Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 77
BRÉF TIL BLAÐSINS
Frá Sigurði F. Sigurðarsyni:
NÚ ÞEGAR kosningarnar eru yíír-
staðnar er gaman að heyra í for-
mönnum stjórnmálaflokkanna. Þeir
segja hver á eftir öðrum að þeir hafi
unnið sigur, sumir stóra sigra aðrir
minni. Samfylkingin byrjaði á að til-
kynna að þeir væni sigurvegarar
kosninganna en þegar leið á nóttina
varð Óssuri að orði að þeir hefðu
kannski ekki unnið heldur hefðu þeir
náð mjög góðum árangri því að þeir
væru með einn flokk núna í stað
margra áður. Eg verð að segja það
að ég missti örugglega af einhverju
því að þegar Samfylkingin var stofn-
uð voru sameinaðir fjórir flokkar og
komst Samfylkingin þá á koppinn en
ekki núna eftir kosningar. Kjósend-
ur voru ekki að kjósa á milli þess að
hafa fjóra flokka eða einn. Það var
búið að stefna fjórum flokkum í einn
áður en til kosninganna kom. Því
hlýtur það að hafa verið stefna Sam-
fylkingarinnar að ná sem flestum
þingmönnum og sem hæstri pró-
sentu á landsvísu en ekki að sækjast
eftir blessun landsmanna á Samfylk-
ingunni því að þeir hafa áður sagt að
það hafi verið búið að blessa sam-
starf sem þetta viða um land í sveit-
arstjórnarkosningum 1998. Maður
spyr því hver voru hin eiginlegu
markmið Samfylkingar. Fyrst voru
það 38% svo aðeins minna og loks
eru þau um 27%. Fyrst ætlaði Sam-
fylking að sigra Sjálfstæðisflokkinn
en endaði með því að miða sig við
vinstri græna og hafði þá betur.
Hefði verið kosið eftir mánuð hefði
Samfylkingin sjálfsagt miðað sig við
Kristilega framboðið eða Anarkista
því að húmanistar með 742 atkvæði
hafa sjálfsagt verið of stórir þá. Það
er ekki að spyrja að hugdirfsku
Sigur Sam-
fylkingar-
innar?
þeirra samfylkingarmanna að ögra
Sjálfstæðisflokknum en hopa svo
eins og hræddir hérar og finna ein-
hvern flokk sem líklegt væri að
myndi ekld uppskera eins mikið og
þeir. Eitt má þó Steingrímur J. Sig-
fússon eiga, hann vissi hvað hann
sagði og sagði það sama alla kosn-
ingabaráttuna og það er meira en
hægt er að segja um talsmann Sam-
fylkingarinnar sem hvorki vissi hvað
hún sagði, hvenær hún sagði hvað og
var afskaplega lítið samkvæm sjálfri
sér. Eg vona að hún verði formaður
þessa stjómmálaflokks, hún sem var
formaður Aiþýðubandalagsins og
missti Steingrím frá sér og næstum
alla alþýðubandalagsmennina með
honum. Hvernig stendur hún sig
sem formaður Samfylkingarinnar ef
Sighvatur ákveður að yfirgefa fylk-
inguna? Þá hefur hún hvorki alþýðu-
bandalagsmenn né alþýðuflokks-
menn en er með kvennalistakonur
með sér alla vega þær sem ekki eru
enn famar í fylu, komnar úr fylu eða
eru þarna mitt á milli.
Eg vildi óska þess að íþróttamenn
væru svona ánægðir með sig þegar
þeir steinliggja á íþróttavellinum, þá
væra hvorki þjálfarar reknir né
dómarar skammaðir. Ég er hræddur
um að þjálfari Samfylkingarinnar
væri látinn fjúka hjá hvaða meðal
íþróttafélagi sem væri en það er jú
meiri metnaður hjá íþróttamönnum
Pappírsfargan
og vitleysa
Frá Eggerti E. Laxdal:
VIRÐISAUKASKATTURINN er
klafi á þjóðinni, hann er bara papp-
írsfargan og tóm vitleysa, sem skilar
engum umtalsverðum tekjum í þjóð-
arbúið, þegar innskattur hefur verið
dreginn frá.
í sumum tilfellum fæst hann allur
endurgreiddur, eins og t.d. í bygg-
ingariðnaði.
Það er undarlegt háttarlag að
krefjast peninga, sem síðan eru end-
urgreiddir. Þetta er bara kostnaður
og umstang.
Harkan er mikil við innheimtu
þessa skatts. Mér er kunnugt um
ljóðskáld, sem réðst í það fyrirtæki
að gefa út bók með ljóðum sínum.
