Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Lffeyrissjóðs verkfræðinga verður haidinn á
Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík, mánu-
daginn 31. maf 1999 kl. 17.15.
Fundarefni:
1. Skýrsla sjóðstjómar
2. Reikningsskil
3. Fjárfestingarstefna kynnt
4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12.1998
-skýrsla tryggingafræðings sjóðsins
5. Kosning tveggja manna í stjórn og eins til vara
6. Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna
7. Önnur mái
Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins,
ásamt skýrslu tryggingafræðings, munu iiggja frammi á
skrifstofú sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til
sýnis.
Reykjavík, 14. maí 1999
Stiórnin
->
3kr
w
StÓR V6ISLA
laugardagirm 15. maí
Siggi Hall eldar og Jói Fel. bakar.
Komdu og njóttu þess að bragða á veislumat
með Ijúffengu bratiði Hjá Jóa Fel.
Hjá Jóa Fel * Kleppsvegur 152 * Sími 588 8998
Enski boltinn á Netinu v^mbl.is
ALLTAf= eiTTH\SAÐ NÝTl
_____ UMRÆÐAN
Vandi
Elliðaánna
UNDARLEG eru
skrif manna sem hafa
bitið í sig að þeirra rök
séu óumdeilanlega
réttari en annarra, þó
svo að rök þeirra
standist tæpast þegar
á hólminn er komið og
séu ekki í samræmi við
niðurstöður kannana
vísindamanna. Grípa
þeir þá gjarnan til
óvandaðra meðala líkt
og hvalfriðunarsinnar
sem telja staðreyndir
algert aukaatriði.
Orri Vigfússon
hnaut því miður um
þessa þúfu í Morgun-
blaðinu 28. mars þar sem hann
birtir sínar eigin rannsóknamiður-
stöður um skaðsemi Elliðaárvirkj-
unar án þess þó að nöfn þeirra sem
unnu rannsóknina birtist, síðan bít-
ur hann hausinn af skömminni með
því nánast að saka í Morgunblað-
inu 10. apríl vísindamenn veiði-
málastjóra um að ganga erinda
Orkuveitu Reykjavíkur í rannsókn-
um sínum á lífríki Elhðaánna sem
staðið hafa síðan 1988. Það að láta
sér detta í hug að vísindamenn sem
stunda langtíma rannsóknir hag-
ræði staðreyndum fyrir orkufram-
leiðanda er hreinlega út í hött þó
svo að mönnum líki ekki niðurstaða
rannsóknarinnar.
Orra er tíðrætt um þurran árfar-
veg vegna Elliðaárvirkjunar og að
laxaseiði séu drepin í stórum stíl í
hverflum virkjunarinnar. Hann
heldur því nánast að borgarbúum
að allt vatn ánna sé látið renna
gegnum virkjunina. Það er þvílík
fjarstæða að engu tali tekur. Stað-
reyndir málsins eru þær að virkj-
unin nýtir ekki allt vatn Elliðaánna
jafnvel í fúllum rekstri þannig að
alltaf er eitthvert rennsli í ánum og
að á svæðinu ofan við Árbæjar-
stíflu er fullt rennsli frá Elliða-
vatni.
Lítið vill Orri gera úr kostnaði
við að leggja niður Elliðaárvirkjun
og störf þeirra manna sem vinna
við hana, hann segir það aðeins
kosta borgina 18 milljónir að kaupa
þá orku sem stöðin framleiðir.
Þetta er einfaldlega ekki rétt.
Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af
Elliðaárvirkjun eru um 36 milljónir
á ári, þar af er rekstrarkostnaður á
bilinu 15 til 18 milljónir svo að
hreinn hagnaður af rekstri stöðv-
arinnar er 18 til 21 milljón á ári.
Hver sá sem kann að reikna getur
séð að ef tekjur lækka úr 21 millj-
ónar hagnaði í mínus 18 milljónir
þá þýðir það rekstrartap upp á 39
milljónir og hver ætlar
að borga? Ennfremur
vil ég setja spuming-
armerki við það að
hægt sé að kaupa orku
sem gefur tekjur upp á
36 milljónir fyrir 18
milljónir?
Með greininni í
Morgunblaðinu 28.
mars birtist mynd af
Orra þar sem hann
stendur glaðbeittur
íyrir framan Skorra-
hylsfoss og segir í und-
irmálstexta að þar sé
yfirleit klöppin ber en
að nú eftir að að-
rennslispípa virkjun-
arinnar rofnaði renni vatn aftur um
fossinn. Það sem ekld var sagt er
þetta: Að beiðni veiðifélags Elliða-
ánna er vestari hvísl ánna stífluð á
vori hverju og þar með Skorrahyls-
foss til að auka vatnsmagn fyrir þá
sem skemmta sér við þá iðju að
draga laxfiska með munnöng-
ulsveiðum um ána.
Tveir skoðanabræður Orra, þeir
Þórarinn Sigþórsson og Ingólfur
Lífríki
Elliðaánum stafar mest
hættan af mengun, seg-
ir Magnús Jónsson, og
gildir þá einu hvaðan
hún kemur.
