Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1999 35 Hneykslismál valda Bertie Ahern erfíðleikum Hriktir í stoðum írsku stjórnarinnar AP ABDULLAH Jórdaníukonungur ásamt Raniu drottningu og Karli Bretaprins fyrir utan skrifstofur Karls í St. James-höll í Lundúnum á mánudag. Opinber heimsókn Abdullah Jórdaníukon- ungs til Vesturlanda Lundúnum. AFP. ABDULLAH Jórdamukonungur lauk í gær tveggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands eftir að hann tók við embætti föður síns sem lést af völdum krabbameins fyrr á árinu. Fyrr í vikunni sóttu konung- urinn og Rania drottning Þýskaland og Frakkland heim og frá Bretlandi verður haldið til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna. Heimboð bresku stjórnarinnar er til marks um sterk tengsl Bretlands og Jórdaníu og viðleitni breskra stjórnvalda til að viðhalda þeim tengslum eftir daga Husseins. Abdullah hlaut menntun sína í einkaskóla í Lundúnum og stundaði framhaldsnám í Sandhurst liðsfor- ingjaskólanum líkt og faðir hans hafði gert áður. Þörf á auknu samstarfi ríkjanna við Persaflóa I viðtali við dagblaðið Al-Hayat sem birtist í gær sagðist Abdullah vona að breytingar yrðu á málefn- um íraks og að komið yrði í veg fyrir neyðina meðal almennings. Hins vegar vísaði hann því á bug að Jórdanfa myndi gegna pólitísku eða hernaðarlegu lykilhlutverki við að koma á slíkum breytingum. Konungurinn sagðist vera fylgj- andi aukinni stofnanalegri samhæf- ingu milli rflyanna við Persaflóa og taldi að saga undanfarinna áratuga sýni fram á mikilvægi slíks sam- starfs. „Öryggi Persaflóa sem heildar er ekki hægt að skilja frá öryggi Jórdaníu,“ sagði Abdullah. Þá taldi hann opinbera heimsókn sína til Damaskus í Sýrlandi í síð- asta mánuði hafa snúið við blaðinu í torveldum samskiptum ríkjanna. „Það er rétt að okkur greinir á um tiltekin atriði, en það er eðlilegt." Sagði Abdullah að bæði ríkin deili sömu sýn um friðsamlega framtíð. I viðtalinu sagðist Abdullah enn- fremur gera ráð fyrir að koma á auknu lýðræði í Jórdaníu og sagði að fyrir liggi tillögur um að styrkja fjölmiðia í landinu og breyta kosn- ingalöggjöf þess. HART er nú deilt um það á írlandi hvort þegnar landsins séu í reynd jafnir fyrir lögunum eftir að í ljós kom að virtum arkitekt var sleppt úr fangelsi, án þess að hann hefði lokið afplánun fangelsisdóms. Tveir dómarar neyddust tO að segja af sér vegna málsins en deilan náði hámarki þegar spurðist út að Bertie Ahem, forsætisráðherra ír- lands, hafði haft afskipti af málinu. Hrikti í kjölfarið í stoðum sam- steypustjórnar hans og Fram- sækna demókrataflokksins (PD), enda em ekki nema örfáir mánuðir síðan litlu munaði að PD sliti stjórnarsamstarfinu eftir að Ahern hafði verið bendlaður við spillingar- mál. Mary Harney, leiðtogi PD, er sögð hafa verið fjúkandi 01 yfir því að Ahem skyldi ekki gera grein fyr- ir afskiptum sínum af málum arki- tektsins PhOips Sheedys. Ahern neyddist á endanum til að biðja Harney opinberlega afsökunar á því að hafa ekki greint henni skilmerki- lega frá hvernig í málinu lá. Mál Philips Sheedys PD er ekki stór flokkur en án stuðnings hans nytu Ahern og Fi- anna Fáil ekki þingmeirihluta. Stjórnarsamstai-fið hafði farið ágætlega af stað fyrir tveimur ár- um, og stjórnin naut mikilla vin- sælda, en fyrr í vetur þegar farið var að fletta ofan af spillingu er tengdist Charlie Haughej, fyrrver- andi forsætisráðherra Irlands og leiðtoga Fianna Fáil, seig heldur á ógæfuhliðina. Harney hefur nefni- lega gert sér far um að berjast gegn spillingu í stjómmálum. Þessi nýjustu vandræði Aherns tengjast vel metnum arkitekt, Phil- ip