Honum var sagt að honum bæri ekki
að greiða virðisaukaskatt vegna þess
að ágóðinn væri svo lítill. En viti
menn, dag nokkurn sá hann í DV að
íbúð hans væri komin á uppboðslista
vegna vangoldins virðisaukaskatts
að upphæð 15.000 kr. Þetta var skil-
greint sem eftirstöðvar.
Hann var sem þrumu lostinn og
vissi ekki sitt rjúkandi ráð, íbúð hans
var í veði. Hann sá þvi ekki annað úr-
ræði en að leita til lögfræðings og
hann bjargaði málinu á síðustu
stundu. Þetta kostaði skáldið auðvit-
að, því lögfræðiaðstoð er ekki ókeypis.
Það skýtur skökku við að ausa út
fé til menningarmála, en taka það
síðan til baka með virðisaukaskatti.
Matvörar eru nógu dýrar, þó að virð-
isaukaskatturinn yrði afnuminn af
þeim. Hvers konar listir og menning-
arstarfsemi á nógu erfitt fyrir, þótt
þessi skattur yrði afnuminn.
Burt með virðisaukaskattinn sem
alh-a fyrst og engan nýjan skatt í
staðinn, það yrði jöfn kjarabót fyrir
alla, ríka sem fátæka, og myndi
draga úr úlfúð á launamarkaðinum.
EGGERT E. LAXDAL,
Hveragerði.
LAGERSALA
á Lausavegi 96
(við hliðina á Stjörnubíói)
Gerið góð kaup
BALLY-skór, 40-50% afsl.
Stök pör í grindum kr. 500
en hjá stjórnmálamönnum þessa
lands.
Sverrir Hermannsson kom fersk-
ur á sjötugsaldri inn í kosningabar-
áttuna og skaut til hægri og vinstri
og hleypti svolitlu lífi í þessa annars
litlausu kosningabaráttu. Þeir
stjórnmálamenn sem urðu fyrir
barðinu á honum urðu svolítið sárir
því venjulega þurfa þeir ekki að
veija gerðir sínar þegar þeir fara
fram á endurkjör heldur segja ein-
ungis frá því góða sem hefur áunnist
en Sverrir hjó og fékk þá til að tár-
ast örlítið. Þeir hugsa sig þá kannski
tvisvar um áður en þeir gera eitt-
hvað tvísýnt næst, en þó varla, þeir
eru flestir það siðblindir að þeir vita
ekki lengur hvað er rétt og hvað er
rangt í þeirra eigin heimi.
Kjartan var góður, kannski of góð-
ur, það trúir því enginn að það sé
hægt að bæta lífið hér á Fróni á fjór-
um áram frá því sem er því að það
halda allir að verkalýðsfélögin berj-
ist fyrir auknum tekjum og betri lífs-
skilyi-ðum á Islandi. Hvers vegna
hafa þá verkalýðsforingjar ekki laun
sem taka mið af lægstu launum fé-
laga í sínu verkalýðsfélagi. T.d. Hall-
dór Bjömsson er með mánaðarlaun
langt yfir lágmarkslaunum Dags-
brúnarfélaga í stað þess að binda
þau við t.d. 2,5 sinnum þau laun sem
félagi í Dagsbrún gæti haft að lág-
marki á mánuði. Þá myndi Halldór
sennilega vilja hækka lægstu launin
til að hann fengi launahækkun.
Þannig ætti líka að binda laun
stjórnmálamanna og fleiri manna
sem ráða launum landsmanna.
Með sigurkveðju til allra,
SIGURÐUR F. SIGURÐARSON,
Torfufelli 25,
111 Reykjavík.
Hækkum bílaskatta!
Frá Magnúsi Bergssyni:
SÍÐASTA vetrardag, 21. apríl, kom
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍB, fram í fréttatíma Stöðvar
2 og ræddi um að ríkið væri að skatt-
pína bifreiðaeigendur. I raun er það
alveg einstakt að fjölmiðill skuli
leyfa slíka umræðu án þess að koma
með spurningu þess efnis, hver ætti
að bera kostnað við umhverfis- og
náttúravernd. Þetta endurspeglar
fánýta umræðu um þessi mál.
Ékki er langt síðan að Þjóðhag-
stofnun birti útreikninga þess efnis
að beinn kostnaður samfélagsins af
bílaeign þjóðarinnar væri svipaður
og tekjurnar. Það hlutfall mun vænt-
anlega ekki breytast þó svo að tekjur
ríkissjóðs muni vafalaust aukast með
aukinni bílasölu. í útreikningum
Þjóðhagsstofnunai’ var aðeins leitast
við að sýna beinan kostnað samfé-
lagsins af bílaflotanum s.s. af slys-
um, dauðsfóllum, vegagerð o.s.frv.