Ásgeirsson, rituðu síðan í Morgun-
blaðið 14. apríl grein þar sem þeir
vitna í „umfangsmiklar athuganir“
sem NÁSF (Orri og kó) hafi gert á
vanda Elliðaánna með - og takið
nú eftir - þátttöku innlendra og er-
lendra sérfræðinga. Hvar getum
við nálgast þessa samantekt sem
vitnað er í? Ég leyfi mér hér með
að skora á Morgunblaðið að gera
fréttamann út af örkinni til að
finna þessa samantekt og birta
hana ásamt nöfnum höfundanna
okkur hinum til glöggvunar.
Þeir gera að umtalsefni að sam-
dráttur hefur orðið í göngum lax-
fiska í Elliðaár og tala um 87%
miðað við metár ánna 1975. Nú er
það svo að þegar meðaltöl eru gerð
er yfirleitt miðað við meðaltöl
margra ára og til að gefa rétta
mynd skal tekið fram að árið 1975
gengu 8.066 fiskar í ána, meðaltal
úr teljara í ánum frá 1933 til 1998
er hinsvegar 2.784 fiskar, ef notað-
ar eru þeirra eigin tölur, það er að
Magnús
Jónsson
965 fiskar hafi gengið upp í ámar
þá er mismunur á meðalgöngu
65,4% en ekki 87% og maður hefði
haldið að vel menntaðir menn vissu
hvernig ætti að taka meðaltöl.
Það sem kemur mér samt mest á
óvart, er að hvorki Orri né skoð-
anabræður hans minnast neitt á
áhrif kýlaveikinnar sem kom upp í
ánum 1995. Þeir sem eitthvað
fýlgdust með ánum það sumar
minnast þess með hrylhngi, ef
gengið var með ánni stuttan spöl sá
maðm- einn eða fleiri dauða fiska á
botni árinnar og það voru stórir
fiskar. Hvemig halda menn þá að
agnarsmáum seiðunum hafi reitt
af? Vegna snarræðis og einnig
vegna þess að stífla er í Elliðavatni
tókst að loka fyrir alla fiskgengd
upp í Elliðavatn með því að loka
botnlokum stíflunnar og laxastiga,
og hindra þannig að sýktir fiskar
gætu komist upp í vatnið og gaman
þætti mér að heyra álit vithafandi
manna um það hvað hefði skeð ef
sýktir fiskar hefðu komist í Elliða-
vatn og þaðan áfram?
Eftir að veikinnar varð vart var
hætt að sleppa seiðum í Elliðaár af
öryggisástæðum því menn vildu
fullvissa sig um að kýlaveikin væri
ekki lengur til staðar. Er það hald
Orra og skoðanabræðra hans að
kýlaveikin, engar seiðasleppingar í
nokkur ár ásamt óheftum veiðum
hafi ekki áhrif á stofnstærð.
Þórarinn og Ingólfur telja að
einhver afturfór hafi hafist 1921
með tilkomu Elliðaárvirkjunar,
þeir virðast ekki vita, að upp úr
1860 stíflaði Benedikt Sveinsson
bóndi á Elliðavatni ána í Elliða-
vatni til þess að hleypa vatninu yfir
engjar sínar þannig að ekki rann
deigur dropi svo dögum skipti úr
vatninu, á sama tíma setti Tomsen
kaupmaður upp í ámar laxakistur
og hirti allan lax sem í ána gekk ár-
um saman. Þrætur þeirra Tomsens
og Benedikts stóðu vel á annan
áratug og gerði Benedikt sér að
leik að stífla ámar og valda síðan
flóði í þeim til að klekkja á Tom-
sen. Ekkert af því sem gert hefur
verið í Elliðaánum hefur drepið
niður laxinn, þvert á móti er Elliða-
áin ein gjöfulasta á landsins hvað
veiði varðar.
Laxfiskum stafar lítil hætta af
virkjun þessari. Hið sama verður
ekki sagt um veiðimenn nýkomna
frá útlöndum með veiðistengur sín-
ar óhreinsaðar, eða hvemig komst
kýlaveikin annars í árnar.
Mengun er það sem mest hætta
stafar af og jjildir þá einu hvaðan
hún kemur. Eg tel að betra væri að
Orri sneri „vísindamönnum" sínum
að því að rannsaka hvers vegna
fiskgengd í ár landsins hefur ekki
stóraukist þrátt fyrir að NASF
hafi keypt upp nær allar netalagnir
í Norður-Atlantshafi, og að hann
hætti að agnúast út í Elliðaárvirkj-
un því hún er ekki sökudólgurinn í
vanda Elliðaánna.
Höfundur er verktaki.
KEW Hobby léttir þér þrifin
Vortilboð!
i
Bílasápa
Undirvagnsspúll
Staögreitt kr. 39.833,-
Staðgreitt kr. 17.888,-
Með Hobby 1500 og
Dynamic 4600 X-tra
getum við boðið þér
hagkvæmar lausnir á
hreingerningarþörfum
þínum.
Bílasettið inni-
heldur þessa þrjá
hluti sem gera
þvottinn ennþá
auðveldari.
Snúningsbursti
PEKKING • ÚRVAL • ÞJÓNUSTA
REKSTRARVÖRUR
.'■r, " ' V " >
mmaamm
Réttarhálsi 2 • 110 Rvk • Sími: 520 6666
l^
I