Sheedy. Sheedy þessi var sak- felldur í júní 1997 fyrir að hafa ver- ið undir áhrifum áfengis er hann ók á konu, Anne Ryan, og olli dauða hennar. Sheedy var sleppt úr fangelsi, án þess að hafa afplánað dóm sinn að fullu, og þegar málið komst í há- mæli fyrir skömmu var það talið til marks um að ekki væra allir jafnir fyrir lögunum, augljóst væri að Sheedy hefði verið sleppt vegna þjóðfélagsstöðu sinnar og tengsla við háttsetta embættismenn. Svo mikla hneykslun vakti málið að tveir dómarar, sem komið höfðu að málinu, neyddust til að segja af sér fyrir um tveimur vikum. Talsmenn forsætisráðherrans fullyrða að hann hafi á engan hátt beitt sér fyrir því að Sheedy var sleppt úr haldi en fyrir liggur að fjölskylda Sheedys hafði hins vegar upphaflega samband við Ahern og bað um aðstoð. Segist Ahem ein- faldlega hafa vísað þessu kunn- ingjafólki sínu á dómsmálayfirvöld. Ahern þverskallaðist hins vegar lengi við að gangast við því að hafa komið að málinu með þessum hætti sem vakti grunsemdir um að hann hefði ýmislegt að fela. Mun Harney hafa verið afar ósátt við hversu tregur forsætisráðherrann var til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ormagryfja opnuð Stjórnarki’eppan nú á sér hins vegar talsverða forsögu. Virðist sem alger onnagryfja hafi verið opnuð í írskum stjórnmálum þegar flett var ofan af spillingu Haugheys fyrir tæpum tveimur árum. Fyrir dómstólum, sem settir voru á fót í kjölfar uppljóstrana um fjármála- misferli Haugheys, hefur á undan- fórnum mánuðum komið upp úr dúrnum að Haughey var ekki einn um að hafa flekkaðan skjöld. Var e.t.v. óhjákvæmilegt að eitthvað af aurnum slettist á pólitískan skjól- stæðing Haugheys og eftirmann í embætti, Bertie Ahem. I febrúar var það vitneskjan um að Padraig Flynn, fyrrverandi þingmaður Fianna Fáil og fráfar- andi fulltrúi Irlands í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, hefði tekið við fjármunum sem olli írsku stjórninni vandræðum. Nú er það hins vegar Sheedy-málið sem veld- ur Ahem vanda, sem og deila um góðvin Aherns Ray Burke, fyrrver- andi utanríkisráðherra, en Burke er einnig gmnaður um að hafa tek- ið við greiðslum. Ahern skipaði Burke utanríkis- ráðherra í samsteypustjóm Fianna Fáil og PD fyrir tveimur ámm en einungis þremur mánuðum síðar neyddist Burke til að segja af sér vegna spillingarmálanna. Ahern fullyrðir að hann hafi enga vitneskju haft um að Burke hefði sitthvað misjafnt í pokahorninu en ljóst er að þessi mál hafa skaðað ímynd Aherns og margir spá því að stjórn hans muni ekki ná að sitja út kjörtímabilið, og að boðað verði til nýrra þingkosninga, jafnvel þegar í haust. Sérstaklega væri Ahem í vondum málum sannaðist að hann hefði vitað um meint fjármálamis- ferli Burkes en kosið að líta fram hjá þeim. Er trúnaðartraust milli stjórnai’flokkanna sagt afar lítið um þessar mundir og næsta víst að illa fer, sigli fleh-i hneyklismál á fjörur Aherns. 1^4***»* 2000 26" fjallahjól, stell Hi-ten Shock-Works, Zone LT dempari, ‘'fWXVA 600 26“ fjallahjól, 21 qíra Grip Shitt MRX 200, V-bremsur, karla- og kvennastell KT. 22.900,- 80026“ fjallahjól,21 gíraGrigShift MRX170, V-bremsur, karla- og kvennastell 8CT. 26.900,- |E2Sa^5f4oo 24“ fjallahiól. 18 aíra Grip Shift MRX 200. V-bremsurkT. 19.900,- KVmSZWBBO 26" fjallahjól, 21 gíra Shimano ST-EF28 EZ Fire plu: Wheeler demparagaffall :‘ff/ray.flfli8oo 26“ fjaiiahjói, 21 gíra Shimano ST-EF28 EZ Fire plu karia- og kvennastell Galaxy barnahjól. Fjöldi gerða. Verð frá kr. 8.900,* 1200 20“ fjallahjól, 6 gíra Grlp Shlft MRX-170 kr. 18.500, Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.