gert ráð fyrir sérþörfum hans. Það kom fljótt á daginn hve þú varst dugleg kona og ósérhlífin. Húsmóðir og matráðskona sem þú varst, annað eins þekkist varla. Enda var alltaf fullt hjá þér, Rósa, í hádeginu og ég frétti að það fór fjölgandi með árunum. Þegar þú greindist með þann sjúkdóm sem varð þér að ald- urtila, fannst manni að þetta gæti ekki komið fyrir þig. Mér fannst alltaf allt standa og falla með þér, þú varst svo dugleg. Ég veit að þetta ár sem tók sjúkdóminn að vinna bug á þér, var erfiður tími, bæði fyrir þig og þitt fólk, en þú komst því á framfæri, að lífið héldi áfram, það stöðvaðist ekki út af þér. Refsteinsstaðir, þar fannst þér gott að vera. Fyrir norðan ólst þú upp og þið gerðuð ykkur lítið sveitaheimili þar rétt hjá þínum uppeldisstað. Frá Álfheimum til Refsteinsstaða þótti ekki mikið mál að keyra og þar hittum við ykkur öll síðastliðið sumar og sá ég þá hvað þið voruð í raun sam- hent í ákvörðun ykkar um að þér myndi líða sem allra best, þann tíma sem þú átti eftir. Það er mik- ið og stórt skarð sem hefur mynd- ast í fjölskyldu okkar eftir fráfall þitt. En nú veit ég að þú ert komin á góða staðinn þar sem hún amma mín er og ég veit að þér á eftir að líða vel þar. Elsku Rósa, þakka þér fyrir allt og allt. Elsku Nonni, Guðmundur, Elín, Ása, tengda- börnin og bamabörnin komin og ókomin, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Áslaug. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg 90LSTEINAK 564 3555 LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; !| S.HELGAS0N HFÆJ ISTEIIMSMIÐ J A ^ SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.