Hins vegar gleymdist alveg að taka
með í reikninginn gríðarlegan kostn-
að vegna umhverfis- og náttúru-
spjalla sem aukinn bílafloti hefur í
fór með sér. Auk þess var ekki tekið
með tilfinnanlegt tjón þeirra sem ör-
kumlast í umferðinni eða þeirra sem
misst hafa sína nánustu í umferðar-
slysum. Hvað værir þú, lesandi góð-
ur, til í að borga mikið tU að fá að
halda lífi eða heUbrigði um ókomin
ár? Ef stjórnvöld tækju raunvera-
legan skaða á umhverfinu af völdum
bUamengunar með í útreikningana
og hver um sig bætt við þeirri upp-
hæð sem hann metur líf sitt á þá
kæmi í ljós raunveralegur kostnaður
við bfiaflota landsmanna. BUlinn er
/T
f í MARIA
m LOVISA
FATAHÖNNUN
SKÓ1.AVORÐUSTÍG 3A • S S62 6999
vissulega þægilegt atvinnu- og flutn-
ingstæki en mikil misnotkun einka-
bfisins, sérstaklega hér á landi, end-
urspeglar aðeins allt of lág bifreiða-
og eldsneytisgjöld. Það ætti að vera
verulegt áhyggjuefni í ljósi þess að
ef aUir jarðarbúar ætla að verða jafn
sjálfselskir og skammsýnir og við Is-
lendingar í málefnum umhverfis og
náttúru er ekki von á góðu. Stjóm-
völd ættu nú þegar að hafa rænu á
því að setja á umhverfisskatta og
nota þá til að stýra neyslu lands-
manna til betri vegar þar sem hags-
munir umhverfis og náttúra verða
hafðir í fyrirrúmi. Þannig munu þeir
borga sem menga. Á sama tíma
gætu aðrir séð möguleika til sparn-
aðar.
Það er líka orðið tímabært að
hækka bfiprófsaldurinn, til að byrja
með upp í sjálfræðisaldurinn 18 ár,
því að hvað hefur heilbrigður ung-
lingur að gera með bfl? Móðir nátt-
úra skapaði hann með tvo fætur sem
kalla hreinlega á hreyfingu. Reyndar
höfum við klúðrað skipulagi borgar-
innar með víðáttumiklum umferðar-
mannvirkjum svo það verður seint
hægt að benda ofvemduðum nú-
tímaunglingi á að hlaupa milli A og
B. En þá má benda á að nota mætti
almenningsvagnana, eða reiðhjól,
sem er og verður eitt vistvænsta far-
artækið sem mannshöndin hefur
skapað.
MAGNÚS BERGSSON,
raívirki,
Miklubraut 20, Reykjavík.
Hugsaðu um húðina
er frábært á
sjukrahúsínu
og enn betra
heima!
Fæst í flestum apótekum
Dreifing T.H. Arason sf.,
fax/sími 554 5748 og 553 0649
>•
A
m Sjómarniadagurinn
J Laugardagur 5. júní w'
61. afmœliíhóf
íjómannadajíiní
Dagskrá:
Húsiö opnab
kl. 19:00.
Guömundur
Hallvarösson,
formaöur
sjómannadags-
ráös setur hófiö.
Sjávarútvegsráðherra
flytur ávarp.
Kynmr kvöldsins:
Geirmundur Valtýsson.
Fjöldi glæsilegra
skemmtiatríða.
Verðlauna-
afhendingar.
Prímadonnur,
söngskemmtun:
Glæsileg skemmtun, meö
söngvurum framtíöarinnar.
Hljómsveitarstjórí:
Gunnar Þóröarson.
Kvöldiö er tileinkaö
sjómannskonunni!
Glæsilegasta
hlaðborö
landsins.
Verð í mat og
skemmtun
kr. 5200.
Hljómsveit
Geirmundar i
Valtýssonar
leikurfyrír
dansi til
kl. 03:00.
9 ö
Birbri Stnlund
#1«
..œCÁ:*
9
t ríi
Nililii Coli Ollvli Nnvtsn John Tlm Turnir
Einróma fof gesta!
Sýning sem slær í jjfgn
Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur undir hjá Prímadonnum frægustu lög
Arethu Franklin, Barböru Streisand, Celine Dion, Diönu Ross, Gloriu Estefan,
Glorlu Gaynor, Madonnu, Mariah Carey, Natalie Cole, Oliviu Newton John,
Tinu Turner, og Whitney Houston. - Sviðssetning Kadri Hint.
RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI
Skoðabu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna,
Veffang: www.broadway.is simi 53311001
E-mail: broadway®simnet.is Fa« 5331